Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 síldin 5 sinnum meiri en í fyrra in 5 sinnum minni 84 skip hafa fengið 500 mál og tnnniir Sexiugur í dag: Þorlákur G. Ottesén Síðastliðinn laugardag, 17. júlí, kl. 12 á hádegi hafði síldveiðiflotinn fyrir Norðurlandi lagt á land afla sem hér segir: (f svigum eru tölur frá fyrra ári) í bræðslu 74.575 mál (15.637) í salt 12.529 tunnur (69.627) í frystingu 5.782 tunnur (3.962). Aflamagnið í heild er því aðeins meira en á sama tíma í fyrra en hinsvegar er saltsíldin miklu minni en bræðslu- síldin aftur á móti miklu meiri. Atvinnumálaráðuneytið hefur nú veitt 188 skipum síldveiði- leyfi en ekki munu þau öll hafa farið til veiða enn. Vitað er lun 173 skip, sem hafa fengið einhvern afla en af þeim hafa 84 skip aflað meira en 500 mál og tunnur saman- lagt. — Togarinn Jörundur er hæstur með 2480 mál og tunn- ur, en af bátunum er Baldur frá Dalvík hæstur með 1732, þá Síldin, Akureyri með 1459 og Sigurður, Siglufirði með 1457 — Fer hér á eftir skrá yfir þau skip: Botnvörpusldp Mál og tn. Egill Skallagrímss. Rvík 941 Jörundur Akureyri 2.480 Önnur skip Akraborg Akureyri 868 Arinbjöm Rvík 652 Ásgeir Rvík 635 Áslaug Rvík 553 Atli Vestmannaeyjum 652 Baldur Vestmannaeyjum 1.260 Baldur Dalvík 1.732 Bára Flateyri 1.212 Bjarmi Dalvík 1.187 Bjárni Jóhanness. Akran. 673 Björg Siglufirði 701 Björg Neskaupstað 1.174 Björgvin Dalvík 565 Björgvin Keflavík 543 Bjöm Jónsson Rvík 1.017 Böðvar Akranesi 891 Dux Keflavík 1.108 Einar Hálfdáns Bolungav. 859 Einar Ólafss. Hafnarfirði 650 Einar Þveræingur Ólafsf. 805 Erlingur ni. Vestmeyjum 597 Erlingur V. Vestmeyjum 733 Fagriklettur Jlafnarfirði 612 Fanney Reykjavík 855 Freydís Isafirði 782 Frigg Vestmannaeyjum 524 Garðar Rauðuvík 1.042 Guðbjörg Neskaupstað 561 Gullborg Vestmeyjum 628 Starfsmenn BFV á ferðalagi Stjórn Byggingarfélags verkamanna í Reykjavík bauð s. l. laugardag starfsmönnum fé- lagsins, verkamönnum og iðnað- armönnum, ásamt konum þeirra til skemmtiferðar austur á Rangárvelli. Var komið þar við á ýmsum merkum sögustöðum, m. a. var komið að Keldum og hin fornu bæjarhús og jarð- göngin frægu skoðuð, og enn- fremur var farið að Odda og komið þar í kirkjuna. Á leið- inni að Keldum var ekið fram hjá Gunnarsholti og fékk ferðafólkið glögga hugmynd um það mikla ræktunarstarf, sem þar hefur verið unnið, þar sem gráum auðnarsöndum hefur ver ið breytt í gróðursæl tún. — Þátttakendur í förinni voru um 120. Ferðin var farin í tilefni 15 ára afmælis félagsins. Gylfi Rauðuvík 1.035 Hafbjörg Hafnarfirði 786 Hafnfirðingur Hafnarfirði 712 Hagbarður Húsavík 556 Hannes Hafstein Dalvík 787 Helga Rvík 839 Hreggviður Hafnarfirði 513 Ingvar Guðjóns Akureyri 551 ísleifur II Vestmeyjum 636 Islendingur Rvík 637 Jón Finnsson Garði 843 Jón Guðmundss. Keflavík 550 Kári Vestmannaeyjum 706 Kári Sölmundars. Rvík 865 Keilir Akranesi 1.345 Kristján ólafsfirði 773 Már Vestmannaeyjum 906 Marz Rvík 597 Mímir Hnífsdal 664 Mummi Garði 909 Muninn II. Sandgerði 812 Njörður Akureyri 659 Páll Pálsson Hnifsdal 744 Pétur Jónsson Húsavík 758 Reykjaröst Keflavík 870 Reynir Vestmannaeyjum 577 Rifsnes Reykjavík 793 Runólfur Grundarfirði 1.118 Sigrún Vestmannaeyjum 871 Sigurður Siglufirði 1.457 Sigurður Pétur Rvík 949 Sigurfari Vestmaeyjum 849 Sigurfari Hornafirði 535 Sjöfn Vestmannaeyjum 623 Sjöstjarnan Vestmeyjum 633 Smári Hnífsdal 540 Snæfell Akureyri 2.812 Steinunn gamla Keflavík 827 Stígandi Ólafsfirði 874 Súlan Akureyri 1.459 Svanur Akranesi 567 Sveinn Guðmunds Akran. 567 Sæmundur Keflavík 554 Trausti Gerðum 804 Valþór Seyðisfirði 532 Víðir Eskifirði 892 Vísir Keflavík 840 Von Grenivík 867 Von n. Hafnarfirði 662 Völusteinn Bolungavík 568 Vörður Grenivík 770 Þorsteinn Dalvík 573 Þorlákur G. Ottesen verk- stjóri hjá Reykjavíkurhöfn er sextugur í dag. Þorlákur hefur jafnan tekið Þorlákur G. Ottesen. mikinn þátt í félagsinálum og gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum innan þeirra samtaka sem hann hefur unnið í og helgað krafta sína. Hann var um sKeið í stjórn Dagsbrúnar og síðar'í stjórn stéttarsamtaka verkstjóra. Hann hefur jafnan haft brennandi áhuga fyrir hagsmunamálum alþýðunnar og hefur ekki sízt síðari árin helg- að samvinnusamtökum hennar starfsorku sína og forustuhæfi- leika. Þorlákur er varaformað- ur Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis og formaður er hann í Hestamannafélaginu Fák. Þorlákur Ottesen er maður með afbrigðum vinsæll af öll- um sem kynnast honum og þeirra vinsælda nýtur hann ekki sízt meðal vinnufélaga sinna, sem jafnan eiga í honum trygg- | an vin og hollan ráðgjafa. Þjóð- viljinn vill nota þetta tækifæri til að færa Þorláki Ottesen beztu afmælisóskir og þakkir frá reykvískri alþýðu með ósk um að hagsmunasamtök henn- ar fái sem lengst að njóta á- gætra starfskrafta hans of ör- uggrar leiðsagnar. Um inargar leiðir að velja hjá Ferðaskrifstofa ríkisins í þessari viku og um næstu helgi efnir Ferðaskrifstofa ríkisins til skemmtiferða, eins og hér segir: Á föstudagiiin verður farið að Geysi og Gullfossi. A austurleið ekið um Mosfellsheiði og stanz- að á Þingvöllum og skoðaðir sögustaðir, síðan ekið suður með Þingvallavatni og niður í Gríms- nes, þar sem skoðað verður Ker- ið. Þaðan liggur leiðin upp að Stóra-Geysi í Haukadai og verð- ur hann látinn gjósa. Frá Geysi liggur leiðin til Gullfoss. Auk þess að skoða fossinn aetti eng- inn að láta hjá líða að ganga upp klettana þar fyrir ofan til þess að njóta hins dýrlega út- sýnis til Jarlhettna og Lang- jökuls. Á heimleið verður komið við í Hveragerði og síðan ekið um Hellisheiði til Reykjavíkur. Á laugardag hefst tveggja daga ferð til Þórsmerkur. Lagt verður af stað eftir hádegi á laugardag og ekin Suðurlands- leið allt til Fljótshlíðar og síðan inn á Þórsmörk um Krossáraura allt inn í Langadal og þar tjald- að. Daginn eftir, sunnudag, verð- ur svo Mörkin skoðuð, gengið inn á Stóra-Enda, í Stakkholtsgjá og víðar, eftir því, sem tími vinnst til. Um kvöldið komið aftur til Reykjavíkur. Sama dag hefst og tveggja daga ferð til Kerlingarfjalla og Hveravalla. Ekið verður upp hjá Gullfossi og Hvítárvatni allt upp á Hveravelli á Kili, þar sem gist verður. Daginn eftir verður ekið og gengið á Kerlingarfjöll og svo heim um kvöldið. Á sunnudaginn verða farnar tvær ferðir: 1. Geysis- og Gullfossferð líkt og að ofan er lýst.. 2. Hringferð um Hafnarfjörð, Kleifarvatn, Krísuvík, Strandar- kirkju, Hveragerði, Þingvelli og Mosfellsheiði til Reykjavíkur. Hestaferð um Borgarfjörð: Á fimmtudaginn 22. júlí hefst fjögurra daga hestaferð um Borgarfjarðarhérað. Lagt verður af stað frá Hvanneyri og riðið að Reykholti, Varmalandi, Hreða- vatni, Svignaskarði, Ferjukots- bakka og til baka til Hvann- eyrar. Strandarkirkja á nær % millj. kr. í hinnm Almenna Idrkjusjóði Áhoit og giafir til hirkjunnar námu um 210 þús. króna á síðasta ári Birt hefur verið skýrsla biskups um eignir kirkna í hin- um Almenna kirkjusjcöi. Samkvæmt henni nam eign Strandarkirkju í sjóðnum í árslok 1953 samtals rúmlega 1 millj. 436 þús. króna. í árslok 1952 átti kirkjan 1 millj. 117 þús. króna í sjóðnum og hefur eign hennar því aukizt um rúmlega 260 þús. á síðasta ári. Þar af hafa vaxtatekjur verið um 51 þúsund kr. en inn- lög, gjafir og áheit, um 210 þús- undir og munu aldrei hafa verið meiri á einu ári. Til samanburðar Sumarauki Ferðask r i f stof u n na r Önnur ferðin til Norðurlanda, hin suður að Adríahafi Ferðaskrifstofa ríkisins er að undirbúa tvær utanlands- ferðir handa þeim, sem vilja lengja sumarið með því að njóta sólar Evrópulanda, þegar hér fer að halla sumri. Önnur ferðin er til Norður- landa: Með skipi til Bergen og svo með lest til Osló, Stokkhólms, Gautaborgar og Kaupmannahafn- ar. Heimferð að vild með skipi eða flugvél. Þessi ferð hefst þann 14. ágúst. Hin ferðin er 25 daga megin- landsferð. Siglt með Gullfossi til Fiagin veiði á vestur- svæóinu Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Engin veiði hefur verið á vestursvæðinu, en á sunnudag- inn komu hingað 5 bátar og voru saltaðar hér um 2000 tunnur. í gær komu tveir bátar með um 300 tunnur til söltunar. í fyrrinótt sá síldarleitarflug- vélin þrjú síldaraugu út af Haganesvik, en þar hefur síldar ekki orðið vart fyrr í sumar. Kaupmannahafnar, en.ekið það- an í bifreið suður til Þýzkalands og Sviss og yfir Alpafjöll, allt til Feneyja suður yfir Adríahaf. Þaðan liggur leiðin svo aftur norður yfir Alpafjöll til Austur- ríkis og gegnum Bayern í Þýzkalandi til Frankfurt. Þaðan verður haldið heim flugleiðis. Með þessari tilhögun vinnst nægur tími til þess að halda kyrru fvrir nokkra daga í hverju landi og skoða það markverð- asta í góðu tómi. Ferðin hefst 4. september. má geta þess að 1952 var lagt inn á reikning Strandarkirkju I sjóðn um 166 þús. kr., 1951 138 þús., 1950 um 109 þús. og litlu meira 1949. Sú kirkja, sem á næst mest fé í hinum Almenna kirkjusjóði er Hallgrímskirkja í Saurbæ. Eign hennar í árslok 1953 var 86 þús. 709 krónur. ísafjarðarkirkja átti á sama tíma um 54 þús. kr., kirkjubyggingarsjóður í Höfn 36 þús. kirkjusjóður Grafarness 34 þús. og Dómkii-kjan í Reykjavík 32 þús. kr. Minnst var inneign Einholtskirkju í Austur-Skafta- fellsprófastsdæmi kr. 1,39. Fassney missti nét og bát Fanney fékk um 1000 mál í nótina og sökk nótabáturinn (sem er ekki nema einn). Náð- ust ekki nema 200 mál af kast- 1092 tmmur salt- aðar í fyrradag á Húsavík Húsavík í gær. Frá fréttaritara. Þjóðviljans. Saltaðar voru hér í gær 1092 tunnur. Mörg skip eru væntanieg i dag og búumst við að. mikið verði saltað. Fyrsta síldin til Seyðisfjarðar Seyðisfirði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Sjöstjarnan frá Vestmanna- eyjum kom hingað með fyrstu sildina í gær. Afli var 400 míl og tunnur. Af aflanum fóru 100 tunnur i frystingu, 131 tunnur voru sáltaðar, og 150 mál fóru í bræðslu. Síidin veiddist fjóra til fimm tinia undan landi. Bátar sénniiega norðarlega i dag, um Langa- nes.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.