Þjóðviljinn - 24.07.1954, Blaðsíða 12
félapfræðingur" um
vixla á ríkissjói
Innleysir Skúli fjármálaráðherra hundruð þús-
unda kr. víxla er Hannes gefur út en lón Skafta-
son samþykkir fyrir hönd dómsmálaráðherra?
Gaf Bjarni umboðið?
þJÓÐVlLIINN
Laugardagur 24. júli 1954 — 19. árgangur — 164. tölublað
Barátta Hannesar „íélagsfræðings" — lénsherra
Framsóknar í Kópavogi — gegn Kópavogsbúum
hefur nú tekið á sig all-mikilfenglegan blæ. Geng-
ur hann um og gefur út hundruð búsunda króna
>*íxla í nafni dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, til
pess að borga herkostnaðinn í stríðinu gegn Kópa-
vögsbúum.
Hannes „félagsfræðingur"
Framsóknarflokksins hefur stað-
ið í stórræðum í lénsherrastarf-
inu við að úthluta sumum lóðum
—• sem hann vissi ekki hvar voru
— og banna öðrum að byggja.
M. a. hefur hann hafið ofsókn
gegn manni einum er fékk lóð
og byggingarleyfi í fyrrahaust.
Maður þessi fékk lóðina sam-
kvæmt sömu reglum og þá
giltu, að lóðarsamning fá menn
er þeir hafa steypt eitthvað upp.
Maðurinn var hinsvegar ekki
lengra kominn en að hafa slegið
upp mótum þegar Hannes „fé-
lagsfræðingur“ Framsóknar
heimtaðl lögbann á byggingar-
framkvæmdir hans, þar sem
hann, Hannes Jónsson „félags-
fræðingur“ sjálfur, hefði úthlut-
að öðrum manni þessari lóð 6.
júlí s.l.!!
150 þús. í nafni dóms-
öcr kirkjumála-
ráðherra
Hannes „félagsfræðingur"
mætti síðan hjá dómara með
jögfræðingsspiru að nafni Jón
Skaftason sér við hlið. Krafðist
dómarinn þess að þeir Hannes
létu tryggingu fyrir lögbanns-
kröfunni. Dró „félagfsfræðingur-
inn“ þá víxileyðublað upp úr
vasanum og spurði hvað trygg-
ingin ætti að vera há. 150 þús-
und, kvað dómarinn. Gaf „Hann-
es „félagsfræðingur“ Jónsson þá
út víxil að upphæð 150 þús. kr„
en Jón Skaftason ekrifaði á
hann — fyrir hönd dóms- og
kirkjumálaráðuneytisins!
— Borgar Skúli ?
Herferð Hannesar „félagsfræð-
ings“ gegn Kópavogsbúum gæti
kostað ríkissjóð drjúgan skilding
ef hann hyggst fara þannig að
gegn mörgum, því hátt á annað
hundrað byggingarleyfi voru gef-
in út í Kópavogi í fyrra.
Er því óhjákvæmilegt að spyrja
hvaða umboð þessir piltar hafi
til slíkra athafna. Hefur Bjarni
Ben. dóms- og kirkjumálaráð-
herra veitt þeim umboð til að
ráðast á menn sem byggja og
gefa út hundruð þúsunda kr.
víxla á ríkissjóð? Er Skúli fjár-
málaráðherra reiðubúinn til að
borga slíka víxla þeirra félaga
með fé ríkisins?!
1200 mál í bræðslu — 900
tunnur saltaðar í gær
Raufarhöfn. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
í gær bárust hingað 1200 mál í bræðslu og 900 tunnur
voru saltaðar.
Síldin veiddist aðallega í gær-
morgun. Er hún dreifð en ýmis
skip fengu þó sæmileg köst, þó
nokkur 600 mála köst. Hinsvegar
er síldin nú smá og illa fallin
til söltunar.
Flest skipin eru nú úti á mið-
Dtsvör Isfirðinga 3,5 millj kr
; ísafirði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
' Hér er nýlokið niðurjöfnun útsvara og var útsvarsskrá-
in lögö fram í dag. Jafnað var niður rösklega 3,5 milljón-
um króna á 820 gjaldendur. Er það Vz millj. kr. hærra en
í' fyrra.
unum og veiðiveður gott, en ekk-
ert hefur enn frézt um veiði.
Hæstu útsvörin eru þessi:
Kaupfélag ísfirðinga 100 þús.,
Norðurtanginn h.f. (hraðfrysti-
hús) 83 þús. kr., Olíusamlag út-
vegsmanna 54 þús. og 500,
Marselíus Bernharðsson, skipa-
smíðastöð h.f. 44 þús. og 600,
Jón Ö. Bárðarson 44 þús., fshús-
félag ísfirðinga h.f. 30 þús. og
500, ísfirðingur h.f. (togarafélag)
30 þús. kr.
20 til 30 skip fengu góða
síldveiði í gær
! *m-
(. ■
Ægii sér torfur á Húnaflóa og finnur átu
:f~ áSkagagrunni
Siglufirði í gærkvöld. Frá fréttaritara Þjóðviljans
í dag fengu 20-30 skip góða veiði norður af Rauðanúpi.
Lögðu flest þeirra upp á Raufarhöfn, en 3 lögðu
sinn hér á land.
afla
Veiðin var aðallega um 12 til
29 mílur norður af Rauðanúpi
á Sléttu. Var veiðiveður gott í
morgun, en nú er tekið að
þyngja.
Afli þessara skipa var allt
upp i 900 mál.
Ægir sá í morgun 11 síldar-
torfur norður af Reykjafirði á
Ströndum, og nú í kvöld sá
hann allöiikla síld vaða nyrzt á
Húnaflóa. Enga átu fann hann
á þessu svæði, en hins vegar
fann hann mikla átu á Skaga-
grunni. Þykir mönnum nú all-
vel horfa um framhaldandi síld-
veiði, ef veður verður sæmilegt.
Kviknar í út frá raf-
magnsstrokjárni
Klukkan um hálf fimm í gær
var slökkviliðið kvatt að Lauga
vegi 143, en þar hafði kviknað
smávegis í út frá rafmagns-
strokjárni, sem skilið hafði
verið eftir í sambandi. Járnið
hafði brennt gat á borðdúk og
var byrjað að svíða borðplöt-
una, þegar að var komið.
Skemmdir urðu ekki teljandi.
Þetta er sýnishorn af farkosti indverskra fiskimanna.
I»s*ír Isleaidingar síarfa níi
h|á Matvælastofnun Sl*
Einn íslendingur, Hilmar Kristjónsson, hefur verið fastur
starfsmaður fiskideildar matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna,
en auk hans hafa þrir aðrir Islendingar unnið á vegum stofn-
unarinnar.
Hilmar Kristjónsson hefur
dvalizt hér heima í sumarfríi, en
fer áleiðis til Rómaborgar í
dag, en þar eru aðalstöðvar F.A.
O. Ræddi hann í gær við blaða-
menn.
Upphaflegt verksvið fiskideild-
ar FAO er að annast söfnun og
miðlun upplýsinga varðandi
fiskifræði, fiskiveiðar, fiskiðnað,
sölu og dreifingu fisks, en síð-
ustu 3 árin má heita að megin-
starfið hafi verið að veita beina
tæknilega aðstoð þeim þjóðum
sem skammt eru á veg komnar í
fiskframleiðslu.
Þjóðir á frumstæðu stigi
Þjóðirnar í löndunum við botn
Miðjarðarhafs og suður í Asíu
eru mjög skammt á veg komnar
Verður næsta heimsmót æsk-
unnar í Varsjá eða Peking?
Þrír iulllrúar héðan farnir á st)árnarfund
alþjóðasðittbandsins í Peking til ákvörð-
unar um mófsfaðinn
Yfirstjórn (Council) Alþjóðasambands lýðræðissinn-
aðrar æsku kemur saman til fundar a.m.k. einu sinni á ári
Erfitt er að halda stjórnal’fund á staö, sem öllum líkar,
því að í stjórninni eiga sæti fulltrúar frá 87 löndum um
heim allan. Nú hefur veriö kallaður saman stjórnarfund-
ur austur í Peking dagana 9.-15. ágúst og héðan fara 3
ungir menn.
1 stjórn Alþjóðasambandins
eiga sæti Ingi R. Helgason fyr-
ir Æskulýðsfylkinguna og Þór-
ólfur Daníelsson fyrir Iðnnema-
samband Islands. Fóru þeir
báðir fljúgandi héðan í morg-
un. Þriðji þátttakandinn er
áheyrnarfulltrúi frá Samvinnu-
nefndinni Einar Gunnar Einars-
son, en hann er staddur í Osló
með þjóðdansaflokk, og slæst
hann í förina í Kaupmanna-
höfn.
Á dagskrá fundarins eru
mörg viðfangsefni alþjóðasam-
bandsins. Þar verður rætt um
aðstoð alþjóðasainbandsins við
æsku nýlenduþjóðamna, um ráð-
stefnuna um kjör og vandamál
sveitaæskunnar, sem halda á
í desember n.k. og síðast en
ekki síst á að ræða árangur
Búkarestmótslns og undirbún-
inginn að næsta beimsmótí.
Vitað er, að uppi eru óskir um
að lialda mótið í Varsjá og
Peking og verður úr því skorið
á þessum fundi.
í fiskveiðum 02 afla sjómenn
þessara landa að meðaltali hálfa
til heila lest á mann á ári. Fisk-
verð er því geysihátt. Sendir
FAO sérfræðinga sína til að
kenna þessum þjóðum fiskveiðar
og er lögð áherzla á að láta þær
fara allan þróunarstigann frá
smáfleytum upp í stór nýtízku-
skip, en þær ekki látnar taka
stökkið í einu frá sínum lélegu
bátskriflum til nýtízku veiði-
skipa. Er ísland fremur veitandi
en þiggjandi í þessu samstarfi,
sagði Hilmar. Að FAO standa
samtals 71 vesturblakkarþjóð.
Aðstoðin sem í té er látin er
fyrst og fremst sú að kenna
vinnubrögð og tækni, en upp-
byggingu alla verða þjóðirnar
sjálfar að kosta. Hilmar kvað
sumar Austurlandaþjóðirnar á
því stigi að þær vissu ekki
Framhald á 11. siðu.
_ 7 7' S > ’
Drengur bíður
bana með svipleg-
um
Það soíglega slys varð
austur í Fljótshlíð á niiðviku-
daginn að ungur drengur féll
út úr bíl og beið bana.
Slysið vildi þannig til að
Guðmundur Guðmundsson
bóndi á Lambalæk var á leið
heim af engjunum í bíl. Með
honurn var ungur sonur hanS
Björn að nafni. Vissi Guðmund-
ur ekki fyrri til en drengurinn
féll út úr bílnum, lenti undir
hjólunum og beið þegar bana.
Erich Ollenhauer, formaður
Sósíaldemókrataflokks Vestur-
Þýzkalands, var í gær endur-
kjörinn formaður flokksins á
þingi hans í Berlín. Greiddu
342 atkvæði með Ollenhauer en
24 á móti.