Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. júlí 1954 1 VopnaSilés vænzt i Indð Kína í dag Framhald af 1. síðu. 16. eða 18. breiddarhaugur ? Viet Minh hefurf’lagt til að Viet Nam verði skipt milli sjálfstæðishersins og Frakka um 16. baug 'norðurbreiddar en Frakkar hafa stungið upp á 18. breiddarbaugnum. Haft var eítir Frökkum í Genf í gær- kvöldi að líklegt mætti telja nð málamiðlun yrði um vopna- hléslínu nálægt 17. breiddar- baugnum um 50 km norðan vegarins milli borgarinnar <>uangtri við ströndina og Sa- vannakhet við landamæri Thai- lands. I>rjú eða fimm misseri? Alvarlegasti ásteytingar- steinninn er talinn vera, hvenær kosningar skuli haldnar til að sameina Viet Nam í eitt ríki. 7 ð þeim afstöðnum myndu Frakkar verða með öllu á brott úr landinu. Sjálfstæðishreyf- i :gin vill að kosningar séu afstaðnar fyrir árslok 1955 en Frákkar hafa viljað fresta j^im allt fram að áramótum 1956. Frakkar yfirgefa Rauðár- sléttuna. Samkomulag kvað vera um það að vopnahléð skuli hefjast 5 Indó Kína þrem dögum eftir í-ð samningurinn um það er undirritaður í Genf. Einnig 1 afa Frakkar fallizt á að yfir- .gefa Rauðárdalinn í Norður- Indó Kína með öllu áður en 160 dagar pru liðnir frá því vopnahlé hefst. Þarna halda ] eir nú stórborginni Hanoi, liafnarborg hennar Haiphong <og nokkru landsvæði umhverf- ás þær. Fham fullviss um frið. Pham Van Dong, varaforsæt- 3< ráðherra í stjórn Viet Minh x 5 aðalfulltrúi sjálfstæðis- Freyfingarinnar í Genf, sagði frönskum blaðamönnum í Genf 3 gær að hann væri þess full- T ss að vopnahlé myndi komast :á í Indó Kína innan nokkurra <xkiga. Fyrsta verk sjálfstæðis- 3>reyfingarinnar að vopnahléi “f^ngnu yrði að sameina Viet Nam. Sjálfstæðishreyfingin legði mikla áherzlu á að tengsl Frakklands og Indó Kína yrðu sem nánust. Kvaðst Pham reiðubúinn að fara til Parísar ef það mætti verða til einhvers góðs. Fangelsi eina menntastofnunin Dómstóll í brezku nýlend- unni Hongkong dæmdi um dag- inn 21 árs gamlan Kínverja, Só Sjúen, í fimm mánaða fang- elsi fyrir þjófnað. Só kvaðst ekki gera sig ánægðan með þann dóm og bað dómarann að dæma sig til þyngri refsingar. Ðómarinn bætti þá tíu mánuð- um við fangelsisvistina. Þegar farið var að inna Só eftir á- stæðunni til þessarar undarlegu bónar, hafðS liann skýringu á reiðum liöndum. Hann kvaðst hafa stolið til þess að komast í fangelsi, vegna þess að hann hafði frétt að í fangelsunum væru föngunum kenndar ýmsar iðnir, en á slíku námi átti hann engan kost annarsstaðar. Skeiðarárhlaupið Framhald af 12. síðu. vaxta. Eru jámstólpar reknir 6 metra niður í sandinn og staur- arnir boltaðir fastir við járn- stólpana. Svipað og 1945 Ragnar kvað þetta Skeiðarár- hlaup ekki hafa verið neitt svipað því eins mikið og hlaupið 1938. Það væri líkast hlaupinu er varð 1945, en töluvert stærra en hlaupið 1948. Dauðir fuglar Ragnar kvað nokkra dauða fugla hafa fundizt við Morsár- dal, og væru heimildir um að fuglar hefðu drepizt í sambandi við Skeiðarárhlaup fyrr á tímum. Reykvíkingar fengu þefinn Ragnar kvað það hafa einkennt þetta hlaup hve snemma byrjaði að setjast á málma og hve megn brennisteinsþefur fylgdi hlaup- inu. — Fengu Reykvíkingar þef- inn af því í gær er hann lagði alla leið hingað undan austan- áttinni. Liggja verðlatmagripir Boiteux á botni Miðjarðarhafsins? Frá því var sagt hér á 1- Jróttasíðunni í fyrra að franski eundmaðurinn Jean Boiteux Ih ;fði lent í deilu við föíur sinn útaf stúlku sem sundkappinn vlldi eiga. Urðu afleiðingarnar ssvo alvarlegar að hinn ungi 'Boiteux hvarf að heiman frá sa-iði og arfleifð. Sá gamli hafði II heitingum við hinn „týnda eon“ og hótaði að kasta öllum v rðlaunagripum, bikurum og vorðlaunapeni.ngum, þar með trJ.in gullverðlaunin frá Olymp- Sr'eikjunum í Helsinki, en fræg cr frásögnin um það þegar j"-mli Boiteux gat ekki beðið c'tir að sonurinn kæmi uppúr æuadlauginni, hann varð að Pista sér útí í öllum fötum til T > faðma hinn sigrandi son! 1 j fyrir skömmu varð sonur- i i myndugur og gat því gift :sig án samþykkis föðurins sem hann og gerði, svo nú get- ur verið að hinn skapheiti fað- ir hafi framkvæmt hótun sína og varpað öllum verðlaunum sonarins í djúp Miðjarðarhafs- ins! Jean dró sig í hlé með sund fyrst eftir þessa leiðu deilu við föður sinn en nú er hann kom- inn aftur fram i dagsljósið og hefur þegar sýnt að hann hef- ur engu gleymt. Hann tók þátt í landskeppni Frakka og Ung- verja sem fram fór í París og Ungverjar unnu. Hann vann 400 m skriðsund á 4.48.0. Landi hans Montserret varð annar á 4.48.2 og Ungverjinn Csordas þriðji á 4.48,4. Jöfn keppni! Nú gera Frakkar sér vonir um að Jean vinni 400 m á EM- mótinu. % ÍÞRÚTTIR ^ RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON . \ 1 KRingcr urðu íslandsmeistarar í I. fl. Sigruðu Akureyringa óvœnt í úrslitaleiknum 3:1 Úrslitaleikur Islandsmótsins í l. fl. fór fram s.l. laugardag. Mættust þar sigurvegaramir úr hinum tveim riðlum: KR sem hafði mikið fyrir því að komast í úrslit, lék tvo leiki tvo daga í röð og var annað aukaleikur við Suðurnesjamenn sem börð- ust hetjulega í síðari hálfleik, Akureyrarliðið hafði að því er virtist lítið fyrir að ná sigri í sínum riðli og náði í þeim leikjum mjög góðum leik; svo góðum að fáum sem þá sáu datt í hug að KR gæti staðizt þeim snúning. Það mátti sjá það strax í leiknum að KR-ingar ætluðu að selja sig eins dýru verði og hægt var. Þeir höfðu styrkt lið sitt með gömlum og góðum mönnum, sem höfðu styrkjandi áhrif á liðið, þó þeir hafi ekki æft mikið í vor. Má þar nefna Steinar Þorsteins- son, Stein Steinsson, Sigurð Bergsson og Ara Gíslason. Til að byrja með virtist sem Akur- eyringar ætluðu að halda á- fram svipað og í fyrri leikjum og áttu nokkur góð áhlaup. En ákafi og vilji KR-inga virt- ist kóma þeim á óvart og smátt og smátt tóku KE-ingar að ná yfirhöndinni í leiknum, eða a. m. k. þeim tókst að trufla allar tilraunir Akureyringa til sam- leiks. Óft mátti sjá að Akur- eyringar byrjuðu vel en þá virt- ist skorta hraða og þann sigur- vilja sem til þarf í úrslitaleik. Það óvænta skeði svo á 20. mín. að KR-ingar skora. Var það Ari Gíslason sem skaut ágætu skoti framhjá illa staðsettum mark- manni Akureyringa. Hleypir þetta kappi í kinn KR inga og á 25. mín. á Sigurður Bergsson skot í stöng og á 29. mín. tekst Sigurði að skalla í mark Akureyringa. Hefði mark- maður átt að geta afstýrt því. Akureyringar gera nú gott á- hlaup en skotið lendir í hliðar- netinu. Enn eru það KR-ingar, sem eru nærgöngulir og Grétar Jónsson á skot í stöng. Á 12. mín. síðari hálfleiks gera Akureyringar mark, og' færast þeir nú í aukana og | herða sókn en ekkert heppnast fyrir þeim. Vöm KR er sterk og þeim tekst ekki að brjótast gegnum hana. Þeir nota út- Albert Guðmunds- son staddur í bænum Hinn snjalli knattspyrnu- maður okkar Albert Guðmunds son sem leikið hefur undan- farin ár með frönskum atvinnu- mannaliðum er nú staddur hér í skyndiheimsókn. Að þessu sinni mun hann hafa stutta Viðdvöl og fara innan skamms til samninga við félög útr, en hann hefur í hyggju að skipta um félag, enda var samningur- inn er hann hafði útrunninn. herjana ekki nóg, sérstaklega þó þann hægri, sem virðist oft „afskrifaður". Reyna heldur að fara fram miðjuna þar sem mót stæðan var sterkust. Á 32. mín. er réttilega dæmd vítaspyma á KR en sá sem tók spyrnuna sparkaoi beint á markmanninn, og þar með fór tækifærið að jafna, sem e.t.v. hefði snúið blaðinu við, því að úthald Akureyringa var meira og leikur þeirra harðari er á leið. Gera má ráð fyrir að í framlengingu hefðu þeir sigrað. 5 mín. fyrir leikslok gera KR- ingar þriðja mark sitt fyrir mis tök í vöm Akureyringa. Fylgdi Jens þar fast eftir. Ekki er hægt að segja að yfirburðir KR hafi verið í samræmi við mörk- in, en eigi að síður voru þeir vel að sigrinum komnir þar sem þeir sýndu allan tímann bar- áttu- og sigurvilja. Því er held- ur ekki að neita að samleikur norðanmanna var oft léttari, og gerður af meiri skilning en hjá KR, en þá vantaði kraft til að framkvæma sinn góða vilja. Ef til vill hefur vanmat á styrk KR verið höfuð orsökin til ó- sigurs þeirra, en það er hættu- legt að fara útí leik og vera talinn ömggur um sigur, eins og hér var um að ræða. Vömin var veikari hlutinn í liðinu; sumir þeirra þungir og markmanninn vantaði sýnilega leikreynslu. Hann staðsetti sig oft illa og úthlaup hans vora ekki hættulaus. Bakverðirnir staðsettu sig lika illa og kostaði þá síðasta markið. Aftur á móti vom framherjarnir kvikir og fljótir en eins og fyrr segir einhæfir i sóknaraðgerðum. Þó svona til tækist, geta þessir ungu menn með meiri leikvana en þeir hafa sýnt mun meira en þeir gerðu í þessum leik, og er vafalaust að þeir koma næsta ár sterkari og fyrst og fremst ákveðnari en þeir voru í þessum leik. Styrkur KR-liðsins lá fyrst og fremst í vörninni. Fram- herjarnir, sérstaklega Sigurður Bergss., og Grétar, voru harð- skeyttir og ósérhlífnir. Leikur þessi mun vera einn sá skemmtilegasti sem háður hefur verið hér í I. fl. Áhorf- endur sem vora um 1000 munu varla í annan tíma hafa verið „spenntari“ um úrslit þó listir knattspyrnunnar væra ekki beint það sem augað gladdi. Sigur Akureyringanna hefði þýtt það eftir samþykkt síð- asta þings KSÍ að lið þeirra hefði leikið í meistaraflokki næsta ár, en nú verður hann óbreyttur. Dómari var Guðjón Einarsson og veður hið bezta. íslandsmeistarar KR eru: Guðjón I. Sigurðsson, Karl Kalsson, Ólafur Pálsson, Stein- ar Þorsteinsson, Steinn Steins- son, Jón Ólafsson, Jón Hann- esson, Sigurður Bergss., Jens Framhald á 11. síðu. Eins og undanfarin ár hafa margir af beztu frjálsíþróttamönn- um Bandaríkjanna verið á keppnisferðalagi um Evrópu í sum- ar. Seint I fyrra mánuði kcppti flokkur Bandarikjamanna á íþróttamóti í Kaupmannahöfn og þá voru þessar myndir tekn- ar. Á efri myndinni sést Ernie Shelton frá Bandarikjunum stökkva 2.04 m í hástökld. Neðri myndin er af ungum dönskum hástökkvara, Niels Breum, sem stökk 1,85 m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.