Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 6
$5) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 24. nóvember 1954 - þlÓOVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Rltstjórar: Magnús Kjart'ansson, Sigurður Gúðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H Jnnsson. Magnús Torfi Ólafsson, Auglýsingastjóri: Jónsteinn Hnraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið j Prentsmiðja Þjóðviljans h.f._______________ ^ Sigurvinstrimaitna 24. þingi AlþýÖusambands íslands er lokiö, einhverju mikilvægasta og afdrifaríkasta þingi í sögu íslenzkra verkalýðssamtaka. Um allt land hefur verkafólk beðiö athafna þessa þings; þaö var búið í haginn fyrir full- trúana með samvinnu vinstri manna í fjölmörgum verk- lýðsfélögum, en á þinginu kom í ljós hverjir fulltrúanna höfðu djörfungu til þess aö fylgja vilja og hagsmunum vinnandi fólks. Og fréttirnar frá þinginu hafa vakið á- nægju um land allt. Iðja, félag verksmiðjufólks, var tekið í Alþýðusambandið á nýjan leik, en meö því voru leiðrétt ein herfilegustu rangindin sem framin hafa verið í sögu verklýðshreyfingarinnar og tryggt að stjórn Fúlltrúaráðs verklýðsfélaganna í Reykjavík væri í samræmi við vilja verkafólks í bænum. Og í fyrrinótt beið blökk hægrikrata og íhaldsins ósigur í einni kosningunni af annarri til Al- þýðusambandsstjórnar, en frambjóðendur vinstri manna voru kjörnir í allar trúnaðarstöður. Þetta er mikil og nauðsynleg hreingerning og alþýðufólk urn land allt dregur andann léttar en fyrr og gérir sér bjartari vonir um framtíðina. Þess er auðvitað ekki að dyljast að skipun sambands- stjórnar gefur ekki rétta mynd af sjónarmiðum vinstri manna á þinginu; sósíalistar hafa þar fulltrúa í þver- öfugu hlutfalli viö fylgi sitt. En sú kosning sýndi hverja áherzlu sósíalistar leggja á einingu verkalýösstéttariunar og samvinnu vinstri aflanna, af hverjum heilindum þeir fylgja eftir stefnu sinni. Og auðvitað má ekki til þess koma að í hinni nýju sambandsstjórn verði menn dregnir í dilka eftir ólíkum pólitískum viðhorfum sínum, að þar vgrði búinn til einhver ,,meirihluti“ og „minnihluti“ út frá stjórnmálaskoðunum. Sambandsstjórnin þarf aö verða samvirk heild og líta á það sem meginverkefni sitt '•Sð tryggja og efla þá einingu vinstri manna sem mótaöi kosnihgarnai’ IU bingsins og leiddi til sigurs í störfum þess. Fulltrúarnir mega ekki llta. á sig fyrst og fremst sem Alþýðuflokksmenn eða sósíalista, heldur sem for- ustumenn vinstri samvinnu í verklýðshreyfingunni. ! . Þetta eru meginatriðin í störfum 24. þings Alþýðusam- bands íslands, og þau nýju viðhorf sem nú blasa við eru mjög mikilvæg. Sundrung vinstri aflanna hefur undan- farið verið verstur Þrándur í Götu verklýðssamtakanna og stjórnmálasamtaka alþýðunnar. Á undanförnum ár- um hefur æ ofan í æ verið haldið í öfuga átt, þaö hafa sprottið upp nýir flokkar, glundroðinn hefur magnazt og íhaldið eitt hefur notið góðs af. Árum saman hafa sósíal- istar þrástagazt á þeirri augljósu staðreynd að við svo búið megi ekki standa, vinstri menn verði að snúa bökum saman á öllum sviðum, leggja ágreiningsmálin til hlið- ar um sinn en einbeita sér að því sem sameinar og leggja hlið við hlið til atlögu gegn sameiginlegum óvini. Marg- sinnis hefur Sósíalistaflokkurinn borið fram tillögur og fórmleg tilboð um slíka samstöðu. Og nú hefur stórfelld- um áfanga verið náð, en reynslan mun sýna að eftir þetta verður auðveldara að halda áfram á sömu braut, Átökin á Alþýðusambandsþingi voru hörð og tvísýn. Stjórnarflokkarnir og hægri kratar beittu öllum brögð- um, loforðum, hótunum og ofsóknum, til þess að reyna að beygja fulltrúana til hlýðni. Menn sem kosnir höfðu verið í meðbyr og samkomulagi í félögum sínum urðu að ganga undir eldskírn á þinginu, standa við sannfær- ingu sína og vilja kjósenda sinna frammi fyrir þjóðinni allri. Sumir brugðust aumkunarlega, aðrir hörðnuðu við hverja- raun og það voru nægilega margir sem héldu velli til þess aö tryggja vinstri öflunum sigur. Þessi eld- skim var mjög nauðsynleg; verkafólk þarf að fá að vita hverjum hægt er að treysta og hverjum ekki í þeim harð- vitugu átökum sem framundan eru. Og þaö mun halda áfram að reyna á menn; það veröa þeir traustustu og beztu sem leiða munu sóknina til sigurs — og það er verkefni verklýðshreyfingarinnar að veita þeim allt það aðhald og traust sem voldugustu félagssamtök á íslandi eiga til. . . _ . , Alþýða íslands þakkar fulltrúunum á 24. þingi Alþýðu- sambands fslands fyrir þann mikilvaega árangur' sem Jiáðst hefur og heitstrengir að fylkja liði til nýrra sigra. Ráðstefna allra Evrópuríkja hlýtur að sfyrkja friðinn Molotoff svarar spurningum varSandi boS Sovétrikjanna um slika ráSstefnu Blaðamaður frá Pravda hef- ur lagt nokkrar spurningar fyr- ir V. M. Molotoff utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna. Hér fara á eftir svör Molotoffs: Spurning: Hvað viljið þér segja um þær viðtökur sem til- lögur Sovétríkjanna frá 13. nóv. um ráðstefnu allra Ev- rópuríkja um sameiginlegt ör- ryggi Evrópu hafa fengið er- lendis? Svar: Það er kunnugt að nokkur Evrópuríki hafa þegar látið í ljós jákvæða afstöðu sína til tillögu um ráðstefnu allra Evrópúríkjanna um sameigin- legt öryggi EvrópUj sem var flutt af ríkisstjórn Sovétríkj- anna ásamt stjórnum Póllands og Tékkóslóvakíu. Önnur Ev- rópuriki hafá enn ekki látið í ijós afstöðu sína til tillögunn- ar. Hvað snertir afstöðu Banda- ríkjanna, Bretlands og Frakk- lands, hafa þau ekki svarað ennþá orðsendingu Sovétríkj- anna. En ummæli ábyrgra að- ila sýna að afstaða ríkisstjórna þessara landa til tillögunnar er neikvæð. í>að mætti ætla að stjórnir þessara landa væru ekki aðeins andvígar þessari tillögu, heldur reyndu einnig á alla lund að hindra þessa ráð- stefnu allra Evrópuríkja. Það er þrýst á önnur Evrópuríki í þessum tilgangi, þing þeírra, stjórnmálaflokka og einstaka áhrifamenn. Af viðtökum þeim sem tillagan um ráðstefnu allra Evrópuríkjahna hefur fengið, er ljóst að fjöldi fólks í Evrópu — og ekki aðeins í Evrópu — skilur þýðingu hennar. Tillaga þessi er fram komin til að koma í veg fyrir flokka- drætti Evrópuríkjanna þegar um er að ræða tryggingu frið- ar í álfunni. Slík ráðstefna allra Evrópu- ríkjanna, þar sem hvert ríki gæti látið í ljós skoðun sína og gert tillögur um sameigin- legt öryggi álfunnar, getur ekki orðið neinu friðsömu ríki til meins, heldur getur og hlýtur að styrkja friðinn og draga úr viðsjám í alþjóðamálum. Ef tillögunni um slíka ráð- stefnu er á hinn bóginn hafnað, hlýtur það að vera skaðlegt málstað friðarins í Evrópu. í stað þess að styðja þátt- töku allra Evrópuríkjanna í ráðstefnu um sameiginlegt ör- yggi Evrópu beita stjórnir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands öllum brögðum til að hindra að slík ráðstefna komi saman og til að staðfesta sem fyrst Parisarsamkomulag- ið. Þannig hyggjast þær hraða hervæðingu Vestur-Þýzkalands og flækja það inn í hernaðar- bandalög slík sem „Bandalag Vestur-Evrópu“ og „Norður- Atlanzhafsbandalagið". Þær láta sér um munn fara að áætlun um að koma á fót hálfrar milljón manna vestur- þýzkum her og um að taka end- urvígbúið Vestur-Þýzkaland inn í hernaðarbandalög verði til eflingar friði í Evrópu. Er það nökkur furða að eng- inn trúir slíku? Flestir sjá að þetta er ekki leiðin til viðhalds og eflingar friði, heldur leið til undirbúnings nýrri styrjöld, Evrópustyrjöld. Ef Parísarsamkomulagið um að endurvígbúa Vestur-Þýzka- land og flækja það inn í fyrr- nefnd hernaðarsamtök vestur- veldanna verður staðfest og framkvæmt, skapast nýtt á- stand í Evrópu, sem mundi þýða aukna stríðshættu. Við slíkt ástand mundu friðelsk- andi þjóðir Evrópu verðá að hyggja til nýrra ráða til að tryggja öryggi sitt. Óll ábyrgð af auknu vígbúnaðarkapp- hlaupi og af auknum hernaðar- útgjöldum í löndum Evrópu hvílir á þeim sem nú hafna hugmyndinni um sameiginlegt öryggi Evrópu og fá í þess stað þjóðir álfunnar til að sam- þykkja endurhervæðingu Vest- ur-Þýzkalands með áætlunum þess um hefndarstríð. Hvað Sovétríkin snertir, telja þau nauðsynlegt að vara við því að Parísarsamkomulagið stefnir að undirbúningi nýrrar styrjaldar í Evrópu. Eina leið- in til að efla frið í álfunni er sameiginlegt öryggisbandalag Evrópuríkjanna. Spurning: Telur stjórn Sov- étríkjanna mögulegt að komast að samkomulagi við aðrar rík- isstjórnir um Þýzkalandsmálin? Svar: Já. Möguleikinn á samkomulagi er auðvitað til, ef öll aðildarveldin fallast á að fyrst og fremst sé nauðsynlegt að sameina Þýzkaland á ný, en ekki hervæða einn né neinn hluta þess. Auðvitað má sam- einað Þýzkaland ekki vera her- veldi; það verður að samein- ast í friðsamt lýðræðisríki. Við þær aðstæður mundi Þýzka- land ganga á jafnréttisgrund- '•velli inn í fjölskyldu Evrópu- þjóðanna og taka mikilvægan þátt í öryggisbandalagi álfunn- ar. I dag er spurningin þessi: Verður Vestur-Þýzkaland gert að herveldi eins og gert er ráð fyrir í Parísarsamkomulaginu eða beinist þróunin í Vestur- Þýzkalandi — og þar með öllu Þýzkalandi — í aðra átt, í frið- arátt? Endurhervæðing Vestur- Þýzkalands stendur í vegi fyr- ir sameiningu þýzku þjóðarinn- ar. Ef Vestur-Þýzkaland verð- ur á hinn bóginn ekki endur- hervætt, opnar það leiðina til samkomulags um sameiningu Þýzkalands í eitt ríki. Þá yrði unnt að komast að samkomu- lagi um leynilegar, frjálsar kosningar í öllu Þýzkalandi, þar sem tryggð yrðu lýðræðis- leg réttindi allra landsins íbúa. Jafnframt telur stjórn Sovét- ríkjanna sem fyrr að tafarlaus brottför herjanna frá Austur- Þýzkalandi og Vestur-Þýzka- landi mundi að mörgu leyti styrkja samstöðu beggja lands- hlutanna og auðvelda samein- ingu þeirra. Spurning: Hvað álítið þér um þá fullyrðingú að staðfesting Parísarsamkomulagsihs standi ekki í vegi fyrir frekari samn- ingum vesturveldanna við Sov- étríkin um óleyst vandamál Evrópu? Svar: Slikar fullyrðingar eru tilraun til að villa sjónar á málinu. Það er ékki hægt að komast hjá því að sjá það að Framhald é 11. síðu. V. M. Molotoff

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.