Þjóðviljinn - 22.05.1954, Page 7
Laugardagur 22. maí 1954 — ÞJÓ3PVILJINN — (7
Hanimgjusöni hjónaefni: Valdiniar
Lárusson og Helga Bachmaim
Mikið var klappað og hlegið
á frumsýningu „Gimbils“ á
miðvikudagskvöíd, og skdi'Ci
ekki annað á -gleðiná éh
undurinn ókúíínf Bírtisf'^lá'
sviðinu í leikslók; honu'rii Váí''
óþarft að óttast fálæti áhör!pi!r
enda. '■ ;
Til eru kátbrosleg atvik og
hlægileg tilsvör í hinu nýja
leikriti, en því miður verður
því ekki talið margt annað
til gildis — því skal raunar
ekki gleymt að höfundurinn
kemur til dyranna eins og
hann er klæddur, hann hefur
aidrei ætlað sér að auðga
leikrænar bókmenntir íslenzk-
ar eða flytja neina speki,
leikur hans á ekki að vera
og er ekki annað en fislétt
gaman og meinlaust grin.
Og öllu hversdagslegra gam
an ,mun torvelt að finna, efni
er lítið sem ekkert, engin sýni-
leg uppistaða, engin sérstök
hugmynd að baki; þar skort-
ir bæði röklegt samhengi og
leikræna stígandi, og um háð
eða ádeilu er hvergi að ræða,
enda virðist höfundurinn mjög
ánægður með tilveruna og
sáttur við allt og alla. Tilvilj-
un ein sýnist ráða því að leik-
urinn gerist í Keflavík á okk-
ar dögum,-því á hernámið
alræmda er varla minnzt, í
annan stað kynnumst við efn-
uðum útgerðarmanni af gamla
skólanum, konu hans og
þremur börnum uppkomnum.
Og börnin eiga auðvitað vini
og félaga og trúlofast þegar
þeirra tími kemur, að vísu eft-
ir fáeina árekstra og vanga-
veltur — og það er í raun og
veru allt og sumt. En hver er
| þá „Gimbiir? Það er ungur
Ameríkumaður sem von er á
í heimsókn, en tefst af ýms-
irai ástæðum og kemur aldrei
fram á sviðið, og er ekki ann-
að en misheppnuð fyndni að
mínu viti; að minnsta kosti
skildi ég ekki hvað öll sú
saga átti að þýða.
,,Gimbill“ er grínleikur, en
ærið laus í reipum, segja má
að hanri sé klofinn í tvennt,
detti sundur í miðju. Þegar
frám kemur í annan þátt virð-
ist höfundur þreyttur orðina
á öllu gamni og snýr sér að
almenjium og langdregnum
hugleiðingum um æskuástir
óg hjónabönd, síðan tekur við
draumur ungu stúlkunnar á-
samt söngvum og dönsum og
fallegri tónlist Jórunnar Við-
ar, eftir það hefst grínið að
hýju. Það er raunar engin ný-
^ Leikfélag Reykjavíkur j
CIMBILL
''eftir Yðar einlægan
Leikstjóri: Gunnar R. Hansen
lunda að ísienzkum höfundum
sé ósýnt um byggingu leikrita.
Eins og áður er sagt er létt
og græskulaus kímni aðal
þessa leiks, og grófgerður er
höfundurinn aldrei þó að um
svonefnd feimnismál sé að
ræða. En kímni hans virðist
mjög tilviljunum háð, þar er
um einstakar fyndnar athuga-
semdir að ræða, ekki skipu-
leg listræn vinnubrögð. Leik-
rit þetta gæti verið verk
tveggja manna eða fleiri,
manna sem margt hafa lesið
og séð um æfina og dettur
ýmislegt skemmtilegt í hug
og láta það flaltka ásamt
góð efni, hann er dálít;ð sljór
og gleyminn en athugull og
greindur undir niðri, góðgjarn
og orðheppinn. Orðtæki sitt
„þetta er ungt og leikur sér“
notar hann í tíma og ótíma,
en það. verður furðan’ega
breytilegt og lifandi í munni
hins snjalla le'kara. Leikur
Brynjólfs er hcgvær og hljóð-
látur og hógvær. en hi5 sama
verður tæpast sagt um Emilíu
Jónasdóttur, hún á það til að
verða of hávær og fyrirferða-
mikil á sviðinu. Þó að Emilía
sé oft sjálfri sér lík hefur
hún unn!ð traustar og miklar
vinsældir á síðustu árum,
Unga kynslóðin: Birgir Brynjólfsson og Margrét Óiafsdóttir.
nokkrum tilvitnunum í orð
spekinga og skálda, allt í
trausti þsss að áhorfendur
hlæi og láti sér gamanið vel
líka; og það tekst stundum
og stundum ekk;.'—
Leikfélagið hefur gert
„Gimbil" vel úr garði. Gunn-
ar R. Hansen leikstjóri á að
vísu við örðugleika að etja,
en verður eins mikið úr gamn-
inu og hægt er að krefjast
með nokkurri sanngirni, gerr
sem mest hann má úr bros-
legurn og óvæntum atvikum,
reynir að skapa sterkar and-
stæður á sviðinu, líf og fjör;
draumurinn í öðrum þætti er
ágætt dæmi um vandvirkni
hans. Leikendurnir liggja
ekki heldur á l:ði sínu, en
eru fæstir öfundsverðir af
sínum h'utverkum. Leiksviðið
ér dagstofa kaupmannsins,
haglega teiknuð af Lothari
Grund, en málun og smíði
leiktjalda ekki hafin yfir
gagnrýni.
Útgerðánnaðurinn gamli og
kona hans eru bezt gerðar
mann’ýsingar í leiknum, frem-
ur tilþrifalítíar að visu, en
kátlegar og sjálfum sér sam-
kvæmar allt til loka. Brynj-
ólfur Jóhannesson dregur upp
hnittilega, glögga og ramm-
íslenzka mynd smáskrítins
manns sem komizt hefur úr
fátækt í bjargálnir og síðast
enda gædd ótvíræðri kimni-
gáfu, miklu fjöri og csvikinni
leikg’eði. Og á þessum stað
er leikur hennar heilsteyptur
og sannfærandi, hún er í öllu
efnuð frú í litlum bæ, hæfi-
lega hégómleg og masgefin,
ráðrík og dugieg, og ef til vill
bezt þegar hún rýkur upp til
handa og fóta vegnk þess að
eitthvað er í ólagi frainmi í
eldhúsinu.
Af ungu leikendunum bein-
ist athyglin he’zt að Margrétu
Ó’afsdcttur sem leikur dótt-
urina af miklu öryggi og
fjöri, orðlivöt, opinská og ný-
tízk í sniðum, og breiðir von-
um framar yfir galla þeirrar
mannlýsingar. Undarlega svip-
daufur og litlaus er píanó-
leikarinn unnusti hennar af
hendi skálds’ns, og á Guí-
mundur Pálsson því óhægt
um vik, en hann er snotur
maður og geðfelldur og mjög
feiminn eins og hann á að
vera. Þó að leikur hans kunni
að vera óþarf’ega blæbrigða-
lítill má sýni’ega vænta góðs
af hinum unga og lítt reynda
nýliða.
Hin hjónaefnin, eldra son-
inn og virinukonuna þýzku,
leika þau Valdimar Lárusson
og Helga Bachmann. Lýsing
Valdimars er mjög senriileg
og traust. en svo alvörugef-
inn er verkfræðingur þessi að
Fjölskylda í uppnámi: Einar Ingi Sigurðsson, Brynjólfur Jó-
hannesson, Emilía Jónasdóttir og Margrét Ólafsdóttir
honum stekkur aldrei bros, og
mætti að sjálfsögðu gera
hann nokkru hlægilegri. Helga
er á réttum stað að því bezt
verður séð, gervileg og lag-
leg stúlka og röddin viðfelld-
in og þýð, le’kurinn nokkuð
sviplítill í byrjun en vex að
þrótti er á lííur. — Yngra
bróðurinn, æringjann Konna,
leikur Einar Ingi Sigurðsson
rösklega og skemmtilega að
vanda, en ennþá vantar ein-
hvern herzlumun í leik hans,
galgopaskapurinn er honum
ekki fyllilega eðlilegur, það
verður helzti augljós á éin-
staka stað að hann sé að
leika. Loks er Birgir Bryn-
jólfsson sannur fulltrúi kaup-
staðarstrákanna á okkar dög-
um og heldur prýðisvel á sín-
um hlut, en svo lítið og ein-
hæft er hlutverkið að af því
einu verður fáu spáð um
framtíð og hæfileika þessa
unga og velættaða leikara.
Að endingu var leikendum
og leikstjóra ágætlega fagn-
að og loks klappað fyrir
blómakörfu mikilli og fagurri
fremst á sviðinu — þöglum
fulltrúa hins hlédræga, gam,-
ansama og óþekkta höfundar.
A. Hj.
Tíminn héfar Hamilfon
Framhald af 1. síðu. ^
bænum. en tekur laun sin hjá |
Sameinuðuni verktökum á Kefla- |
víkurflugvelli. Með þessu eru
tengsli blaðsins við Sjálfstæðis-
flokkinn. enn betur áréttuð en á
meðan starfsmaður varnarliðsins,
Hilmar Biering, var ritstjóri
þess.“
* Hin
alvarlegustu
samningsbrot
Einnig víkur blað utanríkisráð-
herrans að forráðamönnum her-
námsliðsins sjálfs og segir:
„Það er víst að þjóðin óskar
nánari upplýsinga um þessi mál
en þegar liggja fyrir opinberlega.
Það þarf t. d. að fá upplýst,
hvort þeir starfsmenn varnar-
liðsins. er hafa verið við blaðið
riðnir, liafa gert það í samráði
við yfirmenn sína og jafnvel fyr- i
ir hvafningu þeirra. Ef um slíkt
væri að ræða, væri það brot
á þvi loforði, að lierinn hefði
ekki afskipti af sérmálum íslend-
inga . . . litið yrði á það sem
hin alvarlegustu samningsbrot,
ef nokkur slík afskipli sönnuðust
á varnarliðið eða einstaka yfir-
menn þess.“
* Slefsögur,
öngþveiti,
upplausn,
gróusögur
Eins og áður er sagt lýsa for-
ráðamenn- Sjálfstæðisflokksins
enn yfir fyllsta samþykki sinu
við árásirnar á utanríkisráðherr-
ann með þögninni. Morgunblað-
inu er hins vegar mjög órótt í
gær og býr til staðlausa sögu
i forustugrein og segir að „komm-
únistar hafi étið ofari i sig
sýklahemaðinn“ — og íinnst
blaðinu það að vonum hæpin
næring! Annars fjallar forustu-
I greinin um það að mjög beri að
I varast „þegar blað kommúnista
þessa dagana flytur hvcrja slef-
söguna á fætur annarri um ut-
anríkis- og öryggismál þjóðarinn-
ar. Umræður Þjóðviljans um
slík mál byggjast nær undan-
tekningarlaust á rakalausum upp
spuna og tilhneygingunni til
þess að torvelda þann varnar-
undirbúning, sem hér hefur ver-
ið unnið að. . . Þeir vilja skapa
öngþveiti og upplausn, hvar sem
þeir fá því fyrir komið. Þeir hika
ekki . . . við að ljúga upp stað-
lausurn gróusögum um varnar-
mál íslendinga.“
Við þessu er það eitt að segja
að skrif Þjóðvilians hafa að
mestum hluta verið ívitnanir í
blað utanríkisráðherrans sjálfs,
og stóryrðum Morgunblaðsins er
því beinlínis varpað til ráð-
j herrans. Er það í fyllsta sam-
i ræmi við skrif Flugvailarblaðs-
ins sem gefið er út sameigin-
lega af Sjálfstæðisflokknum og
njósnadeild hérsins.
Skriffinnar
gagnrýndir
í ritstjórnargrein í Pravda
í gær var skriff’nnska á opin-
berum skrifstofum gagnrýnd
harðlega. Voru nefnd ýms
1æmi um hana, þ.á.m. sagt, að
í Eist'andi væri einn maður
við stjórnarstörf í mjólkuriðn-
aðinum fyrir hverja tvo sem
stunduðu framieiðslustörf. Og
í einu ráðuneytinu væru 30 af
38 starfsmönnum deildarstjór-
ar.
SPÆNSKA stjórnin birti í gær
skjöl sem eiga að sanna þá
staðhæfingu hennar, að Bretar
hafi lofað stjórn Francos því
á stríísárunum, að Gíbraltar
yrði afhent Spáni eftir stríðið.