Þjóðviljinn - 30.06.1954, Page 4

Þjóðviljinn - 30.06.1954, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — MiðVikudagur 30. júní 1954 ATHYGLISVERÐ YFIRLÝSSMG fi TÍMAOTMs V Framsókn þorir ekki að birta nýju reglurnar af ótta við að þær „mælisf illa fyrir hjá varnarliðsrrlönnum,’ Fyrir rúmum mánuSi iýsfi ufanrikisráSherra \rfir því oð reglurnar væru þegar gengncr í gildi Finnsku fimleikamennirnir munu sýna í kvöld kl. 9 í sam- komuhúsinu í Njarðvíkum. Sýningar flokksins hafa vak- ið mjög mikla athygli enda er hann skipaður úrvalsliði. Hér í Reykjavik munu Finarnir sýna á fimmtudagskvöldið. Staður hefur ekki verið ákveðinn enn, fer hann efitir veðri. Þjóðviljinn hefur krafizt þess að heita má daglega und- anfarið að almenningi verði birtar reglur þær sem sett- ar voru um hegðun bandaríska hernámsliðsins fyrir rúm um mánuði, að sögn Kristins Guðmundssonar utanríkis- ráðherra. Reglurnar hafa ekki enn fengizt birtar, og í gær koma loks skýr svör 1 Tímanum. Þetta málgagn utanrík- isráðherrans segir að Þjóðviljinn sé að reyna „að œsa amerísku hermennina gegn einangruninni. Af sömu ástœðum heimta kommúnistar, að einangrunar- reglurnar séu birtar. Þeir búast við að pær mundu pá mœlast illa Jyrir hjá varnarliðsmönnunum.“ Samkvæmt þessu stafar hin dularfulla þögn af því að hernámsliðið má ekki fá að vita um reglur þær sem það á að fylgja! Þær eru faldar til þess að her- mennirnir móðgist ekki!! Að veita viourkenningu fyrir unnið airek — Nýtt félag er útdeili verðlaunum — Bók í fjallgöngur Af þessu tilefni er rétt að rif ja upp það sem dr. Kristinn Guðmundsson sagði um þetta atriði í útvarpsræðu þeirri sem hann flutti 26. maí s.l. Þar komst hann svo að orði: „Gera skal girðingu um dval- arsvæði varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli og annars- staðar í því skyni að auðvelda hverskonar eftirlit og löggæziu (þ.á.m. tollgæzlu) í sambandi við þessi svæði. Samtímis hefur verið gert samkomulag milli ís- lenzku ríkisstjómarinnar og yf- irmanna vamarliðsins urn á hvern hátt ferðir vamariiðs- manna út af samningssvæðun- um og ferðir íslendinga inn á samningssvæði skuli takmarkað- ar eftirleiðis, og gengur það samkomulag í gildi nú þegai. Er þess að vænta, að liinar nýju reglur leysi á vidunandi hátt þau vandamál, sem uppi hafa verið í samskiptum ís- lendinga og varnarliðsmanna á samningssvæðunum og utan þeirra. Hafa íslenzk yfirvöld aðstöðu til að sjá svo um að eftir þessum reglum sé farið.“ ■fc Reglurnar faldar í mánuð Islendingar fengu þannig að vita það fyrir rúmum mánuði að nýjar reglur væru þegar gengnar í gildi og myndu „leysa á viðunandi hátt þau vandamál sem uppi hafa verið.“ Þóttu þetta að sjálfsögðu mikil tíð- indi. En því furðulegra virtist hitt að ráðherrann skyldi ekki birta þessar merku reglur al- þjóð. Þó gengu menn út frá því sem vísu að þegar 26. maí hefðu hermönnunum verið innrættar þessar nýju reglur, og að því væri síðan treyst að þeir fylgdu þeim af trúmennslcu án nokk- urs aðhalds af almennings hálfu! En nú kemur í ljós að varnannálaráðherra Framsókn- arflokksins hefur ekki þorað .að birta heimönnunum reglurnar; hann hefur verið hræddur um að þær myndu „mælast ilia fyrir“!! 'fc Hvað með girð- inguna Samkvæmt þe3su virðast nýju reglurnar aðeins eiga að' verða pappírsgagn, lokað inni í leynihólfum ráðherrans— og eflaust les hann þær stundum sjálfur sér til hugarhægðar, ef öruggt er að enginn hermaður er nærstaddur. En fyrst þannig er farið með reglurnar miklu, hvað verður þá um girðingarn- ar? Nú herma fregnir að þegar hafi verið gerð innkaup á girð- ingarefninu, og hafi Samband íslenzkra samvinnufélaga kló- fest umboðið og þar með rífieg umboðslaun. Verður það ef til vill látið nægja? Heykist varn- armálaráðherrann á girðingum sínum á sama hátt og hann þor- ir ekki að birta reglur þær sem áttu að „leysa á viðunandi hátt þau vandamál, sem upþi hafa verið í samskiptum Islendinga og varnarliðsmanna" ? HApBARÐUR SKRIFAR Póstin- um á þessa leið: „Við ættum áð sýna Friðriki ÓJafssyni ein- hvem sóma þegar hann kemur heim. Eg á ekki við að við höldum honum veizlu né för- um með hann eins og forseta í heimsókn; og enn síður legg ég til að honum verði veittur kross, enda sýnast þeir yfirleitt frem- ur vera veittir fyrir fötin sem menn ganga í en verkin sem þeir hafa unnið. En Friðrik Ól- afsson, menntaskólapiltur um tvítugt, er sannarlegur afreks- maður — og hefur orðið það eingöngu fyrir eigin verðleika. Og í þessari grem, skáklistinni, er hann fyrsti afreksmaður okk- ar á heimsmælikvarða. Þjóð hans ætti að gera fyrir hann eitthvað sem honum kæmi að raunverulegu gagni sem meist- ara í íþrótt sem fyrst og fremst byggist á getu til að hugsa. Menn ættu að hugleiða hvernig honum verði sýndur sómi sem sé í samræmi við yfirlætisleysi hans og alla prýði í verki og framgöngu: — Hagbafður“. ANNAR MAÐUR, sem ekki vill einu sinni láta dulnafns síns getið skrifar meðal annars á þessa leið: „Það er auðveldur eftirleikurinn — og tillagan sem mig langar að koma á framfæri við þig, Póstur minn, hefði sjálfsagt aldrei brotizt fram úr heilaþokunum, ef öðr- um hefði ekki komið svipað í hug áður og meira að segja framkvæmt það. Þar á ég við verðlaunaveitingu Félags ís- lenzkra leikdómara, sem sagt hefur verið frá í blöðunum und- anfama daga. Mín tillaga er sem sé sú að bókmenntagagn- rýnendur stofni nú með sér fé- lag og verðlauni snemma hvers árs þá bók, er fær greidd fiest atkvæði sem bezta bók ársins að undangenginni leynilegri at- kvæðagreiðslu félagsmanna. Eg hygg að verðlaunin ættu að vera peningar, og málgögn fé- lagsmanna ættu að leggja. þá fram. f sambandi við úthlutun listamannastyrkja hefur stund- um borið á góma að koma upp verðlaunum fyrir beztu bók hvers árs. Tillagan er ágæt, og það sýnist eðlilegra að bók- menntagagnrýnendur hefðu þá verðlaunaveitingu með höndum en hin pólitíska úthlutunar- nefnd listamannalauna. Eg skýt þessu aðeins fram, og ræði það ekki frekar. — Þinn einlægur í bókmenntaáhuga". BÆJARPÓSTURINN er manna Jirifnastur af nýjum hugmynd- um, og það ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að bók- menntagagnrýnendur stofnuðu með sér félag, sem hefði kann- ski ekki sízt á stefnuskrá sinni að efla bókmenntaþekkingu og bókmenntasmekk félagsmanna! Hinsvegar virðist fljótt á litið sem pólitíkin gæti látið til sín taka í atkvæðagreiðslu þeirri sem „ónefndur" stingur upp á. Morgunblaðið hefur það t. d. fyrir lífsreglu að geta aldrei um bók eftir Laxness — og hvenær halda menn að Kristmann og Jón Björnsson, eða Sveinn í Eimreiðinni, mundu gréiða at- kvæði bók eftir Laxness? OG SVO ATHUGAsemd um sumarbækur. Pósturinn sá íein- um bókabúðarglugga fyrir skömmu stóra ný.ja bók með glæpasöguheiti, og er henni sýnilega ætlað að vera sumar- leyfisbók í ár. Pósturinn vill 'mæle með einni sumarleyfisbók i staðinn: Það er ferðabókin um gönguna á hæsta tind jarð- ar. Sérstaklega ætti hún að vera heppileg lesning þeim sem ætla á Eiríksjökul eða önnur himinfjöll á fslandi. Eitt stærsta verkið sem nú er unnið að í alpýðulýðveldinu Rúmeníu er skurðurinn milli Dónár og Svarta- hafs. Sem kunnugt er féllur Dóná austur alla Rúmeníu suður undir Svartahafi. Nú er verið að grafa pennan skipaskurð pvert yfir spilduna milli árinnar og hafsins, og styttast mjög við pað allar flutningáleiðir að og frá Svartahafi. Myndin sýnir stórvirkar vélar að verkivið skurðinn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.