Þjóðviljinn - 07.04.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.04.1954, Blaðsíða 11
Framhald af % slðu. í Hi’óarskeldu. Hverr Islend- ingur mundi sér óskað hafa, að hann hefði staðið í Yðar sporum og það mælt, er þér mæltuð, og svo er sú lxugs- un lifandi í brjósti voru, að vér mæltum til móts með oss Islendingar, ungir menn og gamlir í Höfn, frá hverri sýslu íslands, og þáð á þann hátt, að vér vitum ekki hverr frumkvöðull sé fundarms, því þegar drepið var á að hafa fund, fannst það, að sérhverr sem við var mælt, hafði frum- kveðið í huga sér að stefna skyldi til fundar, og þakka Yður í einu hljóði fyrir Yðra tilhlutan." Bréfinu lýkur með þessum orðum: ,,Að lyktum íti’ekum vjer, að það er skylda vor við Yður og sjálfa oss að bera fram fyrir Yður þakkarorð í voru nafni og þeirra, sem fallast á vort mál — er vjer væntum að allur þorri lands- manna verða muni á íslandi — fyrir þann lilut er þjer hafið átt að alþiagismálinu, og væntum vjer þess, að Yð- ar lifandi sannfæring, sem svo vel og kröftuglega er í ljós leidd í Yðru erindi í þingstof- unni, eflist þó enn meir, er þjer sjáið að íslenzkra manna saanfæring frá öllum hjeruð- um íslands er Yðvarri sam- hljóða: því þó það sje 1 sjálfu sjer hverjum manni hugfró, að hafa það Tram, er rjett er, þá er samt nokkur stuðningur'í því, að það sem rjett er 'mælt sje rjett metið, : og helzt af þeim, er mest ríðiir á' að framgengt verði hið rjetta og sanna, og þess vilj- um vjer biðja Yður, er vjer vitum þjer enxð fúsir að gjöra: að halda áfram svo skörulega, sem þjer hafið byrjað heiðarlega, og mun þá duga með guðs miskunn “ Undir þetta þalxkarávarp skrif uðu 28 Islendiíigar og er þar að finna flest glæsilegustu nöfn íslenzkrar sjálfstæðisbar- áttu og íslenzkrar menningar á 19. öld. Til Islands bárust tíðindiii af umræðunum á Hróars- kelduþiogí með haustskipum 1S42. Austfirzk bændaalþýða sannaði þá, að hún kunni ekí'ri síður kurteisi en hinir langskólagengnu í Höfn. Balt- hazar Christensen var skrifað J-. l)akkarávarp frá Austurlandi, undirskrifað af 58 leiguliðum og fimm menntamönnum. úr fjorum hreppum, dagsett 18. janúar 1843. Þar segir svo: u^ýicga höfum vjer hevrt . þess getið, hvörsu að þjer göfuglyndi Herra! töluðuð sköruglega máli voru á þingi Eydana í Hróarskeldu, þann 24. ágústi mánaðar f.á.’ þegar allir landar vorir höfðu af hug- og þorleysi eður athuga- leysi brugðizt oss, og þagað með öllu um rjett vorn og nauðsynjar. Þetta dirfir oss, undireins og vjer tjáum yður vort innilegasta þakklæti fyr- ir aðgjörðir j'ðar í þessu efni, til þess að tjá yður það greini- legasta frá nauðsynjum vor- um, og bera upp fyrir yður kveinstafi vora, í því skyni, að þjer fáið sem gjörst að vita hvör nauðsyn oss ber, til vorra umkvartana, og í því trausti að þjer munuð flytja vort mál fyrir hans Hátign ♦ Miðvikudagur 7. april 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11 'rrorjofv ft'sjí.vf firrnrjr* ivii. ftfJW -:>■rnnnT! Sverrir Kristjánsson: KUNNA AB FYRIR konunginn og hans háu stjórnari'áð.“ Bréf þessara austfirzku leiguíiða Varð frægt víða um ' lönd, því að Jón: Sigurðsson, sem kunni glögg skil á póli- tískri áróðui'slist, sá um að. bréf þetta birtist í dönskum og þýzkurn blöðum og var því mjög á lofti haldið sem dæmi um stjórnmálaiegan þroska og atgerfi íslenzkrar alþýðu. Þessi kynslóð íslenzkra menntamaima og leiguliða, sem hér hefur verið sagt frá, ólst upp við þröng Gg fábrej’tt kjör, verkleg menning hennar var skyldari ofanverðum mið- öldum en öld gufuvélarinnar. Ef við mættum sjá hana fyrir .' augum okkar í nxmhelgri önn hennar mundi okkur finnast kennt er rið xslenzk handrit í Daamörku. Þegar við íslendingar berj- 1 tlmst fýrir endúrh'eimt is- lenzkráíriiáridritaTþá^ertmi við í í’amí • og veru að-fljtja scgu íslands lieim, svo sem við höf- um gert nú í rúma öld, í þetta skipti í enn bókstaflegri skiln- ingi. Handritamálið heyrir uiidir íslenzka sjálfstæðisbar- áttu, sem að Dönum snýr, hvort sem sú barátta verður nú lxáð á lögfræðilegum grund Velií eða siðferðilegum og sögulegum. Eitt er þó víst: við fáum aldxei handritin heim nema fyrir gócvild cg skiln- ing dönsku þjcðarinnar og danskra forráðamaana á sið- ferðilegum og sögulegum rétti voi-íun til þessara dýr- hún æði gróf í sniðiuxjiúxg lítt gripa, seíþ vér höfum sjálfir fáguð. Hún lét kannski stund- smíðað. Fyrir þá sök er Is- . um hundana þvo askana sína lendingum bæði rétt og skylt með 'tungunni, hún sleikti að fagna því hverju sinni er kannski sjálf af hnífnum, hár hennar og skegg var stundum k\dkt. En þrátt fyrir allt þetta liafði hún til að bera menningu hjartans, meðfædda alþl. háttþrýði, sem ekki verð- ur lærð af handbókum í manna síðum, af þeirri einföldu á- stæðu, að slík háttprýði verð- ur ekki skráð á bók frekar en. angan blómsins. Þessi kyn- slóð var svo óvön góðu atlæti, að hún þakkaði hverja gjöf með guðs nafni á vörunum. „Guð laun“ sagði hún þótt henni væri ekki gefið annao en roð og flautir. Þegar þessi kynslóð átti loks þess kost að hefja sig upp úr dagstritinu, tók að hugsa eins og þjóð, sem kennir sögu sinnar og réttinda, þá týndi hún ekki háttprýði og kurteisi uppruna síns. Hún kurmi að tjá hverj- um þeim, sem studdi mál hennar og rétti henni hjálpar- hönd á torleiði frelsis og sjálf- stæðis, þakklæti sitt, án alls smjaðurs og undirlægjuháttar. Henni var kurteisi í blóð bor- in, hún kunni að þakka fyrir sig. Og nú skulum við kveðja þessa kynslóð, sem livílir und- ir sínu lága, gróna leiði, og huga að þeirri kynslóðinni, sem nú lifir ofar moldu og getur stært sig af því að hafa heimt fullt sjálfstæði úr hönd- um Dana, en selt það erletidu stórveldi fjórum árum síðar. Þessi sölukæna kynslóð á nú sýnilega eftir að ráða fi’am úr deilu við Dani, hina gömlu sambandsþjóð okkar, greiða úr því skuldaskilamáli, sem danskur maður viðurkennir rétt vcrn til handritanna og beitir sér fyrir þvi, að daaska þjóðin megi fá aukinn skiln- ing á hiniun íslenzka málstað í þessum efnum. Þeir sigrar, sem unnust í sjálfstæðisbar- áttu vorri á umliðinni öld, voru ekki sízt þvi að þakka, að kröfur vorar mættu vax- andi skilningi meðal áhrifa- manna, flokka og stétta í Dan mörku, og þegar vér minn- umst þess, að frá upphafi ís- lenzkrar sjálfstæðisbaráttu höfum vér hagnýtt oss til hins ýtrasta alla danska aðila, sem vildu leggja oss lið, þá er auð sætt, að vér verðum í lxand- ritamálinu að halda hinni sömu stefnu. Þetta virðist svo einfalt mál, að maður fyrir- verður sig hálfgert að þurfa að taka þetta fram. En svo öfuguggalegir eru tímarnir, sem við lifum á, að þessa er í raun og samnleika þörf. Kynslóoin, sem hóf fyrst á loft merki islenz,';írar sjálf- stæðisbaráttu, leitaði lags við róttækasta stjórnmálafiokk Dana á þeim timum, Bænda- vinina svo aefndu, fulltrúa hinnar dönsku lágstéttar. Á Þjóðfundinum 1851 setti Jón Sigurðsson ofan í við einn af fylgismönnum sínum fyi’ir það, að hann liafði í ræðu um stjórnlagafrumvarp Dana- stjórnar komizt svo að orði, að íslendingum þætti sér ó- samboðið að gefa sig undir atkvæði bænda á ríkisþing- xim Dana. Jón Sigurðsson sagðist ekki óttast svo mjög, „að bændur í Danmörku vilji halla rétti vorum. Eg er fyr- ir mitt leyti miklu hrædcíari við prófessoraiia en bænd- urna“, Jón Sigurðsson treysti alþýðunni og forustumönnum heanar betux; til að skilja réttarkröfur Islendinga ea „pi’ófessorunum", fulltrnum hins box-garalega Þjóðfrelsis- •fiokks. Hann þóttist viss um að undirokuð stétt mundi skilja undirokaða þjóð. Það vill nú svo til, að í Dan mörku hefur stjórnmáláflokk- ur nokkur einn allra flokka tekið skýlausa, refjalausa af- stöðu með handi’itakröfum Islendinga. Það er Kommún- istaflokkurinn danski. Fynr nolckrum ái’um skipaði dauska Rikisþingið nefnd frá ölluin flokkum til að athuga haad- ritamálið. Fulltrúi Kommún- istaflokksins, Thorkild Holst, skilaði þá séxáliti og lagði til, að gengið yrði að kröfum ís- lendinga um afhendingu hand ritanna. Þegar kunnar urðu tillögur döns!'.vu stjórnarianar í handritamálinu, skrifaði Thorkild Holst grein í aðl- málgagn flokksins, Lancl og Folk, 12. marz síöastl., og lýsti yfir skýlausum eigxiar- rétti íslenzku þjóðarinnar á handritunum. Nokkrum dögum síðar var birt yfirlýskig, er Hans Hedtoft forsætisráðherra hafði gert á fundi utanríkis- málanefndar, þess efnis. að handritamálið væri ekki leng- ur á dagskrá. Hinn 19. marz skrifar formaður Kommún- istaflökksins. Aksel Larsen, grein í Land og Folk og mót- mælir harðlega ummæluai for- sætisráðhérrans og krefst þess að hann taki þegar upp óformlegar viðræður við allx þingflokka til þess að finna lausn, sem tryggi íslendingum þjóðarréttt þeirra, Jáfnframt því lýsti hann því yfir, að handritin væru þjóðareign ís- lendinga og ættu réttilega heima á íslandi. íslenzka fullveldiskynslóðin átti nú kost á því að sýna hve mjög henni hafði miðað á þroskabraut almennra mannasiða, live mjög henni hafði farið fram í kurteisi síð- aa á dögum hinna búralegu og vaðmálsklæddu feðra sinna, leiguliðanna austfirzku, sem brutust í ófærð um hávetur til að skrifa undir þaklkará- varp til dansks stjórnmála- manns, sem lagt hafði íslenzk- um málstað lið. Niðji hinna veðurbörnu leiguliða, Þórar- insi Þórarinsson Tímaritstjóri, mannaði sig upp í að skrifa svartletursleiðai’a í skætihgs- tón um nokkur ummæli Thor- kild Holst ritstjóra. En öll önnur blöð landsins — að Þjóðviljanum undanskildum — töldu það ábyrgðarmiimst að þakka þessum dönsku mál- svörum íslands með því að bregða fyrir sig sínu kærasta vopni — lýgi þagnarinnar. Þau vöruðust að minnast á það, að danskur stjórnmála- floklcur hafði skipað sér í fylking með íslendingum í því máli, sem snertir dýpstu strengi þjóðar vorrar. Ríkis- útvarpið skammaðist til, eft- ir að stjakað hafði verið við því, að geta ummæla Aksels Larsens, en svo voru þau vendilega falin, að fréttastofa hinnar hlutlausu stofnunar hefði ekki gert það betur þótt hún hefði látið upplesara sin.i talá P-mál! Drusluháttur og lubbaskapur borgarablaðanna í þessu efni er með slíkum ó- dærnum. að manni býður við liverju or&i, sem þau skrifa um endurheimf handritanna. Herra Hans Hedtoft hefur tekið handritamálið út af dag- skrá. Það er hætt við því, að sá sósíaldemókratíski fórseta- úrskurður muni ekki eiga sér langan aldur. Handritamáliö verður nefnilega ekki tekið út af dagskrá fyrr en það hefur verið leyst á viðunandi hátt. Fundurinn kann að verða lang ur, fundinum kann að verða frestað, en að lokum verður málio afgreitt. Það mun aldrei gróa um heilt með Dönum og íslendingum fyrr en saga vor er komin að fullu heim. Baráttan fyrir endurheimt íslenzku handritanna felur í sér eina hættu, sem nauðsyn- legt er s.ð varast. Það er sú hætta, að val'rið verði upp aft- ur það „Danahatur“, sem ríkti með þjóðinni á fyrri árum sjálfstæðtóbaráttunnar. Það er alls ekki ósennilegt, að borg- araflokkarnir íslenzku, hið hálfameríska landsölulíð, reyni að hressa upp á blakk- aðan þjóðertiisheiður sinn með því að skreyta sig „Daná- hatri“ að góðum og gömlum sið. Það er skylda allra sannra tslendinga, ekki sízt sósíalista, að kveða niður sem s fjótast draug „Danaiiaturs- ins“ ef í ljós skyldi koma, að hann lægi ekki kyrr. „Dann. íiatrið“ gegndi síau sögulega hlutverki þegar þurfti að sarn- ' fylkja þjóðinni til stjómar- farslegs'sjálfstæöis. Það væri bæði glæpur og heimska að bregða þessu vopni á tiýjan leik í baráttunni úm handrit- in. Handritamálið verður ekki leyst nema með gagn- kvæmum fekilningi þeirra þjóða, er Danmörku og Is- land byggja. Sumum kann að virðast leið skilningsins löng. En önnur leið er ekki fær. Kommúnistaflokkur Dan- merkur hefur frá því handrita málið kom á dagskrá sýnt okkur íslendingum einstæða drenglund. Viðbrögð okkar hafa hins vegar verið með slíkum hætti, að slíks eru engin dæmi á byggðu bóli. Okkar málglöðu stúdentafé- lög þegja nú þegar ekki er annars af þeim krafizt en aö sýna almenna kurteisi. Obbinn af öllum blöðum landsins leyna lesendur sína þess, að flokkur hins róttæíka danska verkalýðs hefur gert málstað íslendinga að sínum. Að Þjóð- viljaniun undans!kildum hafa engir einstaklingar og engin félagssamtök látið svo lítið að votta Kommúnistaflokki Danmerkur þakklæti sitt fyrir þá hollustu og virð- ingu, sem hann hefur tjáð ís- lenzkum menningarafrekum. Það er auðsætt að íslenzk kurteisi kostar peninga á því náðarári 1954. Eg lýk svo máli mínu, en ég vænti þess að áður en íslenzk- ir sósíalistar slíta þessum mannfagnaði minnist þeir orð- anna í þakkarávarpi íslenzkra stúdenta til Balthazars Christensens: að nokkur stuðningur sé í því, að 'það sem rétt er mælt sé rétt met- ið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.