Þjóðviljinn - 03.03.1954, Síða 6
g) — ÞJÓÐVnJTNN — Miðvikudagnr 3. marz 1954
Dióðviuinn
: fTtgefandl: Samelnlagarfloklmr alþýSu — SósíaUstaflokkurlan.
Ritatjórar: Magnúa Kjartanssoa (&b.), SlgurSur GuSmundsson.
! Fréttastjóri: Jóa Bjarnason.
BlaSamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benedlktsson, Gu5-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólaís3on.
i Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmlöja; Skólavörðustíg
| 18. — Siml 7800 (3 línur).
Áskriftar/erð kr. 20 é mánuðl I Heykjavxk og nágrenni; kx. IX
! haaar* otaCar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans hJt
&»............. ..............-------------------------------------«'
' Vítayerð vinnubrögð
Þau tíðindi gerðust á Alþingi í fyrradag að eitt mesta stór-
málið sem fyrir þinginu liggur var tekið á dagskrá til 2. um-
ræðu, samkvæmt ósk flutningsmanns, án þess að nefnd sú er
um það fjallaði hefði skilað áliti. Hafði málið þó legið hjá
nefndinni síðan í þingbjTjun, og hún því haft nægan tíma til að
gera sér grein fyrir því og skila áliti til þingdeildarinnar.
Mállð sem hér er um að ræða er hinn j'firgripsmikli frumvarps-
bálkur ISinars Olgeirssonar um varaidega lausn húsnæðisvanda-
málsins. Verður ekki um það deilt að fá eða engin mál eru jafn
knýjandi fyrir fólkið í landinu. Mikill fjöldi fólks býr ýmist
við allsendis ófullnægjandi og heilsuspillandi húsnæði eða verður
að sæta slikum okurkjömm hvað húsaleigu snertir að óviðunandi
er með öllu.
Frumvarp Einars geri? ráð fyrir allsherjarlausn þessa mikla
vandamáls, með því að tryggja landsmönnum raunverulegt frelsi
til íbúðabygginga, leysa lánsfjárvandræðin sem félög verka-
mannabústaða og byggingasamvinnufélög eiga við að stríða og
leggja rfkinu að nýju þá skyldu á herðar að aðstoða bæjarfélögin
til að útrýma heilsuspillandi ibúðum. Hafði vissulega mátt ætla
að þingnefndin sem fékk málið til meðferðar sæi sóma sinn í aö
láta það fá jákvæða og skjóta afgreiðslu. En þvi hefur sem sagt
ekki verið að heilsa .Á fjórða mánuð liafa þeir Páll á Hnappa-
völlum, Bjöm sýslmnaður, Kjartan J. Jóhaxmsson læknir, Jónas
Jlafnar og Gylfi I>. Gíslason legið á málinu og tafið fyrir þvi að
það fengi þinglega meðferð og afgreiðslu.
Þessi vinnubrögð heilbrigðis- og félagsmálanefndar neðri deild-
ar eru stórlega vitaverð. Það á áð vera ófrávikjanleg slíylda
þingnefnda að skila svo fljótt sem verða má áliti um þau mál
sem tíl þeirra er vísað. Meðferð fimmmenninganna á þessu mikla
nauðsynjamáli fólksins sýnir að áhugi þeirra beinist fremur að
einhvérju öðru en að greiða fyrir því að íslenzkt alþýðufólk
geti eignast mannsæmandi íbúðarhúsnæði með sæmilegum hætti.
Vanlíðan stjérnarflokkanna
Það virðist vera næsta bágborið ástand innan stjórnarflokk-
anna um þessar mundir; kosningar eru liðnar með loforðaölvun
og mikium bægslagangi og við hafa tekið timburmenn hins rúm-
helga dags. Og flokksforsprakkamir minnast loforða sinna með
eársauka. Það eru ekki liðnir margir dagar síðan forsætisráð-
herrann lýsti yfir því að hlaupin væri „snurða á þráðinn" í sam-
bandi við sementsverksmiðjuna og væri þeim framkvæmdum þvi
frestað um sinn. Um leið skýrði hann frá því að hin ágætu lof-
orð stjómarflokkanna um raforkuframkvæmdir hefðu nú strand-
að á andstöðu Landsbankans, og virðast ráðamenn þeirrar
stofnunar taka því með þögn og þolinmæði að vera gerðir að
syndaselum stjómarflokkaana og dra.gbítum á loforð þeirra.
Hins vegar þagði forsætisráðherrann algerlega um það hvernig
gengi að útvega erlent fé til virkjunarframkvæmdanna, en þar
nnm stjómin hafa fyrirhugað að leita á náðir bandarískra yfir-
boðara sinna einu sinni enn. Önnur loforð virðast eiga jafn erfitt
uppdráttar. Þannig hefur Alþingi nú setið á rökstólum alllengi
án þess að ríkisstjóniin hafi falið því að fjalla um nokkur mik-
ilvæg verkefni, og hafði hún þó lofað að leggja frani mikinn
lagabálk um skattamál, — Jægar að afloknum bæjarstjómar-
kosningum!
Timburmenn stjórnarflokkanna birtast einnig i þvi að nú
ker.nir hvor öðrum um. Tírninu segir að íhaldið fáist ekki til að
framkvæma, nein loforð, og Morgunblaðið lætur hliðstæð orð
falla ttm ráðamenn Framsóknar. Er augljóst að báðir aðilar
búast við bágbornurn efndum á fyrirheitum þeim sem gefin voru
í kosningabaráttunni og vonast hvor um sig til þess að geta
kornið ábyrgðinni yfir á binn.
En kjósendunum ber að minnast loforðanna og herma þau
upp á stjórnarvöldin. Ráðaménnimir slyppu of auðveldlega ef
loforðin gleymdust senn og timburmennimir hjöðnuðu af þeim
ástæðum. Því þurfa kjósendur að tryggja með stöðugu aðhaldi
og eftirrekstri að vanlíðanin lialdist; þá standa vonir til þess að
hægt sé að knýja fram einhverjar efndir á lofoi-ðuuum noiklu.
Misheppnuð gerningaveður
og Sósíalistaflokkurinn
Síðan Sósíalistaflokkurinn
hvarf úr ríkisstjóm í ársbyrj-
un 1947, vegna þess að hann
vildi ekki ofurselja ísland er-
lendu- valdi, hafa margháttað-
ar tilraunir verið gerðar til
þess að koma honum á kné og
gersigra hann.
Fyrsta herhlaupið var sam-
fylking hinna samseku í ríkis-
stjórn Stefáns Jóhanns 1947—
1949. Með því átti að setja Sósi-
alistaflokkinn utan garðs að
nýju og einangra hann meðal
alþýðu manna.
Leikar fóru þó svo, að rík-
isstjórnin sprakk, en Alþýðu-
flokkurinn féll útbyrðis.
Næsta stóra vonin var „bylt-
ingin“ í Alþýðuflokknum haust-
ið 1952. Með þeirri „vinstri“
sveiflu átti að taka vindinn úr
seglum Sósíalistaflokksins, gera
Alþýðuflokkinn að „stórum"
flokki, en ástunda jafnframt
fullan fjandskap við Sósíalista-
flokkinn.
Árangur þessarar tvískinn-
ungsstefnu er nú lýðum Ijós,
þar sem eyðing Aiþýðuflokks-
ins sjélfs blasir við, ef hann
breytir ekki um stefnu gagn-
vart Sósíalistaflokknum.
Þriðja stóra herhlaupið var
gert með stofnun Þjóðvarnar-
flokksins. Með yfirskini þjóð-
frelsisbaráttunnar og vígorð-
inu „hvorki austur eða vest-
ur“, átti að setja Sósialista-
flokkinn úr leik sem forystu-
flokk í sjálfstæðisbaráttunni
og fá þjóðina tíl að trúa þvi,
að Þjóðvarnarflokkurinn væri
höfuðandstæðingur bandarískr-
ar hersetu.
En þetta villuljós hefur held-
ur ekki borið tilætlaðan árang-
ur.
Reynslan hefur nú þegar
sýnt, að baráttu þjóðvarnar-
forsprakkanna er ekki fyrst og
fremst beint gegn bandarísku
hernámi heldur gegn Sósíalista-
flokknum, enda er megin skýr-
ing þeirra á hernáminu sú, að
það sé tilveru Sósíalistaflokks-
ins að kenna. M. ö. o.: til þess
að losna við hemámið, þurfi
fyrst að losna við Sósíalista-
flokkinn!
Samtímis þessum meira og
minna lævísu pólitísku ref-
skákvun, hafa hernámsöflin
einnig neytt annarra bragða og
engu heiðarlegri til þess að
knésetja Sósíalistaflokkinn.
Alveg sérstakiega hafa þau
lagt rækt við skoðanakúgunr
ina. Þessi lítilmannlega, and-
styggilega en skanunsýna að-
ferð er nú orðin helzta hald-
reipi þeirra afla, sem treysta
sér ekki til þess að verja her-
námið með rökum, heldur
kasta fyrir borð öllum fornum
dyggðum heiðarleika, skoðana-
frelsis og drengskapar.
En þráit fyrir allar þcssar að-
ferðir og þrátt fyrir margíalda
yfirburði hernámsaflanna á
sviði fjármagns og áróðars-
tækja, kom Sásíalistaflokknr-
inn ekki aðeins keibur út úr
bæjarsíjórnarkcsningnnuiti 31.
janúar, heidur jafnvel í sókn.
Hrunið, sem óvinir Sósíal-
istaflokksins höfðu trúað á
eftir árangur klofningsiðju
Þjóðvamarflokksins síðastliðið
vor, kom ekki. í þess stað
komu vonbrigðin yfir stöðnun
Þjóðvarnarfiokksins, stóráföll-
um Alþýðuflokksins og undan-
haldi Framsóknarflokksins í
Reykjavík. Og enda þótt Sjálf-
stæðisflokkurinn héldi Reykja-
vík í þetta sinn vegna sundr-
ungrar andstæðinga hans, þá
veit forysta þess flokks fuilvel,
að bæjarstjómarfylgi hans 31.
janúar var ekki flokksfylgi,
auk þess sem Sjálfstæðisflokk-
urinn varð fyrir áföllum víða
um land.
Kosningaúrslit Sósíalista-
flokksins í vetur eru sönnun
þess, að hann hefur fest sig í
sessi meðal íslenzkrar alþýðu,
að hann hefur komið sterkari
en áður út úr þeim gerninga-
veðrum, sem á hann hafa verið
gerð og að íslenzkir sósíalistar
hafa nú traustari grundvöll
meðal íslenzkrar alþýðu en
' nokkru sinni fyrr til að starfa
á.
Fleiri stoðir og engu veikari
renna einnig undir þessar á-
lyktanir og verða þær ræddar
í annarri grein. ★★★
Hljómieikar Ama Krístjánssonar
Að þessu sinni bauð Tónlist- an tilbrigðakafla sem ekki er af
arfélagið til píanóhljómleika.
Ámi Kristjánsson lék í Aust-
urbæjarbíói kvöldið 24. febrú-
ar, en síðan voru hljómleikarn-
ir endurteknir þann 26. Efnis-
skráin var veigamikil: Fyrst
hið mikla verk „Orgelfantasía
og fúga“ í g-moll eftir Bach í
píanóbúningi Franz Liszts,
því næst sónata sú í cis-moll
eftir Beethoven, sem oft er
nefnd „Tungisskinssónatan",
þá þrjú píanólög eftir Chopin:
noktúrna í cis-moll, ballata í
f-moll og fantasía í f-moll og
loks síðasta sónata Beethovens,
111. verk hans, einnig í moll.
(Var það tilviljun eða að fyrir-
huguðu ráði listamannsins, að
öll efnisskráin skyldi vera í
moll? Um síðast talda verkið
er raunar að segja, að enda
þótt það sé kallað í c-moll, þá
er það í raun og veru að meiri
hluta í C-dúr og þannig heyrt
aí hlustandanum, ef honum
gleymast þá ekki með öllu
þvúlík aukaatriði, af því áð
hann metur það meira að beina
athyglinni að anda tónverksins.
En þetta er annars ljóst dæmi
þess, að ekki er alltaf ráðlegt
að leggja of bókstaflega merk-
ingu í slíkar tóntegundartákn-
anir fjölþættra verka, því að
annars kann fyrir manni að
fara eins og tónlistargagnrýn-
andanum, sem fór að hneyksl-
ast á „kollega“ sínum á prenti
fyrir flónskuna að hafa í grand-
leysi látið blekkjast af prent-
rillu í efnisskránni, g-moll i
staðinn fyrir G-dúr, en lýsti
svo yfir því í heyranda hljóði
að hann hefði heyrt heilan
strengjakvartett, hvorki meira
né minna, leikinn i G-dúr!).
Undirritaður átti þess kost
að hlýða á báða hljómleikana,
og hvort sem það er nú ímynd-
un hans eða ekki, þótti honurn
sem listamanninum tækist bet-
ur í síðara sinnið. Maður gat
þótzt heyra orgeldyninn í hinni
mikilúðlegu hljómadrápu Ba. í*s,
og hafi hlustandxnn verið með
einhverjar efasemdir á fyrri
hljómleikununi eða grunsemd-
ir um of mikið „adagíó“ og
„rúbató“ í upphafskafla cis-
moll-sónötunnar, bá htirfu þær
gersamíéga seinna kvöldið, er
þessi furðulega tónsmíð hljóm-
aði út yfir áheyrendasalinn í
allri sinni skáldlegu dýrð. Og
svo niðurlagssónatan með þenn-
þessum heimi! Væri undirnt-
uðum gert að skera úr um það,
hvað bezt hefði tekizt á þess-
um hljómleikum, þá myndi
hann einmitt og án mlkils efa
tilnefna þessa dásamlegti arí-
ettu.
Annars er ekki þörf að fjöi-
yrða um leik Árna Kristjáns-
sonar, því að hann er hlust-
endum hér nógsamlega kunn-
ur og á auk þess því léri að
fagna að vera metinn að yerð-
leikum, svo að vist getur þsð
komið fyrir, að menn séu spá-
menn í sínu föðurlandi, og
vonandi eigum vér eftir áð
njóta margra slíkra ánægju-
sttmda af hans hendi.
B. F.
Tónleikar sin-
fóníusveitarinnar
Slnfóníuhljómsveitin efndi til
hljómleika í Þjóðleikhúsinu 25.
febrúar. Þetta voru sjöttu
hljómleikar sveitarinnar á þess-
um vetri, og var henni að þessu
sinni stjórnað af Róbert Abra-
ham Ottóssyni.
Fyrst á efnisskránnl var sá
af fjórum forleikjum Beethov-
ens að óperu hans „Fidelió".
sem venjulega er nefndtir „Fi-
delíó-forlelkurinn“. Ekki virtist
leikur hljómsveitarirmar í
þessu verki að öllu eins góður
og oft áður á hljómleikum, en
hún og stjórnandi hennar
bættu það aftur upp í síðasta
verkinu, fyrstu sinfórúu Schu-
manns í B-dúr, sem leíkin var
mátulega létt og fjörlega þó
yíirleitt með hæfilega róman-
tískum blæ.
Milli þessara tveggja hljóm-
sveitarverka var fluttur fiðiu-
konsert Mendelssohns. Einleik-
ari var Ruth Hermanns, einn
af íiðlurum hljómsveitarinnar.
Enda þótt hún geti ekki talizt í
hópi hinna glæsilegu íiðlu-
snillinga, sem svo oft hafa tek-
ið þetta verk til meðferðar, var
leikur hennar vandaður í alla
staði, hreinn og þróttmikill.
B. F.