Þjóðviljinn - 02.12.1954, Side 11
Fimmtudagur 2. desember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Erlend tíðindi
Framhaíd af 6. síðú.
þar verði samþykkt að grípa
því aðeins til þess ráðs að Par-
ísarsamningarnir verði full-
giltir. Grotewohl hefur boðað,
að vesturþýzku stjórninni og
Vesturveldunum verði gefið
enn eitt tækifæri til að ganga
til samninga um sameiningu
Þýzkalands, Vesturveldin hafa
hinsvegar tilkynnt, að þau
semji alls ekki um nokkurn
skapaðan hlut fyrr en Parísar-
samningarnir hafi verið full-
giltir. Ep um hva& er þá að
semja, þegar byrjað er að her-
væða tvo hluta Þýzkalands
sinn í hvoru lagi og hvor um
sig hefur verið gerður hluti af
hernaðarbandalagi nálægra
ríkja? Að minnsta kosti einn
stjórnmálamaður telur þessa
þróun æskilega. Það er Mend-
és-France. í ræðu á þingi SÞ
um daginn lýsti hann yfir, að
hann sæi ekkert athugavert
við það að Austur-Evrópuríkin
geri með sér hernaðarbandalag
með þátttöku Austur-Þýzka-
lands, Franski forsætisráðherr-
ann gerði að tillögu sinni, að
í vor, þegar þessi hernaðar-
bandalög verði bæði komin á
fót, komi saman ráðstefna um
að þau setji með sér griða-
sáttmála.
iQynd væri að segja, að banda-
^ menn franska forsætisráð-
herrans hafi tekið þessari upp-
ástungu hans vel. í Washington
og London vildu talsmenn ut-
anríkisráðuneytanna sem
minrist um tillöguna segja. í
Bonn urðu menn sárreiðir og
sögðu að ræðan bæri vott um
að franskir ráðamenn fögnuðu
því blátt áfram að Þýzkaland
yrði klofið til frambúðar.
Adenauer og fylgismenn hans
.hafa alltaf, haldið því fram að
hervæðing Vestur-Þýzkalands
með tilstyrk Vesturveldanna
hefði það mark að sameina allt
Þýzkaland. Nú er það að koma
skýrar og skýrar í ljós, að
þarna hafa stjórnendur Vestur-
Þýzkalands lofað upp í ermi
sína. Um tíma kann þeim og
forystumönnum Bandaríkj-
anna að hafa komið til hugar
að hægt yrði að leggja Austur-
Þýzkaland undir stjórnina í
Bonn með hótun um valdbeit-
ingu, en eins og nú er komið
vopriabúnaði stórveldanna, þeg-
ar bæði Baadaríkin og Sovét-
ríkin ráða yfir vetnisvopnum,
er sú hugmynd alger fjarstæða.
M. T. Ó.
Háteigsprestakall
AÐALSAFNAÐAitFUNDUR verður haldinn í hátíða-
sal Sjómannaskólans sunnudaginn 5. des. n.k. að
aflokinni messu, sem hefst kl. 2 e.h.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. önnur mál.
Safnaðarnefndin
Nauiungaruppboð
verður haldið að Brautarholti 22 hér í,bænum
föstudaginn 10. þ.m. kl. 1.30 e.h. og verða seldar
eftirtaldar bifreiðar eftir kröfu tollstjórans í
Reykjavík o.fl.:
R-22, R-285 (lítið bifhjól), R-452, R-1026, R-1656,
R -2213, R-2586, R-2591, R-2813, R-2834, R-3039,
R-3289, R-4015, R-4047, R-4058, R-4212, R-5769,
R-5955, R-6232 og R-6516.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík
NIÐURSUÐU
VÖRUR
100 KISMET rakvélablöi kosta
25 krónúr
Sportvöruhús Reykjavíkur
Ræða Finnboga R.
Valdimarssonar
Framhald af 7. síðu.
En nú stendur svo á, að
Islendingar eru einmitt eina
þjóðin á þingi Sameinuðu
þjóðanna, sem hefur nokkra
þekkingu og reynzlu af ný-
lendustjórn Dana. Það á eng-
in þjóð fulltrúa hjá Samein-
uðu þjóðunum, sem veit betur
•um nýlendustjórn Dana held-
ur en Islendingar. Við höfum
notið þessarar ágætu nýlendu-
stjórnar um margar aldir
eins og Grænlendingar. Og ef
til vill hefur engin þjóð
heldur betri aðstöðu utan
Dana til þess að vita um ný-
lendustjórn Dana á Grænlandi
nú síðustu áratugina eða síð-
an við Islendingar hættum að
njóta þessarar ágætu for-
ráða Dana.
Og Islendingar gætu líka
sagt frá því, að um eitt skeið
var það einmitt tillaga og
krafa Dana að innlima Is-
land, með stjórnarskrárbreyt-
ingu, í Danmörku. Og þá
hefðu áreiðanlega fundizt ein-
hverjir hálfdanskir embættis-
menn, jafnvel íslenzkir emb-
ættismenn, jafnvel íslenzkir
þingmenn, til þess að sam-
þykkja það og bera því vitni,
að það væri íslendingum fyrir
beztu.
Framhald
Á morgun koma á bókamarkaðinn tvær nýjar bækur:
SÓL í FULLU SUÐRI.
'' r.lXif
í jif.'
Pálmar við suðræna strönd.
ferðasaga frá Suður-Ameríku, eftir KJARTAN ÓLAFSSON hagfræðing,
en hann er víðförlastur allra ísl. menntamanna og mestur ævintýramaður.
Kjartan hefur dvalið langdvölum erlendis, og oft árum saman. Nám sitt
stundaði hann við háskóla í mörgum löndum Evrópu, og ni^m fyrstur allra-
Islendinga við háskóla á Spáni. Þaðan kom honum færni sú í rómönskum
málum, sem varð honum síðar lykill að töfraheimum Suður-Ameríku, sem þessi
bók segir frá. — Þegar hann hóf þá för, sem bókin greinir frá, var hann orð-
inn þaulvanur ferðamaður, en átti að auki þau kynni af spánskri menningu, sem
gerðu þennan framandi ferðamann að sjálfboðnum gesti og skyggnum athug-
anda manna og þjóða, sem Islendingar hafa áður haft engin kynni af, en eiga
þó í hugum þeirra sinn rómantíska blæ. En Kjartan vildi lifa ævintýrið en lesa
það ekki, og þess vegna hefur honum tekist að afla efniviðar í þessa gagn-
merku bók, ekki aðeíns á mælikvarða Islendinga, heldur einnig á heimsmæli-
kvarða. Það er fjölmargt í þessari bók, sem farandmenn og könnuðir af öðru
um þjóðum hafa ekki ratað á og séð, en Kjartan segir frá á sinn góðlátlega og
kýmilega hátt.
í bók sinni er Kjartan ekki aðeins að segja frá. Hann býður lesandanum að ferðast með, lifa, sjá og njóta, dansa við Suðurhafsmeyjar í góðri gleði
ræða við milljónera og þrælaeigenda, ferðast inn í mesta myrkvið veraldar með Indíánum, og veiða krókódíla með þeim, sjá Iguazu, einn af stærstu
fossum heims, heimsækja næturklúbb í Boenos Aires, ræða við betlara, læðast yfir sofandi eiturslöngu, eða vera farþegi í flugvél í einu af hinum
ægilegu eldingaveðrum yfir frumskógum Brasilíu, þegar himininn logar í eldflóði, svo að eitthvað sé nefnt.
SÓL í FULLU SUÐRI er íyrsta íslenzka íerðasagan, sem skrifuð hefur verið frá S-Ameríku. Bókin er prýdd 50 myndum.
UNDRAHEIMUR UNDISDJðPANNA
eftir kaptein J.Y. Cousteau, höfund og brautryðjanda köfunaraðferð-
arinnar með „vatnslunganu", en þessir kafarar eru svokallaðir „Frosk-
menn“. Bókin segir frá ævintýrum og svaðilförum höfundarins og fé-
lága hans, s.l. 10 ár, niðri í ríki un dirdjúpanna. Bókin hefur vakið
meiri athygli en flestar aðrar bækur, sem út hafa komið á þessari öld
og er talin ein af hinum mestu heimsviðburðum um langt árabil. Bók-
in kemur út á næstum öllum tungumálum í haust, og í þeim löndum,
sem hún hefur þegar komið út, erhún stöðugt endurprentuð í þús-
undum eintaka. I bókinni eru 45 myndasíður úr ríki undirdjúpanna,
þar af 6 síður í eðlilegum litum. — Guðmundur Guðjónsson, hinn eini
íslenzki „Froskmaður“, ritar formála fyrir bókinni, og segir þar m.a.
að" fáir eða engir „Froskmenn" hsfi ratað í slík ævintýri, sem Cou-
steau og félagar hans. „Undraheimur undirdjúpanna er bók vorrar
kynslóðar“, segir brezka tímaritið Time and Tide. — New York Tim-
es segir: „Kaptein Cousteau segir hvað hann gerði, hvað hann sá,
hvernig tilfinningar hans vpru og hvað hann uppgötvaði, og bara það,
er nóg til þess að hver, sem kærir sig hið minnsta um sjó og haf,
óskar að lesa bók hans“. — Morgenbladet, Noregi segir: „Ein af
þeim sjaldgæfu bókum, sem maður harmar að ekki er tvisvar sinnum
þykkri*'.
Neðansjávarkvikmynd kapt. Cousteau, sem er nákvæmlega sam-
hljóða bókinni, verður sýnd liér á landi mjög bráðlega.
Bókaútgáfan „Hrímfeir4
Einn hinna áttfættu Miðjarðarhafs- kolltrabba hefur vafið arma sína
anum Dumas.
ut-
■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■<
.■■■■■■«■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■(:■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ •■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■•■■■■■■■■■■■■■/»