Þjóðviljinn - 23.03.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.03.1954, Blaðsíða 6
8) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjuda-g’ur 23. marz 1954 mwmumm Útgefandi: Samelningarflokkur alþýí5u — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskxiftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ttafðu verií iússar Það er augljóst aS hernámsblöðin eru feimin við tetn- issprengjutilraun Bandaríkjamanna í Kyrrahafi. Þau hafa birt litlar fréttir af henni og ekki hælzt neitt um fyrir hönd vestrænnar menningar, en þó hafa þau forð- azt að láta í ljós nokkra vanþóknun sína. En hugsum okkur annan möguleika. ímyndum okkur að Rússar hefðu gert hliðstæða tilraun með* eina ai vetnissprengjum sínum og kastað henni í norðanvert Atlanzhaf í stað þess að Bandaríkin völdu norðanvert Kyrrahaf. Síðan hefði komið í ljós að fjölmargir íslenzk- ir sjómemi hefðu farizt og aðrir skaddazt hættulega. Einnig hefði komið í ljós að fiskurinn á miðunum væri orðinn geislavirkur og óhæfur til manneldis, aö geisla- virkt regn hefði dunið á fjarlægustu stöðurn, matarsait- ið í sjónum væri geislavirkt á stóru svæði o. s. frv. Hvemig skyldu fyrirsagnir og frásagnir þessara blaða þá hafa litið út? Það þarf ekki mikið hugarflug til þess að ímynda sér þau stóru orö sem þá hefðu verið hag- nýtt um níðingsverk og fullkomið skeytingarleysi um hag og velferð annarra þjóða. Og ritsmíðarnar hefðu aldrei getað orðið hvassari en vert væri. En dylst þá nokkrum lítilmennska þessara blaða nú, þegar Bandaríkjamenn eiga í hlut og hinar glæpsam- íegu tilraunir þeirra bitna á fólki hinum megin á hnett- inum? Ennþá heyrist ekkert um samninga þá sem staðið hafa yfir undanfarið um „endurskoöun“ hernámsins, en þó er vitað að umræðurnar hafa yfirleitt fjallað um einhver saurugustu atriði hernámsins: livemig skipta eigi her- námsgróöanum á milli stjórnarflokkanna. Þó munu ýms- ir gera sér vonir um einhverjar „lagfæringar", sem geri hernámið léttbærara, að hinir erlendu merrn vaði ekki eins uppi og þeir hafa gert o.s.frv. En eftir þá atburði sem nú hafa gerzt ætti öllum aö vera ljóst hversu fánýtar og hégómlegar slíkar bollalegg- ingar eru. Eflaust er hægt að sniöa einhverja annmarka af framkvæmd hernámsins, en liitt skiptir þá öllu máli að hemámið leið'ir yfir íslendinga geigvænlegri hættu en hægt er að gera sér grein fyrir með orðum. Allar fyrri hugmyndu- um „vopnaða vernd“ eru nú orönar hrein fjar stæða. Jóhann Sæmundsson prófessor, sem lýsti yfír fylgi við hernámiö sannaði á eftirminnilegan hátt í ræðu sinni 1. desember s.l. hversu stórfelld hætta væri leidd yfir meginhluta þjóðarinnar með því að velja herstöðv- unum stað í Keflavík og Hvalfirði. Hann rakti þar áhrif „venjulegrar“ kjarnorkusprengju og krafðist þess síöan að herstöðvamar yrðu fluttar á afskekktustu staöi lands- ins þar sem hættan væri leidd yfir sem fæsta íslendinga. En jalnyel þessar hugleiðingar eru nú orðnar úreltar. Vetnissprengjutilraun Bandarikjamanna í Kyrrahafi sa.nnar aö slíkur staður er ekki lengur finnanlegur á ís- landi. Ein sprungin vetnissprengja myndi hafa tortím- andi áhrif um land allt. Ef þeir menn sem nú stunda samninga við Banda- ríkin eiga einhvern snefil af ábyrgöartilfinningu verða þeir að horfast í augu við þessar nýju aðstæður. Þeir veröa að gera sér ljóst að nú er ekki lengur um„Iagfær- ingar" að ræöa, heldur sjálfa tilveru þjóðarinnar. Þeim ber tafarlaust að segja hernámssamningnum upp — ein- mitt með þeim sömu röksemdum um öryggi þjóöarinnar sem mest heíur verið hampað undanfarið. Og í utan- ríkismálum geta íslendingar átt þá stefnu eina að stuöla að friði og vinsamlegum samskiptum allra þjóða, en ein- angra þá menn sem ástunda djöfullegan leik að tortím- ingarvopnum. Morgtinblaðið hefur npp- götvað nýjan mann til að leggja að velli í dálkum sin- um. Sá heitir McCarthy. Á laugardaginn lýsir b'.aðið því fagnandi að „bandarísk al- þýða“ sé að , kveða upp sinn dcm yfir honum,“ þáð segir: ..... þessi öldungadeildar- þingmaður, er orðið hefur að athlægi um heim allnn," kveður hann iiggja veikan, og nú dragi til úrslita í ein- hverju McCarthy-má'i. Er blaðið ýkjarúskið jrfir þessum horfum, og má mikið vera ef það gengur ekki endaniega frá kumpána þessum nú í vikunni. En hver er þessi McCarthy sem Morgunblaðinu er svo mjög í mun að koma fyrir kattarnef? Það er kjaftxor og ruddafenginn aólgur, sem fengið hefur það hlutverk í útrirki iýðræðisitis, Banda- ríkjunum, að yfirheyra fólk um skoðanir þess og heimilis- líf. Maður þessi viröist standa á svipuðu þroskastigi'og ýms- ir nánir vandamenn Morgun- blaðsins; og hann er minnsta kosti ekki minni streber en sumir heiztu bakhjarlar Sjálf- stæðisflokksins, hvort heldur þeir fást við kókakóiagerð eða heildsöiu. Náungi þessi hefur náð því bráðabirgðamarki að verða umræddasti maður Bandaríkjanna um skeið, hann lætur ráðherra iandsins Það er lítlð hægt að hyg:gja á slík- uin manui í baráttiuuii við kommúnism- ann. — Hann stóiar á ræðu- höld oj sjón- varp. En það skal til strið og- sálnaltaup. gráta undan sér, og liann hefur gefið það í skyn að hann muai ekki láta staðar numið annarstaðar en í for- setastóli landsins er harax losnar árið 1956. Hann lifir í landi einkaframtaksins, og hefur notfært sér út í æsar al'a möguleika þess. Lrfshug- sjón hans kvað vera að kveða niður kommúnismann í heim- inum — og sjaldan hefur nokkur maður verið í full- komnari stíl við Morgunblað- ið: stefnuna sem það byggir á, óskina sem það elur með sér. Hversvegna er þá Morguii- blaðinu svo mjög í mun að þessi maður „þurfi að láta í minni pokann," eins og það kemst svo undur fallega að orði á laugardaginn ? Ástæ'5- an er ofurljós. McCarthy þessi er heldur en ekki gam- aldags í baráttuaðferð sinni. Hann gengur heint, framan að mönnum; og er haidinn þeim baniaskap, sem Morgunblaðið er þó löngu vaxið upp úr, að niðurlögurn kommúnismans verði ráðið með einum sam- an árásum á einstaka menn. Morgunb'aðið veit að komm- McCartfw únlstamir eru orðnir of marg- ir: aðfeiðin er alltof seinvirk. Ennfremur þekkja íslendingar rannsóknarrétt fuilvel úr fyrri sögu sínni til að hann verði S tjóriunála r! t- í'Córn Mbl. þyklr vissara að gera iítió úr dyggS Mc- Carthys ef liann skyldi faíla. — Auk þess brúlcar hann kjaft í staðinn fyrir mútiifé. nokkurntíma vinsæll hjá, þeira; þessvégna þykist Morgun- blaðið vcra andvígt MeCarthy. í hinni altæku cg djúphugs- uðu baráttu gegn kommún- ismanum er framferð þing- mannsúis frá Wisconsin eins og upphrópun fi-á annari'i öid, tímaskekkja í herförinni. SUr- Bjarnason Þetta er nú karl í krap- inu: hann lagði á ráðin uni Kóreu- styrjöldina, ssndlr morð- vopn á bænd- ur í Indókína; kaim yfirleitt aðferðina í baráttunni. Allar líkur benda til að mað- ur þessi detti upp fyrir einn góöan veðurdag, þegar auð- valdi Bandaríkjanna. þykir ekki lengur haldkvæmt að láta fulltrúa sinn geisa svo mjög á opinberum vettvangi. Þesivegíia telur Morgunblaðið snjallast að gcr.a ssm minn3t úr dyggð hans nú þegar. Aft- ur á móti er hægurinn hjá að söðla um ef McCarthy skyldi reynast aigursælli én nú eru horfur á. Morgunblaðið hnýtti ti! dæmis stundum í Hitler á árunurn fyrir 1930 meðan hann var a<3 koina ár ai.mii fyrir borð og óvist var hvern- ig til 'tækist. Svo lukkaðist honum með égætum — og Morgunblaðsmenn fengu vatn í munninn. Morgunblaðið veit sem er að bótt McCarthy falli verð- ur baráttan gegn kommún- * ismanum engan veginn láthi niövir fal’a. Hún imm halda Hann er mað- ur Morgun- blaSsins: frum kvöoull hins glæsta mútu- keríis er vest- rænir forustu- mcnn hafa notiS svo veL — Meira af fólki er kenn- ir okkur að standa á ann- arra fótum! áfram með svipuoiun hætti og nú um skeið. Og þótt vfir- heyrslur, rógburður og dólgs- háttur í orðbragði muni enn sem fyrr setja á hana sitt mark, verður höfuðaðferðin fólgin í mútunum annarsveg- ar og sprengjukasti hinsveg- ar •— sem fyrr. Opinmvnntir ruddar eru gagnslitlir í þeirri herferð. Ménn Morgunbiaðs- ins — þoð eru hinir skraut- kiæddu diplómatar sem hafa ful'a banka af mútufé i bak- hendinni, cg hinir timgu- mjúku vopnasalar sein ctja ríkisstjómum til styrjalda. í sb'ku samfélagi er McCarthy vissulega hlægilegur trúður, eir.3 og Morgunb’aðið segir; meinlaus sauður sem heldur að hann sigri heiminn með sjónvarpi, kommúnismann með ræðuhöldum. Menn Morgunblaðsins —• það er Dulles sem fór til Kóreu að leggja síðustu hless- un yfií- árásaru.udirbúriing Syngmans Rhees gegh norð- ur’andinú; það er Truman sem hefur látið 16 „samein- uðum þjóðum" blæða í þessu fjarlæga landi; það er Oliver Lyttelton sem læíur hengja íbúana í Ke.nva fyrir það eitt að viija lifa frjá’sir í landi sínu; það er Pleven sem safn- að hefur ggjnan uppgjafanas- istum héðan og handaa úr heiminum til að myrða fá- tæka bændur í Indókina. Menr. Morgunblaðsins eru enn fremur Marshall sá er b.jó til umfangsmesta mútukerfi er um gctur í sögunni, og keypti ólaf Thors cg aðra brodda Sjálfstæðisflokksins meS húð og hári fyrir nokkrar blóðug- ar milljónir; það cr Eisen- Þessi aldraöi niaðui' bersl a£ slíkum móði fyiir endur- reisn þvzl:s herveidis að margur jmgri mæfti öí'unda hann af. — Haim er mað- ur Monvun- ADENAUER blaðshis hoxver sem kostar nasistana 5 Indókina að fjórum rimmtu hlutum; nýi krossferðarridd- arinn í Bonn; það er verk- lýðsböðullinn í forsætisráð- herrastó'i ítalíu; — það eru þeir seni nú veifa vetnis- sprengjunni yfir höfði mann- kyr.sins t!l að mknia á að réttlæti auðvaldsins skuli verða þótt heLmuri.nn farist. Það er þetta tnngumjúka og; mútandi, þetta skrautkiædda og m>Tðandi auðvald sem Morgunbiaðið trúir fjTÍr bar- áttunni gegn kommúsnsman- um. McCarthy er bara hlægi- legt fífl —- hann lætur múta sér í staíinn fyrir að múta öðrum. Hann hefur heldur aldrei haft aðstöðu til að láta Sigurð Bjamason, st.jórn- málaritst.ióra Mörgunblaðsins, svíkja föðurland sitt — eins og þeir Tmman og Acheson létu haxm gera. Þessvegna læt ur ha.nn sér fátt. um Mc- Carthy finnast. Hann hefur nóg að gera að skríða fyrir tEisenhovxer og Dulles, eftir- mönnum þeirra sem keyptu hann undan merkjum Islands og ræðunni í Háskólanum 1. desember 1945. Framhald ó 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.