Þjóðviljinn - 24.11.1954, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓEVVILJINN — Miðvikudagur 24. nóvember 1954
Eftir skáldsögu Charles de Costers ir Teikningar eftir Helce Kiihn-Nielsen
49G. dagrur.
Ef það er ykkar vilji er ykkur heimilt að
dvelja með oss og dei'.a við oss kjörum.
Og hvað áhrærir þessar lagtegu stúlkur....
....þá skulu þær sjálfar. ráða, hvort þær
vilja áfram halda sínum fyrri unnustum,
eða ve!ja sér nýja úr hópi minna hraustu
hermanna.
Sæfaranna, en í þeim hóp var margt af
laglegasta kvenfólki.
Að því búnu hélt Ugluspegill svofellda
ræðu: Góða fólk, hér eruð þið nú stödd á
hinni beztu skútu, sem fyrirfinnst í ver-
öldinni.
,,Jórunn tók sokkana
og keyrði um höfuð
henni.“
Höskuldur var að spurður, hvað
sveinninn skyldi heita. Hann bað
sveininn kalla Ólaf, því að þá
hafði Ólafur feilan andazt litlu
áður, móðurbróðir hans. Ólafur
var afbragð flestra barna. Ilösk-
uldur lagði ást mikla við svein-
inn. Cm sumarið eftir mælti
Jórunn, að frillan mundi upp
taka verknað nokkurn eða fara
í brott ella. Höskuldur bað
hana vinna þeim hjónum og gæta
þar við sveins síns. En þá er
sveinninn var tvævetuf, þá var
hann aimæltur og rann einn
saman sem fjögra vetra gömul
börn. Það var til tíðinda einn
morgun, er Höskuldur var geng-
inn út að sjá um bæ sinn, veð-
ur var gott, skein sól og var
lítt á loft komin, hann heyrði
mannamál. Hann gekk þangað til
sem lækur féll fyrir túnbrekk-
unni. Sá hann þar tvo menn og
kenndi. Var þar Ólafur, sonur
hans, og móðir lians. Fær hann
þá skilið, að hún var eigi mál-
laus, því að hún talaði þá margt
við sveininn. Síðan gekk Hösk-
uldur að þeim og spyr hana að
nafni og kvað henni ekki mundu
stoða að dyljast Iengur. Hún kvað
svo vera skyldu. Setjast þau nið-
ur í túnbrekkuna. Síðan mælti
hún: — Ef þú villt nafn mitt vita
þá heiti ég Melkorka.
. . . og litlu síðar er Jórunn
gekk að sofa, togaði Melkorka
af lienni og lagði skóklæðin á
gólfið. Jórunn tók sokkana og
keyrði um höfuð henni. Mel-
korka reiddist og setti hnefann
á nasir henni, svo að blóð varð
laust. Höskuldur kom 'að og
skildi þær. Eftir það lét hann
Melkorku í brott fara og fékk
henni þar bústað í Laxárdal.
Þar heitir siðan á Melkorkustöð-
um. (Úr Laxdæla sögu).
Kvenfélag Langholtssóknar
heldur bazar klukkan 2 í dag
24. nóvembor í Góðtemplarahúsinu
uppi. — Nefndin.
Kvöld- og næturvörður
er í læknavarðstofunni í Austur-
bæjarskólanum frá kl. 18-8 í fyrra-
tnálið. — Sími 5030.
Næturvörður
er í Laugavegsapóteki - Simi 1618.
LYFJABUÐIR
IPÓTEK AUST- Kvöldvarzla til
URBÆJAR kl. 8 alla daga
• nema laugar-
HOLTSAPÓTEK daga til kl. 6.
Ja, ég spái pví nú að við sökkvum.
□ 1 dag er miðvikudagurinn 24.
nóvember. — Clirysogonus — 326.
dagur ái-sins. — Tungi í hásuðri
kl. 11:25. — Árdegisháflæði kl.
4:41 — Síðdegisháflæði kl. 16:57.
Happdrætti Háteigssólmar.
Dregið hefur verið í happdrætti
h'.utaveltu Háteigssóknar og hlutu
þessi númer vinning:
31101: ísskápur, 1768: far til Norð-
urlanda, 32349: rafmagnseldavél,
33655: stálvaskur, 28671: fár til
Vestntannaeyja, 24580: Rafmagns-
borðlampi, 18752: kuldaúlpa, 12273:
hjólbörur, 5004: gaberdineryk-
frakki, 10634: 50 kg. saltkjöt. —
(Birt án ábyrgðar).
Vinninga sé vitjað í verzlun Axels
Sigurgeirssonar, Háteigsveg 20.
Millilandaflug:
Edda, miUiIanda-
í dag frá N. Y. —-
Flugvélin fer eftir tveggja stunda
viðdvöl til Stavangurs, Kaup-
mannahafnar og Hamborgar. —
Gullfaxi fer til Kaupmannahafn-
ar á laugardagsmorgun.
Innanlandsflug:
1 dag eru ráðgerðar flugferðir til
Akureyrar, Isafjarðar, Sands,
Siglufj. og Vestmannaeyja. — Á
morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar, Egilsstaða, Fáskrúðs-
fjarðar, Kópaskers, Neskaupstað
ar og Vestmannaeyja.
Páll Helgason forstððumaður
Mötuneytis Fæðiskaupendafélags-
ins var fimmtugur i gær.
Esperantlstafélagið Aurora heldur
fund í Edduhúsinu, Lindargötu
9A uppi I kvöld klukkan 8:30.
Frá Verkakvennafélaginu
Framsókn
I tilefni af 40 ára afmæli félags-
ins, sem haldið verður hátíðlegt
26. þm eru fé’agskonur beðnar
að tilkynna þátttöku sem fyrst.
Áskriftarlistar liggja frammi á
vinnustöðunum og á skrifstofu fé-
lagsins. Sími 2931. —
Skemmtinefndln.
i Hundrað vinninga happdrættl
™ Þjóðviljans. Gerið skil dag-
lega. Takið fleiri miða til sölu.
Dregið 4. desember.
- Kl. 8:00 Morgunút-
varp. 9:10 Veður-
fregnir. 12:00 Há-
/ v\ \x ^ degisútvarp. 15:30
Miðdegisútvarp. —
16:30 Veðurfregnir.
18:00 Islenzkukennsla II. fl. 18:25
Veðurfregnir. 18:30 Þýzkukennsla
I. fl. 18:55 Bridgeþáttur (Zóphóní-
as Pétursson). 19:15 Þingfréttir;
tónleikar. 19:35 Auglýsingar. 20:30
Erindi: Frá Yukon (Haukur
Snorrason ritstjóri). 21:00 Óska-
stund (Benedikt Gröndal ritstj.)
22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10
Útvarpssagan. 22:35 Harmonikan
hljómar. Karl Jónatansson kynnir
harmonikulög.
Lúðrasveit verkalýðs-
ins. Æfing í kvöld kl.
8:30 á Vegamótast. 4
Krossgáta nr. 522.
Lárétt: 1 spyrnir 7 sérhlj. 8 þvoi 9
bókhaldsmál 11 klæði 12 tveir eins
14 ending 15 forar 17 baul 18
farfugl 20 lyfti glösum.
Lóðrétt: 1 kústa 2 tvennt 3 skst.
4 dýpi 5 skelin 6 fuglinn 10 mörg-
um sinnum 13 hrap 15 fyrir utan
16 sækja á fiskimið 17 samhlj.
19 nafnháttarmerki.
Lausn á nr. 521.
Lárétt: 1 bátar 4 té 5 ár 7 all 9
mór 10 arf 11 iss 13 ar EA 16
ómaði.
Lóðrétt: 1 bé 2 tól 3 rá 4 tomma
6 refsa 7 Ari 8 las 12 sóa 14 ró
15 ei.
Bókmenntagetraun
gær birtum við tvö erindi úr
kvæði Halldórs Kiljans Laxness
— stóð eg við Öxará. Nú fáið þið
að sjá brot úr eldra kvæði.
Æskukostum ellin kann að sóa.
Sanna ég það á sjálfum mér,
sjötugsaldur hálfan ber,
örvasa nú orðinn er;
orkumaður hver svo fer.
Samt er ég einn í sonatölu Nóa.
Forðum nam ég fljótt, sem kaus,
féll mér kenning seint úr haus.
Mjög er ég nú minnislaus.
Mein það vili ei gróa.
Samt er ég einn i sona tölu Nóa.
SKIPAUTGCR®
RIKISINS
Baldur
fer til Snæfellsnesshafna og
Flateyjar hinn 26. þ.m. Tekið
á móti flutningi í dag.
Herðubreið
austur um land til Bakkafjarð-
ar hinn 27. þ.m. Tekið á móti
flutningi til Hornafjarðar,
Djupavogs, Breiðdalsvíkur,
Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarð-
ar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar,
Vopnafjarðar og Bakkafjarðar
í dag og árdegis á morgun.
Farseðlar seldir á föstudag.
Kvenskór
Ódýrir kvenskór, mjög hent-
ugir í bomsur. — Götuskór
kvenna með kvarthælum og
uppfylltum hælum.
Verð frá kr. 50,00.
Garðarstræti 6.
Eimsklp:
Brúarfoss fór frá Hull 21. þm. til
ítvxkur. Dettifoss fór frá Rvík 15.
þm. til N.Y. Fjalifoss kom til Ak-
ureyrar um hádegi i gær. Fer
þaðan til Siglufjarðar, Isafjarðar,
Flateyrar, Vestmannaeyja og Faxa
flóahafna. Goðafoss kom til ,Rvík-
ur 21. þm. frá Rotterdam. Gull-
foss fór frá Leith í gær til, R-
víkur. Lagarfoss fór frá Siglu-
firði 22. þm. til Vopnafjarðar,
Borgarfjarðar, Nórðfjarðar, Fá-
skrúðsfjarðar, Vestmannaeyja og
Faxaflóahafna. Reykjafoss fór frá
Dublin í gær til Cork, Rotterdam,
Esbjei'g, Bremen og Hámborg.
Selfoss fór frá Antverpen 19. þm.
tíl Leith og Rvíkur. Tröllafoss
fór frá Gdynia í gær til Wismar,
Gautaborgar og Rvikur. Tungu-
foss fór fiá Akureyri 15. þm. til
Napo’i.
Skipaútgerð ríkislns:
Hekla fór frá Rvík kl. 24:00 í
gærkvö’.d austur um land í hring-
ferð. Esja er á Austfj. á suður-
leið. Herðubx'eið var á Fáskxúðs-
firði síðdegis í gær á suðuleið.
Skjaldbreið er væntanleg til Rvík-
ur árdegis í dag að vestan og
norðan. Þyrill er á leið til Þýzka-
lands. Skaftfellingur fór frá R-
vík í gærkvöld til Vestmannaeyja.
Baldur fór frá Rvík í gær til Gils-
fjarðar.
- *•«.;*«* ,**SSS2S03BÍ@iiBE-
Togararnir:
Akurey fór á veiðar í fyrradag.
Askur fór á ísfiskveiðar 21. þm.
Egill Skallagr.ímsson lagði af
stað til Þýzkalands í gær. Fylkir
kom af veiðum í gærkvö'.d og
mun sigla til Þýzka’ands. Geir
fór á ísfiskveiðar 16. þm. Hafliði
er í slipp í Rvxk. Hallveig Fróða-
dóttir kom af ísfiskveiðum í gær-
.æ, kvöld. Hvalfell fór á saltfiskveiðar
18. þm. Ingólfur Arnarson kom
til Rvíkur í gærkvö’d, fer til
Þýzkalands. Jón Baldvinsson fór
á ísfiskveiðar 16. þm. Jón Forseti
fór af stað til Þýzkalands 21. þm.
Jón Þorláksson fór á ísfiskveiðar
16. þm. Karlsefni fór á ísfisk-
veiðar 18. þm. Marz kom i fyrra-
dag af ísfiskveiðum fór væntan-
lega út í nótt. Neptúnus fór á ís-
fiskveiðar 14. þm. Pétur Halldórs-
son kemur í dag af ísfiskveiðum.
Skúli Magnússon kemur í dag af
isfiskveiðum, fer til Þýzkalands.
Úranus fór á isfiskveiðar 11. þm.
Vilborg Herjólfsdóttir er í slipp í
Reykjavík. Þorkell Máni fór á
saltfiskveiðar 4. þm. Þorsteinn
Ingólfsson er a leið frá Þýzka-
landi.
\
Konur í Kvenfélagi sósíalista
munið að bazarinn verður 30. nóv.
í Góðtemplarahúsinu og hefst kl.
2 e.h. Heitið er á alla velunnarra
félagsins að styrkja bazarinn. —
Vinsamlegast skilið munum til
nefndar kvenna. Uppl. í simum
5625, 1576 og 7808.
xsTVEr