Þjóðviljinn - 27.04.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.04.1954, Blaðsíða 4
4)> — ÞJðfeVIt^ríNN'— í>riðjudagúr 27'i apríl#954ii4r- k--.—*•;—*•.*——... • ■ -- Sýning Benedikts' Ég hef svona fyrir sjálfan mig smá-mælistokk á myndir; ef mig langár til að mála þegar ég stend fyrir framan þær, þá skal það ekki bregð- ast, að þær séu einhvers virði, ég tala nú ekki um, ef mað- ur getur ekki hugsað sér að mála öðruvísi. Þó mig langi kannski ekki beint til þess að mála eins og Benedikt, þá verkuðu myndir hans þannig á mig, þegar ég kom inn á sýninguna hans á dögunum, að mig kitlaði í- fingurna; mig langaði til þess að fara að mála. Það var bjart og hressilegt andlit á myndum hans og það áem meira er, sál á bak við, eða skulum við se^ja það fræga innihald eða saga, og sú saga sem blífur: trú á líf og birtu. Má ég taka það enn einu sinni fram til að forða leiðum misskilningi: þótt sumir mál- arar í dag leggi áherzlu á að losa málverkið við sitthvað sem á sínum tíma eru ágæt fræði, svo sem fjali, pott eða andlit, og sumir þeirra vilii benda mönnum (kannskl stundum meira af kappi en forsjá) á nýja möguleika, t.d. þetta með lireina litinn og sjálfstæða formið, þá er það ekki gert til þess að við fáum tækifæri til að gamna okkur við egóistískar tíglaþrautir eða púslespil, heldur vegna þess að við erum að berjast við að segja eitthvað. Við pr- um að leita því framrásar. Við erum ekki að leita að forminu formsins vegna. Fyrst er hið innra og svo hið ytra. Og það er þægt að ,,segja“' með öðru en orðum. Hin innri sögn er ekki í einka- umboði hins ritaða máls. Fjöllin geta talað, steinarnir og blómin,’ ég meina ekki í kvæðum, heldur beint við mig og þdg. Hvaða orð nota þau, og skiljum við þó hvort ann- •að, og sögn þeirra er ékki síður spennandi en sú í sein- asta hefti af „Satt“! Eða er þetta kannski rangt ? Ég er á móti því að myndir þessar séu teknar sem skraut eða skreyting eingöngu, þó þær geti að vísu þjónað því hlutverki betur en flestar aðr- ar myndir og þess vegna hef- ur verið minnzt á gömul teppi í því sambandi, en þær eru eins og öll önnur málverk sem unnin hafa verið í alvöru tilraun til túlkunar, innri tjáningar. Ég er allra sízt að skipa ykkur að skilja eða skikka siíkar myndir sem meistaraverk, en ég bið ykk- ur að athuga þetta. Gerið Benedikt Gunnarsson það fyrir okkur, upp á grín ef ekki vill betur, að skyggn- ast eftir þessu nýja og um leið aldagamla inntaki allr- ar listar. Ef þið eruð fyrir- fram sannfærð um að það sé þar ekki, þá er ekki von til að þið rekið nokkurn tíma í það augun. Fyrirgefið að ég skuli víkja frá efninu. en betta spannst allt út frá Benedikt og mynd- urn hans. Raunverulega skipt- ir þetta þó mestu máli fyrir hann. Hvort ein mynd er betri eða verri í mínurn augum, hvort þar sé að finna einhver erlend áhrif, slíkt er hlægi- legt, miða* við það r.5 fólk, ekki fólkið það er leiðinlegt orð, alþýða manna vildi velta þessu fyrir sér sjálf og streyma inn á sýningarnar. Til þess er leikurinn gerður. Hörður Ágútsson. Nýlega kom til Reykjavíkur stærsta sending af idráttarvélum, sem borizt hefur til landsins. Flutti m.s. „ARNARFELL“ 100 Ferguson vélar frá Englandi, en þessi farmur er byrjunin á stórfelldum innflutningi dráttar- véla á þessu vori. Hjalti Pálsson, framkvæmda- stjóri véladeildar SÍS og Drátt- arvéla h. f., skýrði svo frá, að áhugí bænda á því að eignast dráttarvélar og önnur landbún- aðartæki virtist vera óþrjótandi. Hann sagði, að til viðbótar við þessar 100 Ferguson vélar væru væntanlegar næstu vikur 166 sams konar vélar, svo að sam- tais verði fluttar inn á vorinu 266 slíkár dráttarvélar. Þá er einnig von á 100 Farmall Cub dráttarvélum frá Bandaríkjun- um, og munu samvinnufélögin ein þannig flytja til landsins 366 dráttarvélar næstu mánuði. Er það meira en nokkru sinni fyrr og rúmlega 15% aukning á dráttarvélaeign landsmanna. Hjalti skýrði svo frá, að með þessum innfiutningi sé ísland örugglega orðið mesta dráttar- vélaland Evrópu. Samkvæmt skýrslum sameinuðu þjóðanna hafa Bretar haldið þessum heiðri með því að eiga eina dráttarvél á þriðja livert býli. Hér á landi eru taldar hafa verið síðast- liðið ár nokkurn veginn jafn margar vélar, hlutfallsíega, eða sem næst ein á þriðja hveft býli. Með 36p nýjum vélum má því teija öruggt, að meðaltalið hér sé komið niðuf fyrir Breta. Svíar munu vera í þriðja sæti með dráttarvél fyrir hver 5 býli, en lægstir í Evrópu eru Irar með vél fyrir hver 29 býli. Bllnnmgaiorð Um þessar mundir eru til sýn- is í Listvinasalnum við Freyju- götu nokkrar pastelmyndir eftir ungan listamann, Jóhannes Geir Jónsson. Nú orðið mun það ekki teljast til stórra viðburða þó að ungur málari hengi myndir upp á vegg almenningi til sýnis; slíkt er of hversdagslegt til þess að vekja mikla athygli. Menn eru líka orðnir ýmsu vanir á þessum sviðum, svo að maður er jafnvel hættur að heyra gömul og góð orð eins og klessuverk. Myndir Jóhannesar teljast ekki til þess, sem nefnt er í dag- •legu tali abstrakt list. Maður þarf ekki að glápa í undrun á myndir hans og segja: hvað á þetta nú eiginlega að tákna? Er það hvorki sagt honum til lofs eða lasts. Viðfangsefni hans eru hin sörnu, sem maður. talar um, þegar maður hittir náungann á förnum vegi: veðrið, húsin og bátarnir. Sá, er þessar línur ritar, er hvorki listdómari eða spámaður og ætlar sér því ekki þá dul, að kveða upp úrskurð af nokkru tagi um sýningu þessa, en lang- ar aðeins til þess að láta í ljós ánægju sína eftir að hafa séð hana. NIX. Bærimi greiðir garðaleiguna Á furidi framfærslunefndár Reykjavíkur 24. marz s.l. vav samþykkt að heimila framfærslu- fulltrúunum að greiða leigu fyrir garðlönd, er öryrkjar, einstæðar mæður og heimilisfeður, er njóta framfærslustyrks, kunna að hafa eða fá til afnota. Jafnframt sam- þykkti nefndin að fela ræktunar- ráðunaut bæjarins að greiða fyr- ir því eftir megni, að þetta fólk fái garðlönd á hentugum stöðum. „Er hel í fangi minn hollvin ber þá sakna ég einhvers af sjálfum mér“. Já vissulega fann ég vel sannleik þessara orða skálds- ins, er ég nú um páskana heyrði í útvarpinu sagt frá láti Stefaníu Bjarnadóttur í Skuld á Eskifirði. Stefanía var fædd 14. ágúst 1886, dóttir hinna kunnu hjóna Guðrúnar og Bjarna er lengst bjuggu á Sveinsstöðum í Hellisfirði, og var eina dótt- irin af 5 sys.tkinum. Árið 1915 giftist hún Kristjáni Jónssyni sjómanni á Eskifirði. Þau eiga 4 dætur. Þær eru: Jóhanna, dvelst á Vifilsstöð- um; Guðrún, heimilisföst að Reykjum; Jcaína, búsett að Reykjum og Ingibjörg nú stödd á Eskifirði. -Að auki hefur að mestu alizt upp á heimili þeirra Jenný dóttir Jóhönnu og manns hennar, þareð móðir hennar varð að fara á „hæli“ frá henni ungri. Einnig Svavar sonur Ingi- bjargar nú 10 ára, og var það mikil hamiíigja á lieimilinu er fyrsti drengurinn fæddist þar. Ég kynntist Stefaníu fyrst sumarið 1916. Þetta var útí Karlsmúla, en menn okkar reru þar sínum smábátnum hvor, en við bjuggum í sömu verbúð. Með okkur tókst góð vimáfta, þá ég nærri því bam- ung en hún kona um þrítugt, og sem hélzt æ síðan. Hún er ein af þeim sem ég álít, að mér hafi verið vinningur í að kynnast, sökum þess hve á- reiðanleg hún var í öllum sam- skiptum, hjálpfús og trygg- lynd. Sumarið eftir bjuggum við samaa í Skuld í húei þeirra hjóna. Menn okkar gerðu út saman í Seley og samkomu- lagið var gott. Þeir gerðu síðan út saman vélbát nokkur ár og höfðu heimilin Iþví margskonar sam- skipti. Eftir að því lauk voru þeir jafnan góðir vinir. Ekki mun nokkur nýársdagur hafa lið- ið svo, að annarhvor þeirra léti ekki vera eitt sitt fyrsta að heimsækja hinn og bjóða gleðilegt nýár og þakka það liðna. Já, hjónin í Skuld komu til okkar á gleðistundum, en létu sig heldur ekki vanta er mót- lætið knúði dyrnar. Má einn- ig minnast á, að dætur þeirra ikomu til mín og sýndu mér hlýhug í hinni löngu sjúkra- húsvist. Fyrir allt þetta ber mér að þakka af alhug,. iin- mitt nú. ' Stefanía unni alltaf sínum átthögum, Sveinsstöðum, og fór þangað oft meðan hennar fólk bjó þar. Við hjónin áttum þess kost tvisvar að ferðast með henni og manni hennar land\æg á hestum til Hellis- fjarðar. Þar var fagurt um að litast, og gott að koma. Þau voru höfðingjar heim að sækja, og mun heani því hafa verið gestrisnin í blóð borin. Sumarið 1951 er mér auðn- aðist eftir nærri þriggja og hálfs árs dvöl á sjúkrahúsi í Reykjavík að koma aftur til Eskifjarðar, voru þau hjónin í Skuld með þeim fyrstu er ikomu heim til min og fögn- uðu mér. Stefanía gleymai heldur ekki að koma kvöldið áður en ég fór aftur, og kveðja -mig þar eð liún vissi Framhald á 11. slðu Voreinkenni hjá jörð og manníólki — Hvers eiga börnin að gjalda? — Öumbreytanlegir gráir slein- veggir — Draumur um fagurlit þök ÞEGAR TÚNIN grænka sem óðast, trén þrútna og alls konar blóm keppast við að teygja anga sína upp úr mold- inni, fer líka að bóla á vor— einkennum hjá mannfólkinu. Fleiri og fleiri úlpur eru skildar eftir heima, fólk geng- ur berhöfðað í vinouna, nýir skór sjást jafnvel hér og þar og nokkrir krakkar eru farn- ir að ganga með ber hné. Og fólkinu á götunum liggur ekki eins mikið á, það er hætt að flýta sér þessi ósköp Og gefur sér tíma til að anda að sér þessu dýrlegá lofti sem gefur fyrirheit um sól og sum- ar og gróður. OG UM LEIÐ og jörðin og í- fer að vona að þau farí líka að fá á sig lit og sumarsvip. Hugsið ykkur öil gráu og sterklegu húsin hér í Hlíðun- um. sem sjáifsagt -geta staðið til eilífðarnóns vegna: traustr- ;ar þyggingar, — . skyldu , þau aldrei verða öðru visiæn grá .og.SQi'g).pg? Og þó, geta nokk- 4ur þeirra státað af rauðu þaki eða grænu þaki sem lekur af þeim allra ömurlegasta svip ■ inn. En 'iegar vorið fyllir loft- ið lætur maður sig dreyma um fleiri faguriit þök, blá þök og gul þök og orange. Draumurkm nær ekki niður á veggina, því að þeir eru sjálf- sagt óumbreytanlegir, en þeim rnun.meiri ásr.æða er til að gera eitthvað fyrir þökin. var það ævinlega mikill við- burður þegar slíkt hús var málað. Tilbreytingin i litum var að vísu ekki rnikil; þau voru flest höfð gul með rauðu þajki, að vísu dálítið misjafn- lega gul með misjafnlega rauðu jþaki, en það voru næst- um óskrifuð lög að svona ættu bárujárnshús að vera lit. En svo var það sem einn ná- granninn tók sér stiga, máln- ingarfötur og petnsla og mál- aði húsið sitt mjallahvítt, þakið og gluggana græna. Þetta vakti stórkostlega at- hygli í nágrenninu og fólk . skiptist í tvo -hópa, -—með eða móti hvítu húsi með grænu þaki. En upp úr þessu fóru monn að .þora að mála húsin sía eins og ,þeim. 'sýnd- ist, -meira að segja ,ko.m, að því að einn náunginn sern far- ið hafði til Danmerkur málaði húsið sitt rautt með ;grœmr þaki og hvítum :gluggum. EN NÚ.HAFA kolgrá steinhús .tekið fyrir alla litagleði hús- eigapda um igngt skeið. En mér er ,ekki grunlaust um að einhver iitavakning sé að verða innanhúss lijá fqikinu, og ef til vill nær sú vakning upp á þökin fyrr en varir. Vonandi verður þess ekki langt að híða. búar hennar fá á sig lit, verð- ur manni ósjálfrátt litið á í MÍNU UNGDÆMI þegar þökiti á húsum mamianna og þárujárnsaiúsin réðu ríkjum,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.