Þjóðviljinn - 24.07.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.07.1954, Blaðsíða 6
 — MÓÐVILJINN — Laugardagur 24. júlí 1954 þJÓOVIUINN SósiallatafloUrurlnn. Slgarður GuSmundsaoa. Otgófandl: Samelnlngarflokkur alþýOu Ritatjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Fréttaatjóri: Jón Bjarnason. BlaOamenn: Aamundur Sigurjónssor.. Bjaral Benedlktsaon, GuS- mundur Vlgfúsaon, Magnús Torfi Ólafsson. Anglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. , Ritatjóm, afgrelOsla, augiýsingar, prentsmiOJa: Bkólavörðnstlg UB. — Sími 7600 (3 línur). Ankrlftarverð kr. 20 & mánuðl i Reykjavtk og nAgrennl, kr. lt nnnars staðar á landinu. — Lausaaöluverð 1' kr. eintaklð. PrentsmlÖJa PJÓðviljana h.f. Þjóðhættiilegt skemmdarstarf Skyldi þaö geta gerst nokkursstaðar nema á íslandi að stórvirkustu framleiðslutæki þjóðarinnar liggi stöðvuð vikum og mánuðum saman án þess að stjórnarvöld lands- ins grípi til skjótra og raunhæfra úrræða til þess að setja atvinnutækin í gang og tryggja rekstur þeirra? Áreiðanlega ekki. En það er ekki nóg með að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar standi sjálf uppi úr- ræðalaus og máttvana gagnvart þeirri staöreynd að mest- aliur togaraflotinn liggur bundinn vegna þess aö afæturn- ar í þjóðfélaginu ganga svo nærri afkomu hans að rekst- urinn er oröinn vonlaus að óbreyttum aðstæðum. Ríkis- stjórnin hefur einnig gerst ber að því furðulega tiltæki aö stöðva störf togaranefndarinnar um nær þriggja vikna skeið og var þó nefndin komin fast að því að skila endan- legri skýrslu og tillögum til lausnar á vanda togaraút- gerðarinnar. Síöan hefur staðið yfir stanslaust rifrilch og skæklatog innan stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar. Er höfuð- rifrildisefnið úthlutun á bílum til gæðinga og viidar- manna stjórnarflokkanna. Hafði stjórnin tilkynnt að ftuttir yrðu inn 800 bílar en umsóknir sem borizt hafa munu nema um níu þúsundum! Gengu síðan klögumálin á- víxl í stjórnarblöðunum og fór ekki á milli mála að hér var um málefni að ræða sem stjórnarflokkarnir töldu ó- líkt mikilvægara en hvort togaraflotinn væri starfræktur eða lægi bundinn við landfestar. Töldu báðir stjórnar- íiokkarnir miklu varða aö gengið yrði þannig frá úthlut- unarvandamáli þessu að á hvorugan hallaði .enda hefur bílaúthlutunin verið eitt mikilvægasta tæki valdamanna stjórnarflokkanna til þess að tryggja aðstöðu sína og hagsmuni. Meöan tíma og starfskröftum ráðherranna er varið í reiptogið um bílana liggja yfir 30 nýsköpunartogarar bundnir. Verður ekki annaö séð en ríkisstjórnin sé ráðin í að binda togarana ailt til hausts og jafnvel lengur. Gjaldeyristapið af stöðvuninni nemur % milljón á dag, eða um 70 milljónum króna sé gert ráð fyrir að stöðvunin vári í þrjá mánuði. Stöövun togaraflotans stefnir í augljósa hættu þeim þýðingarmiklu og hagstæðu viðskiptasamningum sem þjóðin hefur náð og tryggðu öruggan markað fyrir alla fiskframleiðsluna. Það eru sáralitlar eða jafnvel engar lík- ur til aö ísland geti staöið við geröa samninga í þessum efnum með því að togaraflotinn, afkastamestu fram- leiðslutækin, liggi bundin mánuðum saman. Því lengur sem togaraflotinn liggur, því erfiðara mun reynast að endurheimta til starfa á skipunum þann mikla fjölda sjómanna sem hrakinn hefur verið í land vegna lélégra kjara og stððvunar ríkisstjórnarinnar.'Er þó tog- araútgerðinni á því mikil og brýn nauðsyn að missa ekki af þeim dugmiklu og vönu togarasjómönnum sem stund- að hafa þessa atvinnugrein árum saman og eru viður- kenndir afkastamestu og beztu sjómenn sem nokkur fiskveiðiþjóð hefur á að skipa. Þannig hníga* öll skynsamleg rök að einni og sömu niðurstöðu: Að binda togaraflotann við landfestar og stöðva störf togaranefndarinnar er ekki aöeins hið versta skaðræðisverk sem ríkisstjórnin hefur unnið heldur bein- línis augljóst og þjóðhættulegt skemmdarstarf gagnvart ísienzku atvinnulífi. Með þessu atferli er verið að stefna framtíð togaraútgerðarinnar í fullkomna tvísýnu, svipta þióðina milljóna tugum í gjaldeyri, gera tilraun til aö eyðileggja dýrmæta markaði og hrekja íslenzkt vinnuafl í vaxandi mæli frá framleiðslunni og í stríðsundirbún- 1) f ' '■ ■ i ingsstörf hernámsliðsins. Þessi frammistaða ríkisstjórnarinnar er með þeim hætti að henni væri sæmst að viöurkenna afglöp sín og getu- levsi og segja af sér störfum. Ríkisstjórn sem ekki er þess umkomin aö tryggja áframhaldandi rekstur þýðingar- méstu atvinnutækja þjóðar sinnar er ekki verkefni sínu vaxin og henni ber skylda til aö viðurkenna þá staðrejmd nieð. því að afsala sér þeiri’i ábyrgö sem hún hefur tekiö sér á heröar en rís á engan hátt undir. Erlond í í ð i sa d i Sjú Enlæ. hin árangursríkasta sem haldin hefði verið síðan heimsstyrjöld- inni siðari lauk. Fleiri hafa far- ið svipuðum orðum um ráð- stefnuna. Það sem greinir samningana sem gerðir voru í Genf frá öðrum svipuðum samningum, svo sem samningn- um um vopnahlé í Kóreu, er hvað samningamir um Indó Kína eru yfirgripsmiklir. Þar Vjatéslav Molotoff. er ekki einungis ,um það að ræða að bppdinn hafi verið endi á vopnaviðskiptin. Samkomulag náðist einnig um lausn hinna pólitísku vandamála. Verði samningarnir haldnir verður Viet Nam sameinað undir eina stjórn innan tveggja ára. Þá verða þrjú sjálfstæð og full- valda ríki í Indó Kína og franski herinn fer þaðan á brott fyrir fullt og allt. Ef allt geng- ur eftir áætlun hefur þvi ráð- stefnan í Genf fundið algera og varanlega lausn á þeim vanda- málum, sem hún glímdi við.' 17"jarni samninganna um Indó Kína er ákvæðið um sam- einingu landsins með kosning- um. Georges Bidault, sem var utaTiríkisráðherra Frakklands framan af ráðstefnunni, tók ekki i mál að ræða stjómmála- hlið deiliuriáJarma í Ir.dó Kína. hersins. Meðan Bidault fór með umboð Frakka á ráðstefnunni i Genf gerði hvorki að reka né ganga. Skriður komst ekki á samningana fyrr en stjórnin sem Bidault sat í féll og Pierre Mendés-France tók við forystú frönsku samninganefndarinnar. Orsökin var að Mendés-France tók allt aðra afstöðu til kosn- ingamálsins en Bidault. Hann féllst á að semja um stjórn- málaatriði og hemaðaratriði í einu. T^ýzkaland og Kórea hafa ver- * ið klofin árum saman um hernámssvæðamörk og hver tilraunin á fætur annarri til að sameina þau hefur farið út um þúfur. Vesturveldin og Sovét- rikin hafa haldið fram sinni sameiningarleiðinui hvort. Til- laga Vesturveidanna er sú að Sameinuðu þjóðirnar hafi yfir- stjórn þingkosninga í þess- um löndum, þau verði samein- uð undir eina stjórn og fái fullt frelsi til að eanga í hernaðar- bandalög við önnur ríki. Sovét- stjórnin heíur hins vegar lagt til að stjórnir beggja hluta Þýzkalands og Kóreu komi sér saman um fyrirkomulag kosn- inga og framkvæmi þær og svo verði búið um hnútana frá upp- haffi að ríkin verði ekki hluti af neinu hernaðar'bandalagi. T Indó Kína hefur þessi síðari leið verið farin. Þar eiga stjórn sjálfstæðishreyfingar- innar og leppstjórn Frakka að hefja undirbúning kosninga Pierre Mendés-France. haldið á einnig að fylgjast með framkvæmd kosninganna en hún hefur engin bein afskipti af þeim. Loks er það einn af hornsteinum samninganna sem gerðir voru í Genf, að ríkin í Indó Kína skuldbinda sig til að ganga ekki í nein hernaðar- bandalög og leyfa enga erlenda hersetu né erlendar herstöðvar í löndum sínum. Þessi ákvæði Antliony Eden. eiga að tryggja hlutleysi rikj- anna og stjórnimar sem að samningunum standa skuld- binda sig til að sjá um að hlut- leysi Indó Kína verði virt. John Foster Dultes. A ndstaða Bandarikjastjórnar gegn samningunum sem gerðir voru í Genf stafar eink- um af þessum ákvæðum þeirra. Indó Kína liggur á hernaðar- lega mikilvægum stað. Hefðu Bandaríkin herstöðvar þar eins og i Kóreu og Japan væri Kína komið í úlfakreppu. Radford aðmíráll, forseti bandariska .yfirherráðsins, vildi senda bandarískan her til Indó Kína til að hindra að Frakkar semdu þar frið en fékk því ekki ráðið þrátt fyrir stuðning Nixons varaforseta og annarra forystu- manna stríðsflokksins í Banda- Framhald á 3. siðu. "JAIehru, forsætisráðherra Ind- lands, komst svo að-orði'í heillaskeytinu, sem hann sendi fulltrúum á Genfarráðstefn- unni þegar samizt hafði um frið í Indó Kína, að ráðstefnan væri Hann krafðist þess að samið yrði i Genf um vopnahléð eitt, að því búnu væri hægt að fara að ræða pólitísk úrlausnarefni. Sjálfstæðishreyfing Indó Kína hafnaði þessu sjónarmiði. Hún grunaði Bidault, vafalaust með fullum rétti, úm að ætla alís ekki að semja um sameiningu Viet Nam og kosningar í land- inu. Opinberir franskir og bandarískir aðilar játa að sjálf- stæðishreyfingin myndi vinna kosningarnar. Ætlun Bidault var að fá Viet Nam skipt og halda siðan sem fastast í þann hlutann, sem félli í hlut franska innan árs og þær eiga að hafa farið fram og landið verið sam- einað áður en tvö ár eru liðin frá því ráðstefnunni í Genf lauk. Nefndin sem á að hafa eftirlit með að vopnahléð sé Visar samningurinn um Indó Kína leið 'ands og Kóreu?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.