Þjóðviljinn - 07.04.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.04.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 7. apríl 1954 — ÞJÓÐVILJINN------(5 Moldvörpustarf bandarísku leyniþj ónustunnar afhjúpað Syndaregistur hennar rakið á Bandaríkja- þingi Á fundi 1 öldungadeild Bandaríkjaþings 10. marz s.l. gaf einn af þingmönnum Demókrata ýmsar athyglisverð- ar upplýsingar um mo'idvörpustarfsemi bandarísku leyni- pjónustunnar, CIA, erlendis. Mikil leynd hvílir annars yfir starfsemi CIA (Central Intelli- gence Agency), sem Allan Dulles, bróðir Foster Dulles, utanríkis- ráðherra, stjórnar. Bandarískir skattgreiðendur fá ekki einu sinni upplýst, hve mikið þeir greiða til þessarar stofnunar, en bandarísk blöð telja, að það sé milii 500 og 800 millj. dollara á ári. Það er heldur ekki vitað með vissu, hve marga menn CIA hefur í þjónustu sinni, en talið er að þeir séu á milli 8000 og 30.000. Kemur óorði á Bandaríkin Starfsemi CIA er einnig hald- ið leyndri fyrir bandaríska þing- inu. Á fundi í öldunga- deildinni 10. marz sl. gerði einn af full- trúum Demo- krata, Mike Mansfield frá Montana, kröfu um, að þinginu yrði gerð nánari Allan Dulles grein fyrir starfsemi CIA, Hann kvartaði yfir því, að CIA hefði komið óorði á Bandaríkin víða um lönd, og nefndi nokkur dæmi máli sínu til stuðnings um ótil- hlýðileg afskipti CIA af málum annarra ríkja. Fjárstyrkur til hægrikrata og nýnazista Meðal dæma þeirra sem Mans- field rakti voru þessi: CIA hefði veitt fé til starfsemi hægrikrata í verka- lýðssamtökum í Evrópu og feng- Indó Kína Framhald af 1. síðu. manna í stríðinu því að þá væri úti um ákvörðunarvald Frakka, þeir yrðu algerir taglhnýtingar Bandaríkjamanna. Til að eyðileggja ráðstefnuna í Genf. Ráðstefna um Asiumál, frið í Kóreu og striðið í Indó-Kína, á að hefjast í Genf 26. þessa mánaðar. Vegna þess hve al- menningur í Frakklandi er orð- inu þreyttur á stríðinu myndi franska stjórnin ekki geta liafnað boði um friðarviðræð- ur. Bandaríkjastjóm er hitis- vegar sannfærð um að verði einu sinni hætt að berjast í Indó Kína muni sjálfstæðis- hreyfing Viet Minh ná þar öll- ura völdum. Blaðið ’lHumanité aðalmál- gagn franskra kommúnista, segir í gær að ljóst sé að Bandaríkjastjórn sé staðráðin í áð hindra það fyrirfram að nokkur árangur verði af ráð- stefnunni í Genf. Bardagar við frönsku virk- isborgina Dienbienphu í Indó Kína voru með minna móti í gær. Frakkar segja að 20.000 manna liðsauki sé á leið til sjálfstæðishersins sem situr þar um lið Frakka. ið bandaríska verkalýðsleiðtoga til milligöngu. 2. Veitt fé til nýnazistasamtaka í Vestur-Þýzkalandi, sem höfðu undirbúið morð á kunnum sósí- aldemokrötum og kommúnistum. Mannrán og samsæri 3. Rænt japönskum borgara og haldið honum í átta mánuði án nokkurs tilefnis. 4. Reynt að æsa til borgara styrjaldar í Guatemala að til- hlutan bandaríska auðhringsins United Fruit Company. Símahlerun og stuðningur við ræningja 5. Látið erindreka sína hleia síma forseta Costa Rica, en beir fóru svo klaufalega að, að þeir voru staðnir að verki. 6. Stutt ræningjaflokka Sjang Kajséks í Burma, sem Samein- uðu þjóðirnar (og þ. á. m. full- trúi Bandaríkjanna) hafa for- dæmt. Mansfield, sem er eindreginn fylgismaður stefnu Bandarikja- stjórnar í Utanríkismálum bætti við: „Við getum ekki gefið CIA alveg lausan tauminn ... Ef er- indrekar CIA eru óvarkárir í. leik sínum með eldinn getur svo farið að heimurinn fari í bál“. Hreingirðisig á laiida- mærnna Búið er að strengja 130 kíló- metra langa hreindýragirðingu eftir landamærum Finnlands og Noregs. Þegar girðingin er full- gerð á hún að verða 248 km á lengd og fyrirbyggja með öllu að Lappar á þessum slóðum missi hreindýr sín yfir landamærin inn í nágrannaríkið, þar sem ekki er hægt að nálgast þau nema eftir diplómatiskum leiðum. lÁfo ú rehi reigrt við rtí Lík manns milli fimmtán ára og tvítngs fannst í siðustu viku á reki í Eystrasalti reyrt við rá af skipi. Á likinu var björgunar- belti. ( Talið er að maðurinn hafi ver- ið danskur en ekki vitað hvernig hann heftir orðið skipreika. Vetnissprengjan Framhald af 1. síðu. verði ekki látið við það sitja að gera kjarnorkuvopn útlæg held- ur tekin upp allsherjar afvopn- un. Churchill fær harða dóma Brezku blöðin fóru í gær hörð- um orðum um Churchill forsæt- isráðherra fyrir það að snúa um- ræðum um vetnissprengjuna á þingi upp í persónulega ádeilu á Attlee, foringja stjórnarandstöð- unnar. Meira að segja öll íhalds- blöðin að blöðum Beaverbrooks lávarðar einum undanskildum taka undir gagnrýnina. íhalds- blaðið Daily Sketcli segir að eng- inn vafi sé á að Attlee tali fyrir j munn þjóðarinnar þegar hann krefst að æðstu menn stórveld- anna komi tafarlaust saman til að ræða vetnissprengjuna. Tilslakana krafizt Mikilsvirtasta blaðið í höfuð- borg Bandarikjanna, Washington Post Times-Herald kveður í rit- stjórnargrein í gær uppúr með að stórveldin verði að koma sér saman um að banna kjarnorku- vopn. Þar verði báðir aðilar að hætta að halda fram einstreng- ingslegum sjónarmiðum en slaka til þangað til saman gangi. I umræðum um kjarnorku- málin hafa Sovétríkin gert hverja tilslökunina af annarri frá upphaflegum tillögum sín- um en Bandaríkjastjóm rígheld- ur enn við þær tillögur sem hún bar fram árið 1946. Paasikivi Finnland sfo rseti fól í gær Uro Kekkonen, foringja Bændaflókksins, að reyna að mynda nýja stjóm. Hann mun leita til sósíaldemókrata um stjómarsamvinnu. Framhald af 1. síðu. þjóðin má vita það að þessir hópar tala ekki fyrir munn dönsku þjóðarinnar. Danska þjóðin skildi aðgerðir íslenzku þjóðarinnar þegar land okkar bjó við þýzkt hernám alveg eins og danska þjóðin skilur baráttu islenzku þjóðarinnar fyrir frelsi sinu gegn bandaríska hernáms- liðinu í landi hennar. íslenzka þjóðin má einnig vita það að dönsk alþýða lítur hand- ritamálið sömu augum og ís- lendingar: Handritin eru söguleg og sið- ferðileg eign íslenzku þjóðarinn- ar — og að svo miklu leyti sem það kemur til kasta dönsku þjóðarinnar að útkljá þetta mál, verður handritunum skilað aft- ur þeirri þjóð sem ritaði þau og auðgaði þar með sjálfa sig og heimsmenninguna að þessum ó- metanlegu dýrgripum". Á myndinni sést indverskur gulismiður við steðja sinn. Hann notar bæði fingur og tær við smíðina. G • g e> Hinir nýríku vilja meiri metorð og völd Mikil átök eiga sér nú stað innan bandarísku auöstétt- arinnar, milli hinna nýríku og hinna grónu auðmanna- ætta, Morgan, Rockefeller, Mellon, Du Pont og Ford. Hinir nýríku, sem safnað hafa olíukóngarnir frá Texas, Hunt, auði sínum á veltiárum heims- styrjaldarinnar og Kóreustríðs- ins, þykjast hafa orðið út undan, þegar Eisenhower skipaði full- trúa auðstéttarinnar í allar valdastöður í stjórn sinni. Fremst ir í fylkingu hinna nýríku eru íkraulbílor hættu- legir og ósmekklegir Áfellisdómur yfir stónim og skrautlegum fólksbílum er kveöinn upp í grein í sænska tæknitímaritinu Teknikens Várld. Greinarhöfundiuinn, verkfr. Olle Lindahl hefur sagt að ytra borð þeirra beri vott frámunalega lélegum smekk og intiri gerð þeirra geri þá bein- línis stórhættulega. Of aflmiklar \ élar. Það liættulegasta við skraut- bílana bandarisku er hve vélarn ar í þeim era aflmiklar, segir Lindah!. Fólksbíll með 200 til 250 hostafla. vél er stórhættu- legur jafnvel á góóum vegi og í höndimum á óvönum bílstjóra er siíkur . bíll, hreint og beint morðvopn. 8000 kr. fyrir höggdeyfara. Höggdei': ararnir höfðu í upp hafi það hlutverk að taka hujaskið aí vél og yfirbygg- ingu. SíSar var einnig farið að nota þá tii skrauts og nú er svo komið að á mörgum bíla- tegundum eru höggdeyfararnir orðnir að rándýru og viðkvæmu skrauti, cg gætu varla verið ver til þess fallnir að taka við hnjaski í umferðinni. Frekar þyrftu þessir högg- deyfarar verndar við, því að á sumum bílum kosta nýir um 8000 krcaur. Bílaeigendur sem þurfa að punga út slíkimi upp- hæðum ættu að geta séð að eitthvað er bogið við smíðina á farartækjum þeirra. Ófrýnlleg kælisgin. Kælisgrindin átti fyrr meir að hindra aðskotahluti í að komast inn í vélina. Nú er hún orðin að risagini, sem að dómi Lindahl er eitthvert það smekk- lausasta prjál sem iSoaðaröld- in hefur enn fætt af scir. Þessi gin hafa aflað bandarísku skrautbílunum viðurnefnisins „dollaraglott“. Hversu óhagkvæmir skraut- bílarnir eru má marka af því að afturhjólhlíf á Cadillac er tólf sinnum dýrari en samskon- ar vavahlutur á Citrota. Murchison, Richardson og Cullen. Það er ekk- sem sinn McCarthy mann og von- ast til að hann geti rutt þeim brautina upp í mestu valdastöð- ur Bandaríkjanna. Tímaritið Business Weekly, sem er aðalmálgagn hinna ný- ríku, segir að þeir hafi til um- ráða 500 millj. dollara til stjóm- málabaráttunnar. Það eru þess- ir menn, sem munu taka við af Wall Street, segir blaðið, og þeir láta ekki einungis æ meir til sín taka í athafnalífinu, heldur öðlast þeir stöðugt meiri áhrif á stjórnmálasviðinu. Bandarísk fjármálatímarit ræða mjög þessi átök innan auð- stéttarinnar og sum þeirra, eins og t. d. Barrons Weekly, láta í ljós þá von, að hægt verði að komast að samkomulagi, báðum aðilum í vil. Norskur bókaútgefandi hefur á- kveðið að láta binda 40 000 ein- tök af útgáfubókum sínum i f sk- roð. Roðin hafa verið verkuð i sérstakan hátt í verksmiðju i Norður-Noregi. Útgefandinn seg- ir að roðið gefi skinni ekkerl eftir til bókbands og það er langt- um ódýrara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.