Þjóðviljinn - 24.10.1954, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 24.10.1954, Qupperneq 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. október 1954 Stigamaðuriim Eftlr Giuseppe Berto 24. dagur FIMMTI KAFLI Eftir þetta kom Michele Rende æ sjaldnar til okkar, ekki vegna þess að ég hefði sett mig upp á móti honum, heldur vegna þess að vandræðin voru að byrja. Fyrsti atburðurinn sem gerðist var að bifreið, sem eigandi Piane landareignarinnar átti, var hrundið nið- ur bratta brekku. Það voru meira en tíu ár síðan eig- andi Piane hafði komið á landareign sína og hann hafði komið til að athuga reksturinn. Síðan stríðinu lauk höfðu peningarnir sem landareign hans gaf af sér ekki lengur nægt fyrir þörfum hans. Hann hefði sennilega átt að finna að starfi ráðsmanna sinna og umboðs- manna, þar eð það voru þeir sem höfðu af honum fé; en hann hafði lítiö vit á rekstrinum og hafði biýna þörf' fyrir aðstoð ráðsmanna og umboðsmanna. Og þess vegna ásakaði hann leiguliðana, ákærði þá fyrir að svíkja hann um sinn hluta af framleiðslunni og hótaði að reka þá af kotunum. Bændurnir báru af sér sakir og héldu fram hollustu sinni við húsbóndann. Konurnar báðu og sárbændu, karlarnir bölvuöu og formæltu hjarta sínu. En ekkert var hægt að gera. Þeir biðu dómsins eins og þeir biðu eftir hagli eða frosti eða ein- hveiTi refsingu guðs. Og landeigandinn hélt áfram aö ganga á milli kotanna og viðhafa ásakanir og ógnanir. Þar til dag einn að hann hafði skiliö bílinn sinn eftir á veginum og nokkrir menn sem virtustf eiga leið fram- hjá af hendingu, drógu ekilinn út úr bílnum og ýttu bílnum útaf veginum svo að hann rann niður brekk- una. Bíllinn valt niöur á jafnsléttu og stanzaði á hvolfi þpp við tré. Þessi nýja tegund af ofbeldi gerði fólk undrandi og ráðvillt. Á okkar slóðum hafa frá fornu fari verið upp- reisnarmenn, menn sem höfðu flúið áþján laga og þjóð- félagslegt misrétti, haldið upp í fjöllin í reiði sinni 'og komizt þannig undan áþján laga og þjóðfélagslegs mis- réttis. Þeir höfðu viljað verða sterkir menn, þótt ekki væri nema daglangt. En ástæöan fyrir uppreisn þeirra hafði ævinlega verið eitthvað ranglæti eða ofbeldi, sem þeir höfðu oröið fyrir, ranglæti sem þurfti aö hefna með öðru ranglæti eða annars konar ofbeldi. Og hópar höfðu aldrei gert uppreisn, heldur aðeins einn og einn maður. Og það hafði aldrei verið uppreisn gegn jarðeig- endunum, heldur gegn lögunum; og næstum alltaf hafði uppreisnarmaðurinn að lokum snúizt á sveif meö iandeigendum, gegn hinum kúguðu. Ástæðurnar fyrir þessu nýja ofbeldi voru ekki full- Ijósar. Það var eins og því væri beint gegn atvinnurek- anda vegna þess að hann var atvinnurekandi og um leið var það tilraun til aö kollvarpa ævagömlu skipulagi. Það hafði aldrei talizt ofbeldi þótt landeigandinn ræki leiguliðann af skika sínum, vegna þess að landiö til- heyrði hinum fyrrnefnda með mannlegum og guðlegum rétti. Og ennfremur upplýstist það að það voru ekki Piane leiguliðarnir sem fleygt höfðu bílnum niður brekkuna; það voru aðrir menn sem til þekktist. Og þeir voru ekki teknir fastir. Lög og reglur áttu í vök að verjast um þetta leyti: málið var ekki einu sinni' kært. Landeigandinn beið þess ekki að bíllinn hans yrði dreginn upp aftur. Hann fór burt og kom ekki aft- ur, og innan skamms fór fólk að telja víst að hann; mundi engar hefndarráðstafanir gera. Michele Rende haföi ekki verið í hópi mannanna sem eyðilögðu bílinn, en allir vissu að hann hafði borið á- byrgð á verkinu. Það var hann sem sáði uppreisnarfræ- inu í hugi mannanna. Hann var nú farinn að tala við fátæka fólkið í görðunum og húsasundunum. Hann beið eftir mönnunum þegar þeir komu heim úr vinnu, sett- ust á jörðina eða kofaþrepin með súpuskálina sína á hnjánum — eða súpulausir, þegar þeir höfðu ekki ann- að að borða en brauð og lauk og pipar. „Er það fyrir þessu sem þú ert að þræla frá morgni til kvölds, þú og kona þín og börn?“ „Þessu úthlutar húsbóndinn okkur.“ „Og hver er húsbóndi þinn? Hefurðu nokkum tíma séð hann?“ „Ég sá gamla manninn, en ég hef aldrei séð soninn. En ég veit um hann vegna þess að ég vinn fyrir hann.“ „Og veiztu hvernig húsbóndi þinn lifir? Hann þrælar ekki baki brotnu meö skóflu og haka.“ „Ég veit það, en hann er húsbóndinn“. „Og hvað hefur hann unnið til þess að verða hús- bóndi? Hann fékk landið eftir föður sinn og svo fram- vegis; og í upphafi var framið einhvers konar ofbeldi sem þú og þínir líkar hafa orðið að þjást fyrir í margar aldir. Segðu mér — hvað hefur húsbóndinn nokkru sinni gert fyrir þig? Hefur hann nokkurn tíma komiö til að athuga hvernig þér og börnum þínum líður? Hefur hann séð þér fyrir húsi, vatni eöa ljósi? Hið eina sem hann hefui* áhuga á er ágóðinn, svo að hann geti lifaö í vellystingum praktuglega. Og það eruö þið sem greið- ið óhóf hans með hungri barnanna ykkar.“ „Hvað get ég gert viö því? Ég verð að hlýðnast lög- unum.“ „Og hver heldurðu að hafi samiö lögin? Það voru landeigendunrir sem létu semja þau sér í vil. En þú og ég og allir aörir sem eru órétti beittir standa saman, þá getum við breytt lögunum.” Ef til vill hafa mennirnir skiliö þetta, en þeir gerðu ekki annað en yppta öxlum. Hvað annað gátu þeir gert? Ef þeir geröu eitthvað raunhæft áttu þeir á hættu að missa jafnvel brauðið sitt og baima^úm.ina. Og Michele Rende fór einnip* á fnnd Þíns sem enn verr var ástatt fyrir, vesrna bess að Það enga atvinnu og enginn vissi hvernig það dró fram lífið. „Hva§ áttu mörg börn?“ spurði hann eina konuna. „Guö gaf mér níu börn, en sex þeirra eru dáin.“ „Hvers vegna dóu þau?“ OC CAMMsi — Magnús, settirðu köttinn út áður en þú fórst að hátta? — Já, auðvitað gerði ég það. — Eg trúi þér ekki! — Nú, ef þú heldur að ég ljúgi, farðu þá sjálf og hentu kettinum út! • ★ Því meira sem við lærum þeim mun meira vitum við. Því meira sem við vitum, þeim mun meira gleymum við. Því meira sem við gleymum. þeim mun minna vitum við. Því minna sem við vitum þeim mun minna gleymum við. Því minna sem við gleymum þeim mun meira vitum við. Til hvers er þá allur þessi lærdómur? ★ Kennarinn: — Pétur, af hverju er klukkum hringt á jólunum ? Pétur: — Vegna þess að það tekur einhver í klukkustreng- inn. eiiiiilis]»5tltiir Um góSffeppi Varla er nokkuð sem gerir stofur eins vistlegar og gólf- teppi, en það er ekki hlaupið að því að velja það réttilega. Unga fólkið sem stofnaði heim- ili eftir stríðið og á skömmtun- artímabilinu hafði ekki um margt að velja ef það ætlaði að fá sér gólfteppi. Það er að- eins á síðustu árum sem nokk- uð úrval er orðið af gólftepp- um. Þegar gólfteppi er valið þarf að taka margt til greina. At- huga þarf litaval og stærð, gerð teppisins og mynstrur. Auk þess þarf teppið að hæfa vel heimilinu. Unga fólkið sem kaupir sér teppi þarf að minn- ast þess að teppið þeirra þarf að þola að börn leiki sér á því. Nýgiftu hjónin sem gera ráð fyrir því að eignast börn ættu ekki að fá sér eitt stórt, við- kvæmt teppi, heldur velja fleiri lítil teppi, helzt í sterkum lit- um eða mynstruð. Þau þurfa að leita að sterkum teppum sem lítið sér á og þau eiga að forð- ast stór teppi vegna þess hve dýrt er að endurnýja þau. Ungversk kelimteppi eru sterk og endingargóð. Þau hafa slétt og hart yfirborð og engin ló er á þeim. En það þarf að þrífa þau með varúð. Bezt er að ryksjúga þau, en varast að bursta þau og berja; hætt er við að þræðirnir slitni ef of harkalega er farið með þau. Mjúk teppi með ló þarf aft- ur á móti að ryksjúga með varúð. Mörg teppi má ekki ryk- sjúga fyrr en búið er að ganga þau til. Lóin þarf að þéttast, svo að þræðirnir fari ekki upp úr teppinu þegar það er ryk- sogið. Þegar lóteppi er orðið ca. hálfs árs er óhætt að fara að nota ryksuguna en þangað til er skynsamlegast að láta burstun dugá. Mjúku teppin sem maður sekkur niður í þeg- ar gengið er á þeim, eru ekki við þeirra hæfi sem vilja^taka ryksugunn iipp þegar í stað. Hvað mynstur snertir er rétt að forðast einlit teppi þar sem smábörn eru á heimili. Kókós- dreglar mega aftur á móti gjarnan vera einlitir, því að bað er ekki vitund hægara að brífa mvnstraðan dregil en ein- btan. En sé um miúk teppi að ræða er rétt á.ð forðast þau ein- ’itu ef börn eru á heimilinu sem leika sér ef til vill í stof- unni. Ef keypt er hins vegar nýtt teppi þegar börnin eru orðin stór og skynsöm er alveg eins hægt að velja einlitt teppi. Marga dreymir um stórt gólf- teppi og spara fyrir því árum saman, en veljið þó ekki teppi sem er svo stórt að flytja þurfi öll húsgögnin til í hvert skipti sem teppið er þrifið. Flestir telja gráleit og drapp- bt teppi hentugri en litsterk teppi. En í raun og veru sjást óhreinindi engu síður á ljósum teppum og rauð teppi sem margir eru hræddir við vegna litarins, hafa reynzt hentug. Bezt er að velja gerð á teppi sem maður veit einhver deili á af reynslu vina eða kunningja. Ef mynstrað teppi er valið, gætið þess þá að mynstrið sé F'amhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.