Þjóðviljinn - 01.09.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.09.1954, Blaðsíða 10
10) __ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 1. september 1954 INNAN m MllRVEGGINN EETIR A. J. CRONIN 89. „Þekkingu í ]!íffærafræSi.“ Þrátt fyrir stillingu sína lagði Grahame kynlega áherzlu á þessi orð. „Þökk fyrir læknir .... þökk fyrir. Og svo krufðuð þér látnu konuna, var ekki svo.“ „Vitaskuld." „Þér komuzt að raun um að hún var barnshafandi.“ „Ég gat þess í skýrslu minni.“ ' „Tókuð þér fram hve fóstrið væri gamalt?“ „Vitaskuld,“ sagði lögreglulæknirinn meö ákefð. „Er- uð þér að gefa í skyn að ég hafi ekki gegnt skyldu minni eins og mér bar?“ „Því fer fjarri, læknir. Þótt skoðanir okkar á raunvís- indum séu ef til vill skiptar, þá er ég sannfærður um hæfni yðar og heiðarleik. Hve lengi hafði myrta konan verið barnshafandi?“ ,,Þrjá mánuði.“ „Eruð þér viss um það?“ „Eins viss og ég stend hérna í stúkunni. Ég gat þess í skýrslu minni að hún hefði verið komin þrjá mánuöi á leið .... ef til vill einum eöa tveimur dögum betur.“ „Og glæpamáladeildin fékk skýrslu yöar?“- „Auðvitað.“ „Þakka yður fyrir, læknir. Meira er það ekki.“ Gra- hame brosti alúðlega, sendi Dobson burt og sneri sér Hún var nógu yfirlætisfull í fasi, vottaði aðeins fyrir kvíða í augum hennar, og þegar hún var sezt, reigði hún sig og leit í kringum sig með tilgerðarsvipnum sem Páll kannaðist svo vel við. Hún hafði ekki komið auga á hann, og hún gætti þess að líta ekki í áttina til Mathrys, sem hafði horft á hana með logandi hatri frá því að hún kom inn. „Þér eruð Lovísa Burt?“ Þegar hún var búin að vinna eiðinn ávarpaði Grahame hana mjög kurteislega. „Já, herra. Ég var það að minnsta kosti“. Það kom hreykni 1 svip hennar. „Þér vitið kannski að ég er ný- gift“. „Ég óska yður til hamingju. Við erum yöur þakklátir fyrir aö koma hingað, ekki síizt undir þeim kringum- stæðum“. „Ég verð að segja að ég var hissa, þegar við vorum sótt um borð. En ég er fús til aö gera það sem í mínu valdi stendur“. „Þökk fyrir. Ég get fullvissað yður um að þér hafið ekki verið kallaöar hingað aö tileínislausu. Yður er sjálf- sagt ljóst að vitnisburöur yðar við réttarhöldin fyrir fimmtán árum var mjög mikilvægur og gerði sitt til þess að fanginn var sakfelldur“. „Ég gerði mitt bezta“, svaraði Burt með hógværð. „Meira get ég ekki sagt“. „Já, mér skilst að það hafi verið dimmt og skýjað kvöldið sem morðið var framið“. „Já. Ég man það eins og það hefði gerzt í gær“. „Og flóttamaðurinn sem kom út úr húsinu nr. 52 viö Ushaw Terrace var á harðahlaupum“. „Já, ég held nú það“. „Hann hefur þá þeytzt framhjá yður eins og örskot“. „Já, ég geri ráð fyrir því“. Burt var dálítið hugsi“. „Samt sem áður gátuð þér gefið skýra og greinilega lýsingu á manninum. Þér sögðuö að hann hefði verið í ljósum rykfrakka, með köflótta derhúfu og í brúnum skóm. Segið okkur, hvernig þér gátuð á einu andartaki og auk þess í myrkri, fengið svona glögga mynd af manninum“. „Jú, sjáið þér til“, svaraði Burt örugg í fasi. „Hann hljóp undir gc-tuljós. Og ljósið féll beint á hann“. enn að dómurunum. & „Herrar mínir, með yðar leyfi kalla ég nú á fjórða vitni mitt.“ Lítill rýr maður kom upp í stúkuna, grannleitur, sköllóttur, gamall fyrir aldur fram, klæddur köflóttum fötum sem voru of stór honum. „Hvaö heitið þér?“ „Harry Rocca.“ „Hvert er starf yðar?“ „Hestamaður .... á skeiðvellinum í Nottingham.“ „Það voruð þér sem fyrir fimmtán árum skýrðuð lög- xeglunni frá hinni fölsku fjarvistarsönnun sem Mathry xeyndi að koma íí' kring.“ „Já.“ „Þekktuð þér Mathry vel?“ „Við vorum dálítið saman.“ „Hvar hittust þið fyrst?“ „f Sherwood billiardstofunum .... einhvern tíma í janúar 1921“. „Og seinna kynntuð þér hann fyrir ungfrú Spurling?“ „Það er rétt“. „Munið þér nákvæmlega hvenær sú kynning fór fram? „Já, það man ég. Það var daginn sem stóru júlíveð- xeiðarnar fóru fram í Catterick. Ég man það greinilega vegna þess að ég hafði,veðjað á sigurvegarann Warminster“. „Þér segið Júlíveðreiðarnar?“ „Já. þær fara fram fjórtánda júlí“. „Minntust þér á þá dagsetningu við yfirvöldin?1 Það varð þögn. Rocca leit niður fyrir sig. „Ég man það ekki ....“ „Með tilliti til framburða læknanna var þessi dag- setning, sem sýndi og sannaði að Mathry hafði aðeins þekkt ungfrú Spurling í sjö vikur, mjög mikilvæg. Vor- uð þér ekki spurður um daginn?“ „Ég man það ekki“. „Reynið aö rifja það upp“. „Nei“. Rocca hristi höfuðið þrákelknislega. „Ég man það ekki. Þeir höfðu ekki mikinn áhuga á því .... þeim fannst það víst ekki skipta neinu máli“. „Ég skil. Það skipti ekki máli að sanna að óheilla- vænlegasta sönnunargagnið gegn Mathry féll alveg um sjálft sig tímans vegna. Þetta nægir, þakka yður fyrir“. Þegar Rocca gekk út úr vitnastúkunni leit Grahame rólega til dómaranna. „Herrar mínir, næsta vitni mitt er Lovií'sa Burt“. ( Að fengnu leyfi fór einn réttarþjónninn inn í hliðar- herbergi og kom til baka andartaki síðar með Burt. Gervihugsjónir Glæsiíegur maður ogr engrUfríö stúlka standa þögul og alvarleg hvort andspænis ööru. Svo beygir hann sig áfram, og meöan vindurinn þýtur í trjánum og stjömum- ar tindra yfir stóru svölunum, þrýstir hann heitum lcossi á varir henni. Það fer hrifningarstuna um kvikmyndahúsið, ungu hjóna- leysin þrýsta hendur hvers ann- ars með enn meiri ákefð. Svo er kvikmyndin á enda, áhorfend- ur rísa úr sæturn, núa augun og ganga út í kvöldið. Hún gýtur augunum á mann- inn sinn. Mikið er liann nú ósjá- legur: lítill og axlarýr og hárið farið að þynnast. Og hann lítur á hana útundan sér. Ekki er nú glæsileiknum fyrir að fara. Hár- greiðslan hefur ekki tekizt vel, og gamla dragtin er gijáslitin og úrelt í sniðinu. Og svo er hún of feit síðan hún átti siðasta barn- ið — og sjá hvernig liún ber til fæturna! Hún er eins og belja á svelli. Þögul og hálfstúrin gang'a þau heimleiðis. Heima er ekki skemmtiiegt um að litast, börnin hafa sett fitubletti á veggfóðrið, það er ódöngun í blómunum og húsgögnin ljót og óvönduð. „Viltu kaffi,“ spyr hún. „Já, góða komdu með kaffi,“ svarar hann úrillur. Kaffi, hugsar hann og geispar svo að brakar í. Nú ráfar hún auðvitað um í eldhúsinu með kerlingarsvuntuna. Kaffi! Hann hefði heldur viljað sjúss, borinn fram af ungri og glæsilegri eig- inkonu — eða, já því ekki það — ástmey. Kvöldið endar með háværu rifrildi út af engu. Þau fara í rúmið, sannfærð um að þau hafi eyðilagt líf sitt og fengið rangan lífsförunaut. Góða nótt. Hvers vegna kom þetta fyrir? Ja, hefur ekki eitthvað þessu líkt komið fyrir flesta að lokinni bíóferð? Þegar maður hefur klukkutímum saman lifað sig ger- samlega inn í kvikmynd með til- heyrandi rómantík og æsingi, lifað og hrærzt með lúxusfólkinu í henni, þá er stundum erfitt að OC GAMÞN Af því kvennadálkarnir eru hérna á sömu síðunni, þó neðar sé, þykir oss ekki óvið- eigandi að segja einmitt hér frá því hvernig hái hællinn á kvenskónum kom í brúkið. Svo er mál með vexti að mad- ama Pompadúr, unnusta Lúð- víks 14., var kona fremur lág vexti; og hefur það nú komið upp úr kafinu að hún hafði alla ævi mikla raun af útliti sínu. Ekki vitum vér hvað hún kann að hafa gert til að bæta um það — nema það vitum vér að hún lét skósmið sinn gera háa hæla á skó sína. Eftir það varð hún nokkrum sentimetrum hærri í loftinu. Síðan hafa jafnvel hinir hæstu kvenmenn séð á- stæðu til að ganga í háhæl- uðum skóm. Það er til dæma um mátt tízkunnar. t=5SSS=i „Það er viðburður allra unn- enda músíkurinnar — allt milli klassík og jazz — að hlusta á Söru Leander og fé- laga hennar". (Timinn, sunnu- daginn 29. ágúst). Er litli bróðir þinn farinn að tala? Já, hann segir „þakk fyrir“ ef honum er boðin króna fyrir það. snúa við blaðinu og sætta sig við gráan hversdagsleikann. Svona glansmyndir gefa okkur gervi- hugsjónir að lifa fyrir. Þær segja okkur hvernig fólk á að líta út til þess að verða aðlaðandi, hvernig tilfinningar okkar eiga að vera og hvernig umhverfi við eigum að hrærast í. Og þegar miskunnarlaus veruleikinn rífur okkur upp úr draumaheimi kvik- myndarinnar finnum við — á öfgafullan hátt — til galla okkar sjálfra og næsta umhverfis okk- ar. Þeir taka á sig mikla ábyrgð — þessir framleiðendur óska- drauma og gervihugsjóna — með því að gera okkur óánægð með okkur sjálf og alla tilver- una. Óánægja í hófi getur verið nauðsynleg — en þó því aðeins að hún miði að því að koma á breytingum sem liggjá innan takmarka sanngirni og heil- brirrðrar skvnsemi. Annars end- ar það allt í grátbroslegum öm- •urleik. Ungu stúlkurnar geta sjálfsagt með mikilli tímasóun og sóun á dýrmætum launum sínum, umskapað sig lítið eitt í áttina til hinna dáðu kvik- myndadísa, og ungu mennirnir geta komið sér upp bómullar- herðum eins og kvikmyndahetj- an, slegið sígarettunni í lófann eins og hetjan — en allt verður þetta kátleg og stundum ömur- leg eftiröpun, sem kemur mann- eskjunni bak við léreftið ekkert við. Og við sem ekki erum lengur ung, eigum börn og heimili, göngum upp í brauðstritinu og erfiðleikum daglega lífsins, — við verðum aðeins þreytt og ó- ánægð — og þá er ekki eini sinni draumurinn eftir lengur hvorki í kvikmynd né veruleika

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.