Þjóðviljinn - 24.07.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.07.1954, Blaðsíða 1
i Sigfúsarsjóður Þeir sem greiða smám saman framlög sín til sjóðsins eru minntir á að skrifstofan á Þórs- götu 1 er opin alla daga kl. 10—12 og 2—7, nema laugar- daga aðeins fyrir hádegi. Ríkisstjórnin hefur nú stöðvað störf togaranefndðrinnar í þrjár vikur Meginhlufi togaraflotans bundinn og gjaldeyris~ fapiS nemur fugum milljóna króna Skýrt var frá því í Moskvu í gær að M. Rjúmín, fyrrum vara- innanríkisráðherra hefði verið dæmdur til dauða fyrir að háía staðið fyrir handtöku 9 lækna i janúar 1953, lagt fram fplsaðar ákærur á hendur þeim og reynt með ólöglegum meðulum að fá þá til að játa þær á sig. Ríkisstjórnin heíur nú senn stöðvað störí togara- neíndarinnar um þriggja vikna skeið og ekkert ból- ar á því ao stjórnarílokkarnir nái samkomulagi um lausn þess vanda sem að togaraútgerðinni steðjar. Þegar ríkisstjórnin stöðvaði störí togaraneíndarinnar mun nefndin hafa lokið rannsókn sinni á hag út- gerðarinnar og verið reiðubúin til að leggja tillögur sínar fyrir ríkisstjórnina. En það var þá sem ríkis- stjórnin fór þess á leit við nefndina að hún frestaði endanlegri afgreiðslu málsins meðan ríkisstjórnin fengi skýrslu hennar og tillöguuppkast til athug- unar.. Allan þennan tíma licfur ekk- crt frá ríkisstjórninni heyrst. Um 30 togarar liggja við Iand- festar og milljónatugum í gjald- cyri er fórnað eins og ekkert sé. Meðan þessu íer fram sitja ráð- hcrrar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hinsvcgar kófsveitt- ir við að skinta hernámsgróð- anum milli klíkubræðra sinna og flokksgæðinga og finna við- unandi lausn fyrir báða á út- hlutun lúxusbifreiða scm fluttar verða tU Iandsins. Ábyrgðarlaus vinnubrögð Á það hefur fyrr verið bent hér í blaðinu að gjaldeyristapið af togarastöðvuninni nemur % milljón króna á hvern dag sem togararnir liggja bundnir. Sé gert ráð fyrir því, sem allar horfur eru á, að það sé mein- ing ríkisstjórnarinnar að stöðva flotann a. m. k. mánuðina júní, júlí og ágúst kemst gjaldeyris- tjónið upp í 70 milljónir. Er það dálagleg fúlga sem ríkisstjórn' afturhaldsflokkanna varpar þannig á glæ með aðgerðaleysi sínu í þessu mikilvæga vanda- máli. Þessi vinnubrögð ríkisstjórn- arinnár cru svo ábyrgðarlaus og furðuleg að jaínvel ákveðnustu andstæðingar hennar hefðu vart trúað þeim að óreyndu. Markaðimir í hættu. Eins og kunnugt er hefur rík- isstjómin gert samninga við aðr- ar þjóðir um sölu á íslenzkri fiskframleiðslu. Stærsti samn- ingurinn er við Sovétríkin sem kaupa 35 þús. tonn af freð- fiski á hálfu öðru ári. Öll fisk- framleiðslan er þannig seld fyr- ir fram. Og vitað er að eigi ís- lendingar að standa við tilboð sin verður togarafloti þjóðar- innar að taka fyllsta þátt í framleiðslunni og mun þó vart af veita. Ekki verður annað séð en ríkisstjórnin sé með stöðvun sinni á togurunum að stefna þessum miklu sölumöguleikum í yfirvofandi og augljósa hættu. Manneklan vex. Þá liggur það í augum uppi að því lengur sem ríkisstjórnin stöðvar togarana því örðugra mun reynast að manna þá að nýju, jafnvel eftir að samið hefur verið um stórbætt kjör. Meðan stöðvun rikisstjórnarinn- Erai ókyrrð í Indlandi Ókyrrö var enn í nýlendum Portúgala á Indlandi í gær. Indlandsstjórn vísaði á bug tilmælum Portúgala um leyfi til aö flytja hergögn milli nýlendna Portúgala á vestur- ströndinni til þess að bæla þar niður uppreisnir indverskra þjóðernissinna. 40 manns særðust í óeirðum í nýlendum Portúgala í Indlandi í gær. Indlandsstjórn synjaði Portúgölum um leyfi til að flytja hergögn milli nýlendusvæða Portúgala á vesturströnd Ind- lands. Sagði formælandi stjórn- arinnar að Indverjar gætu hvorki né vildu berja niður til- raunir indverskra manna til að ná þeim völdum sem þeim bæri. ítrekaði hann þá yfirlýsingu Indlandsstjórnar að hún viður- kenndi ekki yíirráð Portúgala á landssvæðum þeim er þeir hafa heigað sér á Indlandi. Þing Þjóðþingsflokksins Ind- verska samþykkti ályktun í gær þess efnis að Indverjum bæri að vinna að því að Indland fái yfirráð yfir öllu indversku landi. ar stendur yfir leita sjómenn-- irnir sér annarrar vinnu til að sjá fjölskyldum sínum farborða, og það virðist augljóst að því erfiðara muni reynast að endur- heimta þá í sín gömlu skip- rúm sem stöðvunin varir lengur. Þessi hætta steðjar greinilega að útgerðinni, en þar með er ekki sagt að ríkisstjórninni sé það sérlega leitt, þar sem stefna hennar virðist augljóslega að binda togarana sem lengst og neyða þannig sem mest af vinnuafli þjóðarinnar í hern- aðarvinnu suður á Miðnesheiði. Taíarlausar aðgerðir. En hvað sem þjónustusemi rík- isstjórnarinnar við erlent vald líður, þá er hættan sem togara- stöðvunin bakar þjóðinni svo augljós að ekki verður um hana deilt. Þess vegna hlýtur krafan um tafarlausar aðgerðir til að tryggja rekstur togaranna og bæta stórlega kjör togarasjó- manna að verða borin fram af vaxandi þunga þar til ríkis- stjórnin sér sitt óvænna og læt- ur undan almenningsálitinu. Dr. Jung flýði stjórnarfar Adenauers í Vestur-Þýzkalandi Segir Adenauer vinna gegn sameiningu Þýzkalands Dr. Ot-to Jung, fyrrum yfirmaöur þeirrar deildar innan- ríkisráðuneytis Vestur-Þýzkalands er sá um njósnir í Austur-Þýzkalandi og hvarf á miðvikudaginn, kom fram í útvarpi í Austur-Berlín í gær. Sagði hann þar að sér hefði verið ókleift að vinna að sameiningu Þýzkalands í ráðuneyti Adenauers. Dr. Jung var staddur í Vestur- Berlín til að taka þátt í minn- ingarathöfn þeirri sem þar fór fram til minningar um að tíu ár voru liðin frá því að nokkrir samstarfsmenn Hitlers gerðu til- raun til að ráða hann af dögum, en hann var einn af þeim sem tók þátt í því samsæri. Dr. Jung kom fram í útvarpi í Austur- Berlín í gær og flutti þar skýrslu um flótta sinn. Kvaðst hann hafa valið þetta tækifæri til að taka upp samvinnu við ríkis- stjórn Austur-Þýzkalands vegna þess að sér hefði verið ókleift að vinna að sameiningu Þýzka- lands meðan hann var búsett- ur í Vestur-Þýzkalandi og vann í ráðuneyti Adenauers. Kvað hann engar líkur fyrir því að tækist að sameina Þýzkaland án þess að rikisstjórnir beggja landshluta vinni saman að því markmiði. Sagði dr. Jung að kirkjuþingið í Leipzig hefði sýnt það og sannað að enn væri Framhald á 9. síðu. Franska þingið vottaði Mencfés-France traust sitt Bidault gagnrýndi harðlega vopnahléssáttmálann Franska þingiö ræddi í gær skýrslu Mendés-France forsætisráðherra um Genfarráðstefnuna, Georges Bidault, fyrrum utanríkisráðherra gagnrýndi harðlega samning- ana sem gerðir voru í Genf og kallaði þá Muenchen sátt- mála í Asíu. Þingið veitti Mendés-France traust sitt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Er franska þingið ræddi i gær skýrslu Mendés-France forsæt- isráðherra um störf og árangur, veittist Georges Bidault, fyrrum utanríkisráðherra, harðlega að samkomulagi því sem náðist á Genfarráðstefnunni um vopna- hlé í Indó Kína. Sakaði hann Mendés-France um að hafa fall- ist á samkomulag í Genf án samþykkis og vilja sijórnar Víet Nams. Hinum þrem ríkjum Indó- Kína sé bannað að taka þátt í varnarbandalagi Suðaustur-Asíu til tryggingar sameiginlegs ör- yggis þjóðanna þar um slóðir. Samkomulaginu í Genf svipaði til samninga þeirra sem gerðir voru 1938 um Tékkóslóvakíu í Miinchen. Mendés-France svaraði og sagði að hin þrjú ríki Indó Kína væru hiutlaus og Frakkar væru ekki hindraðir i að gegna hlutverki sínu þar. í hinum þrem ríkjum ríkti nú frjálslynt stjórnarfar sem væri andstætt kommúnistum. Hann kvaðst þess fullviss að fólkið í þessum ríkj- um tæki það fram yfir stjórnar- far kommúnista í kosningunum sem fara eiga fram innan tveggja ára. Samkomulagið hefði verið ill-aðgengilegt fyrir Frakka, en samt hefði niðurstaðan orðið miklu betri en kommúnistar lögðu til í upphafi. V'arðandi þau ummæli Bidaults að sam- komuiagið í Genf hefði verið svipað Miinchen-sámkomulaginu um Tékkóslóvakiu, sagði hann að aðildarríki Genfarráðstefn- unnar hefðu nú ábyrgst vopnahlé í Indó Kína, en hefðu Bretland og Frakkland verið reiðubúin að tryggja fullveldi Tékkóslóvakiu árið 1938 hefði Hitler aldrel á- rætt að leggja hana undir sig. Bedeli Smith í Washington Bedell Smith, aðstoðarutan- rikisráðherra Bandaríkjanna kom til Washington í gær frá Lundúnum. Hann sagði við fréttamenn á flugvellinum að samhingarnir í Genf ‘væru að mörgu leyti ekki að skapi Banda- ríkjastjórnar. Samkomulagið hefði þó verið það bezta sem unnt hefði verið að ná. Kvað hann nú nauðsyn bera til að stofna varnartandaiag þjóða í Suðaustur-Asiu til að stöðva frekari útbreiðslu kommúnism- ans þar. Hann mun nú gefa Ei- senhower forseta skýrslu um för sína. Sjú Enlæ i Bcrlín / y Sjú Enlæ, fdrSætis- og utanrík- isráðherra Kína, kom til Berlínar á leið sinhi til Peking i gær. Ráðherrar úr austurþýzku stjórn- inni tóku þar á móti honum. Sjú lét svo ummælt við fréttamenn á Framhald á 5. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.