Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 12
þflÓÐVUJINIf Miðvikudagur 24. nóvember 1954 — 19. árg. —- 268. tölublað Arkitektar lýsa skoðunum sín- um á uppbyggingu Skálholts „Uppbyggingunni verði hagað þannig, að um raunverulega tjámngu nútimans í byggingarlist sé að ræða" Hinn 11. nóvember s.l. var haldinn fundur í Húsa- meistarafélagi íslands og þanga'ö boöið öllum starfandi prestum í Reykjavík, ásamt kennurum guðfræöideildar Háskólans, biskupi íslands og kirkjumájaráöherra. Um- ræöuefni íundarins var hin fyrirhugaöa uppbygging Skálholtsstaöar. Ftokksstjórsiarfundur Sosíallsta- flokksins settur að Tjarnargötu 20 SéíA Eiríks Helgasenar minnzt. — lagnar Ólaíssen býður velköminn fyrsta fund sésíaSista í Tjarnargötu 20. — Einar Olgeirsson og Ásmundur Sigurðs- son flytja framsöguræður - ^ Flokksstjórnarfundur Sósíalistaflokksins hófst Tjarnargötu 20, kl. 9 í gærkvöld, fyrsti fundur sósíal ista sem þar er haldinn. ! Formaður flokksins, Einar Olgeirsson, setti fundinn og bauð flokksstjórnarmenn vel- komna. Minntist hann hlýlega og virðulega. látins flokks- stjórnarmanns séra Eiríks Helgasonar í Bjarnanesi og risu fundarmenn úr sæti til heiðurs minningu hins ástsæla sósíalista. Að því loknu gaf Einar orð- ið Ragnari Ólafssyni, formanni stjórnar Sigfúsarsjóðs, og fórust honum orð á þessa leið. Félagar, þessi fundur okkar hér í kvöld er fyrsti fundur sósíal- ista að Tjarnargötu 20. Minningarsjóður íslenzkrar al- þýðu um Sifffús Sigurhjartarson festi kaup á TjarnarKÖtu 20 síð- astliðið vor. Sjóðurinn átti þá ekkert fé. En hin mikla söfnun sem lxafin var fyrir forgöngu Sósíalis.tafl. og tókst með slík- um ágætum, sem við þekkjum öll, hefur þegar tryggt að Minn- ingarsjóðurinn getur staðið við kaupsamninginn og breytt húsinu þannig, að það verði nothæft fyr- ir skrifstofur og aðrar stöðvar flokksins fyrst um sinn. En ætl- unin er, að síðar rísi hér veglegt hús, Sigfúsargaröur, sem fram- búðarmiðstöð fyrir Sósíalistaflokk- inn. Ekki er enn ráðið til fullnustu hvernig húsinu verður breytt. En ætlazt er til, að hér á neðri hæð- innl verði samkomusalur og her- bergi helgað mínningu Sigfúsar Bílslys í fyrrinét! Um klukkan há)f eitt í fyrri- nótt varð árekstur við bifreiða- stöð Hreyfils. Rákust á fólks- bifreið og vörubifreið með þeim afleiðingum, að fólksbifreiðin stórskemmdist og slösuðust tvær stúlkur, sem í henni voru. Voru það Hrafnhildur Sumar- heitins Sigurhjartarsonar, sem jafnframt yrði fundarherbergi sjóðstjórnar, auk skrifstofuher- bergja. Á efri hæðinni er ætlazt til að verði skrifstofuherbergi fyr- ir skrifstofur flokksins og í út- bygginguuni uppl íbúð liúsvarðar. Við fengum afhenta lykla að húsinu í dag. Sjóðstjórninni er að það sérstök ánægja að svo skyldi hittast á að flokksstjórn Sósíal- istaflokksins heldur hér fund ein- mitt sama dag, í þessu húsi, í okkar húsi, í sínu eigin hvisi. Ég leyfi mér, fyrir hönd stjórn- i ar IMimiingai-sjóðs íslenzkrar al- ! þýðu um Sigfús Sigurlijartarson I að bjóða ykkur öll hjartanlega velkomin. Steinþór Guðmunds$on, vara- formaður Sósíalistaflokksins, tók því næst við fundarstjórn. og Einar Olgeirsson flutti framsöguræðu um stjórnmála- ástandið og verkefni Sósíalista- flokksins. Að lokinni ræðu Einars flutti Ásmundur Sigurðsson fram- söguræðu um landbúnaðarmál. f upphafi fundarins skýrði Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð- ur frá rannsóknum, sem gerðar hafa verið í Skálholti og niður- stöðum þeirra. Þá lýsti Hannes Davíðsson, arkitpkt, formaður Húsameistarafélags íslands, sjón- armiðum íslenzkra húsameistara varðandi endurreisn og uppbygg- ingarstarfið í Skálholti, en síðan tóku allmargir prestar til máls. í fundarlok samþykktu arkitekt- arnir eftirfarandi ályktun: „Fundur í Húsameistarafélagi íslands, lialdinn 11, nóv. 1954, beinir þeim tilmæluni til Skál- holtsnefndar og þeirra aðila annarra, sem hafa með höndum ákvarðanir um uppbyggingu Skálholtsstaðar. að þeirri upp- byggingu verði hagað þannig að um raunveruiega tjáningu nú- tímans í byggingarlist sé að ræða. Einnig mælist fundurinn til þess að ekki verði hafizt iianða um framkvæmdir fyrr en sannreynt þykir að ineðal islenzkra lista- manna verði ekki náð betri ár- angri um lausn verksins, því á þann hátt teljum við að lielgi Eiríkur Bjarnason 170 neineiad- m* i Mverag- Hveragerði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Barnaskólinn og miðskólinn hér i Hveragerði eru starf- ræktir undir sameiginlegri stjórn. í báðum skólunum eru nú í vet- ur 170 nemendur, þar af 39 í miðskólanum í þrem bekkjum. i í barnaskólanum eru 6 bekkir, en í nýja barnaskólahúsinu eru ! 6 kennslustofur og þarf þvi að | tvísetja 3 þeirra. í vetur stefnirj 3. bekkur miðskólans að lands- prófi. — Við barnaskóiann eru j jj^in liðadóttir, Skúlagötu 78 og Björg Bernharðsdóttir Bólstaða 5 fastir kennarar og einn við mið- hlíð 15. Þær Landspítalann. voru fluttar a skólann. Auk þess eru tímakenn- arar. Dönsk söngkona skenundr á Röðli Veitingahúsiö Röðull hefur nýlega ráðið hingað dönsku söngkonuna Inga Völmart og mun hún skemmta með söng sínum að Röðli flest kvöld nú um mánaðarskeið. Þeir Ólafur Ólafsson, forstjóri Röðuls og Alfreð Andrésson, leikari boðuðu til fundar með fréttamönnum í gær í tilefni af komu söngkonunnar. Skýrðu þeir svo frá að Röðull hefði fyrstur íslenzkra veitingahúsa farið inn á þá braut að gefa gestum sínum kost á að hlýða á hverju kvöldi á erlenda eða innlenda skemmtikrafta. Þetta hefur gefizt vel og mun verða reynt að halda því áfram. All ex’fitt er að fá góða er- lenda skemmtikrafta nema þeirra sé óskað með löngum fyrirvara. Að þessu sinni tókst Röðli samt að útvega kunna danska söngkonu, Inga Völ- mart, sem víða hefur sungið bæði heima í Danmörku og í öðrum löndum. Hingað kemur hún frá Frakklandi. Mun hún Inga Vö'mart syngur bæði væntanlega dvelja hér um mán- dægurlög og annað og ætti ao aðarskeið og syngur áð Röðli, geta orðið Reykvíkingum til hvert kvöld. skemmtunar. staðarins sé bezt borgið.“ Ályktun þessi var samþykkt samhljóða, enda tók stjórn Húsa- meistarafélags íslands það fram í gær, er hún ræddi við blaðamenn um Skálholtsmálið, að þetta væri einróma álit íslenzkra arkitekta. Ef byggja ætti upp í Skálholti yrðu þær byggingar að vera þannig úr garði gerðar, áð þær veittu eftirkomendunum ein- hvern vitnisburð um nútímann, en sýndu ekki aðeins svo og svo mikla þekkingu okkar í forn- fræði. Síðan þessi fundur var haldinn í Húsameistarafélagi íslands hef- ur stjórnskipuð nefnd sent frá sér álitsgerð um endurreisn Skál- holtsstaðar. í því áliti nefndar- innar er gert ráð fyrir að þar á staðnum verði reist þriggja skipa krosskirkja í oddbogastíl (gotneskum stíl). Arkitektarnir lögðu áherzlu á það á blaðamannafuntiinum. í gær, að þeim fyndist þessi vinnu- brögð stjórnarvaldanna og Skál- holtsnefndar mjög ótilhlýðiieg. í fyrsta lagi væri sýnt að skipulag Skálholtsstaðar væri algerlega í molum, þar sem þegar sé búið að reisa nýjar byggingar þar á staðnum án þess að nokkur heildaráætlun um framkvæmdir liggi fyrir. Þá sé sú ráðabreytni, að gefa ekki íslenzkum arkitekt- um kost á að taka þátt í almennri samkeppni um framkvæmdir á staðnum og útlit bygginga þar, mjög ótilhlýðileg, og ekki kann- ski sízt að húsameistara ríkisins skuli ekki fyllilega treyst til að teikna kirkjuna heldur ráðnir tveir útlendingar honum til ráð- gjafar. DýrS hernámsies f gær bauð bandariska her- stjórnin fréttamönnum tii að i skoða Keflavíkurflugvöll, og er : þetta í fyrsta sinni siðan her- : námið 1951 að herstjórnin býður Þjóðviijanum. Þegar suður kom fluttu herfor- ingjar ræður um nauðsyn her- námsins, en síðan var blaða- mönnum sýndur flugvöllurinn, grjótnámið í Stapafellinu og fleira, svo sem þrýstiloftsflug- vélar á flugi. Að lokum var svo sýning á handvopnum pg stærri liernaðartækjum. — Þjóðviljinn mun segja nánar frá þessu síðar. Reykvíkingar! Gerið svo vel að líta í búðargluggana á Laugavegi 13 og Bankastræti 10 — Happdrætti Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.