Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Frá aðaliundi Eandaiags bvenna í Reykjavík Skorar á stjórnarvöldm að hafa eftirlit með útgáfu glæpa- og æsingarita AÖ'alfundur Bandalags kvenna í Reykjavlk var haldinn dagana 15—17. nóv s.l. Á fundinum vom gerðar ýmsar samþykktir og fara fáeinar hér á eftir. stjórnarvöldin og barnaverndar- ráð að framfyígja rétti sínum að hafa eftirlit með slíkri útgáfu- starfsemi og hika efcki við að géra upptæk öll þau blöð og tímarit, innlend serri; ’ erlend, er telja má að siðsþilíandi áhrif hafi á börn og unglinga.“ „Fundurinn beinir þeirri á- skorun til ríkisstjómarinnar að láta framkvæma :nu þegar rann- sókn þá um launajafnrétti kvenna og karla, sem síðasta Alþingi fól henni að láta gera með þings- ályktun nr. 877, 1953. Fundurinn væntir þess, að launþegasamtökum svo sem Al- þýðusambandi íslands og Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja sé gefinn kostur á að tilnefna konur í væntanlega rannsókn- arnefnd. „1. Fundurinn telur núverandi skattalög ákveða allt of lágan persónufrádrátt miðað við fram- færslukostnað og telur það sér- staklega óréttlátt að persónufrá- dráttur hefur hvað eftir annað verið lækkaður hlutfallslega. 2. Fundurinn vill vekja athygli á að nauðsynlegt er, að til séu skýr og ótvíræð lagafyrirmæli um persónufrádrátt barna þeirra foreldra, sem ekki eru samvist- um. 3. Innheimta opinberra gjalda sé gerð einfaldari og jafnframt ódýrari í framkvæmd, t. d. með staðgreiðslukerfi, og sé miðað við tekjur þess árs, sem skattur- inn er innheimtur á. 4. Aukið verði eftirlit með skattaframtölum. 5. Komið verði á sérsköttun giftra kvenna. 6. Fundurinn mótmælir því vanmati á vinnu konu á heimili, sem kemur fram í þeim nauma frádrætti, sem ætlaður er þeim heimilum, sem ekki njóta vinnu húsmóðurinnar heima, sbr. 10. gr. skattalaga j-lið, og telur að frádráttinn eigi alltaf að miða við það vinnutap, sem heirriilið verður fyrir vegna vinnu kon- unnar utan þess, án tillits til þess á hvern hátt heimilishaldinu er fyrir komið.“ Öpe rurnar æfðar af miklu kappi Samkvæmt upplýsingum Þjóð- leikhússtjóra eru óperurnar tvær, Pagliacci og Cavaleria rusticana, sem leikhúsið frum- sýnir á annan í jólum, nú æfðar af fullum krafti. Hefur leik- stjórinn Simon Edwardsen, dvalizt hér í hálfan mánuð og stjórnað æfingum. Þorsteinn Hannesson, sem á að fara með eitt af aðalhlutverkunum í annarri óperunni, er væntan- legur í lok þessarar viku, en í byrjun næsta mánaðar kemur sænska óperusöngkonan Stina Britta Melander, sem fer með aðalkvenhlutverkið í Pagliacci. Fréttir frá Hveragerði Verið að leggja hitaveitu um austurþorpið Frá fréttaritara Þjóðviljans í Hveragerði. Haustið 1953 var grafinn 120 metra skuröur af Hvera- svæöinu niöur á Beiöumörk (aöalgatan inn í þorpið) steypturi-stukkur í þann skurö og keypt 6“ stálrör og annaö efni til lagnar í þann hluta. Meira varö þá ekkt að gert sökum fjárskorts. Nú hefur aftur tekizt að fá lítils háttar lán og er nú verið að ganga að fullu frá áðurnefnd- um kafla og halda síðan áfram 4” lögn 220 metra leið austur Þórsmörk, sem liggur á milli Breiðumerkur og Reykjamerkur, en það er gata, sem á að koma af þjóðveginum beint á Varmár- brúna undan Reykjum, á milli Barnaskólans og Fagrahvamms. Þá eru einnig komið 3” rör í 440 m langar leiðslur út úr aðalleiðsl- unni, og þegar þessu er komið í kring er lokið fyrsta áfang- anum í heildarveitu fyrir þorp- ið. Leiðslur allar eiga að vera tvöfaldar og hringrás i vatns- kerfinu með miðstöð á Hvera- svæðinu. Með þessum áfanga verður hægt að ná til gróður- húsa, sem eru samtals 11 þús. „Trúarbrögð mannkyns" rit &im almenna trúarbragðasögu eftir Sigurbjörn Einarsson prófessor „Trúarbrögð ma.nnkyns“ nefnist mikiö rit, eftir Sigur- björn prófessor Einarsson, sem nýkomiö er út, og er út- gefandinn Isafoldarprentsmiöja h.f. bls., og girnileg til fróðleiks um það svið mannlegrar hugsunar sem hún fjallar um, en hug- mynd um efnismeðferð höfundar hafa útvarpshlustendur fengið af fræðsluerindum sem hann hefur flutt í útvarp um þessi efni á undanförnum árum. Efni í tunnur til Siglufjarðar Siglufirði í gær — Frá fréttaritara Þjóðviljans Hingað kom fyrir skömmu flutningaskip með efni í 30.000 tunnur til tunnuverksmiðjunnars Tunnusmíði er enn ekki hafin á þessum vetri, en vonir standa til að hafizt verði handa um ára- mót. „Skóli fyrir skatt- greiðendur44 á Siglufirði Siglúfirði í gær — Frá fréttaritara Þjóðviljans Leikfélag Siglufjarðar frum- sýnir í kvöld franska gamanleik- inn „Skóli fyrir skattgreiðendur". Með aðalhlutverkin fara: Jónas Tryggvason, Júlíus Júlíusson og Friðrik Stefánsson. Leikstjóri er Júlíus Júlíusson en leiktjöldin hefur Herbert Sigfússon málað. Hitinn í Reykjavík í október síðast Isðnum 0.7 stigum lægri en í meðalári Annars var veðrið svipað því, sem venja er til um þetta leyti árs Samkvæmt upplýsingum frá VeÖurstofunni var veðriö í október s.l. svipað því, sem venja er til um þetta leyti árs. Um útgáfu glæpa- og æsinga- rita gerði fundurinn eftirfarandi samþykkt: „Fundurinn lýsir andúð sinni á þeim fjölda glæpa- og æsiriga- rita, sem nú er veitt í stríðum straumum irin á bókamarkaðinn og telur útgáfu slíkra rita þjóð- inni til vansæmdar og tjóns. Fundurinn skorar því á Alþingi það, sem nú situr, að samþykkja framkomið frumvarp til laga um breytingu á tilskipun frá 9. maí 1855, varðandi lög um prentfrelsi, þar sem tilskilið er, að öll rit, sem út eru gefin, beri með sér í hvaða prentsmiðju þau séu prentuð og hver sé útgefandi. Þá telur fundurinn nauðsynlegt, að komið sé í veg fyrir að rit þau, er að ofan greinir, séu seld ann- arsstaðar en i bókabúðum. Jafnframt skorar fundurinn á Aðalfundur LÍÚ Aðalfundur Landssambands íslenzkra útvegsmanna verður settur kl. 5:30 í dag í fundar- sal LÍÚ. Á fundinum munu mæta fjölmargir fulltrúar víðs- vegar af landinu. Formaður sambandsins, Sverrir Júlíusson, setur aðalfundinn, en á kvöld- fundi, sem hefst kl. 9 verður skýrsla stjórnarinnar flutt. Síðara erindi Jóns Helgasonar Jón prófessor Helgason flutti í gærkvöldi síðara erindi sitt um islenzku handritin í Árna- safni fyrir fullu húsi áheyr- enda. Að þessu sinni ræddi hann um útgáfustarfsémi, þær meginreglur sem hún yrði að hlíta og skýrði fyrir mönnum nokkur þau vandamál sem við væri að etja og þá þrotlausu þolinmæði og vandvirkni sem beita yrði ef viðunandi árang- ur ætti að nást. Var þetta erindi eins og hið fyrra mjög persónulegt, þrungið af lífi og andagift. I lokin sýndi Jón enn og skýrði skuggamyndir. Jakob Benediktsson þakkaði Jóni erindin fyrir hönd Máls og menningar og kvað áheyr- endur nú hafa sannfærzt um að ekki hefði verið ofmælt sem hann sagði í upphafi að Jón Helgason væri ekki einungis allra manna fróðastur um ís- lenzk handrit heldur öllum öðrum betur til þess fallinn að fræða aðra. Fundarmenn þökk- uðu að lokum Jóni með lang- vinnu lófataki. Alþýðusambandsþing Framhald af 1. síðu. Vesturland: Kjörnir voru Al- bert Kristjánsson með 163 og Ágúst Vigfússon með 162. Björgvin Sighvatsson hlaut 154 og Páll Sólmundsson 150. Aust- urland: Kjörnir voru Ásbjörn Karlsson með 162 og Alfreð Guðnason með 162. Þorsteinn Guðjónsson fékk 151 og Guð- laugur Sigfússon 150. Er þetta almenn trúarbragða- saga og skiptist i aðalkaflana „Frumstæðar þjóðir“, „Menning- arþjóðir fornaldar“, „Menningar- þjóðir Austurlanda,“ „Búddha- Sigurbjörn Einarsson prófessor dómur. Islam“. Um trú ísraels- manna og kristna trú er ekki fjallað í riti þessu og heldur ekki trú forfeðra vorra, en bókinni er ætlað að vera handbók háskóla- stúdenta í almennri trúarbragða- sögu. „Trúarbrögð mannkyns“ er 364 Meðalliiti mánaðarins í Reykja- vík var 3.6°, en það er 0.7° kaldara en í meðalári. Á Akur- eyri var hitinn 2.4° eða 0.4° undir meðallagi. Fram undir miðjan mánuð var víðast frostlítið nema á Norð- austurlandi. Þ. 15.—17. var frost um allt land. Yfirleitt var ekki um verulegar frosthörkur að ræða, en þó komst frostið upp í 13 stig á Grímsstöðum á Fjöll- um. Siðara hluta mánaðarins skiptust á frost og þíðviðri. Stormar voru fremur fátíðir og úrkoma með minna móti. í Reykjavík varð úrkomu vart 23 daga, en úrkomumagnið var ó- verulegt nema þ. 8.—9. og þ. 11.—12. Enginn teljandi snjór var í Reykjavík. Mesta frost þar var -4-5.4° (þ. 16.) og hæsti há- markshiti mánaðarins var 11.5° (þ. 7.). Sólskinsstundir voru 81 og er það svipað því sem venja er. ferm. að flatarmáli, íbúðarhúsa á 3 þúsund fe.rm. og skólahús:- ins. Kaldavatnsleiðsla 100 þús. króna lán hefur ver- ið fengið hjá Brunabótafélagi Íí- lands til framhalds vatnsveitu. Fyrir skömmu var tekið vatn, er rennur undir hrauni fyrir innan Grýtu, komið í samband við eldri lögn úr Gufudalslinduru, en þær fullnægðu ekki lengur vatnsþörf þorpsins og var þeirrt leiðslu komið fram hjá Hlíðar- haga, gróðurhúsum sem stancla undir suðausturhorni Hamarsins. Þaðan á nú að leggja 4” asbest- rör 1200 metra leið niður Lauf- skóga (liggur af þjóðveginums fyrir endann á Hamrinum upp að Grýtu) og síðan austur Varmahlíð (þvert yfir efra hverasvæðið fyrir ofan Hótel Hveragerði) og síðan niður Breiðumörk niðúr undir iðju- hverfið. Þegar hefur að nokkru verið plægt fyrir þessari leiðslu. blÓÐVILIINN Hvernig er með þetta slagorS þitt um allt til heimilisins, ©r það meiningin að heimilið eigi aS verða liúsgagnalaust? Þannig spurði mig maður í gær, þegar liann var að skila andvii'ði tveggja happdrættisblokka. Eru stofuskápar eklci húsgögn? spyr ég. Við erum húnir að segja frá 7000 króna stofuskáp. Jú, kannske, er svarið, en ekki er hægt að sitja á stofuskáp eða borða á honum. Nei, segi ég, en hverskonar vantraustsspurningar eru þetta, Happdrætti Þjóðvlljans Iætm- sér ekki nægja neinn stofuskáp, hversu góður sem liann er. Okkar happdrætti er svo fjölbreytt, að það sér fyrir hér um bil öllu til heimilisins nema heimllisfólk- inu sjálfiL Og nú skal cg segja ykkur. Fyrsti vinningurinn í liappdrættt Þjóðviljans heitir nefnilega hús- gögn og þau hvorki meira né mlnna en yfir 20.000 krónur. Og þau eru smíðuð hjá Krist- jáni Siggeirssyni Eaugaveg 13, svo að gæðin eru tryggð. Ög valið er svo frjálst, að ef vlnnand- inn vill heldur fá stói í rokkókó- stíl, eða sófasett módel 1934, þá segir liann bara tii og hann f:er ósk sína uppfyllta. Og þegar þið gangið fram lijá Eaugavegi 13 þá skuluð þið líta í búðargluggann hans Kristjáns, þii þar er auglýsingaspjald happ- drættisins komið og þið getið strax farið að hugleiða hvaða húsgögn þið ætlið að vinna í happdrættinu. Eimfremur skiUuð þlð líta í glugga raftækjaverzlunarlnnar i Bankastrætl 10, því að þar biða ykkar viimingar upp á tugi þúo- unda. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.