Þjóðviljinn - 03.03.1954, Page 4
&) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 3. mara 1954
Franskur horgaraþingmaSur skýrir frá
ferS sinni til Póllands I franska
ihaldshlaBinu Le Monde
Nefnd franskra þingmanna
ferðaðist um Pólland í des-
ember sl. og voru í hópnum
kuneiir stjómmálaleiðtogar. —
Eftir heimkomuna birtu þeir
. greinar um ferð sína og mjög
á eina lund. Þannig birti
íhaldsbla'ðið Le Monde, kunn-
asta borgarablað Frakklands,
grein þá sem hér fer á eftir,
. en höfundur hennar er þing-
maðurinn Loustaunau-Lacau,
óháður bændafulltrúi frá Bas-
ses-Pyrénées:
Á tímabilinu frá 28. ágúst
1939, þegar herir Hitlers réð-
ust á Pólland, til janúarloka
1945, þegar þessir sömu herir
höfðu verið hraktir á flótta
af sovéthemum alla leið yfir
Oder, léku Þjóðverjar pólsku
þjóðina af ótrúlegri villi-
mennsku. Sex milljónir Pól-
verja voru drepnir eða lim-
lestir. Margar f jölskyldur hafa
horfið með öllu, og víða
lifa aðeins einn eða tveir úr
fjölskyldú eftir. Morð, fjölda-
aftökur og brottflutningar
fanga einltenna hvern dag
. þessa þjáningatímabils, og lík-
brennsluofnarnir í Auschwitz-
fangabúðunum, þar sem f jórar
milljónir evrópskra fanga
voru hrenndír til ösku, eru
skelfilegur vitmsburður um
glæpi sem eiga sér engar hlið-
stæður í sögu mannkynsins.
Á hrjáðum andlitum biðjandi
kvenna er enn hægt að lesa
þá skelfingu þjáninganna, sem
Pólverjar urðu að þola af
Þjóðverjum.
Borgir, bæir og þorp voru
að mestu eyðilögð. Áður en
hermenn von dem Bachs hers-
höfðingja yfirgáfu Pólland,
sprengdu þeir og brenndu þau
hverfi í Varsjövu, sem ekki
hofðu orðið fyrir loftárásum,
og efndu með því fyrri lof-
or'ð sín í Póllandi. Sveit SS-
manna leiddi sömu örlög yf-
ir bæinn Wroclaw, sem Þjóð-
verjar nefna Breslau. Hvar-
vetna við götur og vegi rísa
ömurlegar beinagrindur af
þorpum. Þannig gátu Pólverj-
ar ekki einu sinni fundið
brunnin heimili sín, þegar
stríðinu lauk, og það voru
hópar föru'manna, lamaðir af
sorg, þjáningum og hungri,
sem komu sér smátt og smátt
fyrir innan þeirra landamæra
sem Póllandi voru ákveðin
: með Potsdam-samningnum.
Víst hefur pólska þjóðin
sannað einstætt lífsþrek sitt
áður á sorgarsögu sinni. En
þeir sem nú ferðast um landið
frá austri til vesturs, frá
norðri til suðurs, í allar áttir
: eins og við höfum gert, hljóta
að bera þvi vitni að krafta-
verk hefur gerzt á þessari
miðaldajörð, kraftaVerk trúar
1 og eldmóðs sem birtist í raun-
verulegri upprisu. Guðshús og
‘ kirkjur hafa verið endurreist
í upphafi, eins og endurreisn-
armennimir hafi viljað á-
kalla himininn um blessun
yfir rjúkandi rústunum. Hvar-
vetna um Pólland hef jast nýj-
ar, glæsilegar spírur, gulln-
ar hvelfingar, veglegir turnar,
með krossa sem gnæfa yfir
sléttiun og bæjum. Umhverfis
kirkjumar, sem alltaf eru
fullar af trúuðu fólki, hafa
verið endurreist íbúðarhverf-
in, þrungin sögu, byggð a'ð
nýju með hreinum og einföld-
nm litum. Hundruð arkítekta
hafa stjórnað þessari vinnu
stig af stigi í samræmi við
erfðir fortíðarinnar, og þeim
hefur tekizt aðdáanlega vel í
Varsjövu, Gdansk og Cracov-
ice.
Þessu heildarstarfi er mikið
til lokið. I íbú'ðarhverfum þeim
sem ekki bera sögulegan svip
hefur verið komið upp stór-
um nýtízkulegum sambýlis-
húsum og glæstum breiðgöt-
um, sem munu gera Varsjövu
að einni fegurstu höfuðborg
Evrópu. Á sama hátt og arkí-
tektunum hefur tekizt vel að
framkvæma áform sín, á sama
hátt og prófessorar lista-
deildanna hafa stjórnað þeim
af prýði, hafa einnig verka-
mennirnir orðið að gera furðu-
verk í störfum sínum. A-llt
þetta hefur ekki verið hægt
að framkvæma án þess að
ýmislegt annað yrði áð bíða.
Þjóð, sem hefur sig uþp á
þennan hátt, með einstæðu af-
reki, þar sem framtíðin spegl-
ast í fortíðinni, á skilið að
njóta virðingar allra þjóða
heims.
Það var i senn auðveld-
ara og erfiðara að reisa við
iðnað Póllands, sem hafði
verið gereyðilag'ður. Auðveld-
ara vegna þess að hvarvetna
er hægt að finna áætlanir um
stáliðjuvei4, vefnaðarverk-
smiðjur eða efnaverksmiðjur. •
Erfiðara vegna þess áð allur
nauðsynlegur efniviður sem
nokkurt gildi hafði var horf-
inn þegar landið fékk frelsi.
— Endurbygging kolanám-
anna, skipasmíðastöðva, orku-
vera og verksmiðja hefur að-
eins geta'ð tekizt vegna þess
að Pólverjar hafa fengið efni-
vöru frá Sovétrikjunum með
lánskjorum, Pólverjar flytja
þegar út kol, þeir framleiða
sjálfir neyzluvörur sínar, og
þegar iðjuverin nýju í Nova
Huta, sem við heimsóttum,
eru fullbúin — en það ver'ð-
ur eitt mesta fyrirtæki heims
sinnar tegundar með um það
bil 40.000 íbúa bæ — verður
framleiðslugeta Póllands meiri
en ítalíu og mjög svipuð
framleiðslugetu Frakklands.
Þetta er óvéfengjanlegur
sannleikur, sannreyndur á
staðnum.
Landsvæði það sem Pól-
land tekur nú yfir me'ð þrenn
landamæri sín meðfram Oder-
Neisse, Karpatafjöllum og að
Sovétríkjunuin, og 500 kíló-
metra strandlengja að Eystra-
salti, er heild í jaftivægi,
bæði hvað snertir landamæri
og framleiðslugetu, og þar
Björn Th. Björnsson:
Beinakerlingm á Arnarstapa
hefur þegar hafizt eðlileg þró-
un. Jafnframt því sem Pól-
verjar hafa endurreist iðnað
sinn hafa þeir lagt kapp á
að bæta úr því misræmi seih
var fyrir styrjöldina milli
landbúna'ðarframleiðslu og iðn
aðarframleiðslu, á sama tíma
og þeir halda við hefðbundn-
um handiðnaði sínum. Hafi
þetta verið launin sem Pól-
verjum bar að fá fyrir kvöl
þá sem þeir hafa þolað og
eldmóð sinn í endurreisnar-
starfinu, eru þau laun þeg-
ar fengin, þótt mörgum verk-
um sé ekki lokið enn.
Stjórnmálamennirnir sem
hafa fornstu um þróun lieims-
ins þurfa að reikna með þess-
ari lifandi staðreynd í hinum
ófullkomnu og einatt fráleitu
fyrirætlunum sínum: Póllandi
©ndurreistu. Pólverjar hafa nú
loks fundið sér heimili. Þeir
sem gera sér í liugarlund að
unnt sé að hrekja þá þaðan,
myndu rekast á þá óbugan-
legu trú sem verið hefui-
leiðsögn þjóðarinnar rtð end-
urreisn kirkna, bæja, iðnaðar,
þorpa og jarðar. Ándspænis
þessari ' miðaldalegu trú eru
., pólitískar umritanir aðei.ns
hljómlaus orð. Þessi þjóð
hefur þjáðst of mikið til þess
að láta sig dreyma um anna'ð
en það að ljúka í friði þess-
um undursamlegu endurreisn-
arstörfum sem hún hefur tek-
izt á hendur og gerir sér
síðan vonir um nokkra ham-
ingju og eðlilegt líf. En ein
fullvissa verður hugstæð
hverjum sem til Póllands
kemur: pólska þjóðin mun
aldrei fallast á að þeir sem
krossfestu hana til þess að
fullnægja ofstældsfullri á-
Framhald á 8. síðu.
Þjóðviljinn birti í gær ritsmið
eftir Pétur nokkurn Þorsteins-
son, er nefnist „Um ritfrelsi og
listdóm", og er þar farið iham-
förum út af bréfi frá mér, sem
kom í tímaritinu Helgafell á síð-
astíliðnu ári. Höfundur gætir
þess vandtlega að geta hvorki
hvar bréfið hafi birzt né hve-
nær, og ætlar sýnilega að koma
í veg fyrir að menn kynni sér
rétta málavöxtu, séu þeir ekki
kaupendur Helgafelis. Hef ég
því beðið ritstjórn Þjóðviljans
að birta umrætt bréf orðrétt.
Eins og menn munu sjá, er
hér alls ekki um að ræða list-
dóm, heldur árás, enda þótt hún
sé að nokkru í gamansömum
tón, á þá mærðarvæmni, sem
mér virðist einkenna minnisvarð-
ann á Arnarstapa og ekki kom-
ast í kallfæri við hugtakið list.
Hitt hef ég aldrei vitað, að
maður sem skrifað hefur list-
dóma, megi ekki hafa skoðanir
og segja álit sitt afdráttarlaust,
ef hónum þykir þess þurfa.
Þa'ð er alveg furðuleg ár-
átta, sem sumir evu haldnir
gagnvart mikilmetinum. Þeir
fussa við þeim lifandi og segja
um þá gróusögur, en flaðra
upp um þá dauða, svo mælgin
stenzt ekki við. Þá hrópa þeir
Minnismerki, — Minnismerki,
setja nefndir og ráð og sam-
kundur, gefa meira að segja
peninga. Síðán er valinn af-
mælisdagur, því afmælisgjöf
skal það vera að góðum borg-
aralegum sið, og svo fá allir
að halda ræður.
Þetta væri reyndar saklaus
skemmtun og engum láandi,
ef þeir hefðu ekki þann leiðá
sið, að skilja eftir hjá ræðu-
pallinum andlega sjálfsmynd
sína', gerða í kopar éða stein.
' Nú verða þessi verksummerki
au'ðvitað hreinsuð burt með
tíð og tíma, cn meðan þau
standa er af þeim fegurðar-
ljóður og leiðindi.
Eitt svona dansiball með
ræðuhöldum var haldið í
Skagafirði í sumar, og þótti
nefndarmönnum þeir ekki
mega hreykja sér neitt lægra
en á sjálfan Amarstapa. Svro
fengu allir að halda ræöur og
lesa upp yrkingar sínar, með-
an dagur entist, en lconurnar
fengu að baka pönnukökur og
ungviðið að selja merki. Veðr-
ið var gott og þetta var eins
ágæt samkunda og §líkar geta
orðið. Svo voru fluttar burt
flaggstengur, ræðupallur og
allt hvað er, en bevísinn upp
á innræti og smekk þeirra
nefndarman.na situr þar enn
eftir og er hreint engin smá-
smíð. Og upp á hvem var
nú verið að kássast? Jú, það
var hann Stephan G., —
hvorki meira né minna.
Eins og allir vita, hafa
Skagfirðingar eitt fram yfir
flesta aðra menn. Þeir eru
svo framúrskarandi þjóðlegir.
Meðan þeir í Reykjavik láta
sér nægja að halda ræ'ður út
á koparkarla í sjakketi og
dönskum skóm, nægir hinum
ekkert minna en rammíslenzk
beinakerling, reyndar smart
og nýmóðins, en beinakerling
allt' að einu. Yrkingarnar
vantaði ekki heldur, og hross-
leggi er mér fortalið að þá
Skagfirðinga hafi sjaldan
skort.
En með því nú að þessi
beinakerling er svo mikil
furðusmfð að konst og hug-
viti, svo ekki sé talað um þær
margþættu og djúpstæðu
meinitigar, sem með kerlingu
þessari búa, þykir ekki annað
hlýða e.n gera mönnum þar á
nokkur skil.
Svo vel vill tij, að hugvjts-
maðurinn sjálfur, áustfirzkur
myndskeri úr Reykjavík, lét
fylgja hen.ni sundurli'ðaðar út-
skýringar, svo enginn færi að
grufla neitt af sjálfsdáðum út
í lejmdardóma keriingar. Upp.
hefst nú útlistun á þeirri op-
inberun, að „randir hennar
séu hlaðnar úr stuðlabergs-
dröngum, sem rísi upp af
smærri stuðlum, og tákna
hinir síðarnefndu vitanlega
hagyrðitiga og smáskáld, sem
stórskáldin rísa upp af“. Þá
höfum við það sem sé á
hreinu. Næst kemur svo að-
Pramhald á 11. siðu
Samferðadagarnir brír — Þeir hafa sett ofan. -
ýmsu bök — Leyndarmál öskupokanna
ÞÁ ER KOMINN hinn síðasti
Hin
af þessum þrem dögum sem
ævinlega fylgjast að, bolludag-
ur, sprengidagur og öskudag-
ur. Það er orðið býsna erfitt
að viðhafa ósvikið sprengi-
dagshald, — gott saltkjöt er
orðið eins og gömul munn-
mælasaga (hamingjan má vita
hvenær ég fékk það síðast), ég
kalla það ekki saltkjöt sumt
af því sem selt er í búðunum
undir því nafni eða nafni létt-
saltaðs kjöts, þá sjaldan hægt
er að komast yfir það — og
það er að minnsta kosti engin
hætta á að maður eti á sig
gat af því. En efnið í öskudag-
inn er ekki eins torfengið, til
hans þarf aðeins tauafganga,
tvinna og nál og títuprjóna sem
bogna en brotna ekki. En skelf-
ing finnst manni samt ösku-
dagurinn hafa sett ofan frá því
að maður var og hét og tók
þátt í skyldustörfum þess
merkisdags af lífi og sál. Nú
má maður teljast hepþinn ef
manni tekst að fá aftan í sig
pokahorn með því að snúa
lengi pokaþyrstu baki að
krakkahópi. Nei, þá var það
öðru vísi liér áður. Þá þurfti
enginn að standa og bjóða bak-
ið, — slík bök voru ekki virt
viðllts. Það voru hræddu bökin
sem freistuðu okkar, bók þeirra
sem alltaf voru að skima í
kringum sig af ótta við áleitna
krakka. Éinn nágranni okkar
gekk alltaf um með staf á ösku-
daginn til þess að geta liimbr-
að á krakkastóðinu, en við urð-
um því ákafari sem erfiðar
gekk og enginn öskudagur leið'
svo að okkur taékist ekki að
prýða á honum bakið. Eti svo
kom að því að hann fór að
nota staf að staðaldri, átti erf-
itt um gang og þá var ekki
lengur neitt sport að koma
aftan í hann poka, það hefði
hver smákrakkinn getað. Þá
hættum við að hengja í hann,
en það var svo undarlegt, að
hann virtist sakna þess. Það
var eins og eitthvað vantaði í
öskudaginn hans.
Og svo hætti maður að
hlaupa á eftir fólki með poka,
saumaði þess í stað einn for-
láta poka og sendi hinum út-
valda og auðvitað nafnlaust.
Og svo fékk maður kannski
líka sendan poka, ef til vill
rauðan silkipoka með ámálaðri
gylltri skeifu eða sundúr-
stungnu hjarta. Og það fylgdi
ekkert nafn. Og daginn eftir
voru miklar augnagotur í skil-
anum: Skyldi það hafa verið
hann? Eða var það kannski
bara hann Stjáni eins og í
fyrra? Og leyndarmálið var
vandlega geymt, — ef til vill
er það hulin ráðgáta enn þann
dag í dag hvaðan hann var
sprottinn fallegi lifrauði silki-
pokinn með skeifunni.