Þjóðviljinn - 19.10.1954, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 19. október 1954
Stigamaðurinn--------------------------------------)
Eftir
Giuseppe Berto
v.-----------------------------------S
29. dagur
að hugsa. Enn gekk hann alllanga leið án þess að
tala. Svo spurði hann: ,,Býr Ricadifólkið ekki í Acqua-
melo allt árið núna?“
Ég var viss um að hann þurfti ekki að spyrja mig
að því. „Húsið sem þau áttu í borginni varð fyrir loft-
árás“, sagði ég.
„Ég fór þar í gegn í gær á leið minni hingað“, sagði
hann. ,,Ég sá að það hafði hrunið“.
„Þau endurbyggja það enn glæsilegra en áður, strax
og stríðinu er lokið“, sagði ég. „Ricadifólkið veit ekki
aura sinna tal núna. Þau keyptu næstum allar eigur
Natale Aprici“.
Þannig töluðum við saman, með fáum orðum en því
fleiri hugsunum á bak við orðin. Ég gat ekki séð svip-
brigðin á andliti hans.
„Koma þau stundum hingað niður í þorpið?“ spurði
hann.
„Giulía Ricadi?“ spurði ég.
,,Já,“ svaraði hann.
„Ég hef séð hana nokkrum sinnum í kirkju,“ sagði ég.
„En bróðir hennar kemur hingað mjög oft, — í við-
skiptaer indum. ‘ ‘
„Og hvernig lítur hún út núna — hún Giulía Ricadi?“
spurði hann.
Rödd hans var enn hreinskilnisleg, jafnvel auðmjúk.
Ég mundi eftir Giulíu Ricadi eins og ég hafði séð hana
í kirkju, svo vel klæddri og með svo ísköld augu að hún
virtist fjarlæg öllu öðru fólki, jafnvel hefðarfólkinu.
„Hún er ekki eins lagleg og hún var,“ sagði ég. „Hún
virðist orðin gömul.“
„Hún hefur þá ekki gifzt?“ spurði hann.
„Ég hef aldrei heyrt minnzt á hjónaband,“ sagði ég.
„Það er ekki auðvelt fyrir hana að ná sér í mann, jafn-
vel þótt hún sé forrík.“ _____
Hann sagði ekkert. ^
‘ „Ætlarðu þér enn að fara til Acquamelo?“ spurði ég.
„Nei, ég er hættur við það,“ svaraði hann. Það var
ekki auðvelt að ímynda sér hvað var að gerast í huga
hans. Og ef til vill var ekkert að gerast þar; ef til vill
var þar ekkert að finna nema hreinskilni og eðlilega
forvitni. Vissulega var undarlegt að ganga með honum
eftir götunni og hafa hann svona nærri sér, án þess
að hann sýndi nokkurt yfirlæti eða hreykni. Ef ég hefði
ekki verið hræddur um að hann kæmi heim með mér
• strax um kvöldiö, hefði ég leyft gömlu hrifningunni að
ná tökum á mér mótstöðulaust. Ég var hræddur um að
hann ætlaði að koma meö mér heim. Faðir minn héldi
' að ég hefði fengið hann til að koma með mér.
En þegar stóra eikin við stíginn heim að húsinu kom
í ljós eins og formlaus skuggi, nam hann staðar. „Ég
vona að við eigum eftir að sjást, ef ég sezt að í nágrenn-
inu,“ sagði hann um leið og hann kvaddi.
„Auðvitað sjáumst við,“ svaraði ég og hljóp af stað
til að beina geitunum inn á stíginn. Ég var að reyna að
vera hreykinn af því að hafa látið svo litla geðshræringu
' í ljós við þennan fund okkar. En það var ekki sönn til-
’ íinning. Innst inni fann ég til iðrunar yfir að hafa ver-
ið svo kuldalegur og tortrygginn. Ef til vill hafði hann
breytzt í raun og veru. Ef til vill hafði hann komið til
mín í raunverulegri leit að félagsskap og vináttu og ég
hafði ekki gefið honum neitt. Aðdáun mín og hrifning
voru úr sögunni, síðan hann kom síðast í hús okkar.
Og mér stóð á sama þótt það væri ekki einu sinni hon-
um sjálfum að kenna.
Þaö vár föstudagskvöld og það voru egg á borðum og
baunasúpa, því að heima hjá okkur var föstudagurinn
virtur. Mér þótti baunasúpa góð. Móðir mín var farin
að tala um textann sem presturinn hafði lagt út af
þennan föstudag. Brátt varð ég þess var að hún var
hætt að tala og ekkert heyrðist nema hljóðið í borð-
búnaðinum. Miliella sat á móti mér á sínum stað. Hún
hafði ekki farið úr sparikjólnum, sem hún hafði veriö
í við kirkju og hárið á henni var enn bundið upp í klút
sem hnýttur var að aftan. Hún mataðist mjög rólega.
• „Michele Rende er kominn aftur,“ sagði ég.
‘ Ég sá að hún hikaði örlítið áður en hún bar skeiðina
upp að vörunum. Það var allt og sumt. Svo hélt hún á-
fram aö borða án þess að líta upp.
Faðir minn sagði ekki neitt.
„Hefur þú séð hann?“ spurði móðir mín.
„Ég talaði við hann,“ sagði ég. „Hann sagði mér að
þeir hefðu náðað sig.“
„Við skulum vona að hann hafi ekki komið til baka
með sömu hugmyndir og hann hafði áður,“ sagði móðir
mín; og svo hélt hún áfram að tala um það sem hún
hafði frétt — að faðir af Dominikusarreglunni ætti að
prédika næstu föstudaga. Það var ekki minnzt frekar
á Michele Rende. Og Miliella kom ekki að finna mig um
kvöldið. Ég beið eftir henni áður en ég fór að sofa en
hún kom ekki.
Daginn eftir vissi allt þorpið að Michele Rende hefði
komið aftur og hann hefði fengið náðun vegna þess að
hann hefði barizt hetjulega gegn Þjóðverjunum. Hann
hafði borðað kvöldverð í kránni hjá Domenico Bicia
kvöldið áður. Hann hafði haft matinn með sér og að-
eins keypt vínið. Og hann virtist hafa næga peninga;
hann hafði viljað gefa öllum viðstöddum vín með sér,
svo að þeir gætu skálað fyrir endurkomu hans og vel-
gengni í framtíðinni. Fyrst höfðu ýmsir sýnt tortryggni
í hans garð, en hún hafði bráðlega horfið. Hann hikaði
ekki við að sýna skilríki sín. Hann var með ótal skjöl
og plögg sem hann sýndi hverjum sem hafa vildi. Hann
var með bráðabirgðavegabréfið sitt, þangað til hann
fengi lausn úr herþjónustu með ríkisskjaldarmerkinu
og tilheyrandi merkjum og undirskriftum. Og það var
yfirlýsing um að honum hefðu verið greidd laun — laun
fyrir heilt ár í einu, vegna þess að hann hefði barizt
í heilt ár fyrir innan víglínu án þess að geta tekið laun
sín. Og þetta var allálitleg upphæð með öllum auka-
greiðslum og verðlaunum. Það var augljóst, að fýrst
stjórnin hafði veitt honum leyfi og greitt honum allt
þetta fé, var hann innundir hjá stjórninni. En ekki nóg
með það: hann var einnig með skjal skrifað á ensku —
og þaö stóð á sama þótt enginn skildi ensku, — á skjal-
inu var skjaldarmerki og alls konar merki og undir-
skriftir. Michele Rende sagðist hafa fengið það fyrir að
hjálpa hermönnum Bandamanna að sleppa frá Þjóð-
verjum gegnum víglínuna. Þegar mennirnir sáu öll
þessi skjöl, höfðu þeir enga ástæðu til að vantreysta
honum framar. Og þeir höfðu því þegið af honum vín
og hlustað á allt sem hann sagði þeim um staðina sem
hann hefði barizt á og hvernig fólkið lifði þar, á annan
7
Blúndur ©g kniplingar
ÞEGAR blúndur og kníplingar
er þvegið verður maður oft
fyrir því að það tapar sinni
upprunalegu lögun.
Hægt er að komast hjá þessu
með því að taka stóra flösku
og vefja um hana handklæði;
síðan er blúndunni eða knipl-
ingunum vafið skáhalt upp eft-
ir henni.
Þvottaefni er leyst upp í
volgu vatni og flaskan er
hreyfð fram og aftur í upp-
lausninni. Síðan er þetta skol-
að vel og blúndurnar eða knipl-
ingarnir látið þorna á flösk-
unni.
Skarð í stút
Ef þið eigið fínan teketil eða
kaffikönnu úr postulíni eða
keramik, er ekkert eins sorglegt
og þegar skarð kemur í stútinn
á könnunni. En það er ekki
ástæða til að örvænta, bæði er
hægt að líma brotið, en það er
líka hægt að fá settan silfurhólk
um stútinn. Ilann getur verið
breiður eins og fingurbjörg eða
örmjór, eftir því hve stórt brotið
er. En auðvitað verður kostnaður
við svona viðgerð að standa í
skynsamlegu hlutfalli við verð-
mæti könnunnar.
Bliissudragtin
Það var Dior sem kom fyrst-
ur manna með blússudraktir
og hann viðurkennir að hann
hafi orðið fyrir áhrifum af
hermannabúningum. Líkingin
leynir sér ekki heldur, en þar
sem hér er um að ræða fallega
OC CAM^
Kvöld eitt voru nokkrir vinir
Mark Twain samankomnir í
New York. Það rifjaðist þá
upp fyrir þeim að afmælisdag-
ur skáldsins mundi vera þenn-
an dag. Vildu þeir nú senda
skáldinu hamingjuóskir sínar í
tilefni af afmælinu, en höfðu
ekki hugmynd um, hvar í
heiminum hann mundi vera.
Þeir skrifuðu því utan á bréf-
ið til hans: — Mark Twain,
guð veit hvar staddur.
Nokkrum vikum síðar fengu
þeir skeyti frá Italíu, sem í
voru aðeins þrjú orð: Hann
vissi það.
Bóndi nokkur og kona hans
komu til stórborgarinnar og
bjuggu þar á fyrsta flokks
hóteli. Þegar þau hugðust
flytja af hótelinu á ný, sýndi
hótelhaldarinn þeim reikning-
inn, sem hljóðaði upp á
fimmtíu dollara. Gamli bónd-
inn lýsti yfir, að hann mundi
aðeins greiða 25 dollara, þar
sem hann hefði engar máltíðir
borðað á hótelinu.
— En það máttir þú ef þú.
kærðir þig um, sagði hótel-
haldarinn, og þér ber að
greiða fulla upphæð.
— Jæja, andmælti bóndinn,
en þú kysstir konuna mína
meðan við dvöldum hér.
— Hvaða fjarstæða, sagði
hótelhaldarinn reiður.
En bóndinn svaraði rólegur:
Þú máttir það að minnsta
kosti, ef þú hefðir kært þig
um.
og hentuga tízku getur maður
horft framhjá hernaðarupp-
runanum. Hér er bandarísk
útgáfa af blússudraktinni og
hún er bæði kvenleg og falleg
í sniðinu. Blússudragtirnar eru
bæði saumaðar úr léttu efni til
að nota innanhúss og þá eru
þær eins og hlýr kjóll, og úr
grófu efni, t.d. þykku tweed
sem sportflíkur. Þessi dragt er
úr ljósgráu funneli. Pilsið er
slétt og þröngt og beltið í
mittið er saumað á jakkann eu
ekki á pilsið.
Ekkert hreinsar hárburstann
eins vel og þvottur úr vatni
blönduðu þvottalög. Góður
þvottalögur verkar í moðvolgu
vatni og það er kostur, því
að fæstir hárburstar þola að
koma í of heitt vatn. Þegar-
búið er að gegnvæta burstann
vel í þvottaleginum er hann
klóraður með greiðu og skol-
aður og síðan lagður til þerr-
is í opinn glugga eða annars
staðar þar sem dragsúgur er.
Langa? ermar, og þá ...
Nú er farið að nota nýstár-
lega ermalengd. Ermarnar eru
næstum fulllangar en þó ekki
nema næstum. Þær eru yfir-
leitt átta til tiu sentimetrum
styttri en venjulegar langerm-
ar. Það getur litið ágætlega út
og þetta er tízka sem kemur
sér vel fyrir börn í vexti. Oft
vaxa krakkar fyrst fram úr
ermunum og það er lientugt
að geta notað þessa tízkulengd
á ermum í stað þess að þurfa.
að stytta ermamar alveg.