Þjóðviljinn - 27.04.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.04.1954, Blaðsíða 6
_ ' • ! 1 ' 1' • • :' y .* . íi.r; 8) — ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 27. apni 1954 |MÐÐ¥BU1NN Úts’efandi: Sameiníngarflokkur alþýðu — Sósíalijrafiokkurran. Ritstjórar: Magaús Kjartansson táb.), Sigurður Guómundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Asmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Gui5- mundur Vigfússon, llagnús Torfi Ólafsson. Auglýsinpastjóri: Jónsteinn Karaidsson. Ritstjórn, aígreiúsia. auglýsingar, prentsmlðja: Skólavorðustíg 19. — Síml 7500 (3 línur). Askriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavlk og nágrenni; kr. 17 acnars staðar á iandinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið, Prentsuiiðja Þjöðviljans h.f. ----------------------------------------------- Ný viðfsorf? Alþýðublaðið birti á sunnudaginn tvær greinar er virö- ast benda til þess, að sá hluti flokksins sem fylgir nú- verandi flokksstjórn, hafi gert það upp við sig, aö ekki sé' lengur stætt á samvinnu Alþýöuflokksins við aöal- andstæöinga verkalýðshreyfingarinnar innan verkalýðs- lélaga landsins og Alþýöusambands íslands. Önnur greinin, „Hugleiðingar við sumarmál“. er rit- uð af dr. Gunnlaugi Þórðarsyni. Leggur hann áherzlu á hvílikt tjón og álitshnekkir Alþýðuflokknum hefur verið að hinni víðtæku samvinnu við íhaldið, og átelur að henni skuli ekki hafa verið hætt eftir aö nýja flokks- stjórnin tók við. Loks ræðir dr. Gunnlaugur um Alþýöu- sambandsþingið í haust og segir m.a.: „Næsta haust verður kosið til Alþýðusambaridsþings, mnan verkalýðsfélaganna. Þá má það ekki koma fyrir að Alþýðuflokkurinn. eigi neitt samstarf viö ihaldiö. Látum það heldur ráðast, hvort þeir íhaldsfulltrúar, sem sæti kunna aö eiga á þinginu, vilji enn á ný sýna sína sönnu lýðræ'óisást með' því að fá kommúnistum aftur völdin í: verkálýössamtökunum. Framtíð Alþýðuflokksins byggist á því, að' hann gangi einn og óstuddur fram og berjist 'fyrir stefnu lýðræðisjafnaðarmanna. Hnn má hvorki eiea'samst.arf viö íhald né blinda línukommúnista. Samvinna vinstrimanna í landinu byggist á því, að Al- þýðuflokkurinn eflist til forustu og þann hátt einan rnunu ísleilzkir sósíalclemókratar ná lokasigri.“ Auðsætt er, aó þessi grein dr. Gunnlaugs er ekki birt af tilviljun eða í ógáti, því leiöari blaösins fjallar um sama efni í nrjög svipuðum tón. Þar er að vísu enn hespaðar af trúarsetningar Stefáns Jóh. og kumpana um vonzku „kommúnista“ og þjóösagan um að íhaldið hafi einhverntíma komið ,.kommúnistum“ til valda í verkalýðshreyfingunni, en þeirri þjóðsögu beitir Alþýöu- ílokkurinn jafnan fyrir sig, ef hann reynir að afsaka hina ömurlegu samvinnu sína við versta afturhald landsins, og hefur meira að segja tekizt að kenna nýjustu flokks- foringjunum hana ef dæma má eftir grein dr. Gunnlaugs Þó kveður hér mjög viö nýjan tón. Það er ekki lítil viður- Itenning, þegar málgagn flokks, .sem samið hefur viö versta afturhald landsins um samstööu og samstjórn í hverju verkalýðsfélaginu af öðru og hleypt flugumþnn- um íhaldsins í verkalýðshreyfingunni í sjálfa stjórn Al- þýðusambandsins, opnaó fulltrúum stéttarandstæóings- ins aðgang að sjálfu herforingjaráði alþýðusamtakanna, birtir ummæli sem þessi í ritstjórnargrein: „Reynsla undanfarinna ára .... leiðir einnig í ljös, að íhaldiö vill verða þátttakandi í verkalýðshreyfingunni til að veikja hana innan frá, en Ijær aldrei máls á að efla hana til baráttu eða veita henni fulltingi á örlagastund. Þess er heldur ekki að vænta, þar eð íhaldið væri meö því að svíkja umbjóðendur sína og húsbændur.“ ...... „Þannig er sama hvernig á þetta mál er litiö og hvaða atriði þess eru rædd. Samvinna við íhaldið er ósamrým- anleg stefnu Alþýðuflokksins og hagsmunum veikalýðs- ins. Alþýðan og íhaldið geta ekki átt samleið. Alþýðan og íhaldið eru og verða stríðandi aóilar í íslenzku þjóólífi“ Það er sannarlega ánægjuefni hverjurn aiþýðumanni aö lesa þessi eiriföídu sannindi í Alþýðublaðinu, og margur heiðarlegur Albýöuflokksmaður hefur lengi beðið eftir þessum tón, þessari játningu um hve Alþýðuflokkurinn hafi látið leiðast frá stefnu sinni og tilgangi, og því fvrir- heiti sem í játningunum gæti falizt um nýtt líf. Einmitt undanfama mánuöi hefur styrkzt með alþýöu þessa lands sú sannfæring, að eina leið íslenzkrar alþýðu til að mæta viðfangsefnum verkalýðshreyfingarinnar og þjóöarinnar væri sú, að öll alþýöa landsins myndi órofa fylkingu, leggi áherzJu á allt það sem sameinar og láti afturhaldi landsins ekki takast oð sundra röðunum. Láti Alþýðu- flokkurinn ekki sitja viö orðin tóm, cn gangi heill til þeirr ar baráttu gegn afturhaldi landsins, sem er hlutverk verkalýðshreyfingarinnar allrar, er mikiila tíðinda að :vænta í íslenzkum verkalýðsmálum og stjórnmálum. Maður skyldi ætla að Icit- azt hefði verið við að hafa bjart yfir dagskrá vikunnar, sem innihélt bæði páskahátíð og sumarmál. En út af því bar í veigamiklum atriðum. Dag- skrá Akurnesinganna um Hall- grim Pétursson hefði verið mikiu betri á föstudaginn ianga en á páskadag, alveg eins og Allt eins og blómstrið eina er viðkunnanlegri við jarðaríör en við fermingu, og betur fer á því að lesa Passíusálmana um sjöviknaföstu en upp úr páskum. — Þá var leikrit laug- ardagsins ekki til að setja blæ sumarfagnaðarins á vikulokin. Guðsorð páskanna vár heldur lélegt guðsorð. Bezt var ræoa dómprófastsins, þar var að finna málefnaleg hjartanleg- heit í tilefni af því, að fram- liðinn birtist. í fréttum þess dags voru flutt þau tíðindi, að tveir biskupar í Brellandi og sjálfur páfinn í Róm hefðu hagnýtt sér páskahátíðina til að ræða við fólkið um andstöðu hátíðar hins eilífa lífs, fjörráð- in við líf himins og jarðar, allt líf í jörðu, á jörðu, í djúpum sjávarins og víðáttu heimsins. Þeim hefur fundizt það, þess- um virðulegu yfirmönnum hins kristilega lifs, að ekki verði hjá því komizt að minnast á mál málanna á þessum tímum, ræða um það í skini páskasólarinnar, að öllu lífi jarðar er ógnað á þvílíkan hátt, að ekkert í sögu jarðar er sambæri'.egt þar við. En islénzku prestarnir fundu ekki köllun hjá sér til þeirra hluta. Þeir gengu í lið með blöðum þeirrar glæpasíefnu, sem lagt hefur undir sig stjórn þessa lands og létu sem ekkert Ijótt væri að gerast. Það voru litiir menn, sem töluðu í út- varp af prédikunarstólum ís- lenzkra kirkna um páskahelg- ina, og sárast af öllu var að skynja nýkjörinn biskup í þeim hópi. Til hans vildi ég vinsamlega mega beina þeirri aðvörun að reynist hann ekki maður til að ganga á undan prestastétt iandsins með góðu eftirdæmi til baráttu við hel- stefnuandann, sem verið er að læsa um þjóðlífið, þá hrap- ar kirkjan til enn meiri litils- virðingar í hugum fóiks en hún hefur nokkru sinni komizt fyrr. Kirkjan má ekki bregðast með öllu á þeim tímum, þegar eng- inn má bregðast, ef hún vill eiga sér einhvern tilverurétí í lífi fólksins. En sitt af hverju var þó að finna af birtu í útvarpi vikunn- nr. Fyrst skal nefna barnatím- ana. Akureyrarbörnin voru verulega ánægjuleg, sérstak- loga ef maður íætur kosninga- fund dýranna gleymast, hann var fullbillegur, enda áttu blessuð börnin þar ekki hlut að máli. Leggið áhcrzlu á það, þið sem annizt barnatímann, að leita til barnanna sjálfra um útvarpsefni. Dagskráratriði Baldurs Pálmasonar í barna- tíma sumardagsins fyrsta „Vor- ið er komið og grundirnar gróa“ var furðulcga þunglamalegt. Dagskrá stúdentanna á síð- asta vetrardag var verulega góð og vottur um njúan anda, sem setzt hefur að vöklum í Stúdentaráði. Gamanvísurnar voru að vísu helzt til þunnar og sumt að kvæðunum kann- aðist maður fullvel við frá því í gamla daga, en það er líka gatnan þegar vel liggur á öll- um. Erindið um síðasta Odda- verjann var myndariegt hjá ungum manni, smásaga Sigur- jóns Einarssonar var vel gerð og vitnisburður úm mikinn manndóm, háskólaþátturinn var ánægjulega lærdómsríkur. Bókmenntakynning háskóla- stúdenta, þar sem Hannes Haf- stein var kynntur, hefði mátt takast betur. Það var stórgall- að, að íá Vilhjálm Þ. Gíslason til að halda aðalerindið til kynningar skáldinu, þar sem kynningin er hugsuð sem út- varpsefni. Það eru ekki fullir þrír mánuðir síðan sá hinn sami Vilhjálmur flutti erindi um þennan sama Iíannes Haf- stein. Og þar sem fræð.sla Vil- hjúlms um Hanties er allgölluð sölcum persónulegra viðhorfa frá æskuárunum, þá er óþarfi að hann ræði um það efni oft- ar en einu sinni á ársfjórð- itngi. — Þá brast á, að réttir menn væru á réttum stöðum í sambandi við upplesturinn. Samfellda dagskráin á sumar- daginn fyrsta um Þingvelli í sögu og ljóði var allt of þung- lamaleg. Nú hefur Jakob Benediktsson lokið erindaflokki sínnm um Arngrím lærða og hafi hann þökk fyrir. Erindi Guðmundar Búnaðarþing hefur setið á rökstólum undanfamar vikur og útvarpið birtir í fréttum siuum hið merkasta. sem fram fer á þessari samhmdu Sumt eru þetta athyglisverð raál, sem \!iniðst vera fram borin og rædd í fyllstu alvöru. Önnur eru. þannig vaxin, að ven j ulegu r útva rjíshlusta ndi, jafnvel þótt bóndi sé fær ekki skilið mikilvægi þeirra, eða nauðsyn.- Og enn öntmr éru þannig vaJin, að þau verlta á ve.njulega meun eins og brandavi hjá Haraldi Sig- urðssyni, eða gamanvísa, suagin af Alfreð Andréssvni. I þeim máhrflokki er álykt- un eóa tillagá, scm Búnaðar- þing gamþykkti um að láta fara fram athugun á því hvernig sveitir þær og byggð- arlög. sem lengst hafa slaðið í eyði á síðaii árum, mætti nema á ný. Útaf fyrir sig er ekkert við það að athuga þótt slik at- hugun fari fram, enda þótt líta megi svo á að margt væri meira aðkallandi fyrir blenzk- an landbúnað. En þeö er 1 rökstúðy.ingn iun fyrir nefndri tillögu, sem grínið birtist í állri sinni nekf. Það kcmur si'.m sé upp úr kafinu, að í Sléttu.hreppi í Norður-ísafiarðarsýslu. sem lagzt hefur ,í auðn hin síðestu ár hafa opinberazt alveg ný.i- ir lífsbjargarmöguleikár, að dómi Búnaðerþings. Þar er nú vcrið að byggja herstöö. Og í skiéli hins er- lenda fiéivaids á hið fyrivhug- Kjartanssonar um hraunin í kringum Hafnarfjörð var prýðí- legt, eins og öil önnur erindi Guðmundar um sérfræðiefni sín. Honum bregst aldrei að ná dramatískri reisn og lýsingar sínar á viðskiþtum eldsumbrot- anna og landlags jarðár í gegn- um aldirnar. Þórarinn Þórarinsson kom nú í k.iölfar blaðamanns frá Morgunblaðinu með erindi frá útlöndum, og fjallaðí það eink- u.m um Indó Kina í sambandi við væntanlega Genfarráð- stefnu. Réttilega gat hannjjcss að styrjöldin þar er orðin nokk- urs annars eðlis en þegar hún brauzt fyrst út upp úr styrjald- arlokum. En hitt nær ekRi nokkurri át.t að fullyrða, aff ekki sé viðhorfið hið sama hiá ibúum Indó Kína, fyrir þeim er þetta sama frelsisbaráttan og í upphafi. En andstæðingur þeirra er annar en úður, ný- lendudrottnarinn heíur þokað um set, en Bandarikin sem full- trúi hinnar alþjóðlegu auð- drottnunar komið meir og meir í hans sæti. — í, baráttu sinni við Frakka sem nýlendukúgar- ann hefðu Indó Kínverjar unnið úrslitasigur. En það er tilkoma Bandaríkjanna, sem veldur framhald.andl btóðbaði á þessum slóðum. Þórarinn dró ekki dul á þátttöku Bandaríkj- anna i styrjöldinni, en bætti því við," samkvæmt rítúalinu, að Rússr.r berðust á .móti við hlið Indó Kínverja. Þetta hafði enginn .fyrri heyrt og sýnir mjög ljóslega, hve siðleysi þessa manns í fréttaflutningi er takmarkalaust. affa 'nýja landnám í Sléttu- hreppi að blómgast. og dafna. Þótt ég hafi mikla löngim til að trúa því, að þessari hug- mjmd hafi verið varpað f/aih í gamni, verð ég að draga í efa að á Búnaðarþingi fyrirfiömát svo léttlyndir mcnn, að þeir loyfi scr slíkan mimað. En hitt munu allir aðrir cn hetjurnar á Búnaðarþu.m skilja, að þótt illt »é að b:'n við erlent hernám í þéttbýli. yrði liitt þó sýnu háskasam- legra að þola það í Sléttii- hreppi noi'ður. Samþykkjendur þessiuar tillögu geta a.ðc-ins raeð ehnt móti forðað sér undan al- mcunum aðhlátri. Ef þeir taka sig upp frú búum sínum í góðsveit lands- ins og nc-ma. land norður i Sléttuhreppi, og notfæra sér þá lífsbjargarmöguleika sem þar ,hafa skapazt \úð tilkomu erlcnds innrásarhers, megum. við þegja og skammast okkc.r. Við bíðum með óþreyju eft- ir því, að frétta ura landhám Búnaðarþingsins í Sléttu- hroppi. Skúlt Guftjóns-.'u\. U66UB ÍEIÐIN G. Bcn. Laiidnáin í Sléttulireppi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.