Þjóðviljinn - 24.07.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.07.1954, Blaðsíða 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur. 24. júlí 1954 Dugur eða drep Framhald af 7. síðu. ]>eirra, er hlotið hafa, að koma því í hendur erlendra afla, sem hafa svívirt það og arðsogið. En alþýðan hefur aldrei látið menningu sína af höndum. Þess vegna tókst þjóðinni að ná umráðum yfir sínu landi á nýjan leik, þótt samstundis hafi það aftur verið' svikið í erlendar kúg- araklær. Við ætlum að vinna land okkar á ný. En það tekst ekki, nema alþýðan haldi tryggð við sína menn- ingu, varðveiti hana í hlóði sínu og hjartaslögum og magni listamenn 'sína til að gæða hana nýjum þrótti að kröfum nýrra viðfangsefna á hverjum tíma. Það er ekki iangt síðan, að ég heyrði prýðilega stéttvísan verka- mann segja, að það væri fjar- stæða, að verkamenn færu að taka það í sínar hendur að dæma um gildi bókmennta og lista. Mann setur hljóðan við og dettur fyrst í hug, að til grundvallar liggi vanmat verkalýðsstéttarinnar á menn- ingarlegum mætti sínum og skyldunni að hafa forustu á sviðum menningarmála sem á öllum öðrum sviíum mann- legs lífs. Án þeirrar vitund- ar alþýðustéttanna er öll bar- átta vonlítil eða vonlaus. En vera má, að fyrir áður til- færðum ummælum liggi til- finningin fyrir því, að listirn- ar séu að draga sig út af vettvangi lífsins, og inn hafi laumazt trú á það, að svo beri listum að gera. Þá er þó ljós- geisli í tilfinningunni fyrir því, að þá sé ekki ástæða ná- inna tengsla lista og hins stritandi lýðs. En það eru tengsl, sem aldrei mega slitna. Einu sinni gripu margir rauð- ir pennar samstillt inn í ís- lenzkar bókmenntir og ollu þar tímamótum, af því að þeir töluðu til alþýðunnar á þann veg, að hún unni þeim ■ ogi þeir urðu blóð af hennar blóði með þeim árangri, að byltingasinnuð verkalýðs- hreyfing brauzt svo skarplega :i í gegnum fýlkingar aftur- haldsins,. að eins dæmi er um NorSurlönd. Svo fer þar, sem list og vmnandi lýður stefn- ir samhuga að settu marki. Á lofti sést nú tákn þess, að þess háttar samvinna muni takast á ný. Það tákn er Söngfélag verkalýðssamtak- anna í Reykjavík. Á ör- skömmum tíma hefur það rutt sér braut til virðingar- sætis i menningarlífi þjóðar- innar með nýjum söhg, er listamennirnir hafa numið frá hjartarötum fólksins sjálfs. Óne:tanlega er það merkileg tilviljun, ög það getur varla verið tilviljun, að fyrstu söngvar kórsins, er alþjóðar- athygli vekja, skulu ortir af bónda í Hvítársíðu og hús- freyju í Mývatnssveit. Engan svíkja litir og línur Eiríks- jökuls og bergmálsfjalla há- bvggðanna, og enn reynast drýgstar, þegar á reynir, and- vökur hins vinnandi manns og söngur sá, er kviknar við samhljóman hjarta hans við umhverfi sitt og lífsbaráttu. Frá landinu sjálfu og sam- skiptum þjóðarinnar við það liggja slagæðar þess hjarta, sem dælt’ hefur og dæla mun lífsafa þeirrar menningar, sem heitir íslenzk menning og er lífæð íslenzkrar þjóðartilveru. Sameining Þýzkaiands og Kéreu? Framhald af 6. síðu. TÍkjastjórn. Ákvæðin um hlut- leysi ríkjanna í Indó Kína 1 girða’ fyrir að Bandaríkin fái þar hernaðarleg ítök. Krafa Bandaríkjastjórnar er að bæði sameinuð Kórea og sameinað Þýzkaland fái að ganga í hern- aðarbandalög. Hún telur víst að bandarísksinnaðir flokkar mái þar völdum og geri hernað- arbandalög við Bandaríkin. Sovétstjórnin krefst þess hins vegar, að löndin gæti hlutleys- is ef þau eru sameinuð. Hún meitar að sleppa aðstöðu sinni á Austur-Þýzkalandi nema tryggt sé að Vesturveldin sleppi 3íka sinni hernaðaraðstöðu í vesturhluta landsins. IVrú hefur verið samið um það -*■ ’ í Indó Kína að ríki, þar sem búast má við að sósíalistísk stjórn komi til valda, skuli gæta hlutleysis. Molotoff og Sjú Fnlæ hafa þar afsalað sér hugsanlegum bandamanni en fengið í staðinn viðurkennt hlutleysissjónarmiðið. Enginn vafi er á því að þau munu benda á samningana um Indó Kína sem fyrirmynd að lausn deilanna um Þýzkaland og Kóreu. Yfirlýsing sovétstjórn- arinnar um árangur ráðstefn- unnar í Genf sýnir að hún mun leitast við að fá mál Kóreu og Þýzkalands tekin upp á ný hið bráðasta. ,.-V : ■ ,# Samkomulagið um Indó Kína . náðist. vegna þess að í fyrsta skipti síðan heimsstyrj- öldinni síðari lauk hafa stjórn- ir Bretlands og Frakklands boð- ið Bandaríkjastjórn byrginn og farið sínar eigin götur hvort sem Bandaríkjamönnum líkaði vel eða illa. Stefna Edens og Mendés-France er að hafa frið- samlega sambúð við sósíalist- . ísku ríkin. Stefna Dullesar er að beita hótun um kjarnorku- styrjöld til þess að kollvarpa sósíalistískum ríkisstjórnum. Friðurinn í Evrópu getur ekki verið traustur meðan Þýzka- land er klofið í tvennt og f jand- samlegir herir horfast í augu yfir markalínuna. Það mun koma í Ijós á næstunni, hvort stjórnir Bretlands og Frakk- lands dirfast að ganga í ber- högg við vilja Bandaríkja- stjórnar til að tryggja friðsam- lega sambúð í Evrópu. Að sönnu eiga þær óhægra um vik þar en í Indó Kína, því. að Banda- ríkjastjórn er beinn aðili. að Þýzkalandsmálunum. M. T. Ó. RITSTJÓRl: FRtMANN HELGASON Knaffspyrna: /■ 1 IV. Breyttar leikaðferðir Þeir sem fylgzt hafa.með knatt- spyrnu síðustu 15 til 20-árin hafa veitt því athygli að leikaðferðir félaga eru orðnar ailt aðrar en voru hjá þeim félögum sem lengst j voru komin 193.4—39. Þá var stuttur samleikur notaður mjög, sérstaklega ■ hjá Valsrpönnum, með mjög góðum árangri sem kunnugt er, einnig hjá Víkingi og Fram nokkur. Leikaðferð KR hefur tiltölulega minnst .breytzt. Þessi stutti samleikur miðar margfalt meira að því að hinir 11 menn finni ■ meira og oftar , hvern annan. Þeir verða þess fullkomlega meðyitandi að þeir eru hjól í vél sem yérða oft að grípa inn í hvert annað til þess að vélin gangi ekki skrykkjótt. Það eykur leikgleðina að finna að maður er fastur þátttakandi í leiknum og það fær hann til að leggja sig fram. Þessi stutti sam- leikur var áhrif frá ÞýzkalandJ beint og óbeint; þýzkir þjálfar- ar, og svo Reider Sörensen, sem lengi dvaldist í Þýzkalandi og kynntist knattspyrnunni þar. Með öðrum orðum, við vorum á leið með að taka upp hið við- urkennda miðevrópíska leiklag sem nú á síðasta HM-móti hef- ur staðfest ágæti sitt svo eftir- minnilega að lönd frá Mið-Ev- rópu eru í 1. 2. og 3. sæti! Á stríðsárunum tók þetta að breyt- ast og vafalaust fyrir áhrlf frá enskri knattspyrnu sem hér var leikin af hermönnum og síðar liðum sem komu í heimsókn og svo enskum þjálfurum sem starf- að hafa hér. Langspyrnurnar þóttu ganga fljótar og þarafleið- andi hlytu mörkin að koma að sama skani fljótt. Spyrnurnar tóku að hækka og lengjast, erf- iðara var að taka á móti þeim. Knötturinn flaug í tíma og ó- tíma yfir höfðum manna og vitað var að þar sem hann kæmi niður varð barátta milli varnarleiks- manns og sækjanda ef þá. var ekki kominn heiil hópur til að taka. á móti honum. Óft hefur mátt sja spyrnur mi!li varná sem hafa líkzt meira tennis en knattspyrnu. Þeir sem á milli voru höfðu ekkert að gera neipa horfa upp í loftið og fylgjast, ’ | með svifi knattarins fram 'og aftur. Þeir voru ekki með, þeir voru áhorfendur. Þrátt fyrir það að við höfum séð hér góð þýzk og austurrísk lið virðast engar tilraunir hafa verið gerðar til að líkja eftir leik þeirra af félögum í Reykjavík. Sennilega er ástæða sú að þeir hafa ekki verið skot- harðir við markið en það hafa Bretar orð á sér fyrir. Hin fúll- komnu nútímalið Mið-Evrópu sameina þessa góðu kosti, sam- leikinn og skotin. Eitt lið er það þó sem hefur tekið að leika með þessari gömlu. og nýju aðferð, en það er lið Akraness, og árangur þeirra er svo góður að hann staðfestir það mikla ólán sem henti íslenzka knattspyrnumenn er þeir iögðu niður stutta sam- leikinn. Það er líka undravert að sjáandi sjá knattspyrnumenn okkar hér í höfuðstaðnum ekki, og þrátt fyrir þessar áþreifan- legu sannanir vilja þeir engu breyta, ekkert missa og ekkert læra af reynslu liðinna ára. (Framh.) Fólskir reiðhjólamenn leggja upp í kappakstur umliverfis Varsjá. í ser rau m Eins og sagt hefur verið frá í fréttum ‘ hafa heimsmet Gund- ers Hágg verið slegin hvert af öðru nú undanfarið svo að ekkert stendur eftir, og sem kunnugt Franz Hermann er sá Bretinn Fred Green fyrir því síðasta í 3 enskra mílna hlaupi. í tilefni af þessu hefur sænska íþróttablaðið átt viðtal við Hágg. í viðtali þessu heldur Hágg því j fram að ekki sé hægt að benda á nokkur takmörk hve menn geti lengi bætt metin, á öllum tímum komi fram vel þjálfaðir afrekshlauparar og fyrr eða síð- ar heppnist einum eða öðrum að bæta gildandi met. Þegar blaðið spyr hann hvað honum finnist um afrekin, svarar hann: — Eng- inn getur annað en dáðst að viljaþreki Zatopeks, þó maður geti ekki orðið hrifinn af að horfa á hann hlaupa. Sannur listhlaupari er ekki til í augna- blikinu. í fyrra sá ég frábæran hlaupara í London, Herman frá Belgíu, en vegna meiðsla hefur hann orðið að .draga sig í hlé. Sá maður hreif a. m. k. mig. Hvort mér finnst til um afrekin, spurðir þú. Ef ég á að segja sannleikann þá finnst mér ekk- ert til um þau. Afrekin falla sem þroskaðipávextir og það hef- ur tekið langan tíma að fá ávext- ina til að þroskast, 1 tugi ára hafa þeir hangið þar, og það er lang- ur tími í íþróttum. Verulega hrifinn verð ég ekki fyrr en frám kemur hlaupari sem nær öllum heimsmetum á 1500 m til 5000 m og þá á sama keppnistímabili. . Hágg er ekki vægur í dómum sínum um sænska hlaunara í dag. Þá vantar hlaupagleði og metn- aðargirni. Spurningin er hvort hin mikla þátttaka í mótum áður en full þjálfun er fengin eigi ekki mikla sök á hinum veika „gnist“ og vöntun á sjálfstrausti. UCfiUI tffKfK

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.