Þjóðviljinn - 10.06.1954, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 10. júní 1954
Margrét Auðunsdóttir: :
Öviðtmamfi vmnubrögð slarfsmaims
Fiiilbrúaráðs verklýðsfélaganna
24. maí siðastliðinn var hald-
ihn aðalfundur í Starfsstúlkna-
fél'aginu Sókn. Við tók hin ný-
kjörna stjóm, sem kosin var
með allsherjaratkvæðagreiðslu
10.—11. maí.
Deila hefur staðið í því fé-
lagi á annað ár, og er ekki
lokið enn, um fyrirkomulag á
faeðissölu og öðrum hlunnind-
um sem spítalarnir hafa látið
í té og metið hefur verið af
yfirskattanefnd. Þau hlunnindi
sem stúlkur hafa átt kost á
að kaupa er faeðí,. húsnæði,
vinnufatnaður og þvottur. En
samkvæmt samningi geta stúlk-
ur ráðið því sjálfar hvað þær
taka af þessu. í>ó hafa atvinhu-
rekendur alltaf reynt að láta
stúlkur kaupa það sem þeir
sjá sér hag í að selja.
Húsnæði hafa þeir ekki get-
að látið allar stúlkur hafa, en
þar hefur þeim fundizt þeir
um öf sánngjarnir, og þess yrð-
um við að taka tillit til við aðr-
ar kröfur, þó mun þetta hús-
næði vera metið eftir sams-
konar mati og hjá öðrum starfs-
mönnum ríkis og bæja. Venju-
lega haf a atvinnurekendur
beðið um nýtt mat á þessum
hlunnindum á eftir hverjum
þeim kjarabótum sem verka-
lýðsfélögin hafa með verkföll-
um knúið fram nú úndanfarin
ár og síðast 1952, og ætluðu
þá að hirða í sinn vasa þá
hækkun sem þá fékkst, en
þeirri árás hrundu stúlkurnar,
fengu matið í það sem það
áður var og gerðu reyndar
meira: þurfa nú ekki að borga
nema þær máltíðir sem falla á
þeirra vinnutíma. En með
fæðiskaupin voru stúlkurnar
alltaf óánægðar nema á Land-
spítalanum, þar hafa verið
seldar lausamáltíðir nú um
skeið og notið slíkra vinsælda
að þar er engin í föstu mán-
aðarfæði. Enda mun sá háttur
tíðkast víða þar sem margt
fólk vinnur, og gefst vel, því
þá þarf fólk ekki að borga
nema þær máltíðir sem það
neytir. Og það getur vart tal-
izt sanngjamt að borga fyrir
það sem maður ekki fær.
Á Kleppi fóru stúlkurnar
íram á að fá lausar máltiðir
eins og á Landspítalanum, en
var neitað um og látnar vera
í matarverkfalli í mánuð án
þess að forráðamenn spítalans
yrðu við réttmætum kröfum
stúlknanna. Þær leituðu að-
stoðar fyrrv. félagsstjórnar, en
þrátt fyrir að samningar taka
það skýrt fram að stúlkur
ráði því sjálfar hvort eða hvað
þær kaupa af þessum hlunn-
indum, þá var stjórnin ásamt
framkvæmdastj. Alþýðusam-
bandsins með þetta í tvo mán-
uðl án þess að kæra þetta
samningsbrot sem stúlkur ósk-
uðu þó eftir. Buðu síðan
spítalastjórn samkomulag um
frádrátt á fæði á frídögum fyr-
ir þær sem búa á spítölunum
og 23% Iækkun hjá þeim sem
búa utan Kleppsspítala, að því
tilskildu þó að stúlkur sam-
þ.vkktu þetta, en það vildu þær
ekki sökum þess að þeim
fannst þetta ná skammt, vildu
aðeins borga þær máltíðir sem
þær neyttu en vildu gjarnan
geta neytt þeirra jafnt á frí-
dögum sem vinnudögum, því
að máltíðir falla ekki nærri
allar á Vinnutíma, þó vinnu-
dagur sé.
Og þar sem þetta hefur gef-
izt mjög vel á Landspítalan-
um þá var þetta svo fráleitt
að óska eftir öðru fyrir hönd
stúlknanna og þar hlaut eitt-
hvað annað að vaka fyrir
stjórn og framkvæmdastjóra
ASÍ en hagsmunir stúlknanna,
því samningum segir stjómin
upp, þrátt fýrir að búið var
að fara í mál út af ágreiriingi
1 sem réis út af 3. gr. samnings-
ins. Var Sókn eina félagið sem
sagði upp samningum i fyrra,
enda féll málið niður við það
að samningum var sagt upp.
Starfsstúlknafélagið Sókn
hefur haft aðgang að skrifstofu
Fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna eins og svo mörg önnur
félög sem ekki hafa treyst sér
til að hafa eigin skrifstofu. En
framkoma starfsmannsins, Þor-
steins. Péturssonar, er svo
dæmalaus gagnvart þessu fé-
lagi að ég held að þess sé full
þörf að stjórn fulltrúaráðsins
fari að athuga hvort ekki sé
tímabært að gefa honum frí
frá störfum. í þessu félagi hef-
ur hann virzt helzt eiga það
takmark að koma i veg fyrir
alla hagsmunabaráttu og ala á
sundrung meðal félagsstúlkna,
sem mundu annars vera sam-
mála í hagsmunabaráttunni,
þrátt fyrir ólíkar stjórnmála-
skoðanir. Svo- örfá dæmi séu
nefnd um vinnubrögð Þorsteins
gagnvart félaginu, skal þess
getið, að á samningum sem
undirritaðir voru 4. des. síð-
astliðinn, voru þær breytingar
gerðar til mjög mikilla hags-
bóta fyrir stúlkur, að þær
þurfa ekki að borga nema fyrir
þær máltíðir sem falla á þeirra
vinnutíma, og mun það láta
nærri að ein máltíð af fjórum
á dag falli ekki á vinnutíma.
Nú kostar fæðið í föstu mán-
aðarfæði kr. 17.50 á dag, og
þá ætti stúlka sem óskar eftir
að vera aðeins í því fæði sem
fellur á vinnutíma að greiða
kr. 13.03 á dag eða kr. 341.38
á mánuði. Stúlkur á Kleppi
óskuðu eftir þvj að fá aðeins
þær máltíðir sem falla á þeirra
vinnutíma en það fékkst ekki
þrátt fyrir marg ítrekaðar ósk-
ir. Fyrir stjórn og fulltrúaráði
var þetta rnarg kært og loks
hélt forstjóri Ríkisspítalanna
fund með fyrrverandi stjórn og
starfsmanni fulltrúaróðsins og
lofaði að lagfæra þetta @n
óskaði eftir að stjórnin til-
nefndi fulltrúa til að fara í
gegnum málið með sér, sem
hún hefur ekki gert svo vitað
sé, þó liðmr séu rúmir 2 mán-
uðir, og va’- helzt að skilja á
núverandi formanni og Starfs-
manni fulltrúaráðsins, Þor-
steini Péturssyni, á aðalfundi,
að það væri svo langt síðan að
þessi krafa hefði komið, að þau
væru búin að gleyma henni! í
,sept. s. 1. ár komu stúlkur á
Silungapolli að máli við Þor-1
Málfar blaða og útvarps
stein Pétursson og fann hann
það út að þær hefðu ekki feng-
ið kaup sitt greitt samkvæmt
samningi Sóknar og ættu því
inni kaup hjá Silungapolli,
sumar allt að 10 þúsund krón-
um, sem hann lofaði að inn-
heimta. Síðan hafa stúlkurnar
verið að ganga eftir þessu en
fengið þau svör að hann væri
að vinna í þessu. En þau
vinnubrögð eru býsna dularfull
því enginn hefur orðið var við
að kæra hafi komið frá full-
trúaráðinu um vangoldið kaup
á Silungapolli.
Var hélzt sVo að skilja á
Þorsteini á aðalfundi að hann
vissi ekki hver hefði með þetta
að gera, en líklega væri bezt
að fara í mál. En hvað hann
ætlar að draga það lengi er nú
spurning. Vonandi gerir hin ný-
kjörna stjórn eitthvað í þessu,
þótt yfirlýsing formanns spái
ekki góðu, þar sem hún á að-
alfundi vísaði öllum, sem á að-
stoð þyrftu að halda, til full-
trúaráðsskrifstofunnar. Því sú
aðstoð sem þar er að fá er
venjulega með hagsmuni at-
vinnurekenda fyrir augum.
Enda virtist stuðningur at-
vinnurekeiida við Þorstein i
nýafstöðnum kosningum til
stjórnarkjörs í Sókn, .vera svo
augljós, og tók af allan vafa
um hverra þjónn Þorstéinn er
í verklýðshreyfingunni. Eg held
það hljóti að vera tímabært
fyrir verkalýðinn að taka hönd-
um saman og losa sig við þessa
sendla atvinnurekenda. Þó við
höfum ólíkar stjórnmálaskoð-
anir þá erum við víst öll sam-
mála um að kaup og kjör okk-
ar séu rýr og þurfi að batna.
En það gera þau ekki á meðan
þjónar atvinnurekandans
skipa trúnaðarstöður innan
verkalýðshreyfingarinnar. Eg
held að stjórnmálaáhugi sé
ekki svo almennur, a. m. k.
ekki hjá konum, að þær kæri
sig nokkuð um að láta hags-
muni sína víkja fyrir póli-
tískri þjónustu, og gætu þvi
áreiðanlega unnið saman að
hagsmunamálum ef ekki kæmu
til utanaðkomandi áhrif og
spilltu því.
Margrét Auðunsdóttir.
Eg minnist þess, að þegar
víðlesið blað átti afmæli fyrir
skömmu, minntist einn starfs-
maður þess á blaðamálið.
Hann viðurkenndi að því væri
að vísu ábótavant, en kenndi
þar um þeim hraða, sem yrði
að vera á allri afgreiðslu frétta
og frásagna í daglegri blaða-
mennsku.
Mér dettur ekki í hug að
rengja hann neitt um hrað-
ann og flaustrið, sem þessu
starfi fylgir. Hins vegar
finnst mér að ákveðnar lág-
markskröfur verði að gera til
þeirra manna sem leggja til
mikið af daglegu lestrarefni
íslendinga á meðan fjölmenn-
ur þluti. þjóðarinnar vill
gjarna hálda íslenzkri tungu
við.
. Ég vil fullyrða, að flestar
þær málvillur og hugsanavill-
ur, sem eyra hvers manns,.
sem er sæmilega lesinn og
liugsandi á sitt móðurmál,
stafi alls ekki af hraða og
hroðvirkni fyrst og fremst,
heldur hreinlega af vankunn-
áttu. Mennirnir kunna ekki
svo vel íslenzku, að þeir setji
rétt orð á réttan stað. Þeir
kunna ekki algenga talshætti
og afbaka þá þess vegna. Þeir
kunna ekki einu sinni fall-
beygingar og eru einkum
hættulega haldnir þágufalls-
sýki. Stundum virðast þeir
samt álíta að nóg sé komið af
þáguföllum og sleppa þeim
þá, þegar sízt skyldi. Maður,
sem hugsar jafnan og segir:
„mig langar", skrifar ekki
„honum langaði", þótt hann sé
að flýta sér. Sá, sem veit, að
stundum horfir vel og stund-
um illa fyrir mönnum, segir
ekki: „Illa horfir fyrir
Frakka" (Mbl.), þótt tími
hans sé tæpur. Sá, sem veit,
að stundum er blátt bann lagt
við einhverju, talar ekki um
„bann við kynþáttamisrétt-
inn“ (Vísir), þó hann hafi lít-
inn tíma til umhugsunar. Og
sá, sem v^it, að ær láta aldrei
fullburða lömbum, talar ekki
um að „láta lömbum fyrir tím-
ann“ (Mbl.).’ „Úrskurður rétt-
arins — (hæstaréttar Banda-
ríkjanna) lítur svo á, að að-
skilnaður meini negrum —
verndar laga og réttar“ (Al-
þýðubl.). Minn „úrskurður"
er að vísu sjónlaus, en ég lít
svo á, að ekki megi meina
íslenzkri tungu vernd þekk-
ingar og heillar hugsunar.
Það er alveg rétt, að blaða-
maður hefur ekki tíma til að
leita uppi í orðabókum og
öðrum ritum beygingar orða
eða gerðir talshátta, í hve»t
sinn og hann hripar frétta-
grein. Fyrir því þurfa menn
helzt að kunna þessa hluti áð-
ur en þeir taka að sér að sjá
öðrum fyrir andlegu fóðri. Ég
býst við að sumir kalli þetta
sparðatíning og smámunasemi.
Ég væri því sammála, ef þetta
væri einsdæmi. En áf nógu
slíku er að taka. Veitti ekki
af að halda móðurmálsnám-
skeið fyrir blaðamenn. Líka
mættí ráða málhaga ménn til
þess að renna augum yfir
framleiðsluna. Vildi ég benda
ritstjórum á þetta til at-
hugunar.
Ekki hefur útvarpið síður
aðstöðu til þess að orka á
málfar almennings en blöðin.
Útvarpserindi ættu skilyrðis-
laust að standast strangt próf
í málfari og framsetningu. Og
þar sem sumir framleiðendur
þeirra virðist ekki gera nein-
ar slikar kröfur til sjálfra sín,
ættu færir menn að athuga
þau og leiðrétta ef þörf gerð-
ist, áður en þau eru borin á
borð fyrir landsmenn. Hljóð-
villtir menn og blestir í máli
ættu aldrei að láta til sin
heyra í útvarpi. Ef slíkir menn
leggja til útvarpsefni, ættu
aðrir að flytja það. Fyrir
nokkrum árum var ólátum,
eldgosum, bardögum og blóðs-
úthellingum Kaldið áfram í
blöðum og útvarpi. Nú er
þetta breytt til batnaðar.
Líka eru horfnir úr sögunni
„þrír manns" og „hundrað og
einn manns“, sem gengu eins
og gráir kettir á sömu slóð-
um í eina tíð. Ber að þakka
Framh. á 11. síðu. .
Léleg aðsókn að góðu leikriti — Þjóðleikhúsið enn
- Bíógestur kvartar — Kvalalosti og kossasleikjur
NÚ ER AÐ ljúka sýningum á
Villiönd Ibsens í Þjóðeikhús-
inu. Leikrit þetta hefur verið
sýnt nú um skeið og hefur
verið illa sótt, og þó er þetta
með beztu leiksýningum sem
sézt hafa í Þjóðleikhúsinu nú
um langt skeið, leikritið er
stórbrotið og áhrifamikið og
leikur flestra með ágætum.
Það er hörmulegt til þess að
vita að til þess að fá aðsókn
að leikritum, þurfi að sýna
veigalitið léttmeti og út-
þvælda farsa. En að því er
virðist er ekkert gert til þess
að laða fólk að góðu leikrit-
unum, og skyldi maður þó
ætla að það væri ekki sízt
hlutverk Þjóðleikhúss að
reyna að bæta smekk almenn-
ipgs í stað þess að eyðileggja
hann. Ekki hefnr þó orðið
vart við neinn áróður fyrir
því að fólk sækti t.d. Villi-
öndina; hún drukknaði bein-
línis milli „Pilts og stúlku“
og „Nitouche“. Og nú er sýn-
ingum sem sagt að ljúka og
trúlega hefur ekki verið nema
hálft hús á hverri sýningu að
jafnaði.
BÍÓGESTUR sendir eftirfar
andi: „Fyrirspurn til þeirra
sem eiga kvikmyndahúsin í
Reykjavík. Hvernig stendur á
því að það sést varla nokkurn
tíma almennileg mynd í bíó-
unum í Reykjavík. Er það
einhver skylda að sýna hér
þetta viðbjóðslega afsiðunar-
rusl kvöld eftir kvöld, árið
út í gegn. Er ekki nóg að við
afberum amerísku dátana, þó
að við fengjum að losna við
þetta myndad*ót? Hafa kvik-
myndahúsaeigendur engar
skyldur við þjóðina, sem
borgar þeim? Þeir skyldu at-
huga hvað þeir selja. Ég sá
nýskeð mynd þar sem hálf-
stálpaðir drengir voru að
lemja með skóflu í höfuðið á
ósjálfbjarga manni, og það
sem verst var; fólkið hló að
þessu. Að ég ekki minnist á
kossasleikjurnar í myndunum.
Á að draga þetta einlæga vinr
áttutákn niður í skítinn? Hjá
okkur Islendingum hefur
þessi litla athöfn túlkað það
bezta í okkur; feimni ástar
og hamingju hefur hvílt yfir
því og aldrei verið rofin. í
nafni mín og allra sem eru
sama sinnis og ég, bið ég
kvikmyndahúsaeigendurna að
hætta að sýna þessar við-
bjóðslegu amerísku hunda-
sleikjur. Það er alveg nóg
fyrir okkur að þola amerísku
dátana, þessar manndreggjar,
sem rölta hér um eins og höf-
uðsóttarkindur, sem vita
hvorki upp né niður í lífinu.
Takk fyrir, betri myndir, ell-
egar loka bara bíóunum.
— IBíógestur“.