Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. júlí 1954 Aðþýða Llbinon! kjörum gegn arðráni auðhringa Elning o/jbýðu beiftasfa vopniB Líbanon er lítið land fyrir botni Miðjarðarhafs, 11.132 fer- kílómetrar að stærð og liggja landamæri þess að ísrael og Sýrlandi. Náttúruauðæfi þess eru mikil, þar felast í jörðu járn, mangan, olía, fosfat, kop- ar, nikkel, króm o. fl., og hef- ur það orðið til þess að vold- ugir heimsvaldasinnar auð- valdsins hafa fengið augastað á landinu og ágimd á auðæf- um þess. / Auðugt land, fátæk alþýða Iðnaður landsins er aðallega olíuvinnsla, vefnaðariðnaður, framleiðsla sápu og eldspýtna, skinnasútun og tóbaksræktun. íbúar landsins eru 1.250.000 og af þeim býr um fjórðungur í höfuðborginni Beirut. En þótt atvinnuvegir landsins gætu ver- ið grundvöllur blómlegs efna- hagslífs í landinu eru um þess- ar mundir 60.000 atvinnuleys- ingjar þar sem lifa við kröpp kjör. ítök erlendra auðhringa Áhrif erlendra auðhringa eru mikil á efnahagslíf landsins. Er- lendir fjármálamenn hafa fest fé í öllum þeim greinum at- vinnulífsins sem gróða er að vænta af, eins og t.d. járnbraut- um, bönkum o. fl. Fyrir þeirra atbeina er flutti inn í landið mikið af fullunnum iðnaðarvör- um frá Bandaríkjunum, Bret- landi og Frakklandi. Af þeim sökum dróst vefnaðariðnaður- inn allmjög saman á síðasta ári og margir þeirra er unnu í vefnaðarverksmiðjunum urðu atvinnulausir. Óánægja verkamanna er mjög mikil, og valda henni lág laun, ófullnægjandi trygging- ar og neitun stjórnarinnar að framkvæma framfærsluákvæði vinnumálalöggjafar þeirrar sem alþýðusamtök iandsins knúðu stjórnina til að samþykkja. Á síðustu árum hafa verkamenn og alþýða landsins því samein- ast til að fylgja fram kröfum sínum um hækkuð laun, bætt- an húsakost, almannatrygging- ar, o. s. frv. Alþýðumenn í Líbanon veita þeim æ virkari stuðning, og hin mismunandi verkalýðsfélög landsins herða baráttu sína fyrir framkvæmd þeirra. Sundruð verkalýðshreyfing Verkalýðshreyfing Líbanons er sundruð og verkalýðsfélögin greinir á í mörgu og deila inn- byrðis bæði um innlend og er- lend nfálefni. Ótti auðjöfra landsins, innlendra sem er- lendra, við sameinað afl verka- lýðsins, hefur knúið þá til að senda erindreka sína inn í verkalýðshreyfinguna til að sundra henni. Þeir vita sem er að sameinuð verkalýðshreyfing myndi höggva djúp skörð í gróða þeirra. Á síðastliðnu ári nutu hinir leigðu sendimenn atvinnurekenda í verkalýðs- hreyfingunni 30.000 dollara Grein þessi. er eftir SAAD EL DINE MOUNME, for- seta prentarasambands I.í- banons. Greinir liann þar frá baráttu verkalýðs þjóð- ar sinnar fyrir mannrétt- indum og mannsæmandi lífi. styrks frá Bandaríkjunum til sundrungarstarfsemi sinnar. Krafa um sameiningu Krafa verkalýðs landsins um sameinaða verkalýðshreyfingu nýtur aukins fylgis og hefur færst mjög í aukana á síðustu árum. Fyrir áhrif frá þeirri hreyfingu komu fulltrúar fjölda verkalýðsfélaga saman á þing í febrúar síðastliðinn vetur til að ræða verkefni þau sem fyrir verkalýðshreyfingu landsins liggja. Þing verkalýðfélaganna Þingið ákvað að kjósa nefnd er sæi um sameiginlega baráttu þeirra félaga, sem aðild áttu að þinginu, fyrir kröfum verka- lýðsins. Sérstök áherzla var lögð á þessar kröfur: lausn a húsnæðisvandamálinu, auknar almannatryggingar, endurbætur á vinnulöggjöfinni verkamönn- um í hag, úrbætur é atvinnu- leysinu og aukinn hluta inn- lendra manna í iðnaðarfyrir- tækjum landsins. Þingið samdi og frumvarp um almannatrygg- ingar og bar fram þá kröfu að stjórnin veitti því lagagildi. Þingið samþykkti og ályktun þess efnis að nauðsyn bæri til að leita samvinnu sem flestra þjóðfélagsstétta er líkra hags- muna hafa að gæta og verka- lýðurinn, smákaupmanna, smá- iðnrekenda, handiðnaðarmanna (sem eru mjög fjölmennir, t. d. í leðuriðnaði og fatagerð), en smáfyrirtæki þeirra fara nú mjög halloka í samkeppni við stóru fyrirtækin, sem flest eru undir bandarískri stjórn. Á ár- inu 1953 var eitt gjaldþrot á hverjum fjórum dögum í Lí- banon. Þing þetta hafði mikil áhrif á alþýðu Líbanons. í verksmiðj- um og iðjuverum, í sveit og við sjó, fögnuðu menn ályktunum þingsins og fyiktu sér enn fast- ar um verkalýðsfélögin til bar- áttu fyrir réttindakröfum ,sín- um. 1. maí hátíðlegur í fyrsta sinni Framkvæmdanefnd sú sem þingið kaus gekk fyrir ríkis- stjórn landsins og fékk því framgengt að fyrsti maí var lýstur hátíðis- og frídagur al- þýðu. Og var það því í fyrsta sinn í ár sem fyrsti maí var hátíðlegur haldinn í Líbanon. í dagblaðið A1 Wagt sem gefið var út til undirbúnings hátíða- höldunum fyrsta maí, skrifuðu verkalýðsleiðtogar allra flokka og hétu því að berjast fyrir réttindum verkalýðsfélaganna og framkvæmd þeirra krafna sem þing verkalýðsfélaganna hafði borið fram. Nefndin gekkst fyrir hátíðahöldum í höfuðborginni og var þar múg- ur manna samankominn á úti- fundi. Nokkrir ráðherrar voru neyddir til að vera þar við- staddir og hétu þeir samþykki sínu við þær hagsbótakröfur verkamanna er fundurinn sam- þykkti. Þannig hafa verkamenn Lí- banons barizt staðfastlega fyrir bættum kjörum alþýðu og sjálfstæði landsins, og þeir hafa fundið að sameining kraftanna var beittasta vopnið sem þeir höfðu í baráttu sinni. Kemst hcsnn dýpra? fll LIGGU2 LEIÐIK Eins og menn muna flutti ut- anríkisráðherra ræðu í útvarpið 26. maí í vor, í tilefni þess að þá var lokið samningaþófi þvi við fulltrúa Bandaríkjastjórn- ar og hernámsliðs hennar er staðið hafði frá því um miðj- an vetur. Ráðherrann taldi þann árangur einna mikilvæg- astan að samdar hefðu verið reglur um dvöl, ferðalög og samskipti hersins við fslend- inga, og sagði ráðherrann að reglur þessar gengju þegar í gildi. Ekki sá þó ráðherrann ástæðu til að skýra þjóðinni frá því hvernig þessar reglur væru, og sýndist það þó út- látalaust úr því þær áttu að ganga strax í gildi. En menn hugguðu sig við það að þær mundu verða birtar einhvern næsta daginn. En svo leið og beið, og regl- urnar sáu ekki dagsins_ ljós. Þjóðviljinn tók fljótlega að spyrjast fyrir um reglurnar, en Tíminn, blað ráðherrans, þagði sem fastast — ráðherr- ann sömuleiðis. Loks eftir langa þögn fékk Tíminn málið 29. júní, og gaf sína skýringu. Hún var þessi: „En kommúnistar óttast, að jafnframt hverfi úr sögunni helztu möguleikar rússneska trúboðsins til að spilla sambúð- inni milli íslendinga og varn- arliðsins. Þess vegna er nú grip- ið til þess örþrifaráðs að reyna að æsa amerísku hermennina gegn einangruninni. Af sömu á- stæðum heimta kommúnistar, að einangrunarreglurnar séu birtar. Þeir búazt við, að þær myndu þá mælast illa fyrir hjá varnarliðsmönnum“. Hér var þá skýringin komin: Það mátti ekki birta hermönn- unum þær reglur, sem ráðherra Tímans hafði sagt fyrir meira en mánuði að væru „þegar“ gengnar í gildi — af því að þá mundu þær mælast illa fyrir þeim sem samkvæmt þessu höfðu hlítt þeim á annan mánuð. Minnast menn þess ekki að slíkur málflutningur hafi nokkru sinni verið borinn ís- lenzkum lesendum á borð. Þjóðviljinn hefur oft vikið að þessum málum síðan, en það sló aftur langri þögn bæði á ráðherrann og blaðið. Loks tók Tíminn til þess ráðs að segja að Þjóðviljinn hefði sagt að ráðherrann hefði sagt að hann þyrði ekki að birta hinar nýju reglur „af því hann óttaðist, að þær kynnu að mælast illa fyrir hjá varnarliðsmönnum" eins og Tíminn komst að orði á fimmtudaginn var. Þjóðviljinn lýkti því samstundis yfir að hann hefði aldrei kennt ráð- herranum þessi orð. Þau hefðu aðeins staðið í Tímanum 29. júní s.l. Hinsvegar er það vita- skuld mál út af fyrir sig hvaðan Tíminn hafði þennan fróðleik sinn um ástæðurnar fyrir því að reglurnar væru ekki birtar. Hann skyldi þó ekki hafa haft hann frá „varnarmálaráðuneyt- inu“? En daginn eftir að Þjóð- viljinn hafði rekið það ofan í Tímann að hann hefði kennt ráðherranum þessi orð, gerði blaðið sér lítið fyrir og sagði að nú játaði Þjóðviljinn að ráðherrann hefði aldrei sagt þessi orð. Sem sagt: fyrst lýgur Tíminn því að Þjóðviljinn hafi haft til- greind orð eftir ráðherranum. Er Þjóðviljinn lýsir því yfir að hann hafi aldrei haft þau eftir ráðherranum sjálfum, heldur blaði hans, Tímanum, þá skýrir Tíminn frá því að Þjóðviljinn viðurkenni nú að ráðherrann hafi aldrei sagt þau!! Mönnum er spurn: er hægt að komast neðar í blaða- mennsku? Er hægt að komast lengra í ósvífnum málflutningi? Það er ekki um annað að gera er sjá hvað setur. Þjóðviljinn er fyrir sitt leyti þeirrar skoð- unar að Tíminn komist enn neðar ef á þarf að halda. Það er ekkert sem bendir til þess að takmörk séu fyrir því hvað Tímafóti getur sokkið djúpt. mnnmBaMWMreKivii^ ^mmm am«* »«■ »«550» • íoáiu4nn Að loknu sumarleyíi — Skriðjöklar og skógur — Bláklukka og brunasandar — Þar sem jökullinn grætur EIGINLEGA er jafngaman að koma heim úr sumarleyfi eins og að hefja það; maður hefur frá svo mörgu að segja, hef- ur fulla ástæðu til að sam- kjafta ekki frá morgni til kvölds, gengur upp í því hlut- verki að vera hetjan sem stað- ið hefur í stórræðum og svolki. En svo er maður allt í einu búin að tala út, áheyrendurn- ir eru ekki lengur e;ins þakk- látir og áður en varir er runn- inn upp venjulegur vinnudag- ur. En það tekur sinn tíma að festa hugann við lífið í höf- uðborginni; hann leitar alltaf eins og hún eigi allan heim- inn. Og þeir sem eiga því láni að fagna að mega verja nokkr- um sumarleyfisdögum í þess- um stórfenglegu sveitum hafa að loknu leyfinu notað öll þau farartæki sem ísland hef- ur upp á að bjóða, allar teg- undir bíla, jeppa, trukka, fjallabíl sem stendur einmana og mannlaus á gróðurlausum og ilmandi of í nábýli við jökullnn, hvergi er blágresið jafnlitsterkt, fjöllin jafnblá, sandurinn jafnsvartur. Það eru litirnir grænt og blátt, svart og hvítt sem sitja þarna að völdum. En þótt maður tali um hvítan jökul, þá er örðu nær en hann sé hvítur þegar maður stígur fæti á ræt- ur hans. Forugur er hann, úf- inn og sprunginn, kuldann úr honum leggur upp um skósól- ana og það drýpur úr honum í sífellu; það er kynlegt að horfa á jökulvegginn gráta þessum þungu dropum vitandi það að þessir dropar mynda hinar beljandi og ófæru jök- ulár. Það liggur við að mað- ur skilji eilífðina þegar maður stendur þarna. sandi miili kolmórauðra jök- ulvatna og bíður þolinmóður EN ÞAÐ er ekki allt tóm feg- eftir feraðlöngum, að ég nú urð og tign. Hið fyrsta sem ekki tali um trog sem fest eru aftan í dráttarvél, báta, hesta og flugvéiar. til suðausturlands, á vit skrið- jökla, beljandi jökulvatna, OG ÞARNA ríkir fegurðin í öll- Skeiðarárhlaups og skóga, fín- ; um sínum margbreytilegu gerðrar drúpandi bláklukku myndum, ýmist köld og magn- og maddömulegrar klettafrú- þrungin eða hlý og grózkurík. ar sem. trónar uppi í berginu Hvergi er birkið eins grænt mætti augum mmum er eg steig út úr flugvélinni á Hornafirði var bandarískur hermaður. Hann stóð þarna eins og hann ætti með það og varpaði sársaukafullum skugga á gleði dagsins. Það er líka herstöð á suðaustur- landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.