Þjóðviljinn - 30.06.1954, Side 10

Þjóðviljinn - 30.06.1954, Side 10
JO) ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 30. júní 1854. INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 37. Auðvitað hafði hann eignazt óvini og honum var kunnugt um það or ð sem af honum fór. Það var sagt um hann að hann væri tækifærisinni sem skriði fyrir yfirmönnum sínum; að hann hefði við hvert skref upp á við stigið í andlit mannsins fyri r neðan sig. Sagt var að hann hefði unnið fleirum en einum mikið mein. Og það orö lék á að hann hefði í starfi sínu sem opinber ákærandi byggt um of á mælsku sinni og sefjunarhæfi- leikum til að ráða úrslitum mála. Nú gekk hann eirðarlaus um skrifstofu sína og varð æ þyngri á svip. Loks viðurkenndi hann fyrir sjáifum sér ástæðuna fyrir gremju sinni. Já, spurningin sem óvænt var borin fram í fulltrúadeildinni hafði fyllt hann sárri gremju. Auðvitað var Georg Birley asni, og hann hafði fengið alvarlega áminningu hjá flokksformanni sínum. Ennfremur hafði innanríkisráöherrann veitt spurningunni viðeigandi svör meö festu og einbeitni. En samt sem áður hafði þetta komið óþægilega við hann. Innan viss hóps hafði þetta valdið miklu umtali — þetta hafði jafnvel borizt til eyrna ástkærri eiginkonu hans með þeim afleiðingum að hún fór að spyrja hann fram og aftur um þetta eitt kvöldið þegar þau voru ein heima. Þótt Sprott gerði lítið að því að bölva, tók hann sér nú blótsyrði í munn. Eina sanna tilfinningin sem hann bjó yfir var ástin á fjölskyldu hans og þá sér í lagi á konu hans. Hún hafði hvorki fært honum auð né völd hún var ekki annað en læknisdóttir frá Wortley, og þegar hann kvæntist henni fyrir ástar sakir hafði hann í fyrsta skipti gleymt metnaði sínum; En góður félagsskapur hennar, mildi hennar og aðdáun og elska hafði laun- að honum það margfaldlega. Hann átti enga vini, og vit- undin um það að hún stóð við hlið hans og studdi hann, hafð'i hjálpað honum í- mörgum erfiðleikum. Það var grunurinn um það að ef til vill félli einhver skuggi á mannorð hans í hennar augum, sem kom honum til að taka snögga ákvörðun. Með snöggu handtaki tók hann upp símann og hringdi á aðalstöðvar lögreglunnar, Wortley Central 1234. í þinginu .... um Mathry málið?“ Dale varð undrandi. En hann leyndi undi'un sinni. „Ég tók eítir því, Sir Matthew." „Auðvitað er þetta endileysa .... pólitískt skítkast. En samt sem áður“. Sprott hristi höfuðið. „Yiö verðum að gæta þess þessa dagana að ekkert loði við okkur. Dale sneri þungri einkennishúfunni hægt milli hand- anna og vissi ekki enn hvað segja skyldi. Sprott hélt áfram hugleiðingum sínum. „Þessi ungi asni .... sonurinn .... hvað heitir hann nú aftur .... Mathry .... er hann enn í borginni?“ Dale leit af húfunni og virti nú þykkbotnaða skóna sína fyrir sér. „Hann er hér enn. Við höfum haft gætur á honum um skeið.“ „Já,“ sagöi Sprott. „Hann virðist vera vandræðagrip- ur. Þér skiljið hvað ég á við — einn af þeim sem eltir mann á röndum, reynir að fá viðtal við mann á öllum tímum dags, með þessi venjulegu bænarskjöl .... miður sín af hugarvíli. Rétt eins og við værum vanir því.“ Það varð kynleg þögn. Svo sló Sprott hugsi í fram- tennur sínar og bætti við: „Spurningin er .... hva'ð eigum við aö gera við harm?“ Lögreglustjórinn þagði í heila mínútu. Nú skildi hann hvers vegna Sir Matthew hafði hringt til hans og kynleg efatilfinning, blandin votti af illgirni gerði var við sig. Hann leit upp með hægð. „Óskið þér eftir að bera fram ákæru á hann?“ „Nei, fyrir alla muni,“ andmælti Sprott. „Þótt ungi maðurinn hafi ef til vill misskilið hlutverk sitt, þá er hann tæplega glæpamaður. Og við verðum að vera miskunnsamir, Dale. Þín miskunn, ó guð, er sem himinn- inn há. Ég vona ég fari rétt með.“ Hann leit beint framaní lögreglustjórann. „En samt sem áður gæti verið, að þér gætuð fengið þennan villuráfandi vin okkar til að halda heim til sín aftur.“ „Ég hef þegar sagt honum að hafa sig heim.“ „Kæri Adam, ég veit mætavel hvað orð hafa litla þýð- Frönsk hversdegslízka Nítjándi kafli Tíu mínútum síðar klæddist Dale lögreglustjóri þung- um silfurbrydduðum einkennisjakká sínum og lagði af stað samkvæmt beiðni yíir skemmtigaröinn í áttina aö Grove Quadrant. Hann kaus heldur að ganga en aka í bílnum. Virðingin sem hann varð aðnjótandi, þegar hann gekk um göturn- ar — lótningarfullar kveðjur undirmanna hans, virð- ingaraugnaráðin, jafnvel skyndilegt, annríki götusóp- aranna þegar til hans sást — allt varð þetta til að gera hann ánægðan. Þegar hann kom að húsi Sprotts við Quadrant, vísaði roskin þjónustustúlka í dökkum búningi, hcnum inn í litla einkaskrifstofu til hægri í ganginum. Konan sagði honum lágri undirgefinni röddu, að Sir Matthew kæmi þegar í stað. Dale kinkaði kolli í svars stað. Hann vissi mætavel að hann yrði látinn bíða og honum féll það illa. Hann lét fallast niður í leðurstól, lagði skialatöskuna á hné sér og leit kringum sig í herberginu, sem var lagt ólitaðri furu og í var fjöldi bókaskápa með bókum í fögru bandi. Hann fann til nokkurrar öfundar og fór að hugsa um að sjálfur hefði hann getað komið ár sinni jafn vel fyrir borð, ef hann hefði hlotið nauðsynlega menntun. Nú varð hann að stinga stórlyndinu í vasann— hann gat ekki rifizt við sinn eigin mat. „Þarna eruö þér, Dale.“ Sprott kom inn í herbergið, rétti fram heita hönd sína og sýndi engin ytri merki þeirrar gremju sem hafði. gagntekið hann skömmu áð- ur. „Má ég bjóöa yður einhverja hressingu?“ „Nei, þökk fyrir, Sir Matthew." Sprott settist. „Yður líður vel, vona ég.“ „Prýðilega." „Gott." Sir Matthew þagnaði andartak og strauk á sér vöring. „Dale .... tókuð þér eftir þessari ntleysu Oft stynur niaður af hrifn- ingu 3’fir frönskum flíkum úr stóru tízkuhúsunum, en því miður getur venjulegt fóik lítið gert að því að notfæra sér þá tízku. Það er óhjákvæmilega lúxustízka og það er gremju- legt að mestu nimi tízkublað- anna skuli vera eytt á þessa tizku. Það er nefnilega til önnur frönsk tizka, hversdagstízkan. Hún er ætiuð frönsku konunum sjálfom og hún er oft þannig að þær flíkur getum við hér heima notað óbreyttar. Þessi tízka er ótrúlega óháð lúxus tízkunni. Þarna er um að ræða hentugar og fallegar flíkur og ekkert óþarfa tillit tekið til tízkuefna og tízkukta, jafnvel kjólasíddin er frjálsleg. Við birtum hér mynd af pilsi sem einmitt er tekið úr franskri hversdagstízku. Pilsið er saum að úr rifluðu fiaueli. Það er ekki lengur á hátindi tízkunnar cn það lætur hversdagstízkan ekki á sig fá. Riflað flauel er fallegt, hentugt og sterkt efni og þess vegna er það notað Lúxustízkáu mælir svo fyrir að pilsin séu ýmist mjög þröng eða afarvíð. Samt sem áður hafa Frakkarnir þetta hvers- dagspils með miðlúngsvídd, vegna þess að sú vídd er hent- ugust. Og þetta er snoturt og hentugt pils með skávösum upp við beltið, sem er fast á pils- inu. Það er mjúkt leðurbelti og einm’tt til hversdagsnota er hentugast að beltið sé fast við pilsið, svo að maður losni ekki sundur í mittið í hvert skipti sem maður beygir sig. Annað er það sem alltof lít- ið er sýnt af og það eru hinir smekldegu rykfrakkar. Margar Parísarstúlkur hafa ekki efni á að e'ga nema eina kápu og velja sér fallegan rykfrakka sem kápu til að nota allt árið og það er vissulega ástæða Bengtson grafari var kjarkmað- ur mikill, og vissi enginn til þess að hann hefði nokkurn- tíma orðið hræddur. Eitt sinn. kom prestinum og hringjaranum til hugar að gaman væri nú að reyna hann einu sinni til þraut- ar. Þeir komu þvi til hans eitt laugardagskvöld síðla, sögðu að það þyrfti að grafa mann snemma næsta morgun og báðu hann að taka nú gröfina í nóttt. Það var mjög dimmt, og bugðu prestur og hringjari gott til g'.óðarinnar. Ganga þeir nú' allir út i kirkjugarð, og Bengtson byrjar að grafa. Eftir skamma stund skjótast tvær vofur upp með Bengtson þar sem hann grefur í óðaönn, og fara að sveima þar um garðinn. Eftir nokkra stund sfegir prestur við hringjarann: Eg held við ættúm að hafa okk- ur á braut. Hringjarinn var farinn að titra, og féllst á til’.ögu prests um- ræðu'aust. Hörfa þeir nú út úr garðinum, og segir ekki meira af þeim, cn það síðasta sem þeir vissu til Bengtsons var að hann ávarpaði vofurnar svo mæiandi: Eg er ekkert hissa á þvi þótt þið þurfið einstöku sinnum að fá ykkur hreint loft. a=5Sas=> Prófessor i vélfræði: Til þess að ná þeim árangri sem vér vélfræðingar höfum náð á síðustu áratugum, mundu vélfræðingar á 18. öld þurft áraþúsundir — svona er fram- þróunin ör. til fyrir okkur að athuga þess- ar kápur. Þótt íslenzkt lofts- lag sé kaldara, þá eru það á- reiðanlega engar kápur sem fienta íslenzkum konum eins vel allt árið um kring og ein- mitt rykfrakkar. Á mýndinni sést rykfrakki í ljósri og dökkri útgáfu. Hann er gerður úr efni sem minn;r á apaskinn, þolir regn og slyddu og er um leið hlýtt og vindþétt. Frakk- inn er framleiddur í sterkum og skærum litum, konjaklit, vínrauðu, svörtu og grasgrænu. Sniðið sjálft er þó eftirtektar- verðast. Á frakkanum er laus spæll sem sést hnepptur á ljósu útgáfuna af frakkanum. Við það verður baksvipurinn mjög skemmtilegur. Ef maður vill klæða sig vel undir káp- una að vetrarlagi, er svo hægt að taka spælinn af og eftir er víð og rúm kápa eins og mynd- in af dökku kápunni sýnir. Að framan er kápan tvíhneppt og hægt að hneppa hcnni alveg upp í háls. Þetta er fyrirmyndarfrakki og einkennandi fyrir franska hversdagstízku, sem því miður er allt of lítill sómi sýndur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.