Þjóðviljinn - 10.06.1954, Síða 7

Þjóðviljinn - 10.06.1954, Síða 7
Fimmtudagur 10. júní 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ..Egill rauÖi“, annar nýsköpunartogari Neskaupstaðar. Neskaupstaður 25 ára um. En þó má geta þess, að ef unnt verður að reka togar- ana, má fullyrða, að bæjarbú- ar muni fyllilega haida í horf- inu hvað afkomu snertir. En neyðist bærinnt til að stöðva rekstur togaranna um lengri tíma, má telja víst, að afkoma manna versni stórum, nema að svo vel vildi til, að afli glædd- ist aftur á Austfjarðamiðum. — Hver eru helztu viðfangs- efni bæjarstjórnar nú og fyrir- ætlanir um framkvæmdir í nánustu framtíð? — Auk útgerðarinnar, sem Atvinnutæki nýsköpunaráranna undirstaða góðrar afkomu fólksins Þar skildum við síðast við Neskaupstað að hátíðisdögum 25 ára afmælisins var lokið og framundan önn virkra daga. Sú fregn hafði borizt að Egill rauði væri væntanlegur næstu daga með 300 lestir af fiski. Og ekki þarf að dveljast lengi á Norðfirði til að finna hvern- ig nýsköpunartogararnir tveir, Egill rauði og Goðanes, móta atvinnulíf bæjarins og veita beint og óbeint hundruðum bæjarbúa lífsuppeidi. í hátíðaræðu Bjarna Þórðar- sonar bæjarstjóra var vikið að atvinnumálum og horfum í Neskaupstað. Eg bað hann að segja lesendum Þjóðviljans nokkru nánar frá bæjarmál- unurrr, og koma hér spurning-, ar mínar og svör hans. — Hver er þáttur bæjarins í atvinnulífinu? — Hvað snertir þátttöku í framleiðslunni, má heita, að rekstur togaranna og fiskverk- un við þann rekstur sé eina ' beina þátttaka bæjarins í fram- leiðslustörfunum. Bærinn á og rekur tvo togara, Egil rauða og Goðanes. Þessi rekstur er það unrfangsmikill, að bærinn er stærsti atvinnurekandinn á staðnum. — Hvert er gildi togaranna íyrir atvinnulíf bæjarbúa? — Með sanni má segja, að á síðustu árum hafi afkoma bæjarbúa að langmestu leyti byggzt á togaraútgerðinni. Vegna margra ára aflabrests á fiskirrúðum Austfirðinga hef- ur bátaflotans gætt miklu minna í atvinnulífinu en eðli- legt getur talizt. Til að við- halda atvinnu í bænum hefur verið lögð á það áherzla, að togararnir legðu hér upp afla sinn, en vegna fjarlægðar staðarins 'frá helztu fiskimið- um togaranna hefur heima- löndun í þetta stórum stíl oft verið úígerðinni fremur óhag- stæð. Á togurunum hafa margir sjómenn atvinnu sina og á vegum togaranna beinlínis starfar fiöldi verkafólks, sem hefur þaðan meginhluta tekna sinna. Sú vinna er fyrst og fremst við afgreiðslu skipanna, skreiðarverkun, saltfiskverkun, pökkun á saltfiski og skreið o. s. frv. — Skreiðarverkun tog- aranna er allmikil og fylgir henni mikil vinna. Sama er að segja um saltfiskverkunina. Á síðasta ári höfðu mörg heimili góðar tekjur af að taka salt- fisk til verkunar (sólþurrkun- ar) i ákvæðisvinnu. Bjarni Þórðarson bæjarstjóri Nesi;aupstaðar Auk þess er svo geysimikil vinna, sem ekki er beinlinis á vegum togaranna, en er þó að þakka rekstri þeirra. Er þar einkum átt • við hráefnisöflun þeirra fyrir frystihúsin, en að undanförnu hafa þau einkum unnið úr togarafiski. Einnig hafa þurrkhúsin fyrst og fremst haít togarafisk til verkunar. Erfitt' er að sjá, hvernig menn hefðu geíað lifað hér á síðustu árum, ef togaranna hefði ekki notið við. — Hvernig eru atvinnuhorf- ur og afkomuhorfur manna vf- irleitt? — Þeirri spurningu er erf- itt að svara svo að á verði byggt. Bær, sem byggir alla afkomu sína á fiskveiðum eins og Neskaupstaður gerir, býr alltaf við mikið öryggisleysi í þessum efnum. En þess má geta, að nú um mörg ár hafa heildartekjur bæjarbúa vaxið jafnt og þétt ár frá ári og hafa án efa aldrei verið eins háar og síðasta ár, þó að tölur þar að lútandi liggi ekki fyrir enn. Það sem af er þessu ári má telja, að atvinna hafi verið góð, þótt eyður séu þar i, og tekjur verkafólks góðar. Um framtíðarhorfur vil ég sem minnst segja, vegna óvissunn- ar sem alHaf fylgir fiskveiðun- er mál málanna hjá okkur, er sjúkrahússbyggingin okkar að- almál. Bygging þess er vel á veg komin og ég þykist sjá hilla undir þann dag, er það getur hafið starfsemi sína. Það verður áreiðanlega merkur dagur í sögu bæjarins, þegar sjúkrahúsið verður vrigt. Það á að geta tekið á móti um 30 sjúklingum og verður vel búið að öllu leyti. Þá hefur og verið byrjað á iþróttavelli. Það er þó aðeins byrjunin, en gerð iþróttasvæð- isins verður mikið verk. — Hvað vantar helzt til framhaldandi vaxtar bæjarins? —■- Það er sitt af hverju, sem okkur vantar. — Af atvinnu- tækjum- held ég að við höfum mesfa þörf fyrir hæfilega stóra síldarbræðslu, svo okkur megi takast að notfæra okkur síld- v’eiðarnar við Austurland. Bær- inn hefur gert talsverðar upp- fyllingar, en við getum ekki orðið samkeppnisfærir fyrr en bræðslan er fengin. I vor verð- ur haldið áíram að gera upp- fyllingu og við það batnar enn aðstaðan til söltunar. Eg tel rétt, að hlutafélag framleið- enda reisi bræðsluna, gjarnan með þátttöku hafnarsjóðs og bæjarsjóðs. En ef á allt er litið, verður að tel.ia, að Norðfirðingar séu vel settir með framleiðslutæki. Þau eru að vísu einhæf. ein- göngu, eða svo til, miðuð við fiskveiðar og hagnýtingu sjáv- arafla, en þau eru góð og af- kastamikil. Nokkuð annað verður uppi á teningnum, ef litið er á ýms- ar stofnanir til aukinnar menningar og bættrar aðstöðu til að vinna að menningarmál- um. Hin atvinnulega uppbygg- ing heíur verið látin ganga fyrir, en aðrar nauðsynlegar framkvæmdir hafa verið látn- ar mæta afgangi. Það, sem okkur einkum vantar af slík- um stofnunum, er myndarlegt félagsheimili. Reynt er að koma á samtökum um byggingu fé- lagsheimilis og hefur bærinn samþykkt aðild að þeirri bygg- ingu. Þá væri og þörf á bygg- ingu húss fyrir gagnfræðaskóla og bókhlöðu. Bókasafn kaup- staðarins er allmikið að vöxt- um,- en hefur jafnan verið á hrakhólum með húsnæði. Enn- fremur þyrftum við að cignast sérstakt íþróttahús. ic Hér lýkur svörum Bjarna. Það væri freistandi efni i margar greinar að rekja bar- áttu norfirzkra sósíalista fyrir atvinnulegri uppbyggingu stað- arins, sem Bjarni nefnir svo. Það er líka freistandi þegar komið er austur á land að láta ekki áætlun úm fjögurra daga viðdvöl standast. En stundum eru freistingar til þess að standast þær, og hér verður að naegja stuttleg frásögn af mesta atvinnutæki Neskaup- staðar auk fiskiflotans. Það er enginn smábæjar- bragur á Fiskvinnslustöð SÚN (Samvinnufélags útvegsmanna, Neskaupstað), þegar nóg berst af fiski og stöðin í fullum gangi. Þá eru þar að starfi 60 —70 manns, karlar og konur. Þarna fer fram margs konar vinnsla úr sjávarfangi. Þar er hraðfrystihús, sem afkastað get- ur 15 smál. fiskflaka á sólar- hring. Er aðstaðan góð til hraðfrystingar, vinnusalur stór og bjartur. Fiskvinnslustöð- in stendur rétt innan við bæ- inn, og hefur fyrirtækið bíl er flytur fólkið úr bænum og í mat og úr, 'aðra þá ferð í vinnutíma þess. Úrganginn úr fiskinum flytja færibönd beint i sambyggða fóðurmjöísverksmiðju. Hún vinnur úr 20 smálestum á sól- arhring, 4 smálest af mjöli. Er það gufuþurrkað en það er að því leyti frábrucðið eld- þurrkuðu mjöli að það brennur aldrei, og er Ijósara á litinn. ' Hefur norðl'irzka mjölið reynzt vel og er eftirsótt vara. Þá eru í fiskvinnslustöðinni saltfiskverkun og þurrkhús, sem hefur verkað og þurrkað fisk úr togurum. Lifrarbræðsla er nýuppsett, sem bræðir lif- ur frá bátaútgerðinni. Og ekki má gleyma isframleiðslunni með ísgeymslu fyrir 180 smá- Jóhannes Stefánsson íramkvæmdastjóri S.Ú.N. lestir. Þar er framleiddur svo- nefndur skclís, eftir danska Atlas-kerfinu. Þetta er eina ís- framleiðslan á Austur- og Norðausturlandi og haía Aust- fjarðatogararnir fjórir fengið nær allan ís sinn þaðan en auk þess er selt mikið til ann- arra fiskiskipa. Þetta er talinn afbragðsgóður ís og heíur Fiskvinnslustöðin selt um 3000 smálestir af honum árlega und- anfarin tvö—þrjú ár. Er hann seldur á 100 kr. smálestin kom- in um borð, og mun ekki ann- ars staðar á lanclinu fást ódýr- ari ís. Þess má geta að árið sem leið var byggð bátabryggja við fiskvinnslustöðina, og ýmsar nauðsynlegar endurbætur gerð- ar á hraðfrystihúsinu. Rekstur þessarar ágætu fisk- vinnslustöðvar er nú aðalverk- efni SÚN. en það er eigandi hennar. Samvinnufélag útvegs- manna í Neskaupstað er orðið 22 ára, stofnað 1932. Það hefur: haft umfangsmikinn rekstur, var t. d. um skeið mikill fisk- útflytjandi. Vísirinn að fisk- iðjuverinu var Htil beinamjöls- verksmiðja, sem norskur mað- ur reisti nokkru fj’rir 1930 á þessum stað, en í sinni núver- andi mynd eru það eitt fyrir- tækja nýsköpunartímans. Það óhapp vildi til 1950 að verk- smiðjuhús stöðvarinnar brann og ýmis verðmæti skemmdust. Vantar mikið á, að fiskvinnslu- stöðin sé fullgerð og hefur útlit hússins og einstakir hlutar stöðvarinnar verið látið sitja á hakanum til þess að hægt væri að hefja af krafti rekstur henn- ar. En þetta er mikið hús, einn- ig án þess sem á vantar, jafn- lítið og það lætur yfir sér að útliti, dýrmætt, ómetanlegt. at- vinnutæki útvegsbænum. ★ Á 'sama stað er olíustöð sam- vinnufélagsins Olíusamlags út- vegsmanna í Neskaupstað, með 1100 smálesta olíugeymi sem nú er notaður fyrir togaraoliu, og bryggja með leiðslum. Sam- lagið selur einnig útvegsmönn- um aðrar olíur. Þetta fyrir- tæki er undir sömu fram- kvæmdastjórn og SÚN, en framkvæmdastjóri þeirra er nú Jóhannes Stefánsson, einn hinna þriggja ungu leiðtoga hins unga bæjarfélags, sem að öllum ólöstuðum hafa borið hita og þunga forystunnar í markvissri sókn Neskaupstað- ar til þeirrar ágætu afkomu sem þar er nú, og þess góða álits, sem bærinn nýtur um allt land, jafnt hjá stjórnmálaand- stæðingum ungu forystumann- anna og samherjum þeirra. Og sú sókn hefur ekki allt- af verið auðveld, sú leið ekki alltaf greiðfær. Það er ekki hægðarleikur fyrir 1320 manna bæjarfélag að koma í verk á fáum árum þeim miklu fram- kvæmdum sem unnar hafa verið í Neskaupstað: Þetta fá- menna bæjarfélag hefur eign- azt tvo nýsköpunartogara og ágætan bátaflota, fiskvinnslu- stöð, dráttarbraut og vél- smiðju, hafnarmannvirki, raf- stöð, sjúkrahús nærri full- byggt — og að sjálfsögðu orð- ið 'jafnframt þeirri gífurlegu fjárfestingu að fullnægja eftir megni margvíslegum öðrum sameiginlegum þörfum bæjar- búa. Fyrirtæki Neskaupstaðar hafa heldur ekki farið var- hluta af afleiðingum stjórnar- stefnu afturhaldsins í landinu, frá því ny'sköpunarstjórnin fór frá völdum. Nokkrum sinnum hefur hlakkað i andstæðingum ráðamanna Neskaupstaðar, er erfiðleikar með rekstursfé fyr- irtækja bæjarins hafa þrengt mest að, en Norðfirðingar hafa skilið hver þörf var að þjappa sér saman til varnar því mikla verki, sem unnið hefur verið á skömmum tíma til trygging- ar atvinnu og velmegun bæj- arbúa. S. G.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.