Þjóðviljinn - 24.07.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÖÐVIUINN — Laugardagur 24. júlí 1054
Vísindi í Ráðstjórnarríkjunum
3
Þessi ráðgáta og lausn henn-
ar er ekki eingöngu tengd ííf-
fræðinni, heldur hníga að hénni
rök frá eðlisfræði, efnafræði,
stjörnufræði, jarðfræði og öðr-
um vísindum. Lausn þessarar
gátu hafa menn nálgazt eftir
ýmsum leiðum á liðnum tíma,
verið því fjær .henni sem þeir
vissu minna, en ætíð hefur hún
knúið á, því þetta er aðalspurn-
ing. Það var auðséð fyrir löngu
að frá sjónarmiði trúarbragða
fæst engin viðhlítandi lausn,
sjónarmið visindanna eru þau
einu sem duga.
Ágreiningurinn er í rauninni
ekki ánnar en sá, hvort lifið
eigi sér hina sömu orsök og
heimurinn annars (raunar er^
sú orsök óþekkt. Þýð.), eða ein-
hverja andlega orsök sem erfitt
mundi vera að finna með að-
ferðum vísindanna, mælingu og
vogum. Sé lífið þáttur af efn-
isheiminum (og þetta er skoðun
visindamanna í Ráðstjórnarríkj-
unum), ætti að vera unnt og
einnig þörf á að breyta lífver-
um og umskapa þær, með því
að vinna í samræmi við lögmál
þau sem í lífið voru felld frá
öndverðu, og svo framarlega
sem nægileg þekking á þeim
lögmálum hefur fundizt. Sé líf-
ið hinsvegar af andlegum upp-
runa, óþekkjanlegum og órann-
sakanlegum, er þess ekki að
vænta að unnt verði að breyta
neinu, heldur hljótum við að
vera hlutlausir áhorfendur þess
sem ekki hefur breytzt frá upp-
hafi og aldrei getur breytzt.
Það liðu svo langir tímar að
lausn þessarar gátu þokaði ekk-
ert framávið, meðan vísindum
fleygði þó annars fram, enda er
fátt vandasamara en einmitt sú
gáta. Saga lífsins á jörðinni og
framþróun tegundanna er orðin
að vísindum fyrir löngu og
stöðugt bætist við þekkinguna
á þessu, en upphafið er enn
þoku hulið. Það hefur sannazt
af steingervingafundum víðsveg
ar á jörðinni, að fyrir mörgum
milljónum ára var ólíkt um að
litast, önnur dýr og aðrar jurtir
voru þá uppi. Því aftar sem
dregur í tímann, því fábreytt-
ara var jurta- og dýralif jarð-
arinnar og tegundirnar því
frumstæðari. Það þykir sannað
að allar hinar æðri jurta- og
dýrategundir, ásamt sjálfum
okkur, hafi þróazt fram af öðr-
um einfaldari að gerð. En þetta
leýsir ekki gátuna um uppruna
lífsins.
Vísindamenn í Ráðstjórnar-
' ríkjunum líta svo á, að þá er
efnið fer að Iifa, öðlist það
með hverri þróun til hærra og
hærra stigs nýja og nýja eigin-
’ leika sem ekki voru til áður.
Og er lifið sjálft, að dómi
þeirra, nýr eiginleiki efnisins,
eða fiytt stig efnisins í þróun
þess.
Leiðin til að ráða gátuna um
upphaf lífsins, segir prófessor
Alexander Oparin, „er sú að
rannsaka þróunarsögu efnisins.
Up’p af þ’éirri þróun spratt hinn
nýi eiginleiki efnisins, lífið“.
Frá þessu sjónarmiði hefur
þrófessor Öþarin beint rann-
sóknum ‘ sínúm á breýtingu og
þróun efnisins hér á jörðu áður
en lífið kviknáði.
Því miðúr er ekki únnt í
svona stuttu mali að skýra frá
rannsóknum prófessorsins, og
verður því að stikla á stóru.
Fátt er jafn-hugfangandi og-
rannsóknaraðferðir mannsand-
ans um hið óþekkta. Til stuðn-
ings skoðunum sínum hlaut
prófessor Oþarin að taka upp
athuganir á himinhnöttum.
Hvers var hann að leita þar?
Að koléfnissamböndurn, hyrn-
ingarsteinum í byggingu lífsins.
Þessi vísiridamaður hlaut að
snúa sér að „rannsóknarstofu al-
heimsins“ til þess að finna
hvaða breytingu kolefni tók, pá
er jörðin var að taka á sig hina
núverandi mynd sína. Efna-
fræðileg rannsókn á yfirborði
sólarinnar leiðir í ljós að sum
kolefnissambönd geta haldizt
við jafnvel í þeim feikna'hita
sem þar er. Rannsóknir á loft-
steinum hafa sýnt að þar er
ekki einungis kolefnissambönd
að finna (í sambandi við
málma), heldur einnig vatns-
efni. Hér var það sem prófessor
Oparin fann hin fyrstu drög
hinnar nýju kenningar um
myndun jarðarinnar, sem áður
hefur verið frá sagt.
M. E. þýddi.
Eiríkur Brisvi, rafmagnsveitustjóri:
Átbpseií! m Aiistfjarðavirkjuii
í tilefni af greinum sem birzt
hafa í dagblöðum að undan-
förnu langar mig til að segja
eftirfarandi:
Á fjörðunum Austanlands eru
hvergi nema á Seyðisfirði nær-
tæk fallvötn, sem hentug eru
og fullnægjandi til sérvirkjana
fyrir kauptúnín. Austfjörðum
verður því ekki aflað fullnægj-
andi vatnsorku nema með sam-
virkjun á Austurlandi eða orku-
veitu frá öðrum landshluta, og
þá nánast frá Laxárvirkjun í
Suður-Þingeyj«rsýslu.
Á undanförnum árum hafa
ýmsir möguleikar verið athug-
aðir, eða virkjun Gilsárvatna,
Sandár, Fjarðarár, Grímsár og
Lagarfljóts og auk þess veita
frá Laxárvirkjun. Virkjanir
Gilsár og Sandár þóttu ekkí
hagkvæmar fyrir margra hluta
sakir, og veita frá Laxá of dýr,
enda þá gert ráð fyrir v.enju-
legri riðstraumsveitu. Virkjun
í Lagarfossi revndist einnig of
dýr, því stífla í Lagarfljóti, sem
gert var ráð fyrir eins og venja
er til, bar þá tiltölulega litla
virkjun sem um var að ræða of-
urliði.
Eftir stóðu þá virkjun Gríms-
ár og Fjarðarár, og voru þær
athugaðar áfram. Leit um tíma
út fyrir, að heppilegra væri að
virkja Fjarðará, en gaumgæfi-
legur samanburður, sem lokið
var nú í vetur, sýndi þó að
heppilegra mætti teljast að
virkja Grímsá nú, en Fjarðará
eða Lagarfoss síðar, eftir þvn
hver raforkuþörfin reyndist
verða. Með þessu mátti í raun-
inni telja, að þær. lausnir sem
mönnum hafði dottið í hug
hefðu verið athugaðar, og rann-
sóknum sérfræðínganna væri
lokið.
Um sama leyti og athugunum
á virkjun Grímsár og Fjarðarár
lauk, kom hinsvegar fram sú
hugmynd að notfæra sérstaka
staðhætti við Lagarfoss til þess
að virkja þar hluta rennslisins
án þess að gera steinsteypta
stíflu yfir fljótið, ög nú í vor
kom fram önnur hugmynd, sem
er í því fólgin að beita nýrri
tækni við orkuflutning frá Lax-
árvirkjuninni. Sú tækni er
þannig, að 3-fasa riðstraum er
breytt í rakstraum við Laxá,
orkan þvínæst flutt sem rak-
straumur til Austfjarða og
breytt þar aftur í 3-fasa rið-
straum og síðan flutt um Aust-
firði eftir 3-fasa neti á venju-
legan hátt.
Bráðabirgðaáætlanir hafa
verið gerðar um þessar lausnir,
og þóttu báðar það athyglis-
verðar, að ábyrgir aðilar töldu
ekki rétt að taka endanlega á-
kvörðun í þessu máli fyrr en
nánari athuganir lægju fyrir,
en bráðabirgðaáætlanirnar hins
vegar ekki nægilega öruggar,
hvorki frá tæknilegu né fjár-
hagslegu sjónarmiði, til þess að
hægt væri að treysta þeim að
fullu. Er nú unnið að þessum
athugunum eins hratt og unnt
er, en að sjálfsögðu torveldar
það athuganirnar mjög að verk-
fræðingar raforkumálastjóra
hafa sagt upp starfi.
Hinar nýju hugmyndir eru
báðar nokkuð sérstæðar. Er illt
að þær skyldu ekki koma fram
fyrr, en um það þýðir ekki að
sakast. Það er hinsvegar vart að
efa, að ef það reynist tæknilega
og fjárhagslega kleift að ráð-
ast í virkjun Lagarfoss eða
veitu frá Laxá, þá verður raf-
orkumálum Austfjarða betur
borgið en ella.
Raforkumálastjórnin og Aust-
firðingar hafa rætt þéssi mál á
grundvelli þeirra bráabirgðaá-
ætlana sem nefndar eru að
framan og munu ræða þau
áfram nú á næstunni, þegar
niðurstaða þeirra athugana sem
verið er að vinna að liggur fyr-
ir; Tilgangur þessarar athuga-
semdar er því aðeins sá að
benda á, að það er verið að
reyna að finna betri lausn á
bessum málum en mönnum
hafði áður komið til hugar.
22. júlí 1954
Eiríkur Briem,
rafmagnsveitustjóri.
Allt á s'ömu bókina lært hjá íhaldinu:
Ekki farið að staðsetja 40 íbéðiraari
sem bæjarsijérn samþykkii 11. apríi
s.l. að reistar skyldu „Nð i»E£aMu|
Svo sem flestum mun minnisstœtt tók hið sísof-
andi bœjarstjórnaríhald viðbragð nókkurt í hus-
nœðismálunum á bcejarstjórnarfundi 13. apríl í
vetur eftir langan og væran svefn. Var Jóhann
Hafstein látinn flytja tillögu um húsnœðismál sem
sampykki var á fundinum og hljóðaöi upphaf
hennar á pessa leið:
„Bæjarstjórn Reykjavíkur ályktar eftirfarandi:
1. Að hefja byggingu hagkvœmra sambýlishúsa
og gefa fólki kost á pví að eignast pessar
íbúðir fokheldar með hitalögn, í pví skyni
að útrýma um leið braggaíbúðum.
Ákveður bœjarstjórnin að hefja NÚ ÞEGAR
byggingu fjögurra slíkra sambyggðra rað-
húsa, tveggja hœða, með 40 fjögurra her-
bergja íbúðum.“
Morgunblaðið lét ekki sitt eftir liggja. Það
skýrði frá hinum mikla framkvæmdahug íhaldsins
undir fimm dálka fyrirsögn á forsíðu: „Raun-
hœfar tillögur Sjálfstæðismanna í húsnæðismál-
um“. En síðan hefur lítið um málið heyrzt, nema
hvað vitað er að ekki er einu sinni farið aö ákveða
staðsetningu íbúðanna hvað þá aö framkvæmdir
séu hafnar eöa farið að ákveða skilyrði fyrir út-
hlutun þeirra.
Þannig eru efndir íhaldsins hvar sem gripið er
niður. Það sem sampykkt er 13. apríl að gert skuli
NÚ ÞEGAR er ekki hafið premur mánuðum síðar.
Og íháldið fœst ekki einu sinni til að auglýsa um-
sóknarfrest eða setja reglur um úthlutunina, pótt
vitað sé að miklu stœrri fjöldi byggi vonir sínar
um húsnœði á pessum lofuðu framkvœmdum en
til greina getur komið við úthlutun íbúðanna.
Það er skilyrðislaus krafa peirra sem búa í
bröggum eða eru húsnœðislausir að ekki yerði
jrékari dráttur en orðinn er á pví að pessar 40
íbúðir séu staðsettar og framkvœmdir hafnar við
byggingu peirra. Ákvörðunin var ékki með peim
stórhug eða myndarbrag að nokkur frambœrileg
rök séu fyrir pví að marga> mánuði purfi til að
hefjast handa.
óstUFinn
Að ljúka sér aí — Kílómetri, ferkílómetri eða
rúmkílómetri —
ÞAÐ ER SAGT að hugurinn
fljúgi hraðar en nokkurt far-
artæki, og þó gerist það stund-
um, einkum þegar maður ferð-
ast með hraðskreiðu farártæki
eins og t. d. flugvél, áð hug-
urinn verður eftir, að minnsta
kosti leitar hann sífellt til
baka; það er eins og haiui geti
ekki áttað sig á þessum ógn-
arhraða sem flugvélunum fylg-
ir. Og þótt ég sé fyrir heilli
viku komin heim úr hinum
yndislegu héruðum suðaustur-
lands, er ég ekki fyrr setzt við
ritvélina en hugurinn er allur
þar. Og nú er ég að hugsa um
að leyfa honum að Ijúka sér
af.
*
EITT AF ÞVÍ sem mér er minn-
isstæðast er ferðin yfir Jök-
ulsá á Breiðamerkursandi. í
einhverri landafræði sem mað-
ur laerði barn stóð að hún væri
einn ferkílómetri að stærð. Það
var að vísu prentvilla með fer-
- I bíl yfir hafsjó
kílómetrann, en þegar ég var
setzt út í bátinn ásamt með
ferjumanninum, einum mann-
fræðingi og hreppstjóranum í
Suðursveit, fannst mér undur-
eðlilegt að viðhafa ferkíló-
metra um þetta ferlega vatns-
fall, þar sem forugir jakar
mara i hálfu kafi, nýsprungn-
ir út úr jöklinum. Og þegar
hreppstjórinn tilkynnti okkur
það á miðri ánni að þarna
rétt fyrir ofan hefði mælzt
43ja metra dýpi, datt mér í
hug að ef til vill hefði eðlileg-
asta prentvillan verið rúm-
kílómetrar. En þótt einhvers
fiðrings yroi ef til vill vart
í okkur hvarf hann fljótlega
þegar yfir á austurbakkann
kom og Þorsteinn hreppstjóri
hafði gefið okkur í nefið.
ic
OG AÐ KVÖLDI þessa sama
dags vorum við stödd i allt
Framhald á 9. síðu.