Þjóðviljinn - 07.04.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.04.1954, Blaðsíða 12
Hmf-orkEiiaaálíii á Alþingi 100 milljón krónce lántökuheim- ild til virkjuncxr Efra-Sogs Miðvikudagur 7. apríl 1954 — 19. árgangur — 81. tölublað Samkvæmt beiðni stjórnar Sogsvirkjunarinnar lagði ríkisstjórnin í gær frumvarp fyrir Alþingi um lántöku- heimild til virkjunar Efri-Sogs, að upphæð allt að 100 milljónum króna. Fylgdi Steingrimur Steinþórs- son landbúnaðarráðherra frum- varpinu úr hlaði með nokkrum orðum og taldi nauðsyn á að frumvarpið yrði afgreitt á þessu þingi. í greinargerð frumvarpsins segir m. a. á þessa leið: „Gert er ráð fyrir, að útboðs- lýsingar að virkjuninni verði til á þessum vetri og útboð geti orðið á miðju ári. Tíminn til að skila tilboðum er vart minni en 3—4 mánuðir. Að tilboðum fengnum á næsta hausti kemur til athugunar fjáröflun til fram- kvæmdanna samkvæmt þeim, er lægst verð bjóða eða aðgengi- legust skilyrði hafa. Gangi allt eðlilega mætti búast við, að hægt væri að gera samninga um framkvæmdirnar svo tímanlega, að verk gæti hafizt vorið 1955, en vegir og brýr að virkjunar- stöð gætu verið undirbúnir fyrir þann tíma. Af fé því, er fer til virkjun- arinnar, er nær helmingur er- lendur gjaldeyrir fyrir vélar og efni. Verður eigi að svo stöddu sagt, hvernig fjáröfluninni verð- ur háttað, en nauðsynlegt er, að heimild sé fyrir ríkisábyrgð á væntanlegum virkjunarlánum erlendum og innlendum, áður en útboð er hafið, og aðstoð ríkis- sjóðs við útvegun lánanna. Þar sem nauðsynlegt kann að vera, að ríkissjóður sjólfur sé lántaki, einkum ef um erlendar lántök- j ur verður að ræða, er gert ráð. fyrir því í frumvarpinu, að, Framkvæmdabanki íslands fyrir hönd ríkissjóðs geti verið lán- taki, ef hentara þykir.“ Stýrishús brotnar af fiskibáti ÆFK heldiir félagsfund n.k. fimmtudag, (8. apríl) kl. 8,30 í Iðnó, uppi. Á fundinum heldur Hauk- ur Helgason hagfræðingur erindi um kreppuþróunina í Bandaríkjunum og auk þess verður ýtarlega tekið til um- ræðu ástand í félagsmárum Æskulýðsfyllungarinnar og almennt pólitískt ástand æskurinar í landinu. Félagar eru sérstaklega hvattir til að fjölmenna á þennan fund. Vertíðin gengur stirðlega í Eyjum Einstaklega umhleypinga- samt tíðarfar hefur að undan- fömu gert veiðarnar mjög erf- iðar og hafa aflabrögð verið rýr nú um skeið. í gær mátti heita landlega í Eyjum. Höfðu þó flestir bátar lagt upp í róður að morgni en sneru aftur til lands vegna versnandi veðurs. og komu flestir að landi um hádegisbil- ið. Aflabrögð vni léleg í fyrrá- dag, enda þótt bátarnir drægju net sín í sæmilegu næði þann dag. Almennast var aflinn frá einu hundraði fis'ka upp í þús- und. Beztan afla þann dag höfðu: Reynir (skipstj. Páll Ingibergs- son) 2800. Gullborg (skipstj. Benciný Friðriksson) 2300 og Maggy (skipstj. Guðni Gríms- son) 1500. Þjéðviljasöfnunin Skammt er nú stórra högga milli; Bústaðadeild, sem verið hefur neðarlega í röðinni, brá sér upp í efsta sætið og það með svo miklum sóma að hún er komin í 112%. Virðist vera kom- inn allverulegur spenningur í deildarsamkeppnina og er það vel. Dagurinn í gær var metdag- ur og vonandi fáum við fleiri slíka áður en þessari söfnun lýkur. Þó bólar ekki enn á þeim fimm deildum sem ekki eru komnar á blað. Hvað dvelur þær er mörgum ráðgáta. Herðum söfnunina. Á morgun birtum við samkeppni deildanna. Hver verð- ur þá í efsta sæti? Hvað deild bætist við á blaðið? — Tekið er á móti nýjum áskrifendum í afgreiðslu Þjóðviljans Skól. 19, sími 7500 og í skrifstofu Sósíal- istaflokksins, Þórsg. 1, sími 7510. Þann 1. apríl féll í gjalddaga 2. ársfjórðungur flokksgjalda. Ennfremur hafa verið gefin út ný skírteini og þeir sem ekki hafa vitjað þeirra eru beðnir að gera það nú þegar. Tekið er á móti flokksgjöldum í skrifstofu Sósíalistafélags Reykjavíkur Þórsg. 1, sími 7510 (opin alla virka daga frá kl. 10—12 og 1-7). Nýtt birgðaskip til hernámsliðsiiis 1000 fosm cof stólgrindum og 3-400 tonn of asfolti 1 allan vetur hefur verið haldið uppi stöðug'um birgða- flutningum til hernámsliðsins hér á landi. Hafa verið flutt- ar inn alls konar vörur og vopn — nýlega var t.d. fjöl- mörgum sltriðdrekum skipað á Iand í Reykjavík eins og Þjóðviljinn skýrði frá á síniim tíma — en einkum hefur þó borið mildð á byggingarefni, sem sýnilega á að fara í nýjar stórframkvæmdir hersins hér. Um síðustu helgi kom enn eitt birgðaskip hcrsins til Reykjavikur með um 1000 tonn af stórum stálgrindum til húsagerðar og 300- 400 tonn af asfalti. í gær fékk fiskibáturinn Skrúður á sig þvílíkan sjó suð- ur af Sandgerði að stýrishúsið brotnaði af honum og flaut fyrir borð. Annar fiskibátur. Ásbjörn, var þar nærstaddur, og hélt þeg- ar í áttina að Skrúð. Tók hann síðan mennina um borð og gekk það vel og áfallalaust. Hélt Ás- björn síðan til lands með menn- ina. Fanney kom nokkru síðar| á vettvang, í því skyni að draga Skrúð til Hafnar. Sjór var þung- ur og veður vont, og voru skipin ekki komin inn er blaðið vissi síðast. Bátar í Hafnar- firði tapa línu í gær fengu nokkrir netabátar í Hafnarfirði góðan afla. Línu- bátar fengu 10—14 skippund. Flestir þeirra töpuðu meira og minna af veiðarfærum sínum vegna veðursins er gekk yfir Suðvesturland fyrri hluta dags- ins í gær. Hafnarfjarðarbátar reru ekki í gærkvöld. Rafmagnslítið var lengi í Hafn- arfirði í gær, og var það einn- ig af völdum stormsins. Drangajökull lestar nú frosinn fisk í Hafnarfirði. Togari Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Pétur Halldórsson, hefur nú legiö bundinn í Reykjavíkurhöfn hdlfan annan mánuð. Pétur Halldórsson er eitt glœsilegasta og bezta skip flotans, og það er ömurlegt tákn um óstjórnina í at- vinnumálum að hann skuli ekki starfrœktur og stórfellt fjárhagstjón fyrir þjóðina. En í stað þess að tryggja sjó- mönnum viðunanlegar tekjur og útgerðinni rekstrar- möguleika, virðist ríkisstjórnin stefna að því að allur flotinn verði bundinn í vor á sama hátt og Pétur Hall- dórsson. Ólafur Thors var einnig forstœtisráðherra í nýsköpun- arstjórninni. Þá vann hann með sósíalistum og þá var hinn glœsilegi togarafloti keyptur. Nú vinnur hann með Framsóknarflokknum og þá er togaraútgerðin sliguð til dreps, sjómenn hraktir í land og flotinn bundinn. Raforkan verður ai notast á þei heimHum, sem mesta þörflna hafa Shöldin bæði fella i innilegri sameiningu að \ skatti af vélum til rafvirkjananna nýju tfi a§ alþýðuheimili geti eignazt rafmagnstæki Raforkulagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var afgreitt úr neðri deild Alþingis í gær, með samhljóða atkvæðum allra flokka. Fóru bæði 2. og 3. umræða fram á fundum milli kl. IV2 og 4. Tvær mjög athyglisverðar at- kvæðagreiðslur fóru fram við þessar umræður, báðar um breytingartillögur frá Einari Olgeirssyni. Var fyrri breytingartillagan flutt við 2. umr. og var á þá leið að ákveðið skyldi í lögun- um að undanþiggja vélar og efni er þyrfti til rafvirkjana og annarra framkvæmda sam- kvæmt 10 ára áætlun ríkis- stjómarkinar, söluskatti og öllum tollum. Leiddi Einar rök að því þegar við 1. umr. að það væri lélegt búskaparlág ef rik- ið ætlaði að skattleggja þess- ar framkvæmdir sem næmi 30 milljónum króna. Vah haft nafnakall um til- löguna, og sögðu já allir þing- menn Sósíalistaflokksins, AI- þýðuflokksins og Þjóðvarnar- flokksins en þessir þingmenn felldu tillöguna: Eysteinn Jónsson, Ólafur Thórs, Steingrímur Steinþórs- son, Ingólfur Jónsson, Skúli Guðmundsson, Jón Pálmason, Eiríkur Þorsteinsson, Jón Sig- urðsson, Gísli Guðmundsson Kjartan Jóhannsson, Halldór Ásgrímsson, Magnús Jónsson, Björn Björnsson, Sigurður Bjamason. Pétur Ottesen, Jör- undur Brjmjólfsson, Sigurður Ágústsson, Páll Þorsteinsson, Ásgeir Bjarnason. Þannig var þetta réttlætis- mál felít með innilegri sam- fylkingu íhaldanna beggja. Rafmagnstæki á alþýðuheimilin Við þriðju umfæðu flutti Einar sem breytingartillögur tvær greinar, nokkuð breyttar úr frumvarpi sínum um raf- væðingu alls landsins. Taldi hann, að þar sem deildin hefði lýst yfir þe;m vilja sínum að tekinn skyldi söluskattur af þessum framkvæmdum, væri réttlætismál að hann rynni í sjó'ð til að létta alþýðuheimi1- unum, sem mesta þörf hafa fyrir rafmagnstæki, að eignast þau. Breytingartill. Emars voru þessar: : „Ríkisstjórnin skal Ieggja andrírði þess, sem hún fær greitt í söluskatt og önnur gjöld af vélum og éfni til þeirra framkvæmda sem á- ætlaðar eru í lögum þessum, í sérstakan raftækjasjóð. Framhald á 8. síðu Bátur frá Sandi lenti í hrakning- nm í gær Sandi í gær. Frá fréttarit- ara Þjóðviljans. Upp úr kl. 9 í morgun gerði hér afspyrnurok. 4 trillur er reru snemma í morgun voru þá úti á flóanum, og var fljótlega hringt til Slysavarnafélagsins, ef háska kynni að bera að hönd- um. Björgunarskipið Sæbjörg var þá statt í flóanum, og fór þegar að svipast um eftir bátun- um. Um hádegi voru 3 trillurn- ar komnar að landi. Um 2-leyt- ið fóru togarar er voru hér i grenndinni að svipast um eftir fjórða bátnum, Bryndísi. Fann togarinn hann fljótlega, og var hann þá á leið til lands og komst leiðar sinnar klakk- laust, en togarinn fylgdi honum til hafnar. Tveir bátarnir misstu línu sína, en aðrir skaðar urðu ekki. Talstöð hefur nýlega verið sett upp hér, og er hún til mikils ör- yggis. Veiði er nú að glæðast hér á Sandi. «

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.