Þjóðviljinn - 07.04.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.04.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvi&udagnr 7. apríl 1954 r w ' sí:k a «>LI" RETIfcSKOIV Framhald af 4. síðu. Hann var ákveðinn alþýðu- sinni, er ætið tók svari þeirra, sem órétti voru beittir, og studdi í hvívetna að auknum þroska og bættum lífskjörum almennings. En fjölhæfar gáfur hans og víðtæk þekking gerði honum ljóst, að eina leiðin til að ná verulegum árangri í því efni, var að skipa sér undir merki sósíalismans, enda fylgdi hann þeirri hugsjón af lífi og sái og vann henni allt það gagn, sem heilsa hans og kraftar frek- ast leyfðu. Hér á ísafirði, þar sem hann starfaði síðustu ár ævinnar, var hann alltaf boðinn og búinn til liðveizlu, er til hans var ieitað, sem oft bar við, og gerði það af þeim snilldarbrag, að á betra varð ekki kosið. Sér- staklega er ljúft að minnast þátttöku hans í skemmtisam- komum okkar, ísfirzku sósíal- istanna, en þar var hann ætíð hrókur alls fagnaðar, skemmti með listfengum söng sinum og á annan hátt. En jafnvel nær- vera hans ein gerði hvern gleði- . fund ennþá ánægjulegri og bjartari en annars hefði orðið, slikur unaður og gleði fylgdi honum hvar sem hann fór. Þá var ekki síður mikilsverð- Raforkan Framhald af 12. síðu. Skal það fé notað til þess að gera íslenzkum alþýðuheim- ilum til sjávar og sveita mögulegt að fá öll þau raf- tseki, öem heimili þarfnast, sem fyrst og með góðum afborgunarskilmálum. Skal ríldsstjórnin semja við raf- tækjaverksmiðjuna Bafha u.m fjöldaframleiðslu þessara iækja og afgreiðslu þeirra jafnóðum beint til notenda“. „Ákveðið skal í reglugerð um raftækjasjóð nánar um skilmála og miðað við að gera þeim, sem minnst efni og þyngst heimili hafa, auð- veldast að fá öll þau tæki, er létt geta heimilisstörf. Skal þar mælt fyrir, liAert umsóknir skulu sendar og í ’ hvaða röð bær skulu af- greiddar. Skuln þau fyrir- mæli tryggja, að þau heimili þar sem flest börn eru, gangi fyrir að fá tækin.“ Var nafnakall einnig um j'essar tillögur, og fór eins og á‘ur, að allir þingroenn Sós- a listaflokksins, Alþýðuflokks- i'ns og Þjóðvarnarflokksins greiddu þeim atkvæði, en Ihöldin hæði, í innilegri sam- ■e'ningu, eins og einn flokkur væri, felldi þær. Þessir alþingismenn sýndu h.ug sinn til alþýðuheimilanna í sveit og bæjum: Eysteinn Jónsson, Ólafur Thors, Steingrímur Steinþórs- son, Ingólfur Jónsson, Eiríkur Jnrsteinsson, Jón Pálmason, <t'::li Guðmundsson, Jón Sig- •uiasson, Halldór Ásgrímsson, Jónas Rafnar, Jörundur Brynj- ó'Cison, Kjarta.n Jóhannsson, P'.ll Þorsteinsson, Magnús Jónsson, Skúli Guðmundsson, iSigurður Ágústsson, Ásgeir Bjamason, Sigurður Bjama- son. Þessar atkvæðagreiðslur er rétt að alþýðumenn um land allt muni og minni þessa hátt- ivirtu þingmenn á við tækifæri. ur sá stuðningur, sem hann veitti blaði okkar, Baldri, með því að skrifa fyrir það, og þýða fróðlegar og skemmtilegar greinar og sögur, sem allar ein- kenndust af vandvirkni hans, smekkvísi og þekkingu. Er í mörgum þessum greinum mik- ill fróðleikur um sögu ísafjarð- ar en um það efni hafði séra Óli viðað að sér talsverðum fróðleik. Sökum vanheilsu sinnar gat séra Óli ekki tekið þátt í dag- iegum flokksstörfum, en til hans var gott að leita ráða íj vandasömum málum. Hann lagði þó á sig að gegna mikils- verðum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, var t. d. fulltrúi hans í yfirkjörstjórn og vann það, eins og allt annað, af þeirri smekkvísi og vandvirkni, sem einkenndu öll hans verk. Séra Óli Ketilsson var mik- ill og einlægur ættjarðarvinur. Hann var því algerlega and- stæður þeirri stefnu íslenzkra valdamanna að ánetja ísland erlendu stórveldi og gera það að handbendi trylltra hernaðar- sinna, og tók mjög nærri sér þá frelsisskerðingu og ómenn- ingu, sem sigldi í kjölfar þeirr- ar óheillastefnu. Ég tel mig mæla fyrir munn allra ísfirzkra sósíalista er ég með þessum fánu orðum þakka séra Óla Ketilssyni störf hans í þágu flokks okkar. Og per- sónulega get ég auk þess þakk- að honum margar ógleyman- legar ánægjustundir á heimili hans, en þangað var ætíð gott að koma og gaman að dvelja. Eg votta konu séra Óla, frú Mariu Tómasdóttur, börnum þeirra og öðrum skyldmennum einlæga samúð mína. Blessuð sé minning þessa á- gæta og sanna mannvinar, sem að mannviti, mannkostum og fyrirmyndarlíferni verður ó- gleymanlegur öllum sem kynnt- ust honum. ísafirði 6/4 1954 H. Ól. vestur um land til Akureyrar hinn 10. þ.m. Tekið á móti flutningi til Tálknafjarðar, Súgandafjartar, áætlunarhafna á Húnaflóa og Skagafirði. Ólafsfjarðar og Dalvikur í dag. Farseðlar seldir á föstu- dag. HEKLA Af sérstökum ástæðum breyt- ist næsta áætlunarferð þannig, að skipið mun ekki fara héðan fyrr en um næstu helgi og að- aðeins til Vestfjarðanna. Mun skjpið sigla beint suður frá ísafirði nema þörf sé viðkomu á suðurleið vegna margra far- þega. Skipið kemur svo vænt- anlega inn á rétta áætlun sína frá Reykjavík miðvikudaginn fyrir páska. UR SKYRSLU I.B.R. Um íþróttahús bandalagsins segir m. a. á þessa leið í skýrslu ÍBR. — Það er öllum ljóst er koma í íþróttahúsið að það má teljast ónothæft til íþróttaiðkana enda þótt notast sé við það meðan ekki er völ á öðru. Bygging nýs íþróttahúss, þar sem aðstaða er til meiri háttar sýninga og keppni er því slíkt nauðsynjamál fyrir íþróttahreyfinguna í bænum að ekki má dragast öllu lengur að hafizt verði handa í þeim efnum. Svo sem kunnugt er, er ráð fyrir því gert að fyrsti bygging- aráfangi á lóð BÆR verði í- þróttahús. Er því undirbúningur allur að þeim framkvæmdum í höndum Bandalags æskulýðsfé- laga Reykjavíkur. Er óhætt að segja að allur aðdragandi þessa mikla nauðsynjamáls íþróttafé- laganna, og sá undirbúningur, sem þegar er hafinn af hálfu framangreindra ,samtaka hafi gengið úr hófi seinlega. Engum sérstökum skal þar um kennt en hitt má ljóst vera að þörf er verulegrar breytingar á und irbúningsstörfum ef bygging í- þróttahússins á að verða að veruleika í náinni íramtí$.“ Eftir þessu að dæmi er ÍBR búið að gefa frá sér að hafa þetta „nauðsynjamál félaganna“ í sínum höndum, og það sem merkilegast er að hvergi kemur fram í fréttum af þinginu að það beiti áhrifum eða komi með viljayfirlýsingu um hvað það vilji gera til þess að undirbún- ingurinn gangi ekki „úr hófi seinlega“. Virðist þó sem það muni vera eitt af verkefnum þingsins að vera á verði um þetta „mikla nauðsynjamál íþróttafélaganna“, þ. e. að til sé íþróttahús til sýninga og keppni. Eftirgjöf á skemmtanaskatti? í skýrslunni segir frá því að vel geti svo farið að íþróttafélög geti sloppið við að greiða skemmtanaskatt af skemmtun- um. Er þetta mikið fjárhags- atriði fyrir félögin ef svo skyldi reynast. Um þetta segir orðrétt: „Svo sem kunnugt er, greiða íþróttafélögin sem og aðrir skatt af dansleikjum er þau efna til. Meðan félögin öfluðu fjár með því að halda opinbera dansleiki, mun upphæð sú, er þau greiddu í skemmtanáskatt, hafa numið ihundruðum ^þpsuncfa króna. Nú héfur hinsvegar komið í ljos að é’f áfóðá þeirra skemmt- ana, sem efnt er til „er varið til almenningsheilla“ getur verið möguleiki á því að losna við að greiða nefndan skemmtanaskatt. Hefur eitt félag, Fegrunarfélag Reykjavíkur fyrir nokkru unnið mál fyrir Hæstarétti þar að lút- andi. Með hliðsjón af þessu á- kvað framkvæmdastjórn ÍBR að fá úr því skorið með dómi hvort íþróttafélögin myndu ekki geta komizt hjá því að greiða margnefndar skemmtanaskatt, á þeirri forsendu að ágóða dans leikja væri varið til almennings- heilla. Var því haldinn dansleik- ur í einu samkomuhúsanna hér og skemmtanaskattur greiddur með þeim fyrirvara að banda- lagið áskildi sér rétt til að krefjast endurgreiðslu ef síðar kæmi í ljós að því bæri ekki að greiða þennan skatt. Þessu næst fékk stjórn bandalagsins Sigurð Ólason lögfræðing til að annast mál þetta fyrir þess hönd, en af ýmsum ástæðum hefur dregizt að hafizt yrði handa um frekari aðgerðir, en væntanlega verður það gert innan langs tíma.“ Munu áreiðanlega margir fylgj- ast með gangi þessa máls af miklum áhuga. 7 sérráð eru í bandalaginu Af hinum stuttu frásögnum um ráð þessi kemur greinilega fram að starfsemi þeirra er misjöfn og meirihluti þeirra starfar ekki af þeim krafti og áhuga sem þarf til þess að íþróttin sé í þeim blóma, sem efni að öðru leyti standa til. Þeir sem til i þekkja þurfa ekki að lesa um þetta, en þetta er eitt af aðal- verkefnum stjórnar ÍBR og fram- kvæmdastjóra þess, að fylgjast I með starfi sérráðanna, og að- stoða þau og gefa þeim ráð- leggingar í uppbyggingu starfs síns ef slíkt vantar í þau. Ráðin eru fulltrúar og sérfræðingar stjórnar ÍBR og starfa á hennar ábyrgð. Enska deildaEkeppnin Hús- ©g garðeigendur Nú er rétti tíminn til að skipuleggja nýja garða og eins aó færa tré og runna meðan frost er í Ég tek að mér allt er að skrúðgörðum lýtur. Hef ýtu og önnur verkfæri. Hringiö bara í síma 4716, ef ykkur vantar garðyrkjumann. Þorkell Árnason, garðyrkj umaður. Til Munið eítir íataaígreiðslunni á Kópavogsbrant 48 og Alihólsveg 49 FATAPRESSA o \knoy Hverfisgötu 78 WBA 37 21 8 8 83-51 50 Wolves 37 22 6 9 84-54 50 Huddersf. 37 18 11 8 71-48 47 Bolton 37 17 10 10 70-53 44 Burnley 37 20 2 15 73-58 42 Manch.Utd 37 15 12 10 66-54 42 Chelsea 37 15 11 11 70-63 41 Charlton 37 18 5 14 73-66 41 Blackpool 37 15 10 12 68-65 40 Cardiff 37 16 7 14 45 64 39 Preston 36 16 3 17 75-51 35 Arsenal 36 12 11 13 62-65 35 Tottenham 37 14 5 18 55-63 33 Aston Villa 35 13 6 16 54-61 32 Portsm. 36 11 10 15 73-82 32 Sheff. wdn. 37 14 4 19 63-82 32 Newcastle '38 11 10 17! 62-73 32 Manch. C. 36 11 8 17 52-71 30 Sunderland 36 12 5 19 70-79 29 Sheff. Utd. 36 10 9 17 64-75 29 Middlesbro 37 10 9 18 56-78 29 Liverpool 36 6 10 20 61-89 22 Staðan í 2. deild Leicester 36 19 9 8 83-54 47 Everton 36 17 13 6 83-55 47 Blackburn 37 19 9 9 78-46 47 Nottingham 37 18 10 9 78-54 46 Birmingh. 37 18 9 10 75-50 45 Rotherham 37 18 5 14 68-64 41 Luton 37 15 11 11 58-45 41 Fulham 37 15 9 13 89-74 39 Leeds Utd. 37 14 10 13 82-74 38 Bristol R. 36 11 15 10 55-48 37 West Ham 36 15 7 14 58-54 37 Doncaster 36 15 7 14 54-51 37 Stoke City 36 ii 14 11 62-50 36 Notts Co. 37 11 11 15 45-68 33 Hull City 35 14 4 17 57-55 32 Lincoln 37 12 8 17 55-72 32 Derby Co. 37 10 10 17 56-76 30 Bury 37 8 14 15 44-66 30 Swansea 37 11 8 18 49-73 30 Brentford 37 9 11 17 34-64 29 Plymouth 36 7 14 14 52-68 28 Oldham 35 7 8 20 36-76 22 6etraima§pá Aston Villa-Burnley Blackpool-Manch.Utd 1 (2 Cardiff-W.B.A. Chelsea-Bolton (1) Manch.City-Middlesbro x Portsmouth-Newcastle Sheffield-Preston Sunderland-Sheff.Wedn X (2 Brentford-Luton Derby-Nottingham (1) Hull-Leicester Notts Co-Rotherham (1) Kerfi 32 raðir:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.