Þjóðviljinn - 24.07.1954, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Lattgardagur 24. júlí 1904
Annar kafii
INNAN
VIÐ
MCRVEGGINN
EFTIR A. J. CRONIN
57.
„Láttu ekki eins og kjáni,“ hvíslaði hún að sjálfri sér.
„Það er tilgangslaust — til einskis.“
Hún slökkti ljósið og harðlokaði augunum í myrkrinu.
En hvað sem öllum ákvörðunum leiö, þá réð hún ekki
við tilfinningamar sem gagntóku hana. Þær voru sterk-
ari en hún, og loks lét hún undan, full af blygðun. Dag-
inn eftir fór hún til heimkynna Páls í Poole stræti og
spurði eftir honum.
Frú Coppin leit á hana tortryggnisaugum.
„Hann er farinn,“ svaraöi hún stutt í spuna.
Lena fékk ákafan hjartslátt. En hún gafst ekki upp.
„Hvert fór hann?“
„Ég hef enga hugmynd um það. Ef til vill hafið þér
gaman að vita að lögreglan kom og spurði um hann.
Ég varð að taka töskuna hans upp í húsaleiguna,“ bætti
hún við.
Það varð dálítil þögn. Allt í einu fékk Lena hugmynd.
„Get ég tekið farangurinn hans, ef ég borga yður?“
Frú Coppin hugsaði sig um. Eigur hans virtust lítils
virði; hún hafði engar vonir gert sér um ágóða af þeim.
Undir þessum kringumstæðum var ástæðulaust að spyrja
spurninga r— slíku tækifæri mátti ekki sleppa. Hún
tautaði eitthvað til samþykkis, skildi hurðina eftir í hálfa
gátt og fór inn í húsið aftur.
Rjóð og næstum feimnisleg bar Lena slitnu ferðatösk-
una heim til sín. í henni voru aðeins nokkrar slitnar<
flíkur. Hún þvoði skyrturnar og strauk, stagaði 1 sokk-
ana, hreinsaði blettina úr krympluðum buxunum og
pressaði í þær egghvöss brot. Hún setti meira að segja
nokkra shillinga í vasana. Meðan hún var að þessu leiö
henni ögn betur, en þegar allt var samanbrotið og komið
niður í töskuna á ný, sótti í sama horfið aftur. Hún varð
æ sannfærðari um að Páll hefði lent í einhverju óláni.
En svo fékk hún fréttir af honum í Bonanza verzlun-
arhúsinu. Morguninn eftir þegar hún kom til vinnu, var
Nancy Wilson að segja frá atviki sem fyrir hana hafði
komiö með miklum fjálgleik. Allir höfðu safnazt kring-
um hana, jafnvel Harris stóð álengdar og hlustaði —
þetta voru svo gómsætar fréttir.
„Ég get sagt ykkur það,“ sagöi Nancy með tilfinningu.
„Það lá við að ég ryki um koll. Ég var á leið í bíó með
vini mínum þegar ég kom auga á hann meö auglýsinga-
samloku. Fyrst ætlaði ég varla aö þekkja hann, hann
var svo breyttur — horaður og rytjulegur, reglulega
tötralegur og frakkalaus. „Bíddu, Georg, bíddu augna-
blik,“ sagði ég við vin minn. „Þarna er náungi sem ég
þekkti einu sinni.“ Og ég stóð og horfði á hann meðan
hann rölti áfram í röðinni með ónytjungunum. Það var
áreiðanlega Páll. Hann kom*allt í einu auga á mig
hinum megin við götuna, og hann sneri sér undan og
hypjaði sig áfram.“
Það fór kliður um áhorfendahópinn. Lena varð mátt-
laus í hnjáliðunum.
„Þið hefðuð átt að sjá hann.“ Nancy ranghvolfdi í sér
augunum. „Hann er alveg kominn í hundana.11
„Ég vissi alltaf aö hann mundi enda svona,“ sagði
Harris að lokum. „Ég fékk smáupplýsingar hjá lögregl-
unni. Svona nú------að borðunum ykkar.“
Þá var það sem Lena kom engum vörnum við lengur.
Hún gerði sér ljóst hvað hún hagaði sér heimskuiega,
vissi einnig að hún var að baka sjálfri sér erfiðleika og
vandræði. En hún gat ekki að sér gert. Hún hóf leit að
Páli. Á hverjum morgni á leiö til vinnu, á hverju kvöldi
á heimleið, fór hún krókaleiðir, þræddi göturnar í fátæk-
legustu hverfum borgarinnar og litaðist um eftir honum.
Þegar hún átti frístund beið hún klukkustundum saman
hjá brautarstöðinni 1 Leonard stræti. Hún leitaði líka á
hinum brautarstöðvunum. En hann var hvergi að finna.
Hin ákafa leit hennar var til einskis, hún uppskar aðeins
beizk vonbrigði.
Þegar Páll gekk heimleiðis frá húsi Sprotts, gekk í
blindni eftir þöglum götunum, var orðið skuggsýnt,
kvöldið kalt og heiðskírt, golan nístingsköld, frost í
lofti. Það var eins og hann væri sljór, en þó komst aöeins
ein hugmynd að í huga hans. Og þegar hann kom að
skipaskurðinum, tók hann byssuna upp úr vasa sínum
og fleygði henni langt út í gruggugt vatnið um leið og
hann stundi af feginleik. Fjarlægt skvamp bergmálaði 1
eyrum hans.
Hann horföi á vatnshringina eyðast í tunglsljósinu.
Hann hreyfði sig ekki fyrr en vatnið var orðið spegil-
slétt á ný.
Um leið sló klukkan á Ware turninum ellefu.
Þungur klukkuslátturinn kom honum til að vakna til
lífsins aftur og þrátt fyrir ruglingslegar hugsanir hans
og sljóleikann sem gagntók hann áttaði hann sig á því
að hann var algerlega félaus. Hann nam staöar og fór
að íhuga hvar hann ætti að vera um nóttina. Smám
saman varð honum Ijóst að hann ætti aöeins um einn
kost að velja. Hann yrði að gera það sem Jerry og fé-
lagar hans á svefnloftinu óttuöust öllu öðru fremur.
Hann yrði að sofa úti. Það var til staður sem kallaðist
Hvelfingarnar, eini staður borgarinnar, að kirkjugarð-
inum undanskildum, þar sem heimilislausir menn fengu
að hvílast óáreittir. Um leið og Páll lagði af staö í áttina
þangað fannst honum sem síðasta ögnin af sjáifsvirð-
ingu hans væri á bak og burt. Nú var hann áreiðanlega
kominn í hundana.
Hvelfingamar voru ekki langt frá skipaskurðinum;
tvö dimm gímöld undir Midland járnbrautarbrúnni. Og
þegar hann kom þangað voru aðrir lánleysingjar þegar
búnir að búa þar um sig undir nóttina. Hann bretti
upp frakkakragann sinn, lét fallast niður í skuggann
með hendur í vösum og bakið upp viö járnsúlu. Þaö '
var nístingskalt. Páll reyndi að baela niður hrollinn og
blundaði ööru hverju í órólegum dúrum. Morguninn
rann upp grár og hrímkaldur og það buldi 1 brúnni fyrir
ofan þegar fyrsta morgunlestin fór 'um hana. Páli var
kalt og hann var svo stirður að hann gat varla risið á
fætur, en loks tókst honum það og hann rölti burtu.
Hann verkjaði í magann af sulti, en hann átti ekki eyris-
virði í vasanum. Ósjálfrátt gekk hann i áttina til Lane
Scott, landkönnuðurinn mikli,
heimsótti eitt sinn Lloyd
George, þáverandi forsætis-
ráðherra Bretlands, fór fram
á að hann veitti honum fé til
að standast kostnað af leið-
angri sem hann var að undir-
búa. Forsætisráðherrann tók
ekki vel í beiðni hans, en benti
honum þó að lokum á auðugan
mann sem kynni að hafa á-
huga á fyrirtækinu. Sagði hon-
um síðan að koma aftur og
láta sig vita erindislokin.
Jæja, hvernig gekk það?
spurði ráðherrann er vísinda-
maðurinn koin aftur skömmu
síðar.
Jú, svaraði Scott, hann lét mig
hafa þúsund pund, en hann
kvartaði mjög yfir skatta-
stefnu stjórnarinnar. Enda
bauð hann mér 20 þúsund
pund í viðbót ef ég fengi for-
sætisráðherrann með mér í
leiðangurinn — og hálfa mill-
jón ef ég kæmi aftur án iians.
==sss=»
Ung stúlka heimsótti píanó-
snillinginn Rubinstein, lék fyr-
ir hann stutt verk og spurði
síðan: Hvað finnst yður ég
ætti að gera? — Gifta yður,
svaraði meistarinn.
Otbreiðið
f* • fl ■
n ur «
o g
n
Allar tilraunir til nýungar
innan húsgagnaiðnaðarins eru
í sjálfu sér lofsverðar — en
það er ekki þar með sagt að
nýungarnar séu jað sjálfar.
Því miður virðast óskirnar
um að búa til eitthvað sem er
frumlegt og ný3tárlegt vera
ofar á baugi en löngunin tii að
búa til hentuga og fallega hluti
sem nota má á venjulegújft-
heimilum, stendur í nýlegu
dönsku blaði í tilefni af hús-
gagnasýningu sem opnuð var
í síðasta rnánuíi að tilhlutan
nokkurra ungra húsgagna-
smíðameistara.
Mikið ber á mjóum stálpíp-
um í húsgögnum þessum, t.d.
í verðlaunastólnum sem Erik
Magrir leður
eignast sym
Sérfræðingar við Harvard-
háskóla í Bandaríkjunum hafa
gert athugun á 10.000 banda-
rískum fjölskyldum með það
fyfir augum að. komast a2‘ raua
um hvort verið geti, að sam-
band sé miiii þyngdar föður
og kyns barna hans. Niður-
staða þessarar rannsóknar varð
sú að likur fyrir því að
karlar, sem eru 15 kilóum
þyngri en eðlilegt er, eignist
dætur eru í hlutfallinu 3 á mcti
einum. Samsvarandi miluar lík-
ur eru fyrir því að karlar sem
eru lettari en meðalþyngd verðí
feður drengja.
Ole Jörgensen hefur teiknað
og„.smjðað,v-,
Skemmtileg hugmynd kemur
fram í öðrum hægindastól sem
Ejvind A. Johansen hefur
teiknaö. Hægi er að leggja
hann saman, svo að tveir hæg-
indastólar mynda til samana
legubekk. Þessi stóll er gerðui
úr tré, en i borðstofusamstæðu
sem hann hefur teiknað eru
ekki einungis stólar og borð-
fætur úr stáli, heldur er borð-
platan úr gagnsæu gleri!
.5*
■ o'írtss*! ■