Þjóðviljinn - 24.07.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.07.1954, Blaðsíða 5
Pyndingar og morð s Guatemala lýsir aSförum leppstiórnar USA Ógnaröldin sem nú ríkir í Guatemala á sér engan líka siöan á v3elmaktardögum nazista. Forystumenn verkalýSs- hreyfingarinnar eru tíundeltir og þeir sem nást eru látnir sæta: hinum hroðalegustu pyndingum og síðan myrtir. Fráþessu ér sagt í skýrslu, sem stjóm Verkalýðssambands rómönsku Ameríku hefur samið og birt i Mexíkóborg. Mexíkó liggur norðan að Gua- temala.og fjöldi manna hefur flú- ið yfir landamærin síðan innrás- arher á -vegum Bandaríkjamanna köllvarpaði þjóðkjörinni stjórn Guatemala fyrir mánuði. Dýrslegar aðfarir Gfsóknirnar bitna einkum á forystumönnum félága landbún- áðarverkamanna og öðrum sem stóðu fyrir skiptingu hluta af stórjarðeignum milli landnæðis- lausrar sveitaalþýðu. Komizt er svo að orði í -skýrslu stjórnar verkalýðssambandsins, að stórjarðeigendurnir og hand- bendi þeirra komi fram „af dýrs- legri grimmd, sem nærri stappar hreinni sturlun". Nöfn fórnarlambanna Forystumenn verkalýðssam- bandanna hafa verið pyndaðir og síðan skotnir eða líflátnir með handsprengjum. „Meðal þeirra.sem nýlega hafa verið myrtir eru Felix Moreno, ritari félags verkamanna í þjón- ustu bandaríska félagsins United Fruit Co., Antonio Molina, einn af stjórnendum félags verka- manna. hjá Texaco olíufélaginu, frú Aide Godoy de Veras, ritari Kvennasambands Guatemala og verklýðsfélagaformennirnir Luis Gudiel, Herminio.Ðuque' og Ilde- fonso Veras“. Bæjarstjórn þurrkuð út Leppstjórnin, sem John Peuri- foy, sendiherra Bandaríkjanna í Guatemalaborg, kom á laggirnar eftir sigur innrásarhersins, er skipuð stórjarðeigendum, sem létu vera sitt fyrsta verk að af- nema lögin um jarðaskiptingu. Reynt er að lama viðnámsþrótt sveitaalþýðunnar- með taumlausu blóðbaði. í bænum Malacatan skammt frá landamærum Mex- íkó, voru til dæmis allir bæjar- fulltrúarnir teknir og skotnir. Samtöb bönnuð Fjöldasamtök alþýðu Guate- mala hafa verið bönnuð og eignir þeirra gerðar upptækar. Þar á meðal eru Verkalýðssamband Guatemala, Smábændasamband Guatemala, Kennarasamband Guatemala, Kvennasamband Gua- temala og Saroband lýðræðissinn- aðrar æsku. Hundruð í hættu Stjórn verkalýðssambands rómönsku Ameríku bendir á, að | þeir 700 forystumenn lýðræðís- j stjórnar Guatemala sem tókst að i komast undan í sendiráðsbygg- ingar. erlendra ríkja í Guate- malaborg, eru í yfirvofandi hættu. j Ljóst er að leppstjómin ætlar að brjóta þá reglu, sem jafnan hef- ur verið fylgt í rómörrsku Ame- ríku, að mönnum sem erU á flótta vegna stjórnmálaskoðana sinna séu veitt grið til að fara úr landi ef þeir komast 'inn í erlent sendiráð. Vegna þess um hve margt fóik er að ræða geta sendiráðin ekki Laugardagur 24. júH 1054*— ÞJÖÐVHJINN • iJL Aðskilnaður kynjanna af- numinn í sovézkum skólum Ríkisstjórn Sovétríkjanna hefur birt tilskipun um a5 sérskólar fyrir drengi og telpur skuli allsstaöar afnumdir frá og með byrjun nýja skólaársins.. í tilk-ynningunni segir að' að-j aldri að betri not yrðu af kennsl- skilnaður pilta og stúlkna í sér- staka skóla sé afnuminn vegna þess að fyrirkomulagið sé móti vilja foreldranna og meirihluti kennarastéttarinnar sé því and- vígur. Vfegna prófa verður þó tíimdi bekkur í skólunum aðskrlinn.eft- ir kvnjum á næsta ári: en 1. til 9. bekk verður steypt saman. Mismunandi þroski Sérskólar fyrir drengi og telp- ur voru íeknir upp í hinum stærri hcjrgum í Sövétríkjunum fyrir fimmtán árum. Var fyrir- hýst það nema um takmarkaðan ; komulagið rökstutt með því að tíma og við hina verstu aðbúð i andlegur þroski drengjaog telpna unni ef hvort kynið væri haft sér í skólum. Samskólar voru þó áfram víða í borgunum og alls staðar á landsbyggðinni og í smærri bæj- um. Gafst illa Sérskólarnir hafa frá- upphafi sætt mikilli gagnrýni, sem hefur sífellt farið í vöxt. Hafa andr stæðingar þeirra bent á að þáð hafi. mjög óholl áhrif á uppeldi bama og unglinga að skilja kyn- in að í sérskólum. Einkum var áberandi, hve óknyttir voru al- gengari í skólum sem drengir einir gengu í en þar sem dreng- vegna þrengsla. væri Svo mismunandi á sama ir og telpur voru saman í skólum. Bandarískir vísindamenn hafa smíðað tæki, sem megn- ar að gera góðar ljósmyndir úr slæmum. Tækið er árangur af tveggja ára starfi vísindamanna í vís- indastofnun' bandaríska ríkisins, National Bureau of Standards. Rafeindaauga Aðferðin til að skýra daufa mynd er í stórum dráttum sú, að geisli frá rafeindalampa er lát- inn leika um filmuna. Þetta raf- Mefiidés :l^anee Sékk Framhald af 1. síðu. flugvellinum að Genfarráðstefn- an hefði lagt mikið af mörkum til að auka öryggi og frið í heim- inum og draga úr viðsjám á al- þjóðavettvangi. Hann kvað Genf- arráðstefnuna hafa sýnt það og sannað að alþjóðleg deilumál mætti leysa með samningum. f Indó Kína hafa báðir styrjaldaraðilar komið sér saman um að öllum vopnaviðskiptum skuli hætt, þó að vopnahléssamningarnir gangi eindaauga er svo næmt' að það greinir línur og skiptingu ljóss og skugga þar sem mannsaugað sér ekkert nema ósundurgreinanleg- an gráma. Þessi skýra mynd berst með rafstraumi frá skoðunarlampan- um til annars rafeindalampa og kemur fram í honum eins og mynd í sjónvarpstæki. Af þessari skýru mynd á lampafletinuft eru nú tekin önnur ljósmynd. i< Breytir ljósmynd í teikningu Með breytingu á rafstraumi og rafeindageisla er hægt að nota þetta tæki til að gera strikateikn- ingu eftir ljómynd. Talið er að þegar framleiðsla hefst á þessum tækjum til að skýra ljósmyndir muni þau kosta fimm þúsund til átta þús- und krónur. Fyrst í stað fá her- inn, vísindastofnanir og lögregl- an allt sem framleitt verður af tækjunum. Fangar úr fangelsum Singa- pore eru nú látnir hreinsa göt- ur borgarinnar. Götusópararnir eru í verkfalli eins og aðrir starfsmenn borgarinnar. Verk- ekki formlega í gildi fyrr en á i fallið nær alls til um 10.000 þriðjudag. 1 manna. f styrjöldinni í Indó Kína beittu Frakkar mikið falihlífarhermönnum. Nokkrir þeirra sjást hér svífa til jarðar. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.