Þjóðviljinn - 14.03.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.03.1954, Blaðsíða 7
Sunnudagur 14. marz 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Það var fyrir réttum aldar- fjórðungi að Haraldur Bjönis- son lék Klenow próíessor á reykv'ísku sviði og vann mik- inn og eftirminnilegan sigur. Hann hafði þá lokið námi eigi aJls fyrir löngu, lærður leik- ari fýrstur íslendinga, stórhuga brautryðjandi, ótrauður bar- áttumaður. Margir dróg'u hæfi- ieika hans í efa og tóku fólega starfi hans, en aírek þetta sýndi reykvískum áhorfendum það svart á hvítu að hinn nýi ieikari bjó yfir ótviræðum gáf- um, mikilli kunnáttu, ósvikn- um þrótti. Það er þessi leikur sem nú er endurvakinn a sviði Þjóðleikhússins, og er öllum fengur að kynnast honum, því ber sízt að neita. En Haraldur Björnsson er ekki kominn á þann aldur að hann þurfi að ííreka sín fyrri hlutverk, þvert á móti — hann er enn á þroskaskeiði, list hans eflist og auðgast með hverju ári. Ég myndi velja honum ný verkefni óg stór úr sígildum verkum eða merkurn, nútímaleikritum. Þótt iangt sé urn liðið er mér leikur Haralds enn í furðu góðu minni, og enn greini ég mynd Soffíu Guðlaugsdóttur í lilutverki Agnetu, en efni sjón- íeiksins sjálfs hafði ég gleyint að mestu, og mjög að vonuni. Þar segir frá Klenovv prófessör, frægum heimspekingi, rhanni sem er öðrum skarpari að gáf- úm en um leið ljótari ásýndum — hann er augnveill kryppl- ingur, bæklaður og háltur, kon- um hryllir við honum, ganga úr vegi harís. Þetta ömurlega hlutskipti sýkir og eitrar sál hans, fyllir hugann sárri beizkju ðg hatri til guðs og manna, starlir eigingirni hans og þrjózkán járnharðan vílja. Þá ber það til tíðinda að hann hirðir unga og umkomulausa stúlku upp úr sorpinu, Agnetu að nafni, einmitt þegar hún er að því komin að sviíta sig lífi, Sorgleg er saga þessarar stúlku, faðir hennar, hinn purk- unarlausi óþokki, hefur kúgað hana til saurlifnaðar, haft fcg- urð hennar og æskuþokka að féþúfu, en hún varðveitt sak- leysi sitt óskert þrátt fyrir allt, og prófessornum- tekst að mennla haua á ótrúlega skömmum tíms, afmá fortíð hennar. Hinn vanskapaði, hug- sjúki spekingur eLskar þessa ungu, fallegu stvilku af öllum sínúm ástríðuþunga, hún er honum ímynd alls þess sem hann þráir mest cn fær aldrei að njóta, fegurðar og ástar, bixtu og yls. En hann eignast hac-ttulegan meðbíðíl áður en varir, ungan og fríðan mynd- höggvara, og hann öðlast hug og hjerta Agnetu; og baráttan heíst á samri stundu. Sú bar- átta er hörð og tvísýn og misk- unnarlaus og hér verður ekki frá henni skýrt; þess er nóg r.o geta að enginn reynist „sá sterkasti“ að lokum, allir bíða fullkominn ósigur. Mér er ekki Ijóst hvað skáld- konan ber helzt fyrir brjósti í leikriti þessu, en auðsætt er að hana hefur fýst að kanna mátt viljarís, „viljans krafta Quantum satis“ eirís og Ibscn kemst að orði. Kenni er mest í mun að skapa sterk átök og ólgu a sviðinu þótt það verði stundum á kostnað sennileik- ans, og henni tekst að halda at- hygli áhorfenda vakandi allt. ÞiöSlelkhúsiS eftir Karen Bramson Leikstjórn, þýðing og aðalhluiverk: Haraldsr ijenissoit. nr skuggi hinnar snjöllu fyrir- myndar þrátt fyrir alla sína mælgi og kokhreysti. Uppgerð fyrirlitningin á mammoni verð- ur jafn ankannaleg i munni hans og hún er eðlileg og sjáif- sögð af vörum Jakobs Eng- strands. Mesta rækt leggur skáldkonan að sjálfsögðu við prófessorinn, aðalpersónu leiks- ins, og lýsir honum bæði skýrt og skemmtilega í fyrsta þætti, sýnir hann frá öllum hliðum, góðuin sem illum. Síðar verður mjmd hans helzti einha'-f og dökk, hann á að lokum að- eins eitt vopn og beitir því sí og æ — hótunina um sjálfs- morð. Áhugi okkar hlýtur að dofna þegar á leikinn liður, við efumst jafnvel um mikil- mennsku hins fræg'a prófessors. — „Sá sterkasti“ er að mörgu leyti vel samið leikrit og einn þeirra fjölmörgu sjónleikja er njóta verðskuldaðrar lýðhylli á sinum tíma, en eru hyorki nógu frumleg og veigamikil til að þola ágang áranna og hljóta að falla, i gleymsku fyrr eða s-tðar. ‘Leikskráin segir skáld- konuna enn á lífi, en Karen Bramson andaðíst í París fyrir átján árum og liggur þar graf- in. Sýningin er verk Iiaralds Björnssonar, hann hcfur af henni allan veg og vanda. Þar er hvert atriði hugsað út í æsar oc mikill vandvirknis- bragur ú öllu, en sýningi er ef Gu3I»jörg Þorbjarnardóltir og Haraldur Björnssou í hlutverkum sfuum. til vill nokkuð hátíðleg ög þung í vöfum á sumum stöð- um. Athyglin beinist að leik Haralds, og mun ekki ofmælt að hann veki einlæga hrifn- ingu allra er á hlýða, en jafn- stórbrotinn, heilsteyptur og raunsannur leikur er fáscður hér á landi. Gerfi, svipbrigði og lu'eyfingar eru með miklum ágætum, framsögnin afburða- skýr og auðug að tilbrigðum, leikurinn mjög hófsamur en um leið áhrifamikill og mátt- ugur. Kaldhæðni, beizkja, yfir- borðsró og innibyrgður ofsi hins hugsjúka, vanskapaða spekings birtist í skýru ljósi, skjTidileg reiði háns og illska er hann heldur að einhver ætli að leggja stein í göíu sína, sár þrá hans eftir ást og hlýju. Toryelt mun að benda á eitt atriði öðru sniailara, en cf til vill verður mér leikur Har- alds minnisstæðastur þegaf prófessorinn fremur siti versta óþokkabragð og neyðir Agnetu til að giftast sér — það eina atriði birtir heila sögu, þar er hægt að lesa alla skapgerð þessa manns. Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikur Agnetu og er ánægjulegt að sjá hina vinsælu leikkonu í stóru hlutverki.-í meðförum Guðbjargar ber Agne.tn engin merki síns fyrra lífs, enda mun ekki til þess ætlast af hálfu höfundarins, en hún lýsir sorg- arsögu hinnar ungu stúiku af mikilli nærfærni og smekkvís.i, míld rödd hennar, fallegt úth't og íullkomið látleysi tala beirít til hjartans; leikur hennar éx’ ekki verulega áhriíamikill, eji sannur og lifandi engu að síð- ur. Baldvin Halldórsson er Framhald á 11. síðu til loka, og það er vissuiega mikils \irði. En glöggur sál- könnuður er Karen Bramson ekki,. og mannlý-singar hennar ekki djúpstæðar né verulega lifandi, hörmuleg' örlög þessa fólks snerta okkur vonum minna. Það er torvelt að tengja saman fortíð og nútið Agnetu og skilja til hlítar skapgerð hennar og hugarstrið, og svo fátæklega er elskhuga hennar lýst að nær ógerlegt er að finna til með honum og fá hug á orðum hans eða gerðum, hann er svonefnd manngerð, ekki einstaklingur. Og Forsberg Guðbjörg Þorbjamardóttir gamli, sá gerspillti þrjótur, er bersýnilega tekinn að láni úr „Afturgöngum“ Ibsens ásamt lúalegri framkomu hans við dóttur sína, en er aðeins dauf- t A hverju ári heíur þurft að gera fjárfreliar ráðstafanir til stuðnings bátaútveginum svo ekki dragi til algjörra.r stöðv- unar. Bátagjaldeyrisstuðning- urinn mun nú nema um 80 milljónum króna á ári, en auk þess fj'Igir svo bvi fyrirkomu- lagi að minnsía kosti önnur eins upphæð í aukaálagningu verzlunarstéttarinnar a báta- gjaldejTisvörur. Þessar ráðstafanir hvíla með gífurlegum þunga á almenn- ingi í landinu. Þær eru afsak- aðar með þvx að ekki sé um annað að gera. í þessu sambandi verður manni hugsað til olíusölunnar, — til verzlunarinnar með eina aðal-nauðsynjavöru útgerðar- innar. Það er löngu kunnugt, að olíu- félögin græða stórfé árlega. Þau byggja upp þrefalt dreifingarkeríi uin allt, land og reisa hverja stór-birgðastöðina af annarri. Það er athyglisvert, þegar rætt er um óhjákvæmi- legan stuðning við útgerðina, að aldrei hefur mátt hreyfa við gróða-aðstöðu olíufélagarína út-' gerðinni til hagsbóta. f hvert skinti, sem fram koma tillögur þess efnis, rís Sjálfstaéðisflokkurinn upp ti! vai-nar Shell og B. P. cn Fram- sóknarflokkurinn til varnar Olíufélaginu h.f. • Olíuflutningar Nú þessa dagana haía olíu- íélögin verið alltilþrifamikil ixm kaup á olíuflutningaskip- utn. Þau hnfa kej-pt 2 sldp 900 tonna til olíuflutninga innan lands. Ríkið hefur í nokkur ár átt eitt slíkt olíuflutningaskip, sem flutt hefur olíur frá Rej'kjavík til staða út um allt land. Þetta olíuskip ríkisins hefur grattt ttm ci.na milljón á hverju ári. Uppfærðu.r gróði þess í 4 ár, 1949—52, var kr. 3.868.574,--, Gróði þess mun þó raunveru- lcga hafa verið nokkru mciri, ef allt væri réttilega talið. Oliuflutningaskip ríkisins hef- ur ekki eitt annað olíuflutning- unum út á land. Full þörf var því á að kaupn annað skip í þessu sk.vni, enða mikið um það talað. En framkvæmd málsins varð ekki sú að rikið kejmti annað skip til þessára ábátasömu ííutninga, heldur liin, að olíufé- lög stjórnarflokkanna hafa keypt sitt skipið hvor aðili. Engum getur blandast hugur urn, hvað hér cr að gerast. Gróðinn af olíuflutningunum til útgerðarinnar úti á landi á hvorki að remxa til ríkisins né útgerðarinnar, heldur eiga olíu- hringamir að hirða gróðann. Kaup þcssara skipa er enn eitt dæmið uro btiej’ksLið í olíu- rr.álunum, Gæðin ga r r í kisst j ómarinn ar gera með sér bandalag um að skipta á milli sín olíugróðan- um, í franihaldi af þessu leggja svo stjórnarflokkarnix- fram frumvarp á alþingi um að ríkissjóður takizt á hendur 100 milljón króna ábj’rgð fyrir olíu- hringana til þess að þeir geti keypt 2 15—18 þúsund tonna ólíufiutningaskip. r* J> ' ’ Ríkissjóður má ekki eiga slík olíuflutningásldp og reka þau til hags fjTÍr útgerðina í laxxd- inu. Nei, slíkt mú ekki eiga sér stao. En olíu-okrarar Fram- sóknar mega eiga annað skipið og olíu-okrarar íhaldsins mega eiga hivt skipið. Helmingastaðá- skipti hefur orðið samkomti- lagsgnxndvöllur okraranna. Franth. ú 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.