Þjóðviljinn - 09.06.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 09.06.1954, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 9. júní 1954 þjðaviuiNN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sdsíalistaflokkurinn. Rítstjórar: Magnús KJartansson (&b.), Slgurður Guðmundsson. I'réttastjóri: Jón BJarnason. Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. A.uglýslngastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritatjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Bkólavörðustig 1». — Simi 7500 (3 línur). ÁBkriftarverð kr. 20 á mánuðl i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. ! Hvenær felrtasf reglarnar? Nú er senn liðinn hálfur mánuður síðan Kristinn Guð- mundsson utanríkisráðherra birti hinn síðborna samning sinn við Bandaríkin, en plagg það var sem kunnugt er jafn marklítið og það hefur verið lengi á leiðinni. Og í þokkabót voru ýms fróðlegustu aíriði samninganna alls --ekki birt þar. Einn kaílinn í plagginu hljóðaði t.d. á þessa leið: „Gera skal girðingu uvn dvalarstaði varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli og annars staðar, í pví skyni að auð- velda hvers konar eftirlit og löggæzlu (p.á.m. tollgæzlu) í sambandi við pessi svœði. Samtímis hefur verið gert samkomulag milli íslenzku ríkisstjórnarinnar og yfirmanns varnarliðsins um á hvern hátt fer'ðir varnarliðsmanna út af samningssvœðum og ferðir íslendinga inn á samningssvœði skuli takmarkaðar eftirleiðis, og gengur pað samkomulag í gildi nú pegar. Er pess að vœnta, að hinar nýju reglur leysi á viðunandi hátt pau vandamál sem zippi hafa verið í samskiptum íslendinga og varnarliðsmanna á samningssvœðunum og utan peirra. Hafa íslenzk yfirvöld aðstöðu til að sjá svo um að eftir pessum reglum sé farið“. Svo mörg eru þau orð, og almenningur er engu nær um hverjar þær nýju reglur eru sem eiga að „leysa á viöun- andi hátt þau vandamál sem uppi hafa verið í samskipt- um íslendinga og varnarliðsmanna“. Þetta hljóta þó að vera hin merkustu nýmæli ef orð ráðherrans eiga við ein- liver rök að styðjast og því dularfyllx*a að hann skuli ekki flýta sér að koma þeim fyrir almennings sjónir. Auk þess er það alkunna að það er einmitt aðhald al- mennings sem er traustasta eftirlitið með því að reglum sé fylgt. Ef reglur þessar eru birtar mun ekki standa á þjóðinni að hafa eftirlit með því að þær séu haldnar og koma öllum brotum á framfæri. Ef ráðherrann hefur á- huga á því að svo verði, ætti því síður að standa á hon- um að birta reglurnar. Þögnin um reglurnar er hins vegar grunsamleg, enda er reynsla þjóðarinnar af slíkum plöggum ekki beisin. Mönnum er t.d. í fersku minni þegar Bjarni Benediktsson fann upp það snjallræði að láta hermennina fara í borg- araleg klæði áður en þeir kæmu í bæinn og þóttist með því .Jeysa á viðunandi hátt þau vandamál sem uppi hafa verið í samskiptum íslendinga og varnarliðsmanna“. Eru hinar leynilegu reglur Kristins ef til vill eitthvert hlið- stsétt bragð? Þannig mun verða haldið áfram að spyrja meðan ráðherrann kýs að fela afrek sín af furðulegu yfir- lætisleysi. ! Jlð drsifa hætfynni” Eins og Þjóðviljinn benti á þegar í upphafi fela samn- ihgarnir viö Bandaríkin það í sér að ríkisstjórnin hefur lofað að vinna að því að hernámsliðið fái að leggja undir sig Njarðvík, og hefur þessi skilningur verið staðfestur i Tímanum undanfarna daga. Jafnframt hefur blaðiö reynt að lýsa þessu nýja afsali landsréttinda sem hagsbót fyrir Suðurnesin! Það er því ástæða til að rifja upp dóm þessa sama blaðs fyrir einu ári í umræöum um mælingar Bandaríkjamanna í Njarðvík. Það sagði að uppskipun hergagna í Reykiavík „gæti aukið árásarhœttuna hér“ og því hefði ríkisstjórnin „hvatt herinn til hafnarbyggingar. á Suðurnesjum“. Framkvæmdir hersins þyrftu að vera þannig „að pær miði að pví að dreifa hœttunni frá hinum fjölbyggðustu stöðum, eins og Reykjavík, ef til stríðs skyldi koma“. Þannig var mat Tímans þá á aðstöðu íbúanna í Njarð- vík; það átti að fórna þeim í stað Reykvíkinga! Og þessi lýsjng blaðsins gaf einnig góða mynd af þeirri „vernd“ sem hemáminu fylgir — og er nú ekki lengur bundin viö hluta landsins, heldur landið allt, eins og reynslan af vetnissprengjunni sannar bezt. Á þriðjudaginn kom þriðja og siðasta erindi Gísla Jóns- sonar alþingismanns um kristna trú og barnavemd. Það fjall- aði um framkvæmdahlið sið- gæðilegrar gæzluverndar ung- menna. Sagði þar til sin fram- kvæmdasemi þessa dugnaðar- forks. Var erindið mótað af næmri 'tilfinningu fyrir þeirri ógæfu, sem siðspilling æsku- fólks er þjóðinni, og heilsteypt- um áhuga fyrir úrbótum. Hygg ég, að við værum betur komin í þessum efnum en raun er á, ef fleiri væru þeir hinir hátt- settu vandlætarar þessa lands sem vildu líía eins raunsætt á ástand og aðgerðaþörf og Gísli Jónsson. Nú veittist mér loks tæki- færi að hlýða á erindi Unn- steins Stefánssonar um sjó- rannsóknir, cg harma ég mjög að hafa misst af hinum fyrri erindum hans. Unnsteinn er ejnn í hópí þeirra fræðimanna okkar, sem unun er á að hlýða. Hann tíefur það einkenni góðra vísindamanna að geta tekið umræðu utn fræðiefni sitt þeim tökum, að þau verða ljós öll- um almenningi og skemmtileg á að hlýða. Málfar hans og rödd er hvorutveggja prýðilegt. Á föstudagskvöldið kom nýr þáttur, sem hóf göngu sína með ágætum. Hann hét hinu al- kunna heiti ,,Ferðaþáttur“. En það var ferðaþáttur nýr í snið- um. Þar fórum við útvarps- hlustendur i ferðalag undir leiðsögn Björns Þorsteinssonar sagnfræðings. Þetta var kennslustund í landafræði, sögu og náttúrufræði, öllu í senn, svo sem vera ber, því að svo er það ein heild hvert með öðru, svo sem bein, hold og taugar í mannlegum líkama. — íslenzkir útvarpshlustendur vita, að Biörn er mikill og ekki hversdagslegur sagnfræð- ingur, og aðrir vita það enn 'betur eftir öðrum leiðum. En nú er hann orðinn meira en sagnfræðingur, hann er list- fengur í blöndun frásagnar- efnis og er að ná fullkomnum tökum á kryddi kýmninnar í háfræðilega rétti sína. Erindi frá útlöndum var eitt hið bezta, sem flutt hefur verið, og var það flutt af Jóni Magn- ússyni, fréttastjóra. Það fer ekki milli mála, að hann er mikilhæfastur þeirra manna sem annast þann þátt, og er reyndar ekki mikið sagt. því að hinir eru allir gersamlega ómögulegir, nema ef Axel slys- ast á að þýða úr brezku riti góða grein. En það dylst aldrei, að Jón kann skil á efninu, og mér finnst hann eigi alltaf að láta útvarpshlýðendur njóta þess á sama hátt og á föstu- daginn. — Dagur og vegur var ekki viðfelldinn hjó Helga Hallgrímssyni. Hann kom viða við og sagði sitt af hverju at- hyglisvert. En skapið í flutn- ingi er allt of mikið og óþægi- legt. Af öðrum erindum skulu þessi nefnd: Árni Óla ræddi um áfengismál. Árni er meðal okkar beztu útvarpsmanna, og hefur aflað sér mikilla vin- sælda fyrir alþýðleg fræðier- indi í sambandi við byggð og sögu þessa lands. Nú var hann með áróður, sem sumum finnst alveg óhæft að eigi sér stað í Útvarpi, nema þegar ráðherr- ar og þeirra illþj'ði þarf að - gera þjóðinni einhverja bölv- un. En ég kann alltaf vel við áróður fyrir góðum málefnum, og með þess háttar áróður var Árni Óla, rökstuddan af heil- • um huga, og það þykir mér líka mikill kostur. — Búnaðar- þáttur Sigsteins á Blikastöð- um var með því bezta af því tagi. Hann lýsti því, er hann hafði sjálfur séð af búnaði grannþjóða. Og það gerði hann fjaslaust og blátt áfram og hefur greinilega næmleika fyrir því, hvað máli skiptir. — Sá er megingalli við vel- meintar prédikanir Snorra Sig- fússonar, hve gegnsósa sál hans er aí lífsskoðun Fr.amsóknar- flokksins, En . það er lífsskoð- un, sem ekki ristir d.júpt og því sérstaklega óhæf til að hyggja á í uppeldismálum. — Uppistaða erindisins var byggð á brezkum aðstæðum. Rökrétt afleiðing af orðum hans hefði verið sú, að íslendingar hefðu átt að gera sig ánægða með þann spamað og þá fjárfest- ingu, sem nægt hefði til að vera kominn á nútíma stig að 200 árum liðnum. Það er sá tími, sem hin brezka þjóð hafði til sinnar þróunar. — Snorri leggur áherzlu á sparnað sem undirstöðu fjárfestingar og þar með efnahagslegra framfara í þjóðíífihu. •— En þá verður það að koma skýrt fram, hverj- ir það eru, sem eiga að spara frá þvi sem nú er. Islenzk al- þj'ða hefur sparað geysimikið undanfarin ár. Það er afrakst- ur hennar vinnu, sem framfar- ir til lands og sjóvar hafa byggzt á, á meðan verulegur hluti hennar hefur Hfað við sult og seyru. Og hún hefði viljað vinna miklu meira, til að geta lagt miklu meira til hliðar í fjárfestingu. — Nú eru togarar að stöðvast um leið og batnandi fara markaðsmögu- leikar. — Það vekur sára með- aumkun í brjósti manns, þeg- ar frómar sálir fara að vand- lætast út af því, að fátækur rnaður skuli ekki leggja til hliðar einn tikall, sem orðinn er að túkalli innan lítils tíma, en þessar sömu frómu sálir koma hvorki auga á truflun framleiðslu af völdum spilltra stjórnarvalda né milljónafjár- flótta né óhóflega svalleyðslu gráðugrar yfirstéttar. — í garðyTkjuþáttinn kom maður, sem ekki er altalandi og mál hans ögt og krökkt af vih- um, það sem það var. Hann gróðursetur plöntiun. Þetta er ekki hægt, séra Jakob, að ræða skrautgróður jarðar á ljótu og afbökuðu móli. Jón Biörnsson. ÓH Valur og Axel Magnússon (að því er mér hef- ur verið tjáð), töluðu allir mjög skemmtilega um þetta hugljúfa efni, en tveir eru komnir stórhneykslanlegir. Það verður að hindra, að það gerist í þriðja sinn. — Kristmann Guðmundsson kjmnti norska skáldið Herman Wildenvey smekklega og framsögn Krist- manns er ein virðulegasta, er Útvarpið býður. Margs missti ég í útvarpi vikunnar, sem vera má, að vert hefði verið umsagnar, svo sem úr íslenzkri prestasögu, Ijóðalestur og tónleikar og náttúrlegir hlutir á fimmtudag- inn, smásaga eftir Martin And- ersen Nexö, og auk þess vil ég í því sambandi nefna leik- rit laugardagskvöldsins, sem hófst mjög ónægjulega, en mér auðnaðist ekki að hlýða á til loka. — Léttu tónarnir hans Jónasar Jónassonar voru ægi- legt léttmeti, ævintýri Björgólfs var allt of lítið ævintýri, þótt víst sé það góðra gjalda vert að áminna giftar konur um að harka af sér, þótt eiginmenn þeirra séu lanedvölum að heim- an. — Kynning á tónsmíðum Magnúsar Á. Árnasonar má teljast til merkra atburða, og' var það maklegt þessum hljóð- ■ láta og fjöllynda listamanni, að svo ágætir listamenn sem Guðmundur Jónsson og Viktor Urbansson voru fengnir til að kynna tónsmíðar hans. — Söngur Íögreglumanna. var býsna góður. .. Einu sinni voru „hermdar- verkamenn kommúnista" á Malakkaskaga, samkvæmt frétt- um Útvarpsins. Nú eru „bófar“ í Túnis. Það er meiri bölvaður ræfildómurinn í þessari frétta- stoíu okkar að eltast við fár- yrði nýlendukúgara á menn, sem ekki eru neitt annað en forustumenn kúgaðra i baráttu fj'rir frelsi sínu. Hví venur stofnunin sig ekki af þvílíkum vesaldaróþverra? G. Bert. Husgagnasmiðir óskasí nú þegar MmenEa Yatnssíía 3 B. Sími 3711. Bróaríoss fer frá Reykjavík miðvikudag- inn 9. júní tll austur- og norð- urlandsins. Vídkomustað'r: Vr estmanna ey ja r, Djúpivogur, Fásk rúðsfjörður, Reyðarfjörður, Esldfjörður, Norðfjörður, Seyðisfjörður, Húsavík, Siglufjörður, AkureyrL V H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.