Þjóðviljinn - 21.04.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.04.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 21. apríl 1954 VIBTAtI» VIB KRISTIX Framhald aí, 7. síðu. G-enf milli austurs og vesturs, og er þar Lækiíæii fyrir full- trúa frá Islandi að ryðja þessum málum braut. —* Er ekki einnig ástæða til að taka upp viðskipti í menn- ingarmálum? —: Jú í menningannálum er einnig eðlilegt að taka upp samband við hið nýja Þýzka- land. Þjóðverjar bafa um alda skeið staðið í menningarleg- um tengslum við ísland og lagt öðrum þjóðum fremur rækt við fornbókmenntir okk- ,ar og sögu, en um tíma reyndi fasisminn að misnota ,sér til framdráttar þessa iomu arfleifð. Nú er í Aust- L.r-Þýzkalandi að skapast nýtt þjóðfélag sem kveðið hefur r.iður anda hernað.arstefnumi- ar, og reisir menningu sína á nmnnúðargrundvelli só.aíal- ismans í þágu friðar og lífs. Ivögð er hér mesta rækt við ailan hinn mikla arf verka- lýðshreyfingarinnar. I Beriín hefur verið komið á fót safni til varðveizlu á þessum arfi, og eru 'þar þegar saman kom- in hundrað þúsund bindi. Þar er merkilegt að koma. Merk- ir fundir á handritum, bréf- um, blöðum og .bókum pftir Marx, Engels, Thálmann og aðra brautryðjendur eða úr eigu þeirra cru einatt að eiga sér stað. Bókaútgáfa stendur með miklum blóma í öllum greinum vísinda, tækni og bókmennta og hef ég ekki öðru sinni komið inn í glæsilegri bókabúð en Bókaverzlun Karls Marx í hinu nýja Stal- ínallé. Geysimikið er þýtt af bókum, m.a. skáldsögum og Ijóðum, víðs vegar að úr heimiíium. Bækur Halldórs Laxness eru að koma út hjá Aufbauverlag. íslandsklukkan er komin í þriðju prentun, og verið að prenta Ljósvíkinginn. Enginn vafi er á að skilyrði m í Austur-Þýzkalandi til að íá gefnar út bækur eftir fleiri íslenzka höfunda. Eg kom r.eim með dýrindis útgáfu á Ijóðum Pablo Neruda. — Var ekki nefnd frá Sovétríkjunum í Kaupmanna- höfn um sama leyti og þú? — Jú, pg það rar ánægju- iegt að finna hye andrúms- loftið þar hefur breyzt í garð Sovótríkjanna. I boði merm- iagartengsla Dana og Soyét- þjóðanna hafði fjölmenn nefnd listamaiina, visinda- manna og rithöfunda dyalizt um mánaðartíma í Danmörku og ferðazt þar urn iandið. Eira í hópnum var óperu- söngvarinn Lisitsían sem Reykvíkingum er vel kunnur. Konimglega leikhúsið bauð honum að syngja forleikinn að Bajadser, og fékk liann eiastakt lof i blöðunum. Með í nefndinni var celló-leikarinn Ho3tix>povitsj, og þykir mikill snillingur. Formaður nefndar- innar var forseti VOKS, prófessor Denisov, cg gafst mér kcstur á að ræða við hann um aukin sambcnd milli MÍR og VOKS. Enn- fremur voru í Danmörku rit- höfundarnir Ilja Erenburg og Simonov, einnig forstjóri Stanislavski-leikhússins í Moskvu, og frú Petrovna, ann- ar forstjóri Metró, neðanjarð- arbrautarinnar í Moskvu. í ráði er að Lisitsían komi aft- ur til Hafnar í haust í boði Konunglega leikhiissins til að syngja í óperunni Eugen Onegki, og gerður var samn- ingur við cellóleikarann Rostropovitsj að hann komi aftur til Hafnar 9. des. í vet- ur, og leiki m.a. lög eftir Prokojeff. Nefndin var í boði hjá meimtamálaráðherra og yfirborgarstjóra Khafnar. Ásamt fúlltrúum frá Norð- urlöndum og sovétnefndinni sat ég ráðstefnu Menningar- tengsla Daua og Ráðstjórnar- þjóðanna, Dansk-Russisk Sámvirke, sem haldin var að tilefni þrjátíu ára afmælis fé- lagsias, en formaður þess er Jprgen Jörgensen prófessor. Til dæmis um aukin við- skipti og menningartengsl dana og sovétþjóðanna má einnig geta þess að danskir þingmeiui og prófessorar voru um þessar mundir í Moskvu. í júní í sumar verður í Höfn í Forum stærðar vörusýning frá Sovétríkjunum. Engar ásakanir é8a aðdi'óttanir' að- eins kvcrtim komið á framfæri yðar, dags. 31. f. m., ásamt fund- Þjóðviljanum hefur borizt eft- irfarandi frá forstjóra Strætis- vagna Reykjavíkur: ..Vegna blaðaskrifa, sem orðið hafa um bréf það, er vér skrif- uðum strætisvagnastjórunum í marz sl„ og að gefnu tilefni í •fundarsamþykkt Strætisvagna- sijóradeildar Bifreiðastjórafé- lagsins Hreyfils varðandi þetta xnál, leyfum vér oss að fara þess á ieit við yður, að þér birtið svarbréf vort til stjórnar stræt- i.A'agnstjóradeildarinnar, sem hiál. fylgir í eftirriti. Ennfremur biðjum vér yður að tjiiua fundarsamþykkt bæjar- xáðs um þetta mál, en um af- yreiðslu þess voru allir bæjar- xáðsmenn á einu máli. Virðingarfyllst, Strætisvagnar Reykjavíkur, Eiríkur Ásgelrsson. ( Reykjavík, 12. apríl, 1954. Vér höfum veitt viðtöku bréfi í arsamþykkt þeirri, sem þar er frá skýrt. í tilefni þessa þykir rétt að taka fram eftirfarandi: í bréfi voru til vagnstjóranna var getið nokkurra atriða, sem viðskiptavinir strætisvagnanna hafa kvartað um í sambandi við starfrækslu þeirra. Kvartanir þessar voru allar þess eðlis, að sjálfsagt þótti að vekja athygli allra vagnstjóranna á þeim, svo að þeim mætti vera Ijóst, að ætlazt var til, að slíkt kæmi ekki fyrir í starfi þeirra. Jafnframt því voru gerðar ráðstafanir til að rannsaka réttmæti kvartan- anna, eins og glögglega er tekið fram í nefndu bréfi voru. Það ef því misskilningur, að í bréfi voru hafi fólgizt „ásakanir“ eða „aðdróttanir“ í garð „vagnstjór- anna í heild“, eins og segir í fundarsamþykktinni. Skal það Framhald á 11. síðu. keppnina en TBR annað Badmintomnót Islands fór fram í Isykiavik s.l. laugardag og máimdag Á laugardag fyrir páska hófst 6. íslandsmeistaramótið í badminton, og fór það fram í húsi KR. Til mótsins voru skráðir 29 keppendur frá 4 félögum: TBR 15, Snæfell 6, Selfoss; 4, 1R 4. Áður en mótið hófst gengu keppendur fylktu liði inn í salinn undif íslenzka fánanum. Heilsaði fánaberinn áhorfend- um, sem þó risu ekki úr sæt- um sínurn. Síða.n ávarpaði B. G. Wáge keppendur, kynnti þá' og lýsti mótið sett og hófst keppnin þegar. Úrslit keppninnar urðu þau að stúlkurnar úr Hóltninum unnu bæði einliðaleikinn og tví- liðaleikinn, en keppendur frá TBR unnu einliða- og tvíliða- leik karla og ennfremur tver.nd arkeppni. Var Vagn Ottósson þátttakandi í öllum þeim sigr- um. í einleiknum vann hann Geir Oddsson (námsmaður frá Stykkishólrni en leikur fyrir. TBR). í fyrsta leik þeirra var útlitið ekki orðið sem bezt fyr- ir Vagn. Geir hafði sem sé um tíma 13:5! Átti Geir þar mjög góðan leik. En Vagn var ó- vanur svona „meðhöndlun1‘ hér og herðir sig allt hvað af tek- ur, og nær 13:13 og hækkar síðan uppí 18 og leikurinn endar 18:13! Síðari leikinn vann Vagn fevo 15:2. í viður- eign sinni við Ágúst Bjartmai's komst hann líka í krappan dans, stóðu leikar 13:13 en hann hækkar þá í 18 og með 18:13 lauk leiknum. Tvísýnasta og e.t.v. skemmti- legasta viðureignin í einliða- leiknum var milli þeirra Hólrn- verjanna Þorgeirs Ibsen og Ól- afs Guðmundssonar. Fyrsta leikinn vinnur Þorgeir 18:15. Ólafur vinnur svo annan leik- inn 15:8, en aukaleikinn vann Þorgeir 17:16. Var öll þessi viðureign hin tvísýnasta og skemmtilegasta á að horfa. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar etja kappi sam- an. í tvíliðakeppni karla höfðu þeir Vagn og Einar Jónsson mikla j’firburði og léku það meistarastykki gegn ekki lak- ari mönnum en Geir Oddssyni og Páli Andréssyni að sigra i síðari leik 15:0! I tvenndarkeppninni komust þau Vagn og Unnur Biiem í hann krappan við þau Einar Jónsson og Júlíönu ísebarn. Byrjaði það svo að þau Einar og Júlíana unnu fyrsta leikinn 15:13 og mun það vera í ar.nað sinn sem Vagn hefur tapað ein- stökum leik (game) síðan hann fór að keppa hér. Það vekur nokkra athygli að svo góðir ehileikarar sem Hólmverjar eru skuli þeir ekki ná lengra í tvíliða- eða tvennd- arkeppni en þeir gera. Virðist sem þeir leggi ekki næga rækt við að æfa þær skiptingar og staðsetnkigar sem nauðsynleg- ar eru þegar tveir leika sam- an. Það var gaman að sjá nýtt félag með í þessari lands- keppni, en það var Selfossfé- lagið. Ekki mun þetta fólk liafa gert sér háar vonir um sigurvinninga heldur komið til að sjá og læra og á þann hátt sækja nýjan kraft og hvað það snertir töldu þátttakendurnir sig á.nægca með komuna. Sú venja mun hafa viðgeng- izt hér ,að dregið sé um það hverjir leiki saraaa fyrst. Er- lendis musi það algengara að monnum sé raðað nokkuð cftir getu. Með því lcemur keppnin jafnara nifur og með því verö- ur stígandi í henni sem lika getur sett sinn svip á mótin. Þessu er skotið fram til at- hugunar. Þess má geta að Vagn Ottósson vann til eignar bikar er Kf. Stykkishólms gaf á sínum tíma. Ágúst Bjart- mars hafði unnið hann tvisvar áður cn Vagn kom til sögunn- ar. Ennfremur vann Ebba Lár- usdóttir til eignar bikar er Sigurður Ágústsson alþingis- maður hafði gefið, en Halla Arnadóttir haíði unnið hann tvisvar áður. Að, lokiahi. keppni setif gekk yel og greiðlega .áfhenti Guðjón ’Einarsson vapaformaður I.S.Í. sigurvegurum verðlaun. Úrslit einstakra leikja: Einiiðaleikur kvenna: Ebba Lárusdóttir, S.uæf. — Ragna Hanssen, Smæf. 11:10 — 11:3. Ebba Lárusdóttir Júlíana Isebarn 11:6 — 12:9. Tvíliðaleikur kvenna: Erla Guðmundsdóttir og Est- . er Ragnarsdóttir Selfossi töp- uðu fyrir Ebbu Lárusdóttir og Rögnu Hansen 15:5 — 15:2.. Júlíana Isebarn og Lnnur Briem unnu Jónínu Niljóní- usdóttur og Halldóru Thorodd- sen 15:2 — 15:6. Ebba og Rágna ILansen unnu Júlíönu og Unni 15:13—15:5. Einliðaleikur karla: Geir Oddsson, T.B.R., vann Hjört Þórarinsson, Selfossi. Ragaar Thorsteinsson, T.B.R. vann Hauk Gunnarsson, T.B.R., 15:12 — 15:8. Karl Maack T.OB.R. vann Helga Mogensson Selfossi 15:0 — 15:1. Ágúst Bjartmars Snæf. vann Lárus Guðmundsson T.B.R. 15:7 — 15:7. Þcrgeir Ibsen Snæf. vatm ÖI- af Guomundsson Snæf. 18:15 — 8:15 — 17:16. Vagn Ottósson vann Þorgeir Ibsen 15:2 — 15:6. Geir Oddsson vann Ragnar Thorsteinsson. Vaga vann Geir Oddsson 18: 13 — 15:2. Haukur Gunnarsson og Karl Maack unnu Jón Björnsson og Jóel Sigurðsson ÍR 15:4 — 15: 10. Einar Jónsson og Vagn Ottó- son T.B.R. unnu Ólaf Guð- mundsson og Ágúst Bjartmars Snæf. 15:2 — 15:2. Sigui'ður Steinsson og Finfl- björn Þorvaldsson ÍR unnu Helga Mogens og Hjört Þór- arinsson Selfossi 15:0 — 15:3. Þorgeir Ibsen og Bjarni Lár- enzíusson Snæf. unnu Sigurð Steinsson og Finnbjörn 11:15 — 15:11 — 15:10. Vagn Ottósson og Einar Jónsson unnu Hauk Gunnars- son og Karl Maaek 15:1 — 15:16. Geir Oddsson og Pá’l Andrés- son T.B.R. unnu Þorgeir Ibsen og IBjarna 15:6 — '15:8. Vagn cg Einar unnu Geir Oddsson og Pál Andrésscu 15: 7 — 15:0. Tvenndarkeppni: Unnur Briem og Vagn Ottós- son T.B.R. unnu Jóníuu Niljón- íusdóttur og Lárus Guðmunds- son T.B.R. 15:6 — 15:5. Ragna Hansen og Þorgeir Ibsen Snæf. unnu Halldóru T.horoddsen og Pál Andrésson T.B.R. 15:1 — 15:9. Júlíana Isebarn og Einar Jónsson T.B.R. unnu Erlu Guð- mundsdóttur og Helga Mogens- son Selfossi 15:2 — 15:1. Ebba Lárusdóttir og Ágúst Bjartmars Snæf. unnu Ester Ragnarsdóttur 'og Hjört Þór- arinsson Selfossi 15:2 — 15:0. Unnur og Vagn unnu Rögnu og Þorgeir 15:7 — 15:6. Júlíana og Einar unnu Ebbu og Ágúst 15:9 — 15:5. Unnur og Vagn unnu svo Júlíönu og Einar 13:15 — 15:7 — 15:10. 874 kr. fyrir 11 rétta Bezti árangur í 15. leikviku getrauna (leikir laugardag íyrir páska) reyndist 11 réttir ieikir, sem komu fyrir í einfaldri röð á föstum seðli. Vinningur fyrir hana verður 874 kr. en annar hæsti 250 kr. fyrir seðil með 10 réttum í 2 röðum. Vinningar skiptust þannig: 1. vinningur 874 kr. fyrir 11 rétta (1). 2. vinningur 135 kr. fyrir 10 rétta (13). ' Vegna lokunar umboðsstaða á fimmtudag (sumardaginn fyrsta)’ verður skilafrestur framlengdur til föstudagskvölds. Hneykslissnatkísias Framhald af 5, síðu. júní í fyrra, þegar kaþólskir tjölduðu öliu sem þeir áttu til í þvi skyni áð tryggja sér og bandamönnum sínum 2/3 hluta þingmanna. Það var þvi engin tilviljun, að „eiturlyfjakóngur- inn“ Montagna var valinn til að sitja í forsæti 4 þessum á- róðursfundi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.