Þjóðviljinn - 01.05.1954, Page 6

Þjóðviljinn - 01.05.1954, Page 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 1. maí 1954 illÐfillíiUINN Útgefandl: Samelningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. P’réttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjóns3on, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Síml 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mónuðl í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. t. maí í 65 ár hefur verkalýður heimsins safna'ð liði þennan dag undir kjörorðinu mikla: Öreigar allra landa sam- einist. í 65 ár hefur verkalýður veraldarinnar fylkt sér saman á þessum degi, til þess að finna mátt sinn í sam- einingunni og sýna auðvaldinu hann. í krafti einingarinnar, sökum máttar samtaka sinna og sókndirfsku stefnu sinnar hefur verkalýður heimsins stigið risaskref fram á við. Þriðji hluti veraldar er þegar á valdi verkalýösins. Sósíalisminn sem þjóðfélag og sós- íalisminn sem hrevfing er þegar orðið langsterkasta afiið, sem til er í veröldinni í dag. íslenzkúr verkalýður hefur á undanförnum áratugum sótt fram, unnið stórsigra þótt nokkur undanfarin ár hafi staðiö í tákni varnar og versnandi kjara. Þeir stór- sigrar voru unnir, er allur verkalýðurinn stóð samein- aður og lét auövaldinu ekki takast að sundra sér. fslenzkur verkalýður krefst einingar alls verkalýðs heimsins í dag. Hann veit að alþjóðleg eining aiþýðunnar er það vald, sem getur tryggt mannkyninu frið — og skapaö þannig skilyrðin til velfarnaðar öllum mönnum. íslenzkur verkalýður krefst algers banns á allri notkun kjarnorkuvopna. Hann veit að með þeirri tækni, sem vís- indi mannkynsins nú hafa náð, væri hægt á skömmum tíma að útrýma allri fátækt, öllum sjúkdómum af jarö- ríki, ef allri þekkingu, öllu valdi mannanna væri til þess heitt. En síngjörn klíka nokkurra voldugra auðhringa heimsins, sem sjá það eitt takmark í lífinu aö græöa fé eg græða aldrei rneir en á styrjöld, stendur í vegi þess að hið vinnandi mannkyn fái notiö þeifra gæða, sem jörðin býður, og þeirrar tækni, sem til er nú. En framar öllu ööru er 1. maí í dag einingardagur ís- lenzks verkalýös: helgaöur því takmarki að öll alþýða ís- lands geti tekið höndum saman um lausn þýðingarmestu vandamála þjóðfélagsins. Alþýðan krefst þess að atvinnutæki þjóðarinnar séu rekin af fullum krafti — og þá fyrst og fremst þau af- kastamestu og öruggustu: nýsköpunartogararnir og að svo vel sé að sjómönnum flotans búið, að sífellt fáist nóg fólk á þá. Gefist ríkisstjórn auðvaldsins upp við að tryggja þjóðinni stöðugan rekstur þeirra, þá er bezt fyrir þá ríkisstjórn að pakka saman og snáfa úr ráðherra- stólunum með smán. Verkalýðshreyfingin sá um það aö þessir togarar fengjust til landsins. Hún getur líka séð um að þeir ver'ði reknir, með því að lyfta oki einokunar- valdsins af rekstri þeirra, — ef hún aðeins fær að ráða. Alþýðan krefst í dag tafarlausra, stórvirkra aðgeröa til þess að útrýma öllu heilsuspillandi húsnæði og byggja mannsæmandi bústaði yfir álla þá, sem nú skortir þá. Alþýöan stendur í dag vörö um hagsmuni sína og mun sýna auðvaldinu aö hún þolir engar árásir á þá, — því hún veit aö kaupgjald þarf að hœkka en ekki lœkka frá því sem nú er. Alþýöan krefst þess í dag aö ameríski herinn hverfi ourt af íslandi, — aö þjóðin fái sjálf aö kveða upp þann úrskurð, ef þess þarf'með. Alþýða íslands býr sig undir sitt mikla sögulega hlutverk: aö taka forustuna í þeirri frelsisbaráttu, sem þjóöin heyr í dag. Verkaiýöur og millistétiir Reykjavíkur! Allir þiö, sem viljið standa meö alþýöunni í baráttu hennar fyrir réttlœti og þjóðfrelsi! Út á götuna í dag! Gerum þennan 1. maí aö sigurdegi alþýöunnar, \$M sigurdegi íslands! ViSfal viS Vo Nguyen Giap, yfirhers- j höfSingja sjálfsfœÖishers Indó Kina Undanfarnar vikur hefur at- hygli manna um allan heim beinzt að fjallaþorpinu Ðien- bienphu norðarlega í Indó Kína. Þar hefur geisað harðasta or- usta, sem háð hefur verið til þessa í naerri átta ára stríði milli nýlenduhers Frakka og hers sjálfstæðishreyfingarinnar Viet Minh. í þessum bardaga hefur það sýnt sig, að sjálfstæð- isherinn hefur breyzt úr skæru- her í þjálfað lið, sem er fært um að beita öllum landhers- vopnum. Hernaðaráætlun frönsku herstjórnarinnar í Indó Kína byggðist á þeirri skoð- un að ef hægt væri að knýja sjálfstæðisherinn til stórorustu á afmörkuðum vígvelli væri hann búinn að vera, alger yfir- ráð Frakka í lofti og yfirburð- ir þeirra í stórskotaliði myndu gera þeim fært að tæta fylk- ingar sjálfsstæðishersins í sund- ur. Bardaginn við Dienbienphu hefur fært Frökkum heim sann- inn um að þeim hefur skjátlazt alvarlega. Þar hösluðu þeir sjálfstæðishernum vöil og fengu stórorustúna sem þeir þráðu en horfur eru á að leiks- lokin verði á annan veg en ætlunin var. Einvalalið Frakka í Dienbienphu er i úlfakreppu og ekki annað fyrirsjáanlegt en að sjálfstæðisherinn geti gjör- sigrað það hvenær sem hann lystir. Öllum flugflota Frakka hefur verið einbeitt að orust- unni um virkið og liðsauki sendur þangað frá öðrum landshlutum svo að . allur franski herinn um norðanvert Indó Kína er berskjaldaður. Fréttaritarar þarna austur frá spá því að borgirnar Hanoi og Haiphong á Rauðársléttunni muni fara sömu leiðina og Dienbienphu ef stríðið heldur áfram. FJorfurnar hafa þvi aldrei ver- ið verri fyrir Frakka síðan styrjöldin í Indó Kína hófst. Svo er nú líka komið heima fyrir að enginn stjórnmálamað- ur fæst lengur til að mæia því bót að barizt verði þl þraut- ar. Meira að segja Georges Bi- dault utanrikisráðherra kvað vera að manna sig upp í það að setjast við samningaborð með fulltrúum ríkisstjórnar sjálfstæðishreyfingarínnar og semja við þá um vopnahlé í trássi við Bandaríkjastjórn. Yf- irburðirnar sem sjálfstæðisher- inn hefur sýnt í orustunni um Dienbienphu hafa orðið þess valdandi að í fyrsta skipti síð- an striðið í Indó Kína hófst eru verulegar horfur á að endir verði bundinn á vopnaviðskipt- in. CJjálfstæðisherinn hefur frá ^ upphafi verið undir stjórn manns að nafni Vo Nguyen Giap. Hann hefur unnið eitt mesta herstjórnaraírek síðari Vo Nguyen Giap yfirhershöfðingi Erlend tíðindl | tíma með þvi að breyta sund- urlausum skærusveitúm í her- afla sem liefur í fullu tré við einvalalið atvinnuhermanna úr útlendingahersveit og nýlendu- her Frakka. Vo er af bændaætt- um, fæddur árið 1909 í þorpinu An Xa í landshlutanum Ann- am. í skóla tók hann þegar virkan þátt í sjálfstæðisbarátt- unni gegn Frökkum, gaf út blað um tíma og stjórnaði námsmannaverkfalli gegn ný- lenduyfirvöldunum. Nítján ára gamall fékk hann að kynnast fangelsum Frakka og sat í haldi í þrjú ár samfleytt. Síðan las hann lög við háskólann í Hanoi, en varð að flýja land til Kína árið 1939. Eftir að Japanir her- námu Indó Kína kom hann til landsins á laun og varð brátt einn af forystumönnum skæru- hernaðar landa sinna gegn þeim. Eftir Ó3igur Japana.lét sjálfstæðishreytíhgitý fara fram fyrstu og einu jalménnu kosn- ingarnar í sögu Indó Kína og Vo var innanríkisráðhcrra í fyrstu ríkisstjórn Ho Chi Minh forseta. Þegar Frakkar rufu grið á sjálfstæðishreyfingunni og styrjöldin i Indó Kina hófst skipaði Ho hann yíir herinn. Kona Vo lét lífið í fangelsi Frakka. yrsti blaðamaðurinn frá Vestur Evrópu sem haft hefur tal af Vo Nguyen Giap er Franco Calamandrei frá ítalska blaðinu Unita. Viðtal haris birtist í siðustu viku og fer hluti af því hér á eftir. „Ég spurði Giap hershöfðingja um álit hans á orustunni um Dienbienphu'1, segir Calamand- rei. „Hann svaraði: „Þegar ó- vinirnir settust að í Dienbien- Framhald á 11. síðu Kort aí lndO Ktna. Skyggðu svæðin voru á valdi sjálfstæðishers- rits fyrir ári, á strikuou svæðunum börðust skæruliðar við Frakka. Síðan hefur sjálfstæðisherinn náð mesíöilu svæðinu norðan og ausían Lnang Prabang. Dienbienpiiu, sem mest er nú barizt um, er merkt nieð krossi ofarlega á kortið. Rauðáróshúlin- arnir, som rætt er um í greininni, ná frá Hanoi til sjávar. Há- sléttan sem einnig er nefnd er sunnarlega í landinu við Dalat. /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.