Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 20. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Strax eftir að filsunffinn hefur verið hamlsaniaður er hann tjóðraður við hliðina á tömdum fíl. Síðan eru tveir aðrir fílar látnir di'aga hann að tré, þar sem hann er hafður í tjóðri þangað til ofsann yfir fangavistinni iiefur lægt. Ednn þýðingarmesti þáttur tamningarinnar er að kenna fílsunganum að þekkja nafnið sitt. I mörgþúsund skipti er það ka lað til fílsins og jafnframt er hann s.trýktur með trjágreln. Loks eftir að mánuður er liðinn fer hann að bera kennsl á köll tamninga- mannsins. Sjáif tamningin getur hafizt. - ' ■* Nú þarf að venja filsungann við að bera knapa á bakinu og hlýða skipunum. Mest er undir því komið að hann sjái annan fíl ganga á undan með góðu eftii'- dæmi. Tamnlngamaðui-inn stígur því á bak fuilnuma fíl og fær hann til að standa á fætur að ótemjunni ásjáandi. Það er ekki hættulaust að gera fíl mannvanan, fyrstu mánuðina eru þeir til alls visir. Stærsía og sterkasta landdýr sem nú er uppi er fíllinn oq svo vill til að hann er í þeim hópi dýra, sem mönnum hefur heppnazt að temja ög taka í þjónustu sína. — í Mið- Afríku, þar sem þessar rnyndir eru teknar, eru fílsungarnir handsamaðir og innbornir tamningamenn gera þá að þæg- um og þróttmiklum vinnudýrum með tamningaaðferðum, sem lítt hafa breytzt um þúsundir ára. Að tamningu dagsins lokinni er farið með dýrin niður að ánni, þar sem þau fá sér ærlegt steypibað úr elgin rana. Fíiaridr velkjast og vesiast upp í hitanum ef þeir fá ekki sitt reglulega bað. Að tamiiingunni lokinni er hægt fara að nota. ungfilana yið að bera og draga þunga hiuti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.