Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.07.1954, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJTNN — (5 andarík|astjórn andvíg ís- i í íandhelgísmálmu Hafnar réiti rikja til oð ákveSa s/ó/f fisk- veiBatakmörk v/ð strendur sinar Það kemur æ beíur í ljós að bau ríki, sem okkur Islondingum eru andsnúnust í landhelgismálinu, eru einmitt nágrannaríki okkar, sem við erum tengdir í hernaðarbandalagi. Alkunn eru viðbrögð Breta, þegar íiskveiðatakmörkin hér við land voru færð út. Frakkland, Holland og Belgía mótmæltu einnig stækkun fiskveiðalandhelginnar við ísland. Nú hef- ur einn af embættismönnum utanríkisráðuneytis Bandaríkjastjórnar lýst afstöðu stjórnar sinnar í landhelgismálunum, og er ljóst af því að hún er and- víg sjónarmiði íslendinga. Embœttismaður þessi heitir Herman Phleger og er lögfræði- legur ráðunautur bandaríska ut- anríkisráðuneytisins. 1 júníhefti ritsins Commercial Fisheries Be- vlenv', sem fiskveiða- og dýralífs- deild innanríkisráðuneytis Banda- ríkjanna gefur út, er skýrt frá ræðu sem Phleger hélt á fundi Málfærs’umannafélags Pennsylv- aniafylkis í Harrisburg 22. janú- ar í vetur. F,andgrunnið Hann minnti á lagasetningu Bandaríkjaþings um réttinn til landgrunnsins og jarðefna sem þar er að finna. 1 lögunum er sér- staklega tekið fram að einka- réttur Bandaríkjanna til land- grunnsins breyti engu um það að hafið yfi'r landgrunni skuli eft- ir sem áður teljast rúmsjór og reglur um siglingar þar og fisk- veiðar vera óbreyttar. Meuss hyllir samsmris- meun Theodor Heuss, nýendurkjör- inn forseti Vestur-Þýzkalands, hélt í gær ræðu í Berlín á tíu ára afmæli tilræðis von Stauff- enberg og félaga hans við Hitl- er og uppreisnartilraunar þeirra gegn nazistum. Ættingjar þeirra, sem nazistar tóku af lífi eftir til- ræðið, fjöl- menntu til at- hafnarinnar. Heuss kvaðst vilja lýsa því yfir í eitt skipti fyrir öll að samsæris- mennirnir gegn Hitler hefðu ver- ið þjóðhetjur og gert það sem rétt var. Þeir hefðu þvegið af nafni Þjóðverja smánina sem glæpir Hitlers hefðu atað það. Undanfarin ár hefur ekki linnt deilum í Vestur-Þýzkalandi um það, hvort samsærismennirnir gegn Hitler hafi verið þjóðhetj- ur eða föðurlandssvikarar. Segja þeir sem síðari skoðuninni halda fram, að hvað illt sem um Hitler megi segja þá 'hafi liðsforingjar í þýzka hernum ekki getað rofið trúnaðareið sinn við hann án þess að fyrirgera um leið heiðri sínum. Th. Ileuss „Jafnvel hafinu“. „Eftir yfirlýsingu Bandaríkj- anna frá 1945“, segir Phleger, „hafa al.mörg lönd gert viðtækar kröfur til yfirráða yfir stórum svæðum hafsbotnsins og jafnvel hafinu úti á rúmsjó í einum eða öðrum tilgangi. Til dæmis vilja ýmis lönd taka sér rétt til að setja upp á sitt eindæmi reglur um fiskveiðar I rúmsjó á svæð- um sem liggja að ströndum þeirra en þar sem þegnar ann- arra ríkja hafa fiskað lengi eða þar sem önnur ríki hafa beinna hagsmuna að gæta“. (Leturbr. Þjóðviljans). Kórea—Japan, Island—Bretland. „Kórea og Japan eiga i deilu", heldur Phleger áfram, „um rétt Kóreu til að meina útlendingum fiskiveiðar á stórum svæðum úti fyrir ströndum sínum. Bretland og Island eiga í dei’u út af kröfu Islendinga til einkarétts til fisk- veiða útifyrir ströndum sínum". Síðan skilgreinir Phleger af- stöðu Bandaríkjastj. til deUu- málanna á þessa lelð: „Eins og yður er kimnugt er það afstaða Bandaríkjanna, að hinni hefðbundnu meginreglu um frjálsar fisklveiðar á rúmsjó beri að halda til streitu“. 993ieCarthff MaMÍamíu*9 fféíi Landgrunnið eign íslendinga. Útfærsla fiskveiðitakmarkanna við Island er einungis fyrsta skrefið að því marki að við fá- um setið einir að fiskimiðunum á landgrunninu umhverfis iandið. Jarðefni landgrunnsins varðar okkur ekkert um, það er fiskur- inn í sjónum sem atvinnu’íf okk- ar byggist á. Er það vægast sagt kynleg af- staða sem Bandaríkjastjórn tek- ur, að helga sér landgrunnið sjálft en neita að styðja mál- stað þeirra ríkja, sem vilja helga sér fiskimiðin á landgrunninu. Á- stæðan er auðvitað, að á land- grunni Bandaríkjanna er að finna auðugar olíulindir, en fisk- veiðarnar þar eru hvergi nærri eins mikilvægar enda ekki veru- legur ágangur útlendinga á mið- in. Álit laganefndar SÞ X ræðu sinni vék Ph’eger að því, að nefnd sú sem vinnur að því á vegum SÞ að skrásetja al- þjóðalög hefir sent frá sér til- lögur um þær greinar þeirra, sem varða langrunnið og fiskveiðar. I næsta blaði Þjóðviljans verður gerð grein fyrir þessum tillögum, sem skipta mik'.u máli fyrir okk- ur Xslendinga. Mótmælaorðsending endursend I. sovétlýðveldinu Úsbekistan var nýlega haldin ráðstefna sér- fræðinga í hagnýtingu sólarljóss- ins. í þingi þessu tóku þátt vís- indamenn m. a. frá Moskvu, Leningrad, Úkraínu, Túrkmeníu, Kasakhstan og Armeníu. Á þinginu var aðallega rætt um árangur þann sem tilraunir sovétvísindamanna til betri hag- nýtingar sólarljóssins hafa borið. í Sovétríkjunum er sólarorka nú notuð til að framleiða drykkjar- vatn úr söltu vatni, hitunar húsa, loftræstingar og framleiðslu íss. f mörgum suðlægari ríkjum Sov- étlýðveldanna hafa verið settar upp stöðvar til sólarorkunáms. Þingið ræddi og stofnun sólar- orkunámsstöðvar í suðurhluta Úsbekistans. Á hún að knýja vinnuvélar og framleiða til þess 20 tonn af gufu á klukkutíma. Utanríkisráðuneyti Sovétrikj- anna skilaði nýlega aftur til bandaríska sendiráðsins í Moskva orðsendingu frá Banda ríkjastjórn, og lét þau skilaboð fylgja að því þætti tilskrifið ekki svaravert. Bandaríska orðsendingin var mótmæli gegn teikningu, sem birtist í skopblaðinu Krokotlil í Moskva um daginn. Kvaðst teiknarinn hafa séð það í banda rískum blöðum að illa gengi að velja úr uppköstum að minnis- merki um James heitinn Forre- stal, fyrsta landvarnarráðherra Bandaríkjanna. Vildi hann því hlaupa undir bagga og bjóða uppkast, sem allir ættu að geta fallizt á. Jafnframt lagði teiknarinn til að svohljóðandi áletrun yrði á fótstalli minnismerkisins: „Til ininningar um James Forrestal, fyrrverandi land- varnaráðherra B&ndaríkjanna, ötulan frumkvöðul stríðsbrjál- æðisins og fyrsta fórnarlamb þess. Reist fimm árum eftir að hann stökk í kjarnörkuæði út um glugga á 16. hæð sjúkra- húss flotans í Washington, eft- irmönnum hans til uppbyggi- Iegrar yfirvegunar". Mynd þessa og ummæli tald: Bandaríkjastjcrn freklega móðgun við minningu „eins af beztu sonum bandarísku þjóð- ariunar". Einn af ötulustu og illræmdustu sálufélögum McCarthys í Banda- ríkjunum er Jack Tenney, fylkisþingmaður í Kaliforníu. I mörg ár hefur hann verið formaður sérstakrar fylkisþingsnefndar, sem hefur haft það hlutverk að rannsaka „óameríska starfsemi“ þar í fylkinu. En í prófkosningum um daginn sýndu kjósendur að J»eir eru búnir að fá nóg af Tenney og skoðanakúgun hans. Tenney kolféll í prófkosningunni fyrir konu, sem hét þvl að berjast gegn McCarthyismanum ef hún yrði kjörin á þing. Hér á myndinni er Tenney fyrir miðju og Goodwin Knight, fylkis- stjóri í Kaliforníu, við hlið hans. r Oskaðleg nautndfl? Meskalín skeipir skynjimina, meratran hressir 09 eyðir áhyggjum Oft hefur verið rætt um það að velgerningur væri að fá mannkyninu nautnalyf, sem væru laus við galla þeirra gamalkunnu, svo sem áfengis. Nú eru komin ti! sögunnar tvö j að séu áhrifamikil nautna- og efni ,sem ýmsir vi'ja ha'da fram hressingarlyf en algerlega óskað- leg. Bók Huxleys Annað þessara efna, meskaiín, varð víðfrægrt i einskumælandi löndum á þessu ári, þegar enska skáldið Aldous Huxley ritaði heila bók ti! að vegsama áhrif þess. Efni þetta nefnist meskalín. 1 bók sinni, The Doors of Per- ception (Dyr skynjunarinnar), lýsir Hux’ey þvi, hvernig honum varð við að neyta skammts af meska’íni. Honum fannst a’It um- hverfið breytast og fá á sig töfra- blæ. Hinir einföldustu hlutir, eins og efnið í buxunum hans og fæt- urnir á stó num sem hann sat i, urðu ótæmandi undrunar- og í- hugunarefni Hux'ey fannst hann ekki aðeins skynja yfirborð hlut- anna he’dur innsta eð!i þeirra. Hann he dur því fram að neyzla meskal ns hafi ekki í för með sér nein óþægjleg eftirköst. Ástandi sínu líkir hann við ieiðs'una sem skýrt er frá í ritum dulspekinga. Ástarsorg, vinnuleiði Hitt efnið, meratran, er hvergi nærri svona áhrifamikið. Tveir iæknar i Cincinnati í Bandaríkj- unum hafa reynt það í þrjú miss- eri undir eftir iti geðsjúkdómasér- fræðings. Það var gefið 320 sjúk- 'ingum, sem voru miður sín af ! ástarsorg eða vinnuieiða eða voru I þjakaðir af kvíða og áhyggjum af í öðrum orsökum. Meratran hefir ekki í för með sér neinar eiturverkanir og ekki | varð þess vart að fólkið sem ; það var gefið yrði forfailið til að neyta þess. Efnið reyndist hressa menn í skyndi og auka þeim andlegt þrek ifkt og amfetamin. Hinsvegar varð þess ekki vart að þeir sem tóku inn meratran yrðu Framhald á 11. síðu. Uppkast Krokodil að minnismerkl um Forrestal.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.