Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 1
Njósnadeild bandariska hernámsliSsins festir upp myndir 09 lýsingu af Islendingi eins 09 lýst er eftir stórhættulegum glæpamanni <s>- Her gengur á Ian«l í Túni§ %- Frafiskt herfylki sem í eru 1500 menn gekk í gær á land í Túnis í Norður-Afríku. Á það að taka þátt í baráttu nýlendu- yfirvaldanna gegn skæruliða- flokkum þjóðernissinna í fjall- lendi Túnis. Hermdarverk eru unnin á báða bóga í borgunum. Franskur verkfræðingur var skotinn úr launsátri nærri Sousse í gær og skotið var úr vélbyssum inn í eitt af kaffi- húsum Araba í Túnisborg. Áðalásökun: pólitískur andstæðingur — Frek- iegasta brot á hernámssanmmgmim um að heriim skipti sér ekki af ísl. stjórnmálum Bending tii bandaríska glæpaiýðsins sem inn hefur verið fluftur? — Lögfræðingur mannsins hefur þeg- ar krafizt rannséknar á athæfi þessu í síðustu viku gerðist sá einstæði atburður að fest- ar voru upp á Keflavíkurflugvelli myndir og ná- kvæm lýsing af íslendingnum Guðgeiri Magnússyni, með sama hætti og tíðkast í Bandaríkjunum að lýsa eftir morðingjum og stórhættulegum glæpamönnum. Eina ásökunin gegn Guðgeiri er sú að hann sé pólitískur andstæðingur bandarískra heimsvalda- sinna. Hefur lögfræðingur hans þegar krafizt rann- sóknar á athæfi þessu. Gangsterháttur þessi hefur vakið almenna reiði og fyrirlitningu á hernámsstjórninni og íslendingum þeim sem starfa í njósnadeild hennar. Myndir þessar, ásamt lýsingu á Guðgeiri, voru festar upp í skrifstofu Ilamilton, matskál- um, íbúðarbröggum og víðar. Aðeins stórhættulegir glæpamenn Slíkar aðfarir tíðkast i Banda ríkjunum og öðrum löndum þar sem morð eru tíð, og þá aðeins þegar lýst er eftir morðingjum og stórhættulegrum giæpamónii- um. Metnir að verðleikum Eftir árás Flugvallarblaðsins á utanríkisráðherra í vor skyldu njósnararnir Daði Hjörvar og Hilmar Biering rekn ir, en þeir starfa enn í góðu gengi á flugvellinum, svo og Guðmundur Arngrimsson er rekinn var. Bandaríkjamenn kunna að meta að verðleikum störf þessara manna, svo og Framhald á 9. síðu. 4 l»aniii)r lítur það út plaggið sem Kanarnir og njósnapeyjar þeirra Iétu liengja upp til þcss að vara menn við Guð- Keiri Magn- ússyni. 6 fac-t 2 inchös; Biao; Appaaranca: Fhysicai Doscription: Ago: 2é; Sex: Kaloj Hsight: Wöight: 190 pounosj Color of Hair: Blonöo: Eyost ffc.rmsiiy prosor.ts e vory slovenly appeamnoo. áp.yí.y*ilif.XS.: Th.is ir.in hns beon potlnv aa & renros rt&Mvo nf +..~. Statos,pa«o^í3fVÍkth H' SC,Ught adl,ia“lon t# llvíng quurters of Unitod "'WiwmnT1 •for the of teking photogrujhs. Ho i3 an Agont of a prcpnganda organ of tho COKMUNIST ' Fyrst þá ... . Það er fátt glæpamanna á ís- landi og morðingjar nær óþekkt fyrirbrigði. Það var fyrst eftir að bandaríska hernámsliðið hafði sezt hér að, að ísiending- ar kynntust þeirri hlið vest- rænnar menningar sem fram kemur í því að berja gamlan mann í hel og henda honum út í þró. Myndauppfesting þessi vakti því að vonum megnustu fyrir- litningu og reiði tslendinga á bandarísku herstjórninni og ts- lendingunum i njósnadeiidinni sem þarna eru að verki. Njósnirnar í verki Bandaríkjamenn hafa sem kunnugt er haldið hér uppi frek legri njósnum um landsmenn heldur en þekkjast mun í nokkru öðru leppriki þeirra. Hafa þeir látið hvern Islending sem til þeirra hefur ráðizt fylla út langa skýrslu fyrir njósna- þjónustuna, 'þar sem menn hafa verið látnir gefa allskonar upp- lýsingar, ekki aðeins um sjálfa sig heldur og fjölskyldu, vini og ættingja. Hér sáu menn sýnishorn njósnanna. Búizt við undirritun samnings um vopnahlé í Indó Kína á hverri stundu Fullt samkomulag um flest atriSi önnur en vopnahlés- llnu og kosningadag, horfur á að gangi saman um þau Þegar síðast fréttist írá Gení í gærkvöldi ríkti þar almenn bjartsýni um að samningar um vopnahlé í Indó Kína myndu verða undirritaðir á hverri stundu. Utanríkisráðherrar ríkjanna sem sitja ráð- stefnuna í Genf þeyttust af einum einkafundinum á annan og ljóst þótti af því sem undirmenn þeirra gáfu fréttamönnum í skyn að stöðugt miðaði í sam- komulagsátt. Á sunnudaginn var haldinn formlegur fundur á ráðstefn- unni, sá eini siðan ráðherrarnir komu aftur til Genf fyrir rúmri viku. Bandaríkin skcrast úr leik. Bedell Smith, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt einu ræðuna sem haldin var á þessum fundi. Hann lýsti yfir að Bandaríkjastjórn sæi sér ekki fært að ábyrgjast með þðrum rikjum ncinn þann vopna hléssamning, sem gerður kynni að vera í Indó Kína. Hinsvegar kvaðst hann geta lýst því yfir fyrir hönd stjórnar sinnar, a2 hún skuldbindi sig til að reyna ekki að beita ofbeldi eða of- beldishótunum til að ónýta slíkan samning. Vilja ekki ábyrgjast frið- helgi Viet Minh. Það hefur verið yfirlýst stefna Bandaríkjastjórnar und- anfarið, að hún muni aldrei á- byrgjast friðhelgi neins þess svæðis, sem Viet Minh, sjálf- stæðishreyfing Indó Kína, fær til umráða við vopnhlé. Hefur þetta að vonum vakið grun- semdir um að Bandaríkjamenn vildu hafa frjálsar hendur til að ráðast á Viet Minh. Örlög Mendés-France. Eftirvæntingin óx jafnt og þétt í Genf i gær, jafnóðum og frest.urinn styttist, sem Mend- és-France hefur sett sér til að ná samningum um vopnahlé í Indó Kína. Þegar hann myncT- aði stjórn fyrir mánuði til- kynnti hann franska þinginu að hann myndi segja af sér forsætisráðherraembættinu ef hann næði ekki viðunandi samn ingum ekki síðar en í dag. Um hádegi í gær fóru Mend- ésíFrence og Eden á fund Sjú Enlæ. Ræddu þeir einkum La- os og létu Bretinn og Frakk- inn vel yfir árangri af funain- um. Indland, Kanada, Pólland. Fullt samkomulag hefur orðið um það málið, sem lengst hefur verið deilt um í Genf, eftirlitið með vopnahléssamn- ingi. Verður þess farið á leit við stjórnir Indlands, Kanada og Póllands að þær skipi menn í eftirlitsnefndir og starfi sín í hverju af þrem ríkjum Indó Kína. Formennsku í öllum nefndum eiga Indverjar að hafa. Um mál sem varða alvarleg brot á vop-,ahIéinu þurfa allir nefndarmen-i að vera samdóma til þess að ákvarðanir þeirra séu bindand'. Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.