Þjóðviljinn - 07.04.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.04.1954, Blaðsíða 6
 G) — ÞJÓÐVILJINN — 'Miðvikudag-ur 7; apríl 1954 þlÓOVILIINN Otgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustig 19. — Siml 7600 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. elntakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. V___________________ .. -- ------------ I' ■ -- Röng stefna Skattalagafrumvarpið nýja er eitt þeirra þingmála, sem einna mest mun um rætt meðal almennings. Ber þar ým- islegt til. Langt er síSan ríkisstjórnin boðaði endurskoð- un skattalaganna, og þar með skattalækkanir. Stjórn- skipuð nefnd hefur setið á rökstólum í tvö ár við undir- búning þessara tillagna. Þegar málið var lagt fram fylltust stjórnarblöðin af lofgreinum um þær réttarbætur, sem í því fælust *al- menningi til handa, og síðan hefur hafist deila milli Tím- ans og Morgunblaðsins um það hvort þetta sé fremur Framsókn eða íhaldi að þakka. Þannig á að beina hug almennings frá þeim staðreyndum sem í ljós koma, þeg- ar mál þetta er skoðað niður í kjölinn, og sýna hver stefna nú er orðin ríkjandi í þróun skattamála á íslandi. í öllu því rooldviðri sem reynt hefur verið að þyrla upp um ágæti þessara breytinga felst þó ein viðurkenn- ing, sú viðurkenning að undir fjármálastjórn þessara flokka beggja, hafi verið of langt gengið hvað útgjalda- innheimtu snertir af þjóðfélagsþegnunum. Þetta er út af fyrir sig góðra gjalda vert, ef hugur fylgir þar máli. En því verður erfitt að trúa þegar litið er á niðurstöður frumvarpsins, en þær eru í stuttu máli þessar. Gert er ráð fyrir að upphæð beinna skatta í ríkissjóð lækki um 29%, eöa nærri því um þriðjung. í heild ætti þessi upphæð að nema milli 10 og 20 millj. kr. Eitt aöalákvæðið er það, að félög öll s.s. hlutafélög skuli lækka í skatti um 20r/ . Þegar þess er gætt að fjöldi slíkra félaga er í eign auðugustu einstaklinga þjóðfélagsins, þá verður ljóst, að ekki lítill hluti af heildarlækkuninni kem- ur í hlut slíkra aðila. Hinsvegar virðist ekki hafa hvarflað rð forsvarsmönnum þessa máls, að taka upp þá reglu sem sjálfsögð ætti að vera í sambandi við skattinnheimtu að hafa nauðsynlegustu þurftartekjur bæði einstaklinga og fjölskyldna skattírjálsar. Fyrir stuttu' var slík tillaga flutt á Aiþingi af einum þingmanni Sósíalistaflokksins í sambandi við breytingar sem þá var verið að gera á skattalögunurn. Hún var felld og þau rök færð fyrir af- greiðslumii, að skattalögin væru í endurskoðun og allar meiri háttar breytingar ættu að bíða þeirrar endurskoð- unar. Hver maður getur séð að það er ekkert a.nnað en fávitaskapur, að vera að skattleggja brýnustu þurftar- íekjur fólks. í því felst í raun og veru sú fullyröing að þióðfélagiö og þjóðarbúið sé annaðhvort ekki þess megn- ugt að sjá þegnum sínum fyrir nauðsynlegum þurftar- launum, eða blátt áfram hitt að komið skuli í veg fyrir að þeir hafi þau. Þá sýnir það enn ‘fremur greinilega að tilgangurinn með skattalækkun er sá að ívilna þeim tekjuhærri og efnaðri, að einmitt skuli vera tekið það ráð að lækka beinu skattana, en halda öllum tollum og óbeinum skött- um óbreyttum. Þótt nauðsynlegt væri að lagfæra lögin um tekjuskatt og eignaskatt, m.a. vegna þess hve fjár- hagskerfi okkar hefur breytzt af völdum verðbólgunnar, þá er rétta stefnan ekki sú að hefja skattalækkun á því sviði. Það er blátt áfram vegna þess að skattalækkun á þessu sviði kemur aö langsamlega mestum hluta til góða þeim sem bezt standa að vígi efnahagslega, bæði einstak- lingum og fyrirtækjum. Skattalækkun á tvímælalaust að byrja á því að afnema tolla, sem lagðir eru á nauð- rynjavörur almennings, s.s. söluskatt eða a.m.k. einhvern hluta hans. Slíkt mundi koma þeim jafnt til góða sem mesta hafa þörf fyrir útgjaldalækkun vegna þröngra efnahagsástæöna, í stað hins gagnstæða sem nú er fyrir- hugað. En reynslan sýnir hins vegar að slíkt verður ekki gert meðan hið pólitíska vald á Alþingi er í höndum þeirra, sem hag hafa af því að ýta af sér útgjaldagreiðslu til ríkisins yfir í tollaform, sem langmest mæðir á hinum efnaminni og tekjuminni fjölda. Ef almenningur hefði aðstöðu til að gera sér fyllilega Ijósa þá þróun sem orðið hefur í þessum málum s.l. ára- tug og nú á að kóróna með þeirri breytingu er stjórnar- frumvarp þetta gerir ráð fyrir, þá mundu ekki einu sinni stjórnarblöðin voga sér að túlka þær sem réttarbætur handa almenningi. Einn þáttur þessarar þróunar mun verða skýröur hér í blaðinu á morgun. obot -imUorr ursmls bíibV' Menn, sem stela hjörtum í 75. tölublaði Tímans þessa árs skrifar Pétur Sigurðsson regluboði um menn, sem stela hjörtum. Hann nefnir eitt dæmi þess háttar manna, og fyrir valinu verður konungssonur einn austurlenzkur, Absalón Davíðsson að nafni. Davíð kon- ungur faðir hans var á ýmsan hátt hinn mesti merkismaður, skáld gott og gleðimaður mikill og átti marga sonu með jafn- mörgum konum. En hann hafði sína galla eins og aðrir synd- arinnar menn. Hann mátti ekki sjá fagra konu, svo að ekki girntist hann hana. Einu sinni sá hann fagra konu allsnakta, og brann hold hans þá af því- líkri girnd, að hann réð eigin- manni þeirrar fögru konu ald- urtila, svo að hann mætti njóta hennar ótruflaður. Á heimili hans viðgekkst líka hinn mesti ólifnaður, og kvað svo rammt að, að elzti sonur hans nauðg- aði systur sinni, sjálfri kon- ungsdótturinni. Eins og að líkum lætur, þá vill ríkisstjórnin fará' i handa- skolum hjá konungum, sem leggja á það megináherzlu að lifa í dýrleeum fagnaði, og klögumál lítilmagnanna þurfa þá stundum að bíða afgreiðslu réttlætisins lengur en góðu hófi gegnir. En einum sona hans, fyrrnefndum Absalóni, þótti siðleysi og óreiða í af- greiðslu mála úr öllu hófi keyra og vildi þar á bót ráða. Bróður sinn, er nauðgaði syst- ur þeirra, lét hann drepa, og þar sem lítilmagnamir í ríki hans fundu, að hann hafði á- huga fyrir málum þeirra, þá vildu þeir fá hann fyrir kon- ung, hann hafði stolið hjörtum þeirra með réttlætisþrá sinni. Og undir forustu hans gerðu þeir uppreist í landinu, náðu völdum um stund, en voru síð- ar bornir ofurliði. Þetta gerðist mörgum sinn- um með þjóð Davíðs konungs, þegar kúgun, siðleýsi og órétt- læti keyrði úr hófi fram, að þar komu fram menn, sem stálu hjörtum lýðsins frá leiðtogum þjóðarinnar, eins og Pétur regluboði mundi orða það. £>ó á lýsing hans sérstaklega við einn þeiira, er uppi var íyrir fullum 1900 árum. Hann stal hjörtum manna í svo stórum stíl, að til hreinna vandræða horfði fyrir leiðtoga þjóðar- innar. Að -yísu sögðu áhang- endur hans ekki að hann hefði stolið hjörtum þeirra, heldur sögðust þeir hafa gefið honum hjarta sitt. Hann var gæddur öllum höfuðeinkennum þeirra hjartaþjófa, sem Pétur reglu- boði lýsir í grein sinni. Hann tældi menn frá hollustu við yf- irboðara sína með glæsilegum loforðum. Hann ól á sundur- lyndi og fjandskap, safnaði um sig liði, olli óvild, hatri og stríði. Hann olli allskonar mannorðshnekki og mann- skemmdum í svo ríkum mæli, að andstæðingar hans hafa ekki beðið þess bætur enn þann dag í dag, Hann sagði, að leiðtogar þjóðarinnar væru eins og kalkaðar grafir, hann sagði, að þeir væru vítisbörn, hann sagði, að þeir skeyttu ekkert um réttvísi, miskunnsemi og trúmennsku, hann sagði, að þeir væru fullir ráns og óhófs, hann fullyrti, að þeir gætu ekki umflúið dóm helvítis. Þessi maður var tekinn af lífi, og það hafa margir verið teknir af lífi fyrir að taka upp for- dæmi hans um kröfur fyrir réttvísi, miskunnsemi og trú- mennsku og fyrir mann- skemmdir í garð leiðtoga þjóð- anna. Svo er að sjá á grein Péturs regluboða, að nú vaði þessir hjartaþjófar uppi í óvenjulega ríkum mæli. Engin nöfn eru nefnd, þó er greinilegt, að Pét- ur telur sig ekki í þeirra hópi. Pétur er heldur ekki þess hátt- ar maður, að hann steli hjört- um. Gunnar Benediktsson Vetnlssprengla og árásarhætta S.l. sunnudag birti ríkisút- varpið tvær fréttir hvora á eftir annarri, cg fela þær í sér mjög skýra myad af 'ueims ástandinu eins og ]iað er í dag. Fyn-i fréttin var um yfir- lýsingu frá Nixon, varaforseta Bandaríkjanna, en aún var á þá leið að það væri mikill mis- skilningur og rökvilia að vetn- isspreagjan væri hættuleg. Það væri fyrst og fremst hún sem kæmi í veg fyrir styrj- öld. Einnig lýsti Nixon yfir því að það væri aðeins eitt ríki sem árásarhætta stafaði af: Sovétríkin. í beinu áframhaldi af þess- um gamalkunnu kenningum kom svo frétt lun ræðu sem Knowland, formaður þkig- fltíkks repúblikana í öldunga- deildinni, hafði haldið. Þesai valdamaður lýsti )"fir því að ef Kína veitti sjálfstæðishern- um hjálp í Indókína, hefðu Bandaríkin og bandamenn þeirra nægileg ráð til að klekkja á Pekingstjórninni, m.a. með því að varpa sprengj um á kinverskar borgir, og hefur hann þá eflaust ekki sízt átt við vetnissprcagjuna, mesta hernaðarvopn Banda- ríkjanna. Söegskemmtun Guðmnar R. Símonaz Svo sem áður hefur verið greint frá heldur Guðrún Á. Símonar óperusöngkona hljóm- leika í Gamla bíói í kvöld, óg hefjast þeir kl. 7.15. Þeim, sem vildu hlýða á söngkonuna en hneigjast til að ferðast með seinni skipunum, skal á það bent að söngskemmtunin verð- ur elcki endurtekin. Þeir ættu því að hyggja að aðgöngumið- unum nú þegar — ef það er ekki orðið of seint. Samhengi þessara tveggja frétta er einkar skýrt. Know- land svarar i yerki báðum l’.ienningum Nixons: « _jafi.it þeirri að vetnissprengjan sé trygging f\TÍr friði og hinni hvaðan árásarhættan stafi. Til enn frekari skýriugar kom svo ræða Dulles, utanríkisráð herra Bandaríkjanna í fvrra- dag, þar sem hann sagði að Kínverjar hlutuðust þegar til um styrjöldina í Indóldna og stæði mjög nærri að Banda- ríkin gripu til mótaðgerða með áhrifaríkustu vopnum. Birki 3/0 pr. 1000 stk. kr. 500.00 Birki 2/2 — — — — 1000.00 Skógarfura 3/0 — — — — 300.00 Skógarfura 2/2 — — — — 600.00 RauSgreni 2/2 .......... — — — — 1200.00 Lerki 2/2 — — — — 1200.00 Garðplöntuz: Birki úrval Yz m og yfir...... pr. stk. kr. 15.00 Birki óvalið 40 til 75 cm........— — — 8.00 Birki í limgeröi undir 40 cm. . . ■— — — 3.00 Reynir úrval 60 cm. og yfir .... — — — 15.00 Reynir I. fl. 40 til 60 cm.......— ' —- — 8.00 Reynir II. fl. 25 til 40 cm......— — — 4.00 Lerki .......................... —---------10.00 Sitkagreni ..................... — — — 10.00 Rauðgreni ................... —• — — 8.00 Alaskaösp ................... — — — 4.00 Þingvíðir ..................... — — — 3.00 Gulvíöir ...................... — — — 3.00 Skógarfura 2/2 ................. — — — 1.00 Skriflegar pantanir sendist fyrir 20. apríl Skóg- rækt ríkisins, Grettisgötu 8 eða einhverjum skóg- arvarðanna: Daníel Kristjánssyni, Hreðavatni, Borgarfirði; Sig. Jónssyni, Laugabrekku, Skaga- firði; ísleifi Sumarliðasyni, Vöglum, S-Þing.; Guttormi Pálssyni, Hallormsstað; Garðari Jóns- syni, Tumastöðum. Skógræktarfélögin taka einnig á móti pöntun- um á trjáplöntum og sjá flest um dreifingu þeirra til einstaklinga á félagsvæðum sínum. Pantanir sem herast eitir 20. apríl verða ekki teknar til grema.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.