Þjóðviljinn - 01.09.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.09.1954, Blaðsíða 12
 ÁœflaS aS viSskipfi milli landanna aukisf verulega frá þvi sem veriB hefur í gær var undirritaöur hér í Reykjavík nýr viðskipta- og greiðslusamningur milli íslands og Tékkóslóvakíu og er gildistími hans til 31. ágúst 1957. Með samningi þessum er áætlað, að viðskipti milli landanna aukist verulega frá því sem verið hefur á undanförnum árum. Fréttatilkynning utanríkis- ráðuneytisins um undirritun viðskiptasamningsins er á þessa leið: „Hinn 31. ágúst 1954 var undirritaður í Reykjavík nýr viðskipta- og greiðslusamningur milli Islands og Tékkóslóvakíu. Samningana undirrituðu dr. Kristinn Guðmundsson, utanrík- isráðherra, fyrir hönd Islands, og hr. Frantisék Schlégl, for- maður tékknesku samninga- nefndarinnar, fyrir hönd Tékkó slóvakíu. Gildistími samnings- ins er til 31. ágúst 1957, en vörulistar, sem jafnframt var samið um, gilda í eitt ár. Til Tékkóslóvakíu er gert ráð fyrir söiu á frystum fisk- fíökum, frystri síld, saltsíid, fiskimjöii og öðrum vörum, svo sem húðum, skinnum, ull og niðursoðnum fiskafurðum, en á móti er gert ráð fyrir kaupum þar á ýmsum vörutegundum, svo sem vefnaðarvör.um, járni og stáli, skófatnaði, bifreiðum, véíum, asbesti, gleri og gier- vörum, sykri, gúmmívörum, pappírsvörum, rafmagnsvörum og fl. Áætlað er, að viðskipti milli landanna aukist veruiega frá því, sem verið liefur á undan- förnum árum. Samningaviðræður hófust í Reykjavík hinn 16. ágúst s.l. og önnuðnst þær fyrir Islands hönd þeir Þórhallur Ásgeirs- son, skrifstofustjóri í viðskipta- málaráðuneytinu, er var for- maður íslenzku samninganefnd- arinnar, dr. Oddur Guojónsson, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Björn Halldórsson, framkvæmd- arstjóri, Helgi Bergsson, fram- kvæmdarstjóri, Helgi Þorsteins- son, framkvæmdarstjóri, Svan- björn Frímannsson, aðaibókari, | og Stefán Hilmarsson, fulltirúi í utanríkisráðuneytinu." Gjiif til f<®rseta íslamds Miðvikudagur 1. september 1954 — 19. árgangur — 196. tölublað Ollezthcauer vlll feskee boðl sovétstiórnar MsRaEses í engum smum ySsr endalyM Eveépuhezsins Erich Ollenhauer, foringi sósíaldemókrata í Vestur- Þýskalandi, hefur krafizt þess að Vesturveldin taki boði sovétstjórnarinnar um fjórveldafund til að ræða öryggis- mál Evrópu og sameiningu Þýzkaiands. Oilenhauer komst svo að orði, að ósigur Evrópuhersins í franska þinginu sýndi að stefna ríkisstjórnar Adenauers hefði verið reist á sandi. Ríkisstjórn- in yrði að gerbreyta um utanrík- isstefnu og lcggja að Vestur veldunum að faliast á nýjan fiórveídafund um örvggi Evrópu og sameiningu Þýzka- iands. Ráðherrar kvaddir í Svartaskóg' Adenauer, sem er í sumar- leyfi, hefur kallað ráðherra. sína á aukafund í dag í sumar- bústaðnum í Svartaskógi, þar- sem hann dvelur. 1 yfirlýsingu, sem blaða.full-- trúi forsætisráðherrans útbýtti fyrir hans hönd í Bonn í. dag,. segir að úrslit atkvæðagreiðsl- Framhald á 5. siðu . Brezka utanríkisráðuneytið tilkynnti í gærkvöld að Eden utanríkisráðherra hefði hætt við að sækja ráðstefnuna um Asíubandalag Vesturveldanna, sem haldin verður í Maniia á Filippseyjum. Ástæðan er ó- sigur Evrópuhersins í franska þinginu. Eden og Churchill fara báðir til London í dag úr sumarleyfi tij.að sitja aukaráðuneytisfund um þetta mál. Á fundinn hafa verið kallaðir sendiherra Breta í París og stjórnarfulltrúinn í Vestur-Þýzkalandi. Sýning á verkusn 6unn- I&ugs Scheving opnuð í dag í dag verður opnuð sýning á verkum Gunnlaugs Schevings listmálara í Listamannaskálanum við Kirkjustræti. Félag íslenzkra myndlistarmanna gengst fyrir sýhihgu þessari í tilefni af fimm- tugsafmæli listamannsins. Verð- ur nánar skýrt frá sýningunni í blaðinu á morgun. Tékkneska viðskiptanefndin, sem hefúT dvalizt hér á landi að undanförnu, sat nýlega boð forseta íslands að Bessa- stöðum. Við það tœkifœri afhenti Frantisék Schlégl, form. nefndarinnar, forsetanum vínglasasett úr ,,Moser“-kristal að gjöf. Eru glösin með fangamarki forsetans. Þórsmerkurför ÆF um helffina Um næstu helgi efnir ÆskulýSsfylkingin til fimmtu skemmtiferðarinnar á sumrinu. Eins og áður hefur verið get- ’ starfsemi í sumar, ættu sízt af Sovézkir og íslenzkir lisiamenn koma fram á skemmtun MÍR í Þjóðleikhúsínu Geysileg eftirspurn var eftir aðgöngumiðum að tón- leikum og listdanssýningu MÍR í Þjóðleikhúsinu !: kvöld og seldust allir miðarnir upp á svipstundu í gær. Sovézku tónlistamennirnir munu koma næst fram á samkomu. i Austurbæjarbíói n.k. föstudagskvöld, en þá verður 4. ráðstefna MÍR sett. ið hér í blaðinu, hafa ferðir þess- ar tekizt með ágætum, þátttaka verið góð og veðurfar ákjósan- legt. í öllum ferðunum hafa þátt- takendur haldið til í einu eða fleiri stórum tjöldum og verður svo einnig að þessu sinni. í Þórsmörk er dásamlega fag- urt og þykir hún skarta sínu fegursta einmitt um þetta leyti árs. Félagar og aðrir, sem áhuga hafa fyrir þessari ferð, ættu ekki að láta þetta upplagða tæki- færi fram hjá sér fara ónotað, því að þetta verður síðasta skemmtiferð ÆFR á sumrinu. Þeir félagar, sem ekki hafa átt þess kost, að taka þátt í þessari öllu að láta á sér standa nú. Kaffi verður framreitt óspart eins og að undanförnu og þurfa þátttakendur því að hafa með sér drykkjarílát. Ekki má heldur gleyma söngbókinni, því að mik- ið verður sungið í ferðinni. Fargjaldi er mjög í hóf stillt. Lagt verður af stað frá Þórsgötu 1 kl. 2 e. h. á laugardag. Kynningarmánuður MIR hefst í dag með tónleikum og listdansi í Þjóðleikhúsinu. Á skemmtun- inni, sem hefst kl. 21, koma fram bæði íslenzkir og sovézkir lista- menn. Einleikur á pínó og selló Tamara Gúsjeva leikur einleik á píanó. Hún leikur Prelúdíu í cis-moll eftir Rachmaninoff, Tokkötu eftir Katsjatúrían, Nokt- turne í cis-moll og Vals í Es-dúr eftir Chopin, Nokturne í As-dúr og Mefistó-vals eftir Liszt. Framhald á 11. síðu. <$>- MÍR — Hafnarfirði Fundur verður haldinn í kvöld í Strandgötu 41 (mat- sainum). Á dagskrá verður- kosning fulltrúa á aðalfund MÍR, o. fl. Stjórnin. MfR —• Keflavík heldur aðalfund í samkomuhúsi Njarðvíkur í kvöld Id. 8,30. Aðal- fundarstörf; kosning fulltrúa á MÍR-þing; kvikmyndasýning. Stjórnin. Svíar mótmæla SannfœrSir um aS a!þySusfjárnin œski friS- ar ög verSskuldi samúS alþySu allra landa Sendinefnd frá brezka Verkamannaflokknum undir for- ystu flokksforingjans Clement Attlee, hefur fer'ðast um Kína undanfarnar vikur. Sænska ríkisstjórnín tilkynnti | Ferðinni er nú að ljúka og í gær birtu nefndarmenn í gær að hún hefði ákveðið að j yfhTýsingu, þar sem þeir láta í ljós stuðning við kínversku senda Bandaríkjastjorn mótmæli alþýúubyltinguna. gegn ákvörðun Eisenhowers Bandaríkjaforseta um stórfellda hækkun á ákveðnum tegundum trjávöru. Rökstuddi tollanefnd Bandaríkj astj órnar meðmæli með tollahækkuninni með því, að Svíar hefðu upp á srðkastið und- irboðið bandaríska framleiðend- ur þessarar vöru. Yfirlýsing ferðalanganna, sem j mennirnir hafa fyllzt djúpri sam- allir eru úr hópi fremstu manna j úð við að kynnast risaátaki kín- Verkamannaflokksins, var lesin i versku alþýðunnar til að drepa í útvarpið í Peking í gær. þjóðlífið úr dróma aldalangrar stöðnunar. . Risaátak eftir aldalanga stöðnun _ Segjast brezku stjórnmála- Umheiminum ber skylda til að veita Kínverjum skjóta og hag- nýta aðstoð til þess að létta þeim endurreisnarbyrðina, segja Verkamannaflokksforingjarnir. Aukin samskipti skilyrði fyrir friði Það er sannfæring okkar, segja Bretarnir, að forystumenn hins nýja Kína óski bess af ein- lægni að lifa í friði við aðrar þjóðir og rjúfa einangrun Kína frá stórum hluta umheimsins. Við erum sannfærðir um að á því að þessi einangrun verði Framhald á 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.