Þjóðviljinn - 03.03.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.03.1954, Blaðsíða 7
- Miðvikudagur 3. marz 1964 — ÞJÓÐVTUINN — (T Frumvarp Einars um varanlega lausn húsnæSisvandamálsins fjallar um: frelsf til íbððabygglnga útrymingu heilsusDi ainsiiii, sinfSiiniBiisfiis il Mh, lánadeild si á hús 09 innflutning byggingarefni Einhvern næstu daga munu alþingismenn sýna hug sinn til húsnæðismálanna er til atkvæðagreiðslu kemur hinn mikli frumvarpsbálkur Einars Olgeirssonar, en liann hefur nú gengið gegnum tvær umræður í neðri- deild. Af því tilefni skal hér enn rifjað upp meginefni frumvarpsins og tiigangur þess. Byggingarmálafrumvarp Ein- ars er mikill lagabálkur, sem fyrst var fluttur á þinginu 1952, en mætti þá algeru kaeru- leysi af hálfu þríflokkanna eins og nú. Þó er skýrt, að þeg- ar hefur orðið mikill árangur af baráttu sósíalista á Alþingi og utan þess gegn hinni þjóð- hættulegu haftastefnu Sjálf- stæðisflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokksins, sem lengi hef- ur legið eins og mara á fram- taki landsmanna, ekki sízt í byggingarmálum. Hefur flutn- ingur þessa frumvarps Einars og sú sterka áherzla sem þar er lögð á frelsi íslendinga til að byggja sér íbúðarhús, efa- laust átt drjúgan þátt í því undanhaldi er aðalhaftaflokk- arnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, eru nú komnir á í þessum málum. í 1. gr. frumvarpsins er fjall- að um rétt manna til að byggja sér íbúð, og síðan koma megin- kaflar þess. 1. kaflinn er um verkamanna- bústaðL Er hann að meginefni samhljóða núgildandi lögum um það efni, en þau hafa í frámkvæmd verið stórskemmd með því að hafa byggingarsjóð- inn lengst af févana. í frum- varpi Einars er 4 gr. laganna breytt í það horf, sem sett var 1931, þegar lögin um tóbaks- einkasölu voru samþykkt, Þar var svo ákveðið, að helmingur- ínn af tekjum Tóbakseinkasölu ríkisins skyldi renna til bygg- ingarsjóðs verkamannabústað- ánna. Helmingur þeirra tekna er nú rúmar 14 milljónir, svo að nökkuð yrði séð fyrir þörf- um byggingarsjóðsins með þeim. Þá er í frumvarpinu sú breyting frá gildandi lögum, að ákveðið er að þau tvö bygging- arfélög verkamanna, sem nú starfa í Reykjavík, skuli mega starfa og hafa sama rétt. Með þvi væri þeim samtökum, sem brautina ruddu í byggingu verkamannabústaða, Bygging- arfélagi alþýðu í Reykjavík, leyft að starfa áfram að bygg- ingu verkamannabústaða, og bætt fyrir, þó seint sé, óhæfu- verk Stefáns Jóhanns, er hann 1939 misnotaði vald sitt sem fé- lagsmálaráðherra til að hindra starfsemi félagsins. Ennfremur er lagt til að öll stjórn bygg- ingarfélags skuli kosin.af með- limum þess. Annar kafU frumvarps Ein- ars er um byggingarsamvinnu- félög, og er sá kafli tekinn ó- breyttur úr gildandi lögum. Þriðji kafUnn er um útrým- ingu heilsuspillandi íbúða. Þeim gagnmerka kafla er breytt í sitt gamla horf, eins og hann var í 3. kafla hinnar merku byggingarlaga, sem ný- , sköpunarstjómin settl. „Það er eftirtektarvert tákn um áhrif ríkisstjórna þeirra, er Sjálfstæðisflokkurinn, Fram- sókn og Alþýðuflokkurinn hafa myndað saman, jafnt 1939—11 sem 1947 og 49, að þær hafa alltaf rýrt eða eyðilagt fyrri lagasetningar um þessi nauð- synjamál, hvort heldur þær voru frá 1931 eða 1946. Það eru því stórfeUdar endurbætur að leggja til að færa ákvæði þess- ara laga í sitt gamla horf“, segir flutningsmaður í grein- argerð. Fjórði, kaflinn er um lána- deild smáíbúða. Þar eru tekin upp að mestu óbreytt ákvæði gildandi laga um lánadeild smáíbúðarhúsa, þó með þeim breytingum, að fela skuli láns- stofnun stjóm lánadeildar og úthlutun lána samkvæmt reglugerð. Vítir Einar í grein- argerð þá hneykslanlegu að- ferð, sém Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa viðhaft við úthlutun smáibúðalánanna, er . þeir settu hvor sinn f lokksgæð- ing í úthlutunina. Þá er sú breyting gerð, að ákveðið er, að 30 milljónir skuU vera stofnfé deildarinnar, og að útlánsvextir verði ekki hærri en 4%. Fimmti kafli frumvarpsins er um rétt cinstaklinga til veðiána. Ákvæði hans miða að því að tryggja þeim mönnum, sem eigi verða aðnjótandi aðstoðar samkvæmt hinum fyrri köflum laganna að þeir hafi aðgang að veðdeild Landsbankans, þannig að þeim yrði veruleg hjálp í því Þar er og ákveðinn réttur þeirra manna, er hús eiga, til að geta þó að minnsta kosti fengið lán út á 1. veðrétt í húsinu eða íbúðinni og tryggt að þeir geti selt bankanum bankavaxtarbréf affaliaiaust. Ástandið i þessum málum er algerlega óviðunandi. Ekki er hægt fyrir menn, sem eiga íbúðir, að íá lán út á 1. veð- rétt, þótt mikið Uggi \úð. Það er þó taUnn sjálfsagður hlutur í öllum löndum. Hér hefur verið komið á slíkri einokun á lánsfjárveitingum, að jafn- gildir féflettingu og eignaráni, því að vitanlega er þáð sama og að ræna eign manns, er ríkið og bankar hindra mann, sem á góða eign skuldlausa, að geta fengið 1. veðréttar lán út á hana, t. d. til þess að borga skatt til ríkisins. Sjötti kafU frumvarpsins er um innflutning byggingarefnis. Þar er kveðið svo á, að inn- flutningur á byggingarefni skuU vera frjáls, ef nokkur innflutningur er frjáls. Væri þar með afnumin sú óhæfa, að innílutningur óþarfa sé frjáls, en fslendingum óheimill frjáls innfluiningur byggingarefnis til þess að byggja nauðsynleg í- búðarhús og spara þar með fyrir þjóðina og framtíðina og byggja upp landið. í ýtarlegri greinargerð segir flutningsmaður m. a.: „Húsnæðisvandamálið hefur eðlilega verið eitt allra brýn- asta þjóðfélagsvandamál vor íslendinga á þessari öld. Kyn- slóð feðra vorra tók við land- inu lítt húsuðu varanlegum í- búðarhúsum um síðustu alda- mót, og tvær kynslóðir hafa nú unnið við að byggja varanleg hús í landi voru. í sveitunum hefur verið gert mikið átak til þess að skapa steinsteypt íbúð- arbús i stað gömlu bæjanna, og hefur vel orðið ágengt, þótt mikið verk sé þar enn eftir að vinna. í bæjunum og kauptúnunum hefur orðið að byggja upp að nýju og þörfin þar verið hvað brýnust vegna hins hraða vaxt- ar þeirra og þá fyrst og fremst Reykjavíkur. Reynslan hefur sýnt það allan tímann, að hér varð að einbeita öllum kröft- um, jafnt framtaki einstaklinga og samtakaheilda sem aðstoð og framlögum ríkisins, ef bæta átti úr neyðinni. Hins vegar hefur verið við ramman reip að draga um að fá það aðgert í byggingarmálum, sem brýn þörí var á. Veldur þtí hvoit- tveggja, að í Reykjavík heíur verið toldugur hópur rlkra fé- sýslu-nanna, sem grætt hafa fé á nárvi húsaleigu, er húsnæðis- skortiirúui oiU, og svo hitt, að yfirvöld ríkis og banka hafa löngum hirt lítt um að aðstoða alþyðu manna við að ba ta úr húsnæðisleysinu, nema til- neydd, og þá gengið skrykkjótt með framkvæmdir, svo sem saga siðustu tuttugu ára ber vott um. 1929 voru samþykkt lög um bann við íbúðum í kjöllurum Það átti að útrýma þar með þeim íbúðum, er hættulegastar þóttu þá heilsu manria. — Þessi lög hafa aldrei verið framkvæmd og kjallaraíbúð- um fjölgað ár frá ári. 1928 voru 800 kjailaraíbúðir í Reykjavík, en 1946 voru þær orðnar 1884. Lögin um verkamannabústaði voru sett um sömu, mundir. Samkvæmf lögum um tóbaks- einkasölu ríkisins frá 1931 átti helmingur tekna hennar að ganga til byggingar verka- mannabústaða. En þessari miklu tekjulind var nokkru síðar kippt burt. Byggingarfé- lag alþj'ðu í Reykjavík hafði þó rutt brautina með myndar- legum byggingum í höfuðstaðn- um. En 1939 var starfsemi Byggingarfélags alþýðu bönnuð með útgáfu bráðabirgðalaga a£ hálfu Stefáns Jóh. Stefánsson- ar, er var félagsmálaráðherra „þ j óðst jórnarinnar". Rannsóknir, er gerðar voru á nýsköpunarárunum, leiddu í Ijós, að byggja þurfti um 600 íbúðir á ári í Revkjavík til þess að fullnægja þörfinni fyrir nýtt. húsnæði þar. En síðustu tólf ár hefur bygging íbúðarhúsa í Reykjavík verið sem hér segir (fjöldi íbúða, herbergjafjöldi í svigum aftan við, þegar til eru skýrslur um hana): 1941 335 (974) 1942 417 (1182) 1943 354 (1086) 1944 339 (1086) 1945 541 (1897) 1946 634 (2148) 1947 468 (1665) 1948 491 (1764) 1949 366 (1226) 1950 410 (1430) 1951 284 1952 329 Þótt unnið væri mest að byggingu ibúðarhúsa á tímum nýsköpunarstjórnarinnar, eins og þessi skýrsla ber með sér, þá var þeirri stjóm ljóst, að hefjast þurfti handa af hálfu þess opinbera með enn meira átaki en gert var með verka- manna- og samvinnubústöðum, Því voru lögin um útrýmingu heilsuspiUandi ibúða sett 7. maí 1946, og samkvæmt þeim var, eins og einnig segir í 30. gr. þessa frv., ákveðið að útrýma heilsuspillandi íbúðum úr land- inu á fjórum árum með sain- einuðu átaki ríkis, bæjar- og sveitarfélaga og banka. Það voru ekki sízt bragga- ibúðirnar í Reykjavik, sem hafðar voru í huga, þegar þessi löggjöf var sett af nýsköpunar- stjórninni. 1946 bjuggu 1303 manns í braggaíbíiðum (326 að tölu), þar af voru 511 böm. En 1947 setti' ríkisstjórn Al- Framhald é 9. siðu. Byggingarfélag alþýðu, er hóf byggingu fyrstu vei-kamannabústaðanna í Reykjavík, vann mikilvœgt brautryðjandastarf. í* Meðan haftastefna Sjúlfstœðisflokksins og Framsóknar var í algleymingi var ekki s'paraö að byggja yfir herraþjóð þessara flokka & Reykja• nesi — þótt íslendingum væru allar bjargir bannaðar. ■ 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.