Þjóðviljinn - 14.03.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagnr 14. marz 1954
um\
';Útgefandí: Sameintngarflokkur alþvSu r— SQSÍalistaf’okíctirInn.
Ritsíjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Signrður Guðmuridssoru
•Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraidsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Simi 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluvcrð 1 kr, eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
E þágu íhaldsins
Enda þótt Stefán Pétursson h&fi látið af ritstjórn Al-
þýðublaðsins og handfjalli nú önnur blöð í öðru húsi við
Hverfisgötu, birtast við og við heilar síður í Alþýðublað-
inu i hans anda og stíl. Þótt kynlegt megi virðast bera
síður þessar yfirskriftina Æskan og landið; hið sefasjúka
ofstæki þessará skrifa er það sérefni sem unga fólkinu
er ætlað að lesa. Og tengslin við Stefán Pétursson virðast
meiri en. sameiginlegur andi og ótti við Rússa. Fyrir
nokkru birti æskulýðssíðan mikla lofgerð um þennan
íyrrverandi ritstjóra Alþýðublaðsins ásamt hörðurr. árásum
á núv.erandi ritstjóra þess og Gylfa Þ. Gíslason fyrir af-
stöðu þeirra við nefndakosningar á Alþingi 1 vetur.
Ritstjóri síðu þessarar er Eggert G. Þorsteinsspn múrari,
sem kosinn var í Landsbankanefnd á Alþingi í vetur með
atkvæðum íhalds og Framsóknar — en Hanníbal Valdi-
marsson og Gylfi Þ. Gíslason sátu hjá. Þessi sami Eggert
var nýlega kosinn formaður Múrarafélagsins á sama hátt
— gegn því að hann afhenti ihaldinu meirihluta og völd
i st’jórn félagsins, og taldi hann það góð viðskipti. Allt er
þetta til skýringar á þeirri iðju mannsins að semja óaf-
iátanlega greinar í æskulýðssíðu Alþýðublaðsins um nauð-
syn þess að andstæðingar íhaldsins séu sundraðir, hversu
fráleitt það sé að verkalýðsflokkarnir taki höndum saman
gagn auðir.annavaldinu.
Enn ein slík ritsmíð birtist i gær. Er þar í upphafi gert
lítið úr þeim hug alþýðunnar að vinna saman gegn íhald-
;nu, vald þess h-afi að vísu „nokkuð aukizt“ en ástæðulaust
sé að gera veður út af því og samvinna vei’kalýðsflokkanna
„geti aldrei átt sér stað“. En annars er aðalefni greinar-
jnnar gusa af nær aldarfjórðungs gömlum ívitnunum, rifn-
ura úr samhengi og fölsuðum, sem ekki hafa nokkur tengsl
við vandamál íslenzkrar alþý'ðu í dag. Eru slík skrif fyrir
löngu orðinn hreinn vcrksnúðjuiðnaður sem enginn nenn-
ir að sinna.
En það er sarnt ástæða til að vekja athygli á þessari iðju
Eggerts G. Þorsteinssonar múrara. Hún sýnir að innan
Alþýðúflokksins og meðal þeirra scm þar eru á oddinum,
eru öfl sem ekiert hafa lært og vilja allt til vinna að koma
sér vel við íhaldið og ganga erinda þess. Þessi öfl numu
leggja sig 1 framkróka til þess að spilla þeirri samvinnu
sem þegar hefur tekizt og korra í veg fyrir að samstarf al-
þýðunnar geti orðið sem víðtækast. Hitt er fengur að þess-
ir menn eru nú að koma frami í dagsljósið; þeir sýna hverj-
ar torfærur eru á veginum til heillar og víðtækrar sam-
vinnu; og þeim mun síður mun þeim takast að koma í veg
iyrir þá þróun sem ein er þess megnug ; að færa alþýð-
tmni árangur í baráttu sinni fyrir' bættum kiörum og
auknum þjóðfélagsvöldum.
200 nýir áskrifendur
Enn á ný er hafin sókn fyrir anldnni útbreiðslu Þjóðviljans.
Sósíalistafélag Reylcjavíkur hefur sett sér það mark að bæta
200 nýjum kaupendum við áskrifendatölu blaðsins fyrir 1. mai
n.k. Ákv'örðun ftlagsins hefur hlotið góðar undirtektír fiokks-
ceildanna í bænum og staifið að framkvæmd hennar hafið af
hálfu flokksmanna.
Aukin útbreiðsla Þjóðviljans og þar me.ð vaxandi áhrif hans
meðal aimeimings er án efa eitt mikilvægasta verkefnið sem
hver góður sósíalisti og verkalýðssinni getur innt af hendi tii
framgangs stefnu sir.ni og hagamunum. Það hefur heldur aldrei
brugðizt þegar reykvískir sósíalistar hafa verið kallaðir til
starfa fyrir málgagn sitt að tekið hafi verið á af bjartsýni og
skerpu. Ilvort sem um hefur verið að ræða fjársöínun t.il að
tryggja útgáfu blaðsins, söfnun til stækkunar þess cða almenaa
áskrifendasöfnun hafa flokksrnenn og aðrir stuðningsmonn skil-
að sínum verkefnuin moð sæmd.
Á þessum almenna skilningi á þýðingu Þjóðviljans sem vopns
alþýðunnar í hagsmunabaiát.tunni og þjóðarinnar allrar í hinni
nýju sjálfstæðisbaráttu heíur gengi og tilvera Þjóðviljans
byggzt. Enn eru flokksmenn og veluimarar blaðsius kvaddir til’
Btarfa og með sameiginlegu átaki mun settu marki náð nú
eins og jafnan áður.
WM>
iiMy
lÉilril 1011
Þorskumin og þjóðin
Engin störf sem ísl. menn
fást við eru stjórnarvöldun-
um jafn vanþólmanleg og þau
að draga fisk úr sjó, og má
segja að næst Rússum sé
þorskurinn sú lífvera sem
sízt <ná komast hér á land.
Áram smnan hafa ofskipti
ríkisstjómarinnar af þessari
atvinnugrein verið þau að
takrnsrka hana sera mest.
í einn tima hefur verið
bannað að salta þorsk. í
annan tima hefur verið
bannað að frysta þorsk.
Síðan hafa togai-amir verið
bundnir mánuðum saman.
Þá hefur bátaflotinn verið
njör\7aðir við landsteina. Og
nú hefur þessi riðleitni bor-
ið þann árangur, að horfur
eru á að togararuir stöðvist
seun. veg.na. manoeklu. Eru
þegar farnar að birtast
greinar um það í blöðum að
togarar séu úreltir, vélbát-
ar séu mim skynsamlegri og
arðvænlegri aflatæki; og
hinn framsýni Þjóðvarnar-
flokkur hefur flutt tillögur
um það á Alþingi að eftir-
leiðis skuli útgerð einkum
stundúð á trillum. Gott ef
ekki verða brátt sett lög sem
banna allar fiskveiðar nema
með stöng. Þannig virðist
þorskurinn í sjónum hafa
öðlazt áhrifaríka banda-
menn í landi sem gæta hags-
muna hans í hrivetna og
reyna að innræta þjóðinni
fyllstu báttrisi í viðskiptum
rið íbúa hafdjúpanna.
□
Þó hefur það verið svo
allt til þessa að ríkisstjóm-
in hefur talið það tiltölulega
meinlaust að veiða þorsk af
togurunum, ef hann hefur
verið fluttur rakleiðis til
annarra landa, án þess að
íslenzkt fólk handfjallaði
harm í landi og breytti hon-
um úr hráefrú í ful'unna
vöru. Svo vísdómslega hef-
ur atvinnulífinu verið fj'rir
komið að útgerðarmenn
hafa hagnazt bi'zt á því
að korna fisldnum í v<-rö á
þami hátt scm minu.st.ar
gjaldeyristekjur færir, enda
hafa togaramir þá orðið
að sóa löngum tíma í sigl-
ingar og eyða til þess elds-
neyti. Einnig hafa sjómenn
fengið hæstar tekjur á slík-
um veiöum og nauðsynlega
hvíld. Hafa ýmsir uudrazt
þessa tilhögun og talið að
fremur bæri að verðla.una
útgerðarmenn og sjómenn
fy.vir þær veiðar sem færa
atvinnu í landi og mestan
gjaldeyri, en það er skamm-
sýnt sjónarmið. Það er
miðað við fólkið í landinu
en ekki þorskana í sjónum.
□
Þessi undantekning frá
reglmmi iekk þó skjótan
endi, þegar Bretar ákváðu
að sýna okkur í verki vest-
ræna efnahagssamvirmu. öll
styrjaldarárin höfðu íslend-
ingar fært Bretum fisk í
soðið, cn þf'zkir kafbátar
biðu í hafdjúpimi og flug-
vé’ar í lofti uppi og fengu
marga bráð. Nú fannst
Bretum lími til kominn að
auglýsa það þjóðareinkenni
sitt sem nefnist „fair play“
og fengu áhafnir þýzku kaf-
bá.tanna til þess að heim-
sækja íslandsmið á togur-
um og fullkomna á friðar-
tímum það sem mistókst á
striðstímum: að stöðva ís-
lcnzka. fiskiflutninga til
Bretlands, þótt með öðrum
aðferðum væri; enda hafa
þeir þekkt ógeð islenzkra
stjómarvald s á al’.ri sb'kri
starfsemi. Þótti þetta mjög
fagur vottur um vestrænan
vinarhug, og Bandarikja-
menn veittu Þjóðverjum sér-
staka.n efnahagsstyrk til
þess að þeir gætu aunað
].ia,s5u. verkefm í stað ís-
lendinga cn hann var síðan
auglýstur sem cinstök göf-
ugmennska í blöðum her-
námsflokka uua.Er n fór sem
endranær að ýmsir töldu a.ð
þessi viðbrögð Breía m\ndu
snúast Islendinguin til góðs:
það væri aðeins fengur að
losna rið þá gjaldeyrissc-
un að sei.ia. óýerkaðan
fisk: nú þyrfli a.í efla fislr-
iðnaðinn og gera hann sem
fjölbrejlilegastan. En ríkis-
stjórnin hélt áfram að
hugsa um hagsmuni þorsk-
anna í sjcnum; hún sá til
þes? að togaraútgerð vai'ð
æ ábátaminni og JkjÖr sjó-
manúa rýrnuðu sife’.Idlega í
samanburði við ]iað sem aðr-
ar stéttir þjóðfélagsins bera
úr bjúum. Og nú er svo
komio að togararnir eru að
stöðvast, ehda er fiskur sá
scm þeir afla. aðeins greidd-
ur með 85 aurum á kíló
þótt fyrir bátafisk fáist kr.
1.22.
n
Fnda þótt þessi stjómar-
stefna beri vott um fagra
umhyggju fj'rir fiskuiium í
sjónum, hafa blöð stjómar-
flokkp.nra ekki enn orðað þá
liugsjón. í staðinn virðast
]>au telja hag togaraflotans
einhverja óriðráðanlcga ó-
gæfu i ætt víð fárviðri eða
eldgos. Sú skýrifig fær þó
ekki staðizt. he’dur birtist
hér yfirlögð stjómvizka. í
hverju þjóðfélagi bera rnenn
úr býtum í hlutfalli við-það
hversu mikilvæg störf þeirra
teljast. Hér eru burðarstoð-
ir mannlegs samfélags tald-
ar vera heildsalar, olíukaup-
menn og aðrir slíkir, og
þcim er géð fvrir hinum
ríflegásta ábata. Einnig ým- J
is önnur vinna cr metin ao
verðleikum. Þannig þótti
sjálfsagt að gora sæmilega
við þá sem stuðla að vörn-
um landsins í þágu vesturs-
ins, altént að setja þá skör
hærra en hina sem drógu
fiskana úr sjónum. Einmitt
með þessu kerfi umraynda
stjórnarvöldin þjóðfélagið,
beina fólki að því sem mik-
ilvægast er talið og fella
niður fánýt störf. Og fánýt-
ast alls er það auðsjáanlega
að draga þorsk úr sjó á tog-
ara, þar er greitt lægst
lcaup allra starfsgreina, mið-
að við vinnutíma, erfiði og
áhættu. Það er };ví stefha
stjóman’aldanna að þau
störf verði niöur felld í
þágu annarra sem meira eru
metin.
□
Óskýrt er samt hvert það
hagkerfi er sem bý’r að
baki þessari stjórnrizku.
Ýmsir fróðir menn hafa
sannað að raunar sé það
þorskurinn í sjónum sem
beri samfélagið uppi, svo
fremi har.n sé dreginn á
land; á honum séu allar
aðrar athafnir reistar. Sam-
kvæmt því rirðist ríkis-
stjórninni farnast eins og
bónda þeim sem hélt kýr
sínar svo illa að þær hættu
að mjólka. En ef til rill er
ætlunin að íslcnzka þjóðfé-
lagið verði eing og þorp eitt
norðanlands sem iim var
sagt að þar lifðu íbúarnir
hver á öðrum. Þó er það
ekki öldungis rétt heldur.
Þessi þróun stcfnir a3 þvi
að gera Islfendinga æ háðari
hernáminu og þeirri viruiu
sem því fylgir, unz Iíf }ijóð-
arinnar er bundið ófrelsinu,
von hennar háð vaxandi nið-
urlægiugu. Það hlýtur að
vera þessi hagfræði sem býr
að baki þeirri stjómvizku
aS hrekja ísleuzka sjómen.n
á land af togurum síuum.
Þaiinig á hernámið að Itoma
í stað fiskanna í sjónum,
þeirra miða sem auðugust
eru talin og þeirra atvinnu-
tækja sem eitt s>nu voru
stolt þjóðarinnar. En raun-
ar ætti fáum að dýlj-
ast hvar þorskanna. er að
leita í þeim
umskipt-
um.
Á
•w
•wr-