Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 1
I 4 1 4 4 4 ( * Flokksstjórnar- ! fundurinn j i heldur áfram í dag að TjarnwM argötu 20, og liefst kl. 5 e. It, Álykfun AlþýSusambandsins um verkalýSsmál: aukinn hlut vinnandi manna í þjóðartekiunum Hinu sögulega 24. þingi Alþýðusambands Islands, þegar full- trúar frambvæmdu þá kröfu verkalýðsfélaganna að hrífa stjórn Alþýðusambandsins undan álirifum atvinnurekenda, lauk í gær- inorgun. Þingið gerði eftirfarandi ályktun um verkalýðsmál: „24. þing Alþýðusambands íslands telur að á næsíu tímum verði það höfuðverkefni alþýðusam- takanna að tryggja stórum aukna hlutdeild vinn- andi manna í tekjum þjóðarinnar, með það lámark fyrir augum að átta stunda vinnudagurinn nægi til mannsæmandi framfærslu meðalfjölskyldu. «* Til þess að ná þessu marki telur þingið að jöfnum höndum verði að berjast fyrir hækkuðum launum og auknum kaupmætti þeirra með verðlækkunum. Þingið leggur áherzlu á að full vísitala verði greidd á öll laun. Mælir þingið fastlega með þeirri aðferð, að samnirigar um lækkað verðlag verði þraut- reyndir milli ríkisstjórnarinnar og þeirra stórfyrirtækja í verzl- un, iðnaði og landbúnaði, sem mest áhrif hafa á verðlag í land- inu. Náist ekki fullnægjandi ár- angur af slíkum samningum, verði tekið upp raunhaeft verð- lagseftirlit er hindri óhóflega álagningu. 2. ar í Noregi og Danmörku sam- kvæmt samningum milli aðila og þykja þær hafa gefið góða raun. Þingið felur stjórn A. S. í. að leita samstarfs við atvinnurek- endur og Vinnuveitendasamband íslands um hvers konar úrræði, sem stuðlað geti að eflingu at- vinnulífsins og aukinni vöru- vöndun." ★ Þjóðviljinn sagði í gærmorg- un frá úrslitum stjórnarkosn- ingar á Alþýðusambandsþing- inu, öðrum en sambandsstjórn- ar mönnum er kosnir voru úr landsf jórðungunum. Þessir voru kosnir: Fyrsti fundur hinnar nýkjörnu Alþýðusambandsstjórnar var haldinn í gær. Á mynd- inni eru sitjandi frá vinstri: Alfreð Guðnason, Sigrí&ur Hannesdóttir, Hannibal Valdi- marsson, Eðvarð Sigu.rðsson, Páll Sólmundsson, Ágúst Vigfússon, Ásbjörn Karlsson, Standandi frá vinstri: Siguröur Stefánsson, Björn Jónsson, Magnús Bjarnason, Kristján Guðmundsson, Jón Friðbjörnsson, Ásgeir Guðmundsson, Snorri Jónsson og Pétur Óskarsson. „Varðveitum okkar föðurleifð, A. Þingið felur væntanlegri sambandsstjórn að leita þegar samstarfs við sambandsfélögin um að hefja ötula baráttu fyrir sama kaupi kvenna og karla. B. Á sama hátt verði þegar haf- in barátta fyrir því, að sama kaup verði greitt fyrir sömu vinnu, hvar sem hún er unnin á landinu. Skulu hagkvæmustu gildandi kaupgjaldssamningar lagðir til grundvallar þeirri samræmingu. C. Telur þingið heppilegt að sambandsstjórn boði til ráð- stefna einstakra félaga hópa til að fjalla um þessi mál og önnur sérmál þeirra. Sérstaklega telur þingið nauðsynlegt að efnt verði sem fyrst ti 1 ráðstefnu verka- kvennafélaganna um sérmál þeirra. Norðurland: Kjörnir voru Björn Jónsson með 165 og Jón Friðbjörnsson með 158, Árni Þorgrímsson hlaut 155 og Gunn laugur Hjálmarss. 156. Suður og Suðvesturland: Kjörnir voru Hálfdán Sveinsson með 293 og Sigurður Stefánsson með 162. Ragnar Guðleifsson hlaut 159. Framhald á 3. síðu. Grænlandsmál- ■ Allsherjarþing SÞ sam- : [ þykkti í gær tvær ályktánir, | ■ sem því bárust frá verndar- j j gæzlunefndinni. í annarri á- j j lyktuninni var lagt til, að j j þ'ingið samþykkti þá ráðstöf- j j un Dana að innlima Græn- | : land í danska ríkið. I hinni var lagt til, að : i ; þingið lýsti yfir, að það teldi : ■ sig hafa rétt til að senda j ; rannsóknarnefnd til vernd- j ■ argæzlusvæða, sem verndar- ■ j ríki hefðu í hyggju að inn- • j lima og áskildi sér rétt til • : að neita að viðurkenna slíka ■ ■ : innlimun. Þessi ályktun var j : samþykkt gegn atkvæðum : • allra nýlenduríkjanna, þ. á. j • m. Bandaríkjanna, Bretlands j • og Frakklands. 3. Þingið felur væntanlegri sam- bandsstjórn að fylgjast vel með baráttu stéttarsamtakanna í ná- grannalöndunum fyrir 40 stunda vinnuviku op hefja baráttu fyrir þeirri réttarbót í þeim atvinnu- greinum, sem bezt eru til þess fallnar að taka upp þá vfnnutil- högun. Sambandsstjórn leiti þegar samninga við Vinnuveitendasam- band Islands um að gera tilraun- ir í einstaka atvinnugreinum ,með 40 stunda vinnuviku, einkum með tilliti til vinnuafkasta. En slíkar tilraunir hafa verið gerð- verndum Evrépu lyrlr eldi" HvatningarorS Ehrenbúrgs til allra ] Evrópumanna i rœSu á friSarþinginu Stokkhólmi 19. nóv. Áhrifamesta ræSan á fyrsta degi þings Heimsfriðar- ráðsins hér í borg var tvímælalaust sú, sem rússneski rithöfundurinn Ilja Ehrenbúrg hélt á síðdegisfundinum. Ehrenbúrg er maður við ald- ur, næstum hvítur fyrir hær- um og lotinn í herðum. En rómur hans er sterkur og jafn- vel í þýðingu leiftrar mál hans af andríki. „I fyrsta skipti komum við til starfs laus við óhugnanleg- an undirleik fallbyssukúlna og sprengja. Þann sigur hafa frið- aröflin unnið. Þið munið hvern- ig byrjunin var, sumir öskruðu af bræði, aðrir sendu liæðnis- glósur, enn fleiri þögðu og ef- uðust uin árangur. Fimm árn fórnfúst starf hefur breytt andrúmsloftinu í heiminum Við lýstum því yfir að stórveld in fiinm ættu að setjast v'ð sama barð. ,.Fjarstæða“, svör- uðu þeir sem þóttust ver manna raunsæastir. „Það skr’ aldrei verða“ héitstrengdu þeir sem hylla valdið. Gott og vel. við höfum séð fjarstæðuna verða að veruleika. Þótt þeir væru tregir, þótt þeir sætu fremst á stólbrúnunum, komu þeir sem hrópuðu „aldrei“ saint og settust við samningaborð- ið í Genf. Og eins og í öllu öðru er þetta það erfiðasta, byrjunin“. Ilja Ehrenbúrg Þannig hóf Ehrenbúrg máls. Ræða hans fiallaði um nauð- synina á því að hindra að hernaðarandinn verði vakinn í Þýzkalandi og það klofið í tvennt um ófyrirsjáanlega framtíð. Ehrenbúrg hefur dval- ið mikinn hluta ævi sinnar í Frakklandi og hann gat því sagt með fullum rétti: „Fg tala sem Evrópumaður sem elskar Evrópu. Ég liefi lif- að tvær heimstyrjaldir, horft á rústir Rheims og ösku Nov- gorod. Þessvegna segi ég \ið alla Evrópumenn. Varðveitmn okkar fögru föðurleifð, vemd- um Evrópu fyrir eldi og tár- um, eflum friðinn! Hver dag- ur er dýrmætur". Annar meðal ræðumanna á þessum fundi var Jisíró Matsú- mótó, þingmaður í öldungadeild japanska þingsins og fram- kvæmdastjóri næststærsta flokks landsins, vinstrisósíal- istaflokksins, sem á 70 menn á þingi í Tokyo. Hann benti á sambandið milli fyrirhugaðrar hervæðingar Þýzkalands og Japans. Á báðum stöðunum er verið að þvinga hervæðingunni upp á þjóðirnar nauðugar með samstilltu átaki innlendra aft- urhaldsstjórna og bandaríska utanríkisráðuneytisins. Prófessor Josef Itromadka, forseti guðfræðideildar Karls-s Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.