Þjóðviljinn - 27.04.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.04.1954, Blaðsíða 1
• T Inni í blaðinu Hraff. urn tafl á 7. síðu Útvarpið á 6. síðu Yetnissprengingar hafa eitrað mest aílt Kyrraliaf á 5. síðu. Ný þvottaefni reynast vaWa húðsjúkdómum á 5. síðu. Þriðj'ttdagnr 27. april 1954 — 19. árgangur — 93. tölublað Vesturveldin della um Estdó mgsö um o g n Það vitnaðist um helgina að Vesturveldin deila nú inn- byrðis um hvað til bragðs skuli taka í stríoinu í Indó Kína. Stjórnir Frakklands og Bandaríkjanna vilja að eng- ilsaxnesku stórveldin komi til liðs viö hinn aöþrengda nýlenduher Frakka þar en brezka stjórnin streitist á móti. Þess varð vart á laugardags- kvöldið, að eitthvað óvenjulegt var á seyði. Eden, utanríkisráð- herra -Bretlands, sem var á leið á ráðstefnuna í Genf, sneri við heim til London aftur þegar hann hafði ræít við starfsbræð- ur sina Bidault og- Dulles í Farís. Hélt Eden beint til Chequ- ers, sveitaseturs Churchills for- sætisráðherra, og ræddi við hann. Á sunnudagsmorguninn kom ráðuneytið saman á fund í Lond- on undir forsæti Churchills. Auk þeirra sem eiga sæti í ráðuneyt- inu sátu fundinn ráðherrar land- hers, flughers og flota og yfir- foringjar herforingjaráðanna. Liðin eru sjö ár síðan brezka * ríkisstjómin hefur haldið fund á sumiudegi. Að fundinum lokn- um hélt Eden aftur til megin- landsins Dulles. á fund Bidaults og Frakkar að þrotuni komnir Ekkert hefur verið tilkynnt opinberlega um tilefni brezka ráðuneytisfundarins en frétta- ritarar segja að frönsku- ráðherr- arnir Bidault og Laniel hafi skýrt Eden og Dulles frá því að Frakkar séu að þrotum komnir í Indó Kína. Berist þeim ekki hjálp verði þeir nauðugir viljug- ir að ganga til samninga við sjálfstæðishreyfingu landsmanna. Framhald á 8. síðu. Síleilt þzengt a® setuliðmu í Biðnbieuphu Fréttaritarar í París höfðu það í gær eftir mönnum úr herstjórn Frakka að öll von megi heita úti um að franska setuliðið í Dienbienphu í Indó Kína fái haldið velli. Setuliðið í Dienbienphu hefst nú við á svæði sem er ekki nema tæpir tveir kílómetrar í þver- mál. Stöðugt saxast á þetta svæði vegna árása umsáturs- hersins. Ráðstefna um endanlega friðargerð í Kóreu og ráðstaf- anir til aö binda endi á vopnaviðskipti í Indó Kína hófst í gær í svissnesku borg-inni Genf. Fram uni hádegi í gær var talið að svo gæti farið að ekk- ert yrði af ráðstefnunni vegna deilu um fundarstjórn. Molo- toff, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, kvað Sjú Enlæ^ uían- ríkisráðherra, Kína, eiga að vera í forsæti á fundum til jafns við Á miðvikudaginn koma utan- ríkisráðherrar fimm Asíuríkja, Indlands, Indónesíu, Pakistans, Burma og Ceylon, saman á fund í Colombo á Ceylon. Tal- ið er að Nehru, forsætis- og utanríkisráðherra landsins, muni gera það að tillögu sinni að ráðstefnan ræði þau alþjóða mál sem sérstaklega snerta Asíu. Eru nefnd Kóreumálið, stríðið í Indó Kína, vetnis- sprengjutilraunir Bandaríkja- manna á Kyrrahafi og fyrir- ætlanir Vesturveldanna að mynda hernaðarbandalag með nokkrum Asiuríkjum. Nehru hefur fordæint hugmyndinaum þessa bandalagsstofnun. utanríkisráðherra hinna stór- veldanna. Dulles utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kvaðst myndi fara heim við svo búið heldur en samþykkja að Sjú yrði í forsæti. / Mrtlið leystist á fundi Molo- toffs og Edens, utamikisráð- herra Bretlands. Urðu þeir sam mála um að þeir tveir og Wan Waithayakca prins, utanrikis- ráðherra Thailands, skuli skipt- ast á að stjórna fundum meðan rætt er um Kóreu. Fundurinn í gær stóð aðeins hálftíma og fór í það að ganga frá formsatriðum. í gærkvöld Framhald á 8- síðu Frá því var sk-ýrt í G-c.nf í gær að Sovétríkin hafi gerzt að- ili að Alþjóða vinnumálaskrif- stofunoi^ einni af sérstofnunum SÞ. Skrifstofan hefur aðsetur í Genf. Fyrir viku gengu Sovét- ríkin í aðra sérstofnun SÞ, Menningar-, vísinda- og fræðslu málastofnunina. í gær rigndi fallbyssukúlúm úr byssum sjálfstæðishersins iát- laust yfir Frakka. Veður var ó- venju gott og notaði franska her- stjórnin tækifærið og sendi fleiri flugvélar til áfása á stöðvar og aðdráttarleiðir sjáifstæðis- hersins en nokkru sinni fyrr. Á- rásunum var einkum beint að loftvarnabyssum umhverfis Dien- bienphu en skothríð úr þeim gerir Frökkum sífellt erfiðara að koma birgðum og liðs^uka til setuliðsins í fallhlífum þá sjald- an flugveður er. Franskt Jið stefnir til Dien- bienphu úr vestri gegnum frum- skóginn frá Laos og var það í Framhald á 12 síðu. Stærsti viðburður leikársins á næstu grösum: r ö Fm Gerd Grieg es on Þaö er oröið alllangt síðan Þjóðviljinn skýrði frá ‘pví að leikrit Henriks Ibsen: Villiöndin yrði sýnt í Þjóðleik- húsinu í vor. Nú er stundin nær komin, þar sem frum,- sýningin verður á fimmtudagskvöldið. Leikstjóri er Gerd Grieg, en Halldór Kiljan Laxness hefur þýtt leikritið. Henrik Ibsen Frú Gerd Grie" kom hing- að um miðjan marzmánuð, og hafa æfingar staðið yfir síðan, en Villiöndin er langt leikrit og viðamikið. Er það éitt fræg- asta verk Ib- sens; og hafa ekki mörg verk hans staðizt betur á- gang tímans en einmitt Villiöndin. Standa öll efni til að hér sé merkasti viðburður leikársins í uppsiglingu. Gestur Pálsson leikur Hjalmar Ekdal, en Regína Þórðardóttir konu hans: Gínu. Katrín Thors leikur Heiðveigu, Valur Gíslason Werle stórkaupmann, Jón AQiIs Gregers Werle, Lárus Pálsson leikur : gamla Ekdal, Indriði Waage Relling lækni, Arndís Björnsdóttir frú Sörby ráðskonu kaupmannsins. Ennfremur leika smærri hlutverk: Úóbert Arn- finnsson, Klemenz Jónsson, Bald- vin Halldórsson, Valdimar Helga- son og Lárus Ingólfsson. Leiktjöld hefur Lárus Ingólfs- son gert, einnig teiknað nokkuð af búningum; en aðrir eru fengn- ir að láni frá Osló. — Villiöndin er skrifuð árið 1884, og eru búningar og allt um- hverfi miðað við þann tírna. Þýðandinn hefur einnig valið persónunum málfar þess tíma. Frú Gerd Grieg gat þess i við- tali við blaðamenn í gær. að öll samvinna hennar við leik- endur og forráðamenn Þjóðleik* Gerd Grieg hússins hefði verið hin ánægju- legasta i alla staði. Hún kaiiar ísland annað föðurland sitt; þessir „landar“ hennar fagna því að hafa hana enn einu sinni meðal sín, og hlakka til að njóta listar hennar og kunnáttu í sýn- ingu þessa höfuðverks. isjam Frumskilyrði aö V esturveídiu hæiti aö reyna aö íuúdu Mítm uísmgarös Georgi Malénkoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hélt í gær ræðu á fundi Þjóðaráðsins, efri deildar þjóöþings Sovétríkjanna. I ræðu þessari endurtók Malénkoff fyrri yfirlýsingu sína um að sósíalistísk ríki og auðvaldslönd geti lifað saman í friði í heiminum og keppt sín á milli í því að tryggja þijóð- unum sem bezt iífsskilyrði. Sovétríkin leggja mikla áherzlu á aukin utanrikisviðskipti, sagði Malénkoff, sem benti á að verzlun þeirra við önnur lönd hefði meira en tvöfaldazt síðan Bandarikjastjórn tók fyr ir alvöru að reyna að knýja fyigiríki sín til að verzla ekki við Sovétríkin. Brýnasta viðfangsefnið á al- þjóðavettvangi sem stendnr er að nota tækifærið sem nú gefst til að draga úr viðsjám í heim- inum, sagði Malénkoff. Það mun hó ckki takast nema sam- búð stórveldanna komist í eðlilegt horf en til þess að svo verði þurfa stjóruir Vest- urveldanna að liætta að reyna að halda Kína utangarðs. Sú framkoma er ögrun \ið alL« Asíuþjóðir, sagði Malénboff. Hann kvað það hafa verið og vera stefnu Sovétríkjanna a5 banna beri kjarnorkuvopn og önnur múgdrápstæki og hafa strangt eftirlit með að því banni sé hlýtt. Sú stefna hafi ekki enn náð fram að ganga vegna andstöðu árásar- Framhald á 9. síðu Bao Hal ergir Frakka Bao Dai, sem Frakkar gerðu að keisara í Viet Nam í Indó Frambald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.