Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 24. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN Benedikt Sveinsson Framhald af 7. síðu. Island hefur fullt drottinvald yfir öllum sínum málum, en viðskiptum landanna er skip- að með samningum, er endur- nýjast á fárra ára fresti. 'Hér af leiðir, að aldrei geti komið til mála að gera Dani jafnréttháa oss hér á landi þótt þeir leyfi hið sama á móti, því að þeir eru þrítugfjlt fleiri en vér og auk þess miklu auðugri. Þessar kröfur mun þjóðin láta fram þera af sinni hendi og eigi íeyfa að samn- ingar takist, sé nokkurs í fátt. En verði oss neitað um þessar réttlátu og hóflegu kröfur, þá gerum vér skilnað. (Ingólfur, 13. ágúst, 1906). Islenzkri sjálfstæðisbaráttu varð aldrei síðan hvikað frá þeim miðum, sem hér voru mörkuð, þrátt fyrir ýmis áföll og riðl í fylkingunum. Sam- fylking íslenzkra stjórnmála- leiðtoga og alþýðunnar í land- inu náði hámarki í hinum sögufrægu alþingiskosningum 1908, er minnihlutaálit Skúla Thoroddsen olli umskiptum í kjósendafylgi flokkanna og skipaði meirihluta þjóðarinn- ar um þá kröfu, að ísland yrði sjálfstætt ríki í konungs- sambandi við Danmörku. Þá urðu þáttaskil í íslenzkri þjóð- arsögu — íslendingar höfðu brennt skip sín: á braut sjálfstæðisbaráttunnaf var ekki önnur leið fær en leiðin fram til fulls sjálfstæðis. Benedikt Sveinsson greiddi atkvæði gegn Sambandslögun- um 1918. Ótti sá og áhyggja, er hann bar í brjósti um framkvæmd Sambandslaganna, reyndist að vísu ástæðulaus. Efnalegu og pólitísku sjálf- stæði íslands stafaði ekki hætta af Dönum. Óveðursský- in hrönnuðu sig í annarri himinátt. Benedikt Sveinsson fekk að lifa þá stund, er Is- land sleit síðustu tengslin, er knýttu það við Danaveldi. Á þeirri stundu mun honum hafa hlegið hugur í brjósti. Þegar rimmunni lauk með Dönum og Islendingum 1918 breyttist allur grundvöllur flokkaskiptingar í landinu. Nýjar stjörnur svifu fram á festingu íslenzkra stjórnmála. Hinar gömlu hetjur sjálfstæð- isbaráttunnar hverfa af víg- vellinum, sumir fyrir aldurs sakir, aðrir draga sig í hlé. Þeir sem uppi stóðu urðu flestir einmana í pólitískum efnum, fengu lítt samið sig að fiokksins hinum nýju stjórnmálahátt- um. Benedikt Sveinsson var einn í hópi þessara manna. Þótt hann liyrfi ekki út úr stjórnmálum, þá var sem hann fyndi litla löngun til að bregða sínum gamla brandi á því vopnaþingi, sem nú var háð. Ég kynntist Benedikt Sveins- syni lítið eitt á stríðsárunum og næstu árum þar á eftir. Sjaldan hef ég þekkt jafn drengilegt ljúfmenni. Fáa hefði grunað, sem ekki vissu betur, að þar færi einn hvass- yrtasti ræðumaður íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu. Þó kom það fyrir, að honum hitn- aði í skapi, þegar hann minntist liðinna ára, og þá varð brúnin aftur hvöss og maður mátti heyra niðinn af fallvötnum íslenzkrar sögu. Sverrir Kristjánsson. Þahhar- og niinningarorð frá satn f erðantan n i "■ Rétt eftir aldamótin var fað- ir minn á ferðalagi frá Reykjavik til Seyðisfjarðár. Á þeirri ferð kynntist hann ung- um manni, er varð honum sam- ferða á þessari leið. Á þeim árum stóð baráttan milli Valtý- inga og heimastjórnarmanna um stjórnarbótamálið, og hvar sem fundum manna bar saman var sjálfstæðismálið jafnan efst á baugi. Ræddi faðir minn mikið við hinn unga samferða- mann sinn m. a. um þetta mál, sem báðir höfðu brennandi á- huga á. Var faðir minn Váltý- ingur en hinn ungi maður á- kveðinn heimastjórnarmaður. Föður mínum þótti maður þessi óvenjulegur að gáfum og glæsimennsku, og þegar heim kom sagði hann mér frá honum og viðræðum þeirra. En þessi maður var Benedikt Sveinsson. Frá því leið rúmlega áratug- ur þangað til að ég kynntist Benedikt Sveinssyni persórtu- lega. En um þær mundir sem faðir minn kynntist honum og ég heyrði hans fyrst getið, var hann að hefja sinn glæsilega stjórnmálaferil. Eg fylgdist svo sem unnt var með stjórnmála- starfi hans og las með áfergju hinar snilldarlegu ritgerðir hans, er birtust í blöðum þeim, sem hann veitti forstöðu á þessum árum. Eg hreifst jafnt af einlægri og drengilegri bar- áttu hans fyrir sjálfstæði þjóð- arinnar og máli hans, sem í senn var þróttmikið og rammís- lenzkt. Hann var ætíð í broddi fylkingar og missti aldrei sjón- ar á lokatakmarkinu, fullveldi íslands. m Fyrst var hann ásamt Einari Benediktssyni og Einari Gunn- arssyni í ritnefnd Landvarnar 1903, síðan 1905 til 1909 rit- stjóri Ingólfs, en þá stóð bar- áttan um Uppkastið 1908, er endaði með sigri Sjálfstæðis- á Heimastjórnar- eða Uppkastsfylgj- um verið aldavinir og hélzt sú vinátta okkar æ síðan. Eins og að ofan er ritað voru kynni mín af Benedikt Sveinssyni fram að 1914 óper- sónuleg. Eg hafði til þess tíma hvorki heyrt hann eða séð, ein- ungis fylgzt með stjórnmála- ferli hans úr fjarlægð. Þa'ð fer oft svo að viðhorf þeirra, er menn hafa haft ópersónuleg kynni af, breytist mjög er þeir kynnast þeim persónulega. En svo varð ekki með kynni okk- ar Benedikts. Hvort sem ítiaður stóð við hlið hans eða horfði á hann úr mikilli fjarlægð var hann alltaf frábær drengskap armaður og tigið glæsimenni svo af bar. Mál hans var jafn fagurt og þróttmikið, er hann ræddi við mann, og ritmál hans, en í slíkan búning færa einungis snillingar hugsanir sínar. Eftir að ég flutti til Reykja- víkur fyrir rúmum 30 árum bar fundum okkar Benedikts títt saman meðan heilsa hans leyfði og á þeim fundum var hann ekki einungis hrókur alls fagnaðar heldur einnig fræðar- inn sem hver maður varð að hlusta ó vegna þróttmikils mál- fars, drengilegs hugarfars og heiðríkra sjónarmiða. Þar bar aldrei skugga á. Að lokum þakka ég Benedikt fyrir kynninguna, fræðsluna og drengskapinn. — Um leið sendi ég ekkju hans Guðrúnu Pétursdóttur, hinni mikilvægu konu, og börnum þeirra, alúð- arfyllstu samúðarkveðjur. Reykjavik, 22. nóv. 1954. Sigurjón Jóhannsson. (frá Seyðisfirði). MOLOTOFF Framhald af 6. síðu. staðfesting Parísarsamkomu- lagsins mundi gera ástandið í Evrópu alvarlegra og spilla möguleikum til lausnar óleyst- um vandamálum álfunnar, eink- um Þýzkalands, Endurhervæðing Vestur- Þýzkalands og sameining Þýzkalands á friðsamlegum og lýðræðislegum grundvelli eru ósamrýmanlegar. Samningaum- leitanir um sameiningu Þýzka- lands eru út í bláinn, ef Banda- ríkin, Bretland pg Frakkland hverfa ekki frá stefnu. sinni að endurhei-væða Vestur-Þýzka- land og flækja það í hernað- arban'dalög og snúa í þess stað aftur til þeirrar stefnu sem tryggir friðsamlega þróun Þýzkalartds og mörkuð hefur verið með alþjóðasamningum. Þetta sýnir hvers virði er sú fullyrðing að staðfesting Par- ísarsamkomulagsins standi „ekkil végi fyrir frekari samn- ingum vesturveldanna við Sov- éríkin um óleyst vandamál Ev- rópu“. Spurning: Hvað álítið þér um (l:T 'I þá fullyrðingu sem komið hef- ur fram í blöðum vesturveld- anna að tillaga Sovétríkjanna um ráðstefnu allra Evrópuríkja’ 29. nóv. gefi svo stuttan frest að ekki sé nægur tími til undir- búnings ráðstefnunni? Svar: Stjórn Sovétríkjanna flutti tillögu um að stofna til ráðstefnu allra Evrópuríkja 29. nóv. sökum þess að í desember hefjast umræður um staðfest- ingu Parísarsamkomulagsins. Þess skyldi minnzt að tillaga um sáttmála allra Evrópuríkj- anna um sameiginlegt öryggi Evrópu var flutt. af Sovétríkj- pnum á Berlínarráðstefnunni pg birt fyrir 20 mánuðum. Til- lagan um ráðstefnu allra Ev- rópuríkj anna um saméiginlegt öryggi Evrópu var flutt af stjórn Sovétríkjanna fyrir fjór- um mánuðum, 23. júlí. f síð- ustu orðsendingu sinni birti hún nánari tillögur um sam- komudag ráðstefnunnar. Auðvitað væri hægt að 'kom- ast að samkomulagi um annan dag til að kalla hana saman, ef umræðum um staðfestingu Parisarsamkomulagsins yrði frestað. T i 1 EDWIN ARNASON 1.INDAROÖTU 26 SÍMI 37A3 flokknum endum. Sem ritstjóri Fjallkonunnar 1910—1911 stefndi hann hik- laust að markinu, fullu sjálf- stæði landsins, þó margir aðrir Sjálfstæðismenn biluðu. — Hann gat aldrei orðið neinn „Bræðingsmaður". Alla þá tíð þótti mér meira til hans koma en nokkurs annars, er þá var á leiksviði íslenzkra stjórnmála. Utan þings og innan, jafnt á ræðustóli sem á ritvelli var hann i mínum augum hinn glæsilegasti framherji íslenzkr- ar sjálfstæðisbaráttu. Vantaði þó sízt, að ísland ætti mikið mannval um þær mundir. Persónulega kynntist ég Benedikt Sveinssyni fyrst árið 1914. Var þá eins og við hefð- Mjög glæsilegt órval Tekið íram í dag. MARKAÐURINN Laugavegi 100 j liggar leiSia Minningarathöfn um JÓN PÉTURSSON, Kleppsveg 106, og GEST SÖLVASON, Suðurpól 4, sem fórust með m.b. Áfram 22. október s.l., fer fram í Laugarneskirkju fimmtudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Athöfninni verður útvarpað. Aðstandeiulnr. Nokkur eintök a£ eldri árgöngum ritsins £ást enn á afgreiðslunni. Timaritið VINNAN OG VERKA- LÝÐURINN Skúlavörðustig 19 Simi 7500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.