Þjóðviljinn - 14.10.1954, Side 4
mm
4) — ÞJCÆ>VILJINN — Fimmtudagúr 14. október 1954
Þríggja vikna oriof lögbundið á öllum
Norðurlöndum öðrum en Islandi
Núgildandi lög gera aSeins ráS fyrir 12
| daga orlofi þótf langflestar starfsstéttir
i hafi þegar tryggt sér 15 daga
Gunnar Jóhannsson flytur
enn einu sinni á þingi frum-
varp sósíalista um þriggja
\ikna orlof og aðrar lagfær-
ingar á orlofslögunum. Eins
og nú standa sakir gera or-
lofslögin aðeins ráð fyrir 12
daga orlofi, en með desember-
verkföHunum miklu tryggðu
verklýðsíélögin sér 15 daga
orlof og munu flestir ef ekki
allir starfshópar hafa fylgt í
kjölfar þeirra. Orlofslögin eru
þannig þegar úrelt, og auk
þess er sjálfsögð ráðstöfun að
Alþingi gangi nú í vetur að
kröfu almennings um 18 daga
Tögbundið orlof, en það er nú
tryggt á öllum Norðurlöndum
öðrum, enda verður réttmæti
þess ekki mótmselt með nein-
um rökum.
í frumvarpi Gunnars Jó-
Tiannssonar er lagt til að þess-
ar breytingar verði gerðar á
orlofslögunum:
1. gr. laganna orðist svo:
Lög þessi gilda um allt fólk,
sem starfar í þjónustu ann-
arra, hvort heldur einstaklinga
eða hins opinbera. Ná lög þessi
jafnt til þeirra, er taka laun
sín í hluta af verðmæti, sem
binna, er taka laun sín í pen-
ingum. Undanþegnir eru þó
iðnnemar, sbr. 16. gr. laga nr.
46 25. maí 1949, um iðnfraeðslu.
3. gr. laganna orðist svo:
■ Sérhver, sem lög þessi ná til,
hefur rétt og skyidu til orlofs
ir hvert hálfan annan dag —
einn og hálfan dag — fyrir
hvern únninn almanaksmánuð á
orlofsárinu, en orlofsár merkir
j; lögum þessum tímabilið 15.
tnaí til 14 maí næsta ár á eftir.
Telst í þessu sambandi hálfur
rnánuður eða meira sem heill
/nánuður, en skemmri tími ekki
talinn með. Það telst vinnu-
-rími samkvæmt þessari grein,
bótt maður sé frá vinnu vegna
.-eikinda eða slysa, meðan hann
íær kaup greitt eða hann er í
orlofi.
4. gr. laganna orðist svo:
Sá, sem fer í orlof, á rétt á
að fá greitt orlofsfé 6%% —
?ex og hálfan af hundraði —
af kaupi því, sem hann hefur
borið úr býtum fyrir vinnu
-ína næsta orlofsár á undan.
Orlofsfé greiðir sá eða þeir,
,em orlofsrétthafi hefur unnið
hjá á orlofsárinu, og fer
greiðsla fram með orlofsmerkj-
um hvert skipti, sem útborgun
innulauna fer fram.
Þegar starfsmenn, sem eru í
éastri stöðu, fara í orlof, halda
peir kaupi sínu óskertu orlofs-
iagana, jafnháu og þeir hefðu
unnið venjulegan vinnutíma.
Kaup fyrir orlofsdagana skulu
oeir fá greitt næsta virkan dag
áður en orlof hefst.
Nú fer maður úr fastri stöðu,
’og greiðir vinnuveitandi þá
með orlofsmerkjum orlofsfé af
kaupi því, er starfsmaðurinn
vann fyrir á því orlofsári.
Starfsmaður, sem er i fastri
stöðu, þegar hann fer í orlof,
en hefur ekki unnið hjá sama
vinnuveitanda samfellt næsta
orlofsár á undan, fær greitt or-
lofsfé með orlofsmerkjum
næsta virkan dag áður en or-
lof hefst, bg miðast það við
Gunnar Jóhannsson.
kaup það, er hann vann fyrir
hjá núverandi vinnuveitanda á
orlofsárinu.
Krafa um greiðslu orlofsfjár
er forgangskrafa í dánar- eða
þrotabú vinnuveitanda til jafns
við kröfur þær, sem um ræðir
í 83. gr. b. 5. lið skiptalaganna,
nr. 3 12. apríl 1878.
15. gr. laganna orðist svo:
Kröfur á' hendur vinnuveit-
endum samkvæmt lögum þess-
um fyrnast eftir sömu J,-eglum
og kaupkröfur samkvæmt lög-
um nr. 14 frá 20. okt. 1905, um
fyrningu skulda og annarra
kröfuréttinda.
í greinargerð segir:
Lögin um orlof voru sam-
þykkt 1943. Aðdragandi þeirra
var skæruhernaðurinn svo-
nefndi, en eftir hann gerði
Dagsbrún mjög mikilvæga
samninga við atvinnurekendur
síðari hluta sumars 1942. Með
þeim samningum var viður-
kenndur 8 stunda vinnudagur,
og áuk þess var orlof verka-
manna samningsbundið tvær
vikur á ári, og skyldu atvinnu-
rekendur greiða verkamönnum
orlofsfé, þannig að þeir héldu
launum í leyfi sínu.
Alþingi gaf síðan samningi
þessum lagagildi á næsta ári
með lögum um orlof, en þau
eru mjög mikilvægur áfangi í
réttarbaráttu íslenzkrar alþýðu.
En svo mikilvæg sem lögin
voru á sínum tíma, eru þau
engan veginn fullnægjandi nú,
og hafa þingmenn sósíalista
beitt sér fyrir nauðsynlegustu
umbótum á undanförnum þing-
um. Hermann Guðmundsson og
Sigurður Guðnason lúgðu fram
frumvarp svipað því, sem hér
liggur fyrir, á þinginu 1948—
49, á næstsíðasta þingi var það
enn flutt af Magnúsi Kjartans-
syni og Steingrími Aðalsteins-
syni, en á síðasta þingi af Karli
Guðjónssyni ásamt flutnings-
manni þess nú.
í þessu frumvarpi felast fjór-
ar meginbreytingar á lögunum:
1. Lágmarkssumarleyfi leng-
ist upp í 18 virka daga, eða
sem svarar þriggja vikna or-
lofi, og skal orlofsfé hækka í
samræmi við það upp i 6V2%
af kaupi.
Þriggja vikna orlof er nú
orðið mjög algengt hjá emb-
ættismönnum, starfsmönnum og
ýmsum iðnaðarmönnum og mun
af almenningi vera talinn mjög
hæfilegur og eðlilegur tími. Er-
lendis hefur 3 vikna almennt
orlof færzt mjög i vöxt á und-
anförnum árum. Norðmenn
samþykktu lög um 3 vikna or-
lof þegar 1947, hafa þau gefið
hina beztu raun og þykja jafn-
sjálfsögð nú og 2 vikna orlof
áður. Síðan hefur sama breyt-
ing verið tekin upp í Danmörku
og Svíþjóð.
Það er auðsætt, að vinnandi
fólk á íslandi mun ekki sætta
sig við það lengi að vera eftir-
bátar starfsbræðra sinna á
Norðurlöndum á þessu sviði.
2. Þá er lagt til í frumvarp-
inu, að orlofsrétturinn nái einn-
ig óskertur til hlutarsjómanna.
í orlofslögunum eru ákvæð-
in um orlof hlutarsjómanna ó-
glögg og hafa valdið ágrein-
ingi. Þar kemur til álita, hvort
hlutarsjómenn fái nema hálft
orlof, ef þeir taka þátt í út-
gerðarkostnaði að einhverjum
hluta. Það virðist með öllu á-
stæðulaust að láta slík ákvæði
standa í orlofslögunum, enda
mælir ekkert með þvi, að hlut-
arsjómenn séu afskiptir orlofs-
fé. Ef hlutarsjómaður jafn-
framt rekur útgerð, er hann að
sjálfsögðu sem slikur ábyrgur
fyrir orlofsgreiðslunum á sama
hátt og aðrir atvinnurekendur.
3. Lögin gera ráð fyrir, að or-
lof sé ekki greitt á eftirvinnu,
næturvinnu og helgidagavinnu
í sama hlutfalli og launa-
greiðslur, heldur svo sem um
dagvinnu væri að ræða.
Hér er lagt tii, að þessi á-
kvæði verði felld niður úr or-
lofslögunum og orlof verði í
öllum tilfellum jafnt, 6Vz%f-
Breyting þessi stefnir að
fyllri framkvæmd á markmiði
laganna. Orlofslögin eiga að
tryggja vinnandi fólki hæfilega
hvild að unnu starfi, og hlýtur
hvíldarþörfin jafnan að verða
miklum mun meiri, ef unnin er
óhæfilega langur vinnudagur,
svo sem jafnan er, þegar um
eftir- og næturvinnu er að
ræða.
4. í 15. gr. orlofslaganna eru
sérstök ákvæði um fyrningu á
kröfum, og hljóða þau svo:
„Kröfur á hendur vinnuveit-
endum samkvæmt lögum þess-
um falla úr gildi fyrir fyrning,'
ef þær hafa ekki verið viður-
kenndar eða lögsókn hafin inn-
an loka næsta orlofsárs eftir
að kröfurnar stofnuðust".
Þessi tilhögun er óeðlileg.^-
Þess eru mörg dæmi, að af
þessu ákvæði hafi hlotizt ó-
þægindi og misskilningur.
Virðist sjálfsagt, að fyrning á
kröfum vegna orlofsfjár fylgi
algerlega sömu reglum og fyrn-
ing kaupgjalds, og er það lagt
til í frumvarpinu.
Þegar hliðstætt frumvarp
kom til umræðu á næstsíðasta
þingi, komst fyrri flutnings-
maður þess, Magnús Kjartans-
son, svo að orði rneðal annars:
,,Ef Alþingi fæst ekki til að
breyta orlofslögunum, benda
allar líkur á, að aukið orlof
verði knúið fram af verka-
lýðsfélögunum sjálfum í samn-
ingum við atvinnurekendur,
samningum, sem ef til vill
fengjust ekki fyrr en eftir
kostnaðarsamar deilur“.
Þessi varnaðarorð rættust
þegar nokkrum mánuðum síð-
ar. í desemberverkföllunum
miklu 1952 var 3 vikna orlof
ein meginkrafa verkalýðssam-
takanna, og eftir hin miklu á-
tök var samið um 15 daga or-
lof — helminginn af kröfum
verkalýðssamtakanna á þessu
sviði. En það er engum efa
bundið, að verkföllin hefðu orð-
ið auðleystari, ef Alþingi hefði
fylgt tillögum sósíalista um af-
greiðslu málsins.
Nú standa sakir þannig, að
orlofslögin eru óbreytt með á-
kvæðum um 12 daga orlof.
Verkalýðsfélögin hafa með
samningum sínum tryggt 15
daga orlof, og flestir, ef ekki
allir starfshópar hafa fylgt í
kjöifar þeirra.
Lögin eru á eftir veruleikan-
um. Hins vegar væri ófullnægj-
andi að breyta lögunum aðeins
til samræmis við ákvæði gild-
andi samninga, því að ekki
verður til lengdar staðið gegn
hinni sjálfsögðu kröfu um 3
vikna orlof, og Alþingi ber að
draga ályktanir af reynslunni
og leysa málið áður en til nýrra
átaka kann að koma vegna
þess.
Vegna þráláts orðróms, er
gengur í bænum, vil ég hér
með taka það skýrt fram, að
ekki er flugufótur fyrir því,
að ég hafi sótzt eftir „kenn-
ara“-embætti hjá fyrirtæki, er
kallast „Málaskólinn Mírnir".
Með þökk fyrir birtinguna.
Reykjavík, 13. okt. 1954.
Bjarnþór Þórðarson.
Um lokunartíma sölubúða — Styttri vinnutími —
lengri opnunartími — Kvenhollur um nælonboms-
ur með loðkanti
NÚ ER TALSVERT rætt um
lokunartíma sölubúða á laug-
ardögum og styrinn stendur um
hvort loka eigi búðum á há-
degi á laugardögum á veturna
eða klukkan f jögur eins og ver-
ið hefur að undanförnu. Nú
hefur EHa sent Bæjarpóstin-
um bréf um þetta efni, þar
sem hann lýsir áliti sínu ó
því:
„Kæri Bæjarpóstur. Nú fer
verzlunarfólk fram á að vinnu-
tími þess verði styttur yfir
vetrartímann og verzlunum lok-
að á hádegí á laugardögum
eins og verið hefur á sumrin.
Þetta er mjög eðlileg og sann-
gjörn krafa en viðskiptavinirn-
ir mótmæla og vilja hafa búð-
irnar opnar eins lengi og kostur
er á. Það er auðvitað bæði við-
skiptavinum og kaupmönnum í
hag að verzlanir séu opnar
sem lengst, en svo virðist sem
fólk sjái ekki annað ráð til þess
en lengja vinnutíma þess verzl-
unarfólks sem fyrir er í búð-
unum, sem hefur þó sannarlega
látið svína nóg á sér til þessa
með alls konar yfirvinnu og
aukastörfum, sem sjaldnast eru
borguð. Austan „járntjalds" er
mál þetta með lokunartíma
sölubúða leyst á þann einfalda
hátt að það er bætt við fólki
til afgreiðslu. Það er ekki lát-
ið bitna á afgreiðslufólkinu
sem fyrir er þótt opnunartím-
inn sé lengdur viðskiptamönn-
unum í hag. Þar eru einnig
verzlanir opnar á kvöldin til
mikils hagræðis þeim sem
vinna úti og komast ekki í búð-
ir á vinnutíma.
Eg lít svo á að sjálfsagt sé að
stytta vinnutíma verzlunarfólks
sem kröfu þess nemur, en mér
finnst líka sjálfsagt að verzl-
anir bæti við starfsfólki til
þess að hægt sé að halda þeim
opnum svo lengi að vinnandi
fólk eigi þess kost að verzla
eins og aðrir. — Vinsamlegast.
—' EHa“.
KVENHOLLUR skrifar: „Ekki
verður á blessað kvenfólkið
logið. Tildur þess og skraut-
girni heldur uppi mörgum búð-
um og heildsölum og það hleyp-
ur eftir hverju hliðarhoppi
tízkunnar eins og kettlingar á
eftir bandhnykli. En svona eru
konurnar og ég er efins í hvort
við vildum hafa þær öðru vísi
þrátt fyrir allt. En ástæðan
fyrir því að ég tek mér penna
i hönd er furðulegur fótabúnað-
ur sem haldið hefur innreið
sína í höfuðstaðinn upp á síð-
kastið. Þessi fótabúnaður ku
heita Nælonbomsur með loð-
kanti og er ýkjulaust eitthvað
það ljótasta og klunnalegasta
sem á kvenfólk hefur komið.
Það er eins og blessaðar stúlk-
urnar séu með fæturna í gipsi
þegar þær hlunkast um göturn-
ar á þessum blöðrum, en hvaða
máli skiptir það þegar viðkom-
andi fótabúnaður er í tízku?
Það er eina vonin að þetta
fyrirbrigði verði fljótlega úrelt
og hverfi af fótum kvenfólks-
ins engum til saknaðar. —
Kvenhollur".