Þjóðviljinn - 19.10.1954, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 19.10.1954, Qupperneq 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 19. október 1954 I býður yður mesta fjölbreytni Þýzkir sendibílar FORD umboðið Svelnn Egllsson h.f. Laugaveg 105. Sími 82950 Pan Americae World Airways notar aðeins hinar risastóru Douglas DC-6B Clipper á flugleiðum til og frá íslandi með viðkomu á Keflavíkur- flugvelli. Á rúmlega 10 klukkustundum getið þér flogið frá Keflavík til New York og á rúmlega 4 klukkustund- um til Osló. Vikulegar ferðir til Osló, Stokkhólms og Helsinki og einnig vestur til New York. Douglas DC-6B er með loftþrýstibúnum (Pressurized) farþegaklefa Flugvélin hefur einnig bæði fyrsta og annað farrými. — Reynið beztu farþegaflugvélar heimsins. Aðalumboðsmenn: G. Helgasoo & Melsted hi. Hafnarstræti 19. — Sími 80275 — 1644. ÞJóðvflJiim ER BLAÐ ÍSLENZKRAR ALÞÝDL — KAUPIÐ HANN, OG LESIÐ A ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI. FRtMANN HELGASON ». ----------------------------------------- Haustmófið: Jafntefli í báðum leikjum suunudags ins— KR — Þróttur 0:Q og Fram — Víkingur 1:1 Á sunnudaginn fóru fram tveir leikir í haustmóti meist- araflokks. Skilyrði til að leika góða knattspyrnu voru ákaf- iega slæm, e. t. v. verri en ■tokkru sinni fyrr á vellinum ema ef vera kynni er ský- callið varð í sumar, þegar Fær- eyingar voru að keppa við Vík- ing og völlurinn var í kafi af vatni. I stað vatns var nú þykk leðja, sem myndazt hafði vegna þýðunnar, sem var, en frosið hafði dagana áður. Knötturinn sat ýmist fastur í leðjunni eða skoppaði svo að ekki varð við séð. Þetta truflaði allar til- raunir til samleiks og eðli- lega var mjög erfitt að þeysast áfram eða hlaupa í þessari lím- leðju. Eigi að síður var sótt og varizt af kappi miklu enda var veður mjög gott til keppni. Leikur KR og Þróttar endaði flestum óvænt með jafntefli og gerði hvorugt liðið mark. KR- ingar höfðu þó nokkur tækifæri sem þeir misnotuðu og á völl- urinn sjálfsagt nokkra sök á því. Sérstaklega lá á Þrótti í fyrri hálfleik, en Þróttur sótti sig nokkuð í síðari hálfleik. Þróttur hefur gert þrjú jafn- tefli í þessum 3 leikjum á haust mótinu, sem sagt hvorki KR né Val tókst að sigra Þrótt- ara og eru það þó þau liðin sem fara í úrslit í mótinu. Það virðist sem Þróttur eigi í fór- um sínum fjölda góðra mark- manna, fyrst kom fram Krist- ján Þórisson, síðan kom hin ungi Jón Ásgeirsson, en báðir hafa orðið að hætta a. m. k. um stundarsakir vegna las- leika. Þá kemur einn enn Skúli Rúnar að nafni sem átti sér- lega góðan leik svo lítið reynd- ur sem hann er. Framherjar KR voru kvikir sérstaklega Þorbjörn, og Hörð- ur var líka virkur en vörn Þróttar var e. t. v. sterkari en nokkru sinni áður, með þeirri breytingu sem gerð hef- ur verið á henni. — Dómari var Halldór Sigurðs- son. Leikur Fram og Víkings jafn- ari en búizt var við. Eftir leik sinn við KR fyrra sunnudag var almennt búizt við því að Framarar myndu ná í bæði stigin sem leikurinn gat gefið. Þeir byrjuðu líka vel með sókn sem gaf tækifæri en þau misnotuðust og smátt og smátt tók leikurinn að verða jafnari. Það fór svo að Víkingur setti fyrst mark og var það Bjarni sem það gerði í byrjun síðari hálfleiks. Þor- steinn Guðmundsson jafnaði fyrir Fram um miðjan hálfleik- in. Bæði liðin áttu tækifæri en báðir markmenn vörðu vel, sér- staklega Ólafur Eiríksson. Að- staðan eins og hún var veldur því að erfitt er p ð vcga r* rr meta getu eða getuleysi kapp- liðanna. KR og Valur í úrslitum. Á sunnudag fara svo fram síðustu leikir mótsins. KR og Valur keppa til úrslita. Er sama hvernig sá leikur fer, úr- slit verða alltaf. Verði jafntefli vinnur Valur, sigri KR vinnur það með 1 stigs mun. Hinn leikurinn er milli Fram og Þróttar. Þegar þessi félög kepptu síðast tapaði Þróttur með 12:2 og er ekki ómögulegt að Þróttur selji sig dýrara i þetta sinn. í frjálsiþróttakeppninni milli London og Moskva s.l. miðviku- dag voru sett þrjú ný heims- met: 1) Chris Chataway hljóp 5000 metrana á 3.51.8, 2) Kúts Litúéff heimsmethafi í 400 m og 440 y grindahlaupi. hljóp 3 enskar mílur á 13.27.0 og 3) Lítúéff hljóp 440 yards grindahlaup á 51,3. Helztu úrslit keppninnar urðu annars þessi: 5.000 m: 1) Chataway, Lon- don 13.51.6 (nýtt heimsmet); 2) Kúts Moskva, 13.51.8 (einn- ig undir fyrra heimsmeti); 3) Driver, London, 14.29.2; 4) Okorokoff, Moskva, 14.50.0. 440 y. grindahlaup: 1) Lítú- éff, Moskva, 51,3 (nýtt heims- met); 2) Kane, London, 51,8; 3) Julín, Moskva, 51,9; 4) Shaw, London, 52.0. Kringlukast: 1) Matyéff, Moskva, 52,12; 2) Grigalka, Moskva, 51.23; 3) Harach, London, 50.06. Hástökk: 1) Stepanoff, Moskva, 1.93. 110 m. grindahlaup: 1) Bul- antsik, Moskva, 14.7; 2) Hild- reth, London, 15.2. Sleggjukast: 1) Krivonop°ff, Svíi heimsmeist- ari í nutíma fimmtarþraut Heimsmeistarakeppninni í nútíma fimmtarþraut lauk í Búdapest um miðja síðustu viku. Heimsmeistari varð Sví- inn Björn Thorfelt hlaut sam- anlagt 4634,5 stig. Annar varð Vetterli, Sviss, með 4529 stig, þriðji Szondi, Ungverjal. 4469.5, fjórði Cerny, Tékkósl., 4426,5, fimmti Benedek, Ungv. 4316,5. í keppni milli þjóða sigruðu Ungverjar, Svisslendingar komu næstir og Svíar þriðju. Finnland var í fjórða sæti og Sovétríkin í fimmta en alls tóku 10 þjóðir þátt í keppninni. Moskva, 58.29, 2) Ryedkin, Moskva, 56.18; 3) Valentine, London, 54.03. 10 000 m: 1) Norris, Lon- don, 29.35.4; Sando, London, 29.40.0; 3) Anúfréff, Moskva, 29.44.6. HM í körfubolta hefst í Brasilíu á föstudag Sovélkeppeitdumir feugu ekki vegabréfs- áritun Heimsmeistarakeppnin í körfuknattleik hefst í Brasilíu 22. þ.m. og nánar tiltekið í Rio de Janeiro. Alls hafa 16 þjóð- ir tilkynnt þátttöku. Líklegast til sigurs er talið bandaríska liðið sem heitir Peoria frá Illinois. Á O.L. í Helsingfors unnu Bandaríkjamenn í úr- slitaleik gegn Rússum. Rússar tilkynntu þátttöku í keppninni en þar sem Sovétríkin eru ekki í stjórnmálasambandi við Bras- ilíu, var þeim neitað um vega- bréfsáritun, svo þeir urðu að sitja -heima, en almennt var gert ráð fyrir að úrslitin yrðu aftur milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. I stað Sovétríkj- anna er álitið að Argentína verði harðasti mótherji Banda- ríkjanna. T i 1 > 9 liggnx leiðin Þrjií heimsmet veru sett í heppni Lendmi og Moshra

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.