Þjóðviljinn - 21.04.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.04.1954, Blaðsíða 1
Miðvikuðagux 2-1. apríl 1954 — 13. áxgangur — 89. tölublað Bandaríkjamenn haida heilaga páska: rmannaskríKS gerir morð a lögregSuþjóna verja sinar: emn £kk heilahFÍsting Botvtniiik Mefiir I ylir Eftir fimmtán umferðir í keppni Botvinniks og Smisloffs um heimsmeistaratignina í skák standa leikar þannig að Botvinn- ik hefur átta vinninga en Smis!- off sjö. Fimmtándu skákina vann Botvinnik eftir 37 leiki. Fólk fennir í Ölpunum Um páskana kyngdi niður snjó í Alpafjöllum og urðu bílar skemmtiferðafólks fastir . í fönn tugum og hundruðum saman. Óttazt er að menn sem þannig íór fyrir hafi orðið úti í frönsku og ítölsku Ölpunum. S.l. laugardagskvöld réðst hópur drukkinna bandarískra hermanna á Keílavíkurílugvelli á þrjá íslenzka lögregluþjóna sem voru að gegna skyldu- störíum sínum. Höíðu hermennirnir bjóríiöskur að bareílum og grýttu lögregluþjónana með hverju sem hönd á festi. Hiutu þeir allir meiðsl og einn heila- * hristing. * Faldar stúlkur Málavextir eru þeir að á laug- ardagskvöld barst lögreglunni tilkynning um það að nokkrar íslenzkar stúlkur, ölvaðar og illa á sig komnar, væru í hópi her- manna á skemmtistað þeim á vellinum sem nefndur er E. M- klúbbur. Stúikurnar voru úr þeim hópi kvenna sem venja komur sínar á völlinn, og hafast þær þar oft við svo mörgum sólarhringum skiptir. Fela her- mennirnir þær í vistarverum sín- um. Eru stúlkur þessar yfirleitt kornungar, flestar innan við tví- tugt, og dveljast á veilinum i fullú óleyfi. * 200 hermenn Þegar lögreglan fékk tilkynn- inguna um stúlkurnar voru þrír lögregluþjónar sendir í E. M,- klúbbinn til þess að fjarlægja þær. Þar voru þá fyrir um 200 hermenn, flestir mjög drukknir. Þegar þeir urðu lögreglunnar' hafnað. varir ,og sáu að ætlunin var að fjarlægja stúlkumar, slógu her- mennirnir hring um þær og réð- ust að lögreglunni. Voru bjór- flöskur gripnar af borðunum og notaðar sem barefli, en þegar lögregluþjónarnir vörðu sig, voru þeir grýttir með flöskum og öðru lauslegu sem hendi var næst. Fengu lögregluþjónarnir ýmsar slæmar skrámur, og einn þeirra er með heilahristing eftir flöskuhögg. Ekki tókst lögreglu- þjónunum að fjarlægja nema eina stúlknanna; hinar földu sig innan um drukkinn hermanna- skrílinn. í iífshættu Þegar Þjóðviljinn hafði tal af Birni Ingvarssyni, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, í gær- kvöld, kvað hann ekki unnt að segja meira um málið að svo stöddu; það væri nú í rannsókn. Ilins vegar kvað hann mikla mildi að ekki hlutust meiri meiðsli af þessari árás hermann- anna á lögregluþjónana en raun varð á. Eftir því að dæma hafa lögregluþjóharnir verið í beinni lífshættu. ser um a #« Vopnaður vörður var settur um landstjórabústaðinn í Darwin í Norður-Ástralíu í gær og engum leyfð þar inn- ganga eftir að landstjórimi hafði flutt þangað konu sovézka sendiráösstarfsmannsins Petroffs. Japönsku fiskiniönn- unum ekki hugaö láf Veslas! upp vegua þess að vetmsspieng- ingin eyðiiagði merginn í beinum þeirra Skipshöfn japanska fiskibátsins, sem varð fyrir geislun frá vetnissprengingu Bandaríkjamanna á Kyrrahafi 1. marz, er ekki hugað líf. Blaðamenn hafa seti'ö um Iandstjórabústaði.nn síðan frú Petroff hvarf þar inn en öllum beiðnum þeirra um að fá að hafa tal af henni hefur verið Kng eg þjáð haía Sekið uppástungu Nixens varaforseta ilk Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sá sig í gær tilneyddan til að lýsa yfir að ríkisstjórnin hefði engar fyrirætlanir á prjónunum um beina þátttöku Banda- ríkjanna í stríðinu í Indó Kína. í gær ræddi Dulles við helztu leiðtoga beggja þingflokka og sögðu tveír öldungadeildarmenn republikana, Ferguson frá Mic- higan og Smith frá New Jersey, frá því á eftir að Dulles hefði borið það ti! baka að ríkisstjórn- in hafi í hyggju að senda banda- rískan her til Indó Kína. Orðrcmur um að þetta væri í ráði komst á kreik eftir að Nix- on varaforseti sagði á lokuðum fundi með ritstjórum ýmissa helztu blaða Bandaríkjanna á föstudaginn langa að ef Frakk- ar gætu ekki lengur reist rönd við her sjálfstæðishreyfingarinn- ar í Indó Kína yrðu Banda- ríkjamenn að skerast í leikinn. Talið er að Eisenhower og Dulles hafi falið Nixon að bera þessa hugmynd fram til þess að kann'a undirtektirnar. Þær voru skjótar og slæmar. Þingmenn úr báðum flokkum mótmæltu og skeyti og bréf þar sem þanda- riskri herferð til Indó Kína er mótmælt, tóku að berast hvaðan- æva að úr Bandaríkjunum til Hvíta hússins. Þegar svo var komið kallaði Dulles leiðtoga þingflokkanna á sinn fund til að róa þá. Menzies, forsætisráðherra Ástralíu, gaf í gær út yfirlýs- ingu, þar sem segir að frúin hafi beiðzt landvistar í Ástr- alíu. Hinsvegar hefur General- off, sendiherra Sovétríkjanna í Ástralíu, sent ríkissÆjórmnni mótmæli gegn því að frúin hafi verið tekin með valdi úr flug- vél sem hún var á heimleið með. • Maður frú Petroff er að sögn Ástralíustjórnar undir vcrnd hennar á stað sem haldið er leyndum en Generaloff segir að honum hafi einnig veri'ð rænt. Þegar frú Petroff sté upp í Framh. á 5. síðu Skipið Fúkúrújú Marú var statt 145 kílómetra frá spreng- kigarstaðnum utan þcss svæðis sem Bandaríkjamenn liöfðu lýst hættusvæði, en geislavirk aska féll á það nokkrum klukkutím- um eftir sprenginguna. Síðan skipið kom að landi heíur áhöfnin, 23 menn, veri'ð í umsjá hinna færustu lækna. Um páskana skýrði prófessor sá í læknisfræði við Tokyohá- skóla, sem stjórnar iæknunum sem stunda sjómennina, frá því að geislunin virtist hafa valdií ólæknandi skemmdum á mergn- Ásgeir Ásgeirsson forseti og frú Dóra Þórhallsdóttir komu til Osló í gær með járnbraut frá Kaupmannahöfn. Þau verða í dag viðstödd útför Marthe, krón- prinsessu Noregs. Frá Noregi fara þau í opinbera heimsókn til Stokkhólms. Á leiðinni til Osló stönzuðu forsetahjónin nokkra stund í Gautaborg og tóku á móti með- limum Sænsk-íslenzka félagsins þar. imi í beinum þeirra. Skemmd- irnar birtast í því að mergur- inn megnar ekki að mynda ný bióðkorn svo að blóðkoraum í blóði sjúkiinganna fækkar jafnt og þétt. Prófessorinn kvaðst enga von gcra sér um að sjó- mönnunum yrði lífs auðio. Dœc?$íbrúnerf&índ!ir heimpiar si Á Dagsbránarfundinum í gærkvöld var einróma sam- þykkt svohljóðandi tillaga: „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 20. apríl 1954, sampykkir a.ð heimila stjórn og trúnaðarmannaráði að segja upp, fyrir 1. mai n.k., samningum félagsins viö Vinnuveit- endasamband íslands, Reykjavíkurbœ og aðra samningsaöiia, er samningar eru nú uppsegjan- legir viö. Samningunum verði sagt upp til að fá uppsagnartíma peirra breytt pannig, að peir verði uppsegjanlegir hvenœr sem er með eins mán- aðar fyrirvara“. Charles Wilson. Sovétríkia herbú- ast iil varnar segir Wilson, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna Charles Wilson, landvarnaráð- herra Bandaríkjanna, sagði þing- nefnd í gaer að hann væri sann- færður um það að engin hætta væri á að Sovétríkin hæfu á- rásarstyrjöld. Þetta mætti sjá af herbúnaði þeirra, liann væri mið- aður við landvarnir en ekki sókn út á við. Wilson sagði að cnginn efi væri á að menn í Sovétríkjun- um væru langtum hræddari við liernaðarmátt Bandaríkjanna en Bandaríkjamcnn við hernaðar- mátt Sovétríkjanna. Sagði Wil- son að sumum Bandarikjamönn- um væri gjarnt til að veifa si- fellt kjarnorkuvopnum og hóta kjarnorkuárásum á Moskva. Kvaðst hann vilja hvetja menn _til að hætta slíku tali.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.