Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 20. júlí 1954 þJÓOVIUINN Wtgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltstjórar: Magifús Kjartanssón (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónssor.. fijarni Benediktsson. GuB- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónstéinn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áakriftarverð kr. 20 á mánuðl i Reykjavik og nágrenni; kr. 1T annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Er stefrit aS þ m aí gera íslendinga að ölmHsumönnam hernámsins? Rösklega brír fjórðu af hinum afkastamikla togaraflota lands- manna hefur nú vikum saman legið við landfestar og stöðvunin vofir yfir þeim fáu togurum sem enn stunda fiskveiðar. Orsak- ir þessa ófremdarástands eru kunnar allri þjóðinni. Arðrán einokunarhringanna og milliliðanna er að sliga fjárhag togara- útgerðarinnar og afkoma togarasjómanna er með þeim hætti að togaraútgerðin er ekki samkeppnisfær um vinnuaflið við aðr- ar atvinnugreinar í landinu. Eigi að síður er það ómótmælanleg staðreynd að rekstur tog- araflotans hefur verið og er ein þýðingarmesta og traustasta undirstaða íslenzks atvinnulífs. Framleiðsluafköst nýsköpun- artogaranna og dugnaður íslenzkra togarasjómanna skarar fram úr öllu því sem þekkt er í þessum efnum með öðrum íiskveiðiþjóðum. I raun og veru skilar togarflotinn stórfelld- um gróða enda viðurkennt af öllum sem til þekkja að fiskfram- leiðslan og fiskútflutningurinn sé grundvöllur þeirra fram- kvæmda sem þjóðin hefur með höndum og undirstaða þeirra lífskjara sem aimenningur býr við. En stór hluti þess gróða sem togaraútgerðin skapar lendir á skökkum stað. Hann verður her- fang fámennrar gróðaklíku sem tekur allt sitt á þurru landi og kemur hvergi nærri áhættu og erfiði framleiðslustarfanna. Fyrir nær þremur mánuðum fól Alþingi nefnd manna að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðarinnar dg gera tillögur til úrbóta sem tryggt gætu heilbrigðan starfsgrundvöll skip- anna. Það er vitað að í raun og veru hefur nefndin lokið störf- itm og skilað áliti til ríkisstjórnarinnar. Samt sem áður líður vika eftir viku án þess að frá ríkisstjórninni heyrist hósti eða stuna. Hún heldur algjörlega að sér höndum meðan þeim skipum fjöigar sem gefast upp og sjómennirnir leita sér í vaxandi mæli annarar og arðvænlegri atvinnu. Og möguleikarnir á að takast megi að framleiða upp í þá sölusamninga sem geröir hafa verið eru í augljósri hættu. Allt þetta ætti ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum að vera ijóst. Forustumenn stjórnarflokkanna eru engir óvitar sem ekki sjá og skynja hvert stefnir með sama áframhaldi. En hvað er þá að? Hver er raunveruleg orsök þess að ríkisstjórn landsins hqrfir á það sljóum augum að ein helzta undirstöðuatvinnugrein landsmanna leggist í rúst og að þeim hagstæðu og þýðingar- miklu viðskiptasamningum sem gerðir hafa verið við aðrar þjóð- ir sé stefnt í vfirvofandi hættu? Skýringin virðist liggja í augum uppi. Núverandi stjcrnar- flokkar líta ekki á sig sem ábyrga aðilja gagnvart íslenzkri þjóð og framtíð hennar. Þeim liggur í léttu rúmi þótt sjálfstæðu islenzku efnahagslífi blæði út og þjóðarinnar bíði í vaxandi mæli hiutskinti ölmusumannsins sem er upp á aðra kominn með af- komu sína alla. Þeir hafa fært þjóðina í viðjar amerísks her- náms og skert nýfengið sjálfstæði hennar, sært heilbrigðan metnað hennar og selt sóma hennar. Þeir vita sig seka gagn- vart þjóð og sögu. Þeim er ljós djúp og heilbrigð andúð þjóð- arinnar á atferli þeirra öllu og að þeim íslendingum fer sífellt fjöigandi sem þrá að rísa upp og verða virkir þátttakendur í þeirri baráttu sem ein getur leitt til þess að hemáminu verði kHt af þjóðinni og að hún endurheimti full og óskoruð yfirráð í öiium sínum málum. Hernaðaráætlun ríkisstjómarinnar og stjcrnarflokkanna virð- i vera sú að leggja íslenzkt atvinnulíf í rúst og beina vinnu- afli þjóðarinnar sem allra mest í drápsframkvæmdir hernáms- liðsins. Með öðru verður atferli hennar ekki skýrt. Þannig á að koma þjóðinni í þá aðstöðu að hún sé upp á hemámsliðið komin með atvinnu sína og fjárhagsafkomu. Ríkisstjcrnin treystir því að þegar svo sé komið dragi úr heilbrigðri mótspyrnu fólksins og kröfum þess um afléttingu hernámsins. Þannig virðist stefnt að því vitandi vits að eyðileggja íslenzkt atvinnub'f til þess að gera Islendinga að skríðandi ölmusumönnum hins ameríska her- nárns. Ep þessi hernaðaráætlun spilltustu hernámsaflanna má ekki og 'mun ekki heppnast. Sameinuð og sterk verður þjóðin að rísa gegn þessum fyrirætlunum stjómarflokkanna og hindra að þær nái fram að ganga. Það er víst mál til komið að minnast á fréttir útvarpsins einu sinni enn. Fréttaaukar þess eru oft með því ánaegju- legasta, sem það býður. Jafnvel þótt samtal sé stirt og sofanda- legt, eins og var á þriðjudags- kvöldið um skriðuföllin í Skagafirði og á Öxnadalsheiði, þá getur blær samtalsins verið svo heimalegur og hlýr, þegar gætt er tilgerðarleysis, að mað- ur kemst í enn nánara samband við atburðina, sem um er rætt, heldur en þó flutt væri hið greinilegasta erindi. Fréttaauk- inn frá skriðuföllunum í Skaga- firði og á Öxnadal var miklar fréttir um atburði, sem ollu miklu tjóni, ægilegir atburðir þeim, er næstir bjuggu eða komust á annan hátt í per- sónulegt samband við þá. En svo voru það önnur skriðuföll í öðrum fréttaauka. Og það voru miklu ægilegri skriðuföll, sem grafið hafa mik- ið af gróðurlendi landsins ekki aðeins undir aurum og urðum, heldur öðru enn verra, og ekki aðeins gróðurlendið, sem við höfum undir fótum, heldur eigi síður andans gróðurlendi þess- arar þjóðar, einnig margan blettinn, sem mörg alúðarstund- in hefir verið lögð við að rækta. Og það var fréttaauki, sem ekki átti heima í fréttum frem- ur en persónulegt álit undirrit- aðs á einum eða öðrum þætti útvarpsdagskrárinnar. Það voru fréttir, að yfirmað- ur Atlanzhafsbandalagsins sé kominn hingað til lands. Það eru meira að segja mjög rniklar fréttir og svo sorglegar fréttir, að ástæða hefði verið að að- vara með ‘sorgarlagi og gefa einnar mínútu þögn á eftir til bænahalds. Það gat líka heyrt undir fréttir, hverjir lögðust svo lágt hér á landi að sitja með honum til borðs. Það lá líka beint við að Iáta þess getið, ef hann hélt ræðu. Þá gat einnig verið rétt að geta þess sem sérstaklega fréttnæms atriðis, ef hann hefði sagt eitt- hvað af viti, en hefði þó ekki verið smekklegt athæfi. En ræðu hans, fyrst á ensku, siðan á íslenzku, slíkt heyrir ekki undir fréttaflutning. Enn einu sinni er verið að reyna að troða því i.nn í þessa þjóð, að land hennar sé til einskis nýtt nema sem aðseturstaður manndráp- ara með tilheyrandi tækjum og það rökstutt með þeim raka- leysum, sem við höfum hlýtt á í meira en hálfan tug ára og eiga engan sinn líka aniian en lök úlfsins fyrir því að eta lambið. Nú má enginn taka orð mín svo, að ég sé að áfell- ast Fréttastofuna fyrir að hlýða fyrirskipunum um að taka glæpsamlegan þvætting á sína vegu, eins og manndómsástand er nú yfirleitt á landi hér. En ekki getur maður varizt að spyrja út í geiminn, hve langt þess muni að bíða, að svo verði þrýstingurinn öflugur frá al- menningsálitinu á íslandi, að Fréttastofan sjái sér ekki ann- að fært en að segja sem svo, ef hún fær kröfu um að birta svona ræðustúf í fréttaauka: Þetta er ekki frétt og Frétta- stofan má ekki af sínum tíma sjá til áróðurs á sviði alþjóða- mála fram yfir það, sem vér tökum orðrétt frá Lundúnaút- s í ó u slu viku ■■ ■- ■ • v -nt. : J varpinu, en þar eru svona fyr- irlestrar aldrei fluttir í frétta- tíma, og væri það því brot á hefðbundnum reglum vorum um útvegun og birtingu frétta. Verðum vér því að vísa frá ósk um birtingu í fréttatíma. Og svo þegar málið kemur fyrir út- varpsstjóra, þá segir hann: Atlanzhafsbandalagið er mjög merkilegur félagsskapur og mikið rannsóknarefni. Sumir segja, að það haíi miklu góðu til vegar komið og hafa þeir mikið til síns máls. Aðrir segja að það hafi verið, sé og muni verða eingöngu til bölvunar, og er ekki hægt að neita því, að það eru miklar likur til, að þeir hafi á réttu að standa. Og þar sem við höfum nú hlotið heima- stjórn fyrir atbeina Hannesar Hafsteins, þá tel ég rétt, að við frestum málinu, þar til rannsókn hefur farið fram á því, hvort það muni verða ís- lenzku þjóðinni til blessunar, eða hvort það muni rháske verða henni til bölvunar, að út- lendingar fái þetta land til fullra umráða í því augnamiði að tryggja það, að allir ís- lendingar verði drepnir, ef tak- ast mætti að koma á nýrri heimsstyrjöld, en persónulega er ég alveg á móti þvi, að verið sé að stríða eins og ég mun einhverntima hafa tekið fram. Eg legg þvi til, að Útvarpsráð biðji Hjörvar, ég meina Iielga en ekki Daða Hjörvar, að geyma þennan enska ræðustúf, þar til rannsókn hefur farið fram á þessa flókna, en á marg- an hátt mjög merkilega máli, sem varðar svo mjög velferð þessarar þjóðar, einkum ef líf hennar kynni að vera í veði. — Svona bjartir hlutir geta vitr- azt manni nú á tímum, enda sagði Hannes Hafstein einu sinni: „Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa“. Þá vildi ég enn einu sinni láta í Ijós mina botnlausu hneykslun út af aumingjaskap Fréttastofunnar í sambandi við nafngiftir. Áður var þess getið, að frelsishetjur Túnisbúa voru kallaðir bófar í fréttum útvarps- ins. Einn morgun þessarar viku hétu þeir hryðjuverkamenn. Er Fréttastofunni það eitthvert metnaðarmál, að taka ekki bendingum um að verða sér ekki til skammar? Þá var þess getið í fréttum vikunnar, að Páll Robson hefði fengið frið- arverðlaun kommúnista. Er það Kominform, sem veitti hon- um þessi verðlaun? Eða var það eitthvert kommúnistariki og þá hvert? Eða voru það ein- hverjir ákveðnir nafnkenndir kommúnistar, sem skutu sam- an handa honum, og þá hverj- ir? Eða var það kannske bara heimsfriðarhreyfingin, s e m veitti honum þessi verðlaun, og hvernig mætti það þá ske, að Fréttastofa Útvarpsins sé ekki vandari að virðingu sinni en það að fara ekki rétt með nöfn heimsfrægra stofnana eða vita ekki hvað hún er að segja? — Benedikt Gröndal flutti er- indið frá útlöndum. Erindið var vel samið og efnislega viðun- andi eftir atvikum. Góð erindi þessarar viku voru: Fyrra erindi Sigurbjörns Einarssonar prófesors um Mú-. hameð spámann. Sigurbjörn er í hópi ágætustu fyrirlesara okk- ar, þegar ekki þarf á öðrum kostum að halda en fræði- mennsku og ræðulist. Þá var þáttur Steindórs Steindórssonar um gróður landsins ágætur. Standa fáir eða engir fræði- menn Steindóri framar í Ijósri og alþýðlegri framsetningu fræða sinna. Er það hvort tveggja, að gróður lands stend- ur nærri áhuga almennings og Steindór kann tökin á að leiða fræðsluna út frá þeim punktum sem tala þegar til hlýðandans. — Ekki var ég fyllilega sam- mála Baldri Bjarnasyni um Lloyd George, en erindi hans var skemmtilegt og væri æski- legt, að Baldur kynnti fræga menn útlandsins oftar en hann gerir. Samfellda dagskráin um svif- flugið þótti mér takast vel. Fréttir frá fulltrúaráðsfundi Kvenréttindafélags íslands veittu góða fræðslu um félags- ' samtök sem manni finnst stundum að meira mættu láta til sín taka, svo margt sem enn er óunnið á vettvangi þess. ;— Dagur og vegur var frísklegur hjá Brodda Jóhannessyni og kom hann víða við, sem vera ber. En ekki var mér ljóst hvert hann fór með eitur- nautnaflugi sínu. Stundum hlýtur maður ekki ómerkileg- an fróðleik við að hlusta á dóma hæstaréttar hjá Hákoni Guðmundssyni. Héraðslýsing Matthíasar frá Kaldrananesi var mjög skýr og látlaus. Hann hef ég með mestri hófsemi heyrt ræða gegn hern- aði og um kosti hirj-s íslenzka sveitalífs og ást á fornum hátt- um, en fáir hafa þó gert það á áhrifameiri hátt. —- Stefán námsstjóri heldur enn áfram landafræði sinni og sögu í barnatíma sunnudagsins. Stundum nálgast hann það, að vera fullhátíðlegur, en það er eitthvað við flutning hans og raddhreim, sem forðar því að verða að sök. Hátíðleiki hans er sneyddur því að vera upp- gerð. — Kvæði Davíðs Áskels- sonar voru góð, einlæg tjáning, hugmyndalega sterk og vel kveðin. Persónuleiki þessa unga skálds virðist vera svo sterkur, að honum ætti að vera hættulaust að hlusta á kveð- skap hinna yngstu ljóðskálda og athuga, hvort ekki mætti hann eitthvað af þeim læra, er formi ljóða hans mætti verða til bóta. Heimur í hnotskurn hefur runnið sitt skeið á eðlilegan og farsælan hátt. í hennar stað er kominn franskur gaman- reifari, kominn til ára sinna, én Sveinn Skorri Höskuldsson flyt- ur hann rösklega og á allan hátt vel við sögunnar hæfi. Laugardagsins er að engu getið að þessu sinni, en ekki með öllu víst, nema hans kunni að verða getið í næsta þætti. G. Ben*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.